Alþýðublaðið - 21.02.1967, Page 9

Alþýðublaðið - 21.02.1967, Page 9
/ Framfarirnar eru en ekki manninum AVARP forseta íslands í St. Gileskirkju í Edinborg 19. febrúar 1967. Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki. Verði þinn viiji, svo á jÖrðu sem á himni. Það heyrist oft, að tíðarandinn sé nú á tímum fráhverfur öilum trúarbrögðum. En ekki er ég viss um það, að ástandið sé verra í þeim efnum en fyrir , rúmum fimmtíu árum, þegar ég ias guð- fræði við Háskóla íslands. Það er frekar hitt, að guðsafneitun hafi breytzt í óvissu. Það heyrði ég þá í fyrirlestri, að nú væru ekki mörg ár, þar til hægt yrði að framleiða nýtt líf í efnarannsókn- arstofum. Á því hefur samt orð- ið einhver dráttur. Vísindin litu um aldamótin nokkuð stórt á sig, bæði unnin afrek og framtíðarmöguleika, og almenninsur var farinn að trúa á vélgenga framþróun til full- Komnunar, þessa heims. Samt er það svo eftir tvær ægilegar heim? styrjaldir, margar borgarastyrj- aldir, grimmd og hörmungar, að efnishyggja aldamótanna síðustu e.r úr sögunni. En hvað hefur komið í staðinn? Um guðstrúna skal ég ekki fullyrða, en trú mannáins á siálfan §ig hefur greinilega verið í rénun. Margir eru áttavilltir í. þessum mikla heimi, og stappar stundum nær örvinglun. Þó er því ekki um að kenna, að vísindum hafi hrakað. Síður en svo. Vísindin hafa verið stórstígari á þessari öld en nokkru sinni áður. Það er langt síðan jörðin féll úr sínu hásæti, að vera mið- depill lieims, sem allt snérist um. Og nú er jafnvel sólin e.kki leng- ur heimsmiðja, heldur aðeins ein af þeim aragrúa sólna, sem mynda vetrarbrautina, og auk þess margar aðrar vetrarbrautir eða stjörnuþokur um cndah'usan himingeiminn. Fjarlægðirnar eru taldar í ljósárum, sem vér getum nefnt en þó varla gripið, og samt er sú eining að vcrða of lítil a vísindamáli. Vísindin leita sannleikans af mikilli kostgæfni og mannviti, en þó einkum, og nær eingöngu í hinum ytra heimi, efnisheiminum, þar sem hlutirnir verða mældir og vegnir. Margar hinar merk- ustu uppgötvanir eins og t. d. það, að tiörðin .gangi kringum sóiina, hafa éngin áhrif á athafn- ir manna eða lífsskoðun, heldur svala óslökkvandi íróðleiks- þorsta. Aðrar eru undirstaða allr- ar tækni, sem hefur umskapað daglegt líf í framleiðslustörfum, iðnaði, samgöngum og bardaga- aðferðum. Þær eru h/orki góðar né illar í. sjálfu sér, heldur eftir því hvernig á er haidið. Framfar- irnar eru í véltækni, en ekki í manninum sjáifum. Allt, sem maðurinn finnur af sínu hyggjuviti, he.fur áður verið til í guðs alveldisgeimi. Og þegar ein gátan er leyst, þá vakna aðrar \ staðinn. En minna vil ég þó á ummæli Píusar páfa XII., ,.að guð bíður bak við hverja þá hurð, sem vísindin opna.” Ýmsir hafa geng- ið fulllangt í því að skapa sér heimsmynd og ,,lífsskoðun” byggða á visindalegum grund- velli, og telja alheiminn lögbund- inn og vélgengan og alla þróun og líf tilgangslaust. í Eddu Snorra Sturlusonar er heiminum líkt við tré, hinn volduga ask Yggdrasils. Um það segir Thomas Carlyle, samlandi yðar: „Allífinu er líkt við tré....... Mér virðist engin samlíking jafn sönn og þessi um tréð, frá því hinn fyrsti maður hóf máls. Glæsileg! í stytztu máli glæsileg, stórfengleg! Guð hjálpi mér: „Alheimsvélin” — hvílíkar andstæður!” Svo bætir Carlyle við um íslenzkar fornbók- menntir þessum orðum: „Mikils hefðum vér misst, ef íslandi hefði ekki skotið upp úr útsænum,” sem vér erum honum að sjálf- sögðu þakklátir fyrir. Lífsgátan er ekki leyst. Hinn ytri sýnilegi heimur og hinn innri heimur sálar og anda, er hvort tveggja mikill leyndar- dómur. Heilbrigðri skynsemi eru íakmörk sett, en henni ber að fylgja svo langt sem liún nær. Það er óviðfeldið, þegar trúvarn- armenn bjástra við að nota þær góðu gáfur, sem guð hefur gefið þeim, til að tortryggja rökfasta skynspmi; það þarf enginn að óttast að hún nái of langt. En varlega mega þeir fara, sem fást við að byggja upp vísindaleg eða trúfræðileg kenningakerfi, sem eiga að taka til allrar tilverunn- ar. Ef allt væri með felldu, þá ætti enginn árekstur að eiga sér stað þar á núlli, því sannleikur- inn er einn og ódeilanlegur. Og vísast er þó enn of snemmt að gera tilraun til að samræma að fullu nútíma trú og þekkingu í eitt kerfi, eins og Thomas Aquin- as gerði á 13 öld og tókst með ágætum, eftir því senl málefni stóðu þá til. En hvort tveggja er álgengt um uppbygging slíkra kerfa, að vísindamenn telja fleira gefið en sannað er, eftir þeirra eigin kröfum, og trúfræðingar reynast tregir til að taka gild ný sannindi í stað þess ,sem úrelt er. Einnig má benda á, að st-ór svið, og þá sumt það sem mest á ríð- ur, eru enn sem konúð er lítt eða órannsökuð. Og á ég þá fyrst og fremst við manninn sjálfan, sem enn er stærsti leyndardóm- urinn. Ef vér skildum okkur sjálfa til hlítar, eins og Forn- Grikklr áminntu um, ”Gnóþí sáton”, þá væru vísast flestar gátur ráðnar um guð og alheim- inn. „Enginn hefur nokkru sinni séð guð”. Það hefur heldur eng- inn séð sína eigin sál né ann- arra. Og Þó trúum vér á hana, a.m.k. velflestir. Að vísu skal ég játa, að sú háskólasálarfræði, sem ég las fyrir meira en hálfri öld, var um þá sál, sem ekki var annað eða meira en blaktandi glæta á efnisins kveik. Nöfn voru að vísu gefin ýmsum fyrirbærum sálarlífsins, en nafngift er engin skýring, eins þó á latínu sé eða grísku. En þeir tímar eru liðnir. Sálar- fræðin hefur þó orðið útundan fyrir öllu því, sem hin fimm skilningarvit ná til. Það hefur verið stefna raunvísinda. Og . þá vísast undanfarið verið kastað fyrir borð mörgu því, sem var hugðarefni trúaðra miðalda- og jafnvel heiðinna manna, svo- nefndra, frá fornu fari. ' Menn hafa enn frá ýmsu að segja, sem ekki féllur í mót ríkjandi háskóla- sálarfræði. Það þekki ég frá mínu eigin strjálbýla landi: skyggni, fjarbrif, drauinar, forspár og svipir. Það köllum vér að vísu hjátrú, sem verður víst að þýða með "superstition” en merkir þó þá trú óg reynslu, sem lifir enn við hliðina á nýrri trúfræði. ~ Slík fyrirbæri hafa sterk áhrif á þá, sem fyrir þeim verða. í Njáls sögu, sem er eitt mesta snilldarverk forníslenzkra bók- mennta, er sagt frá fyrirburði, sem tveir menn urðu vottar að. Það var svipur látins manns, sem kvað við raust í haug sínum. Þá mælti annar þeirra: „Myndir þú trúa, ef aðrir segðu þér,” en hinn svaraði: „Trúa myndi ég, ef Njáll segði, því að það er mælt, að hann ljúgi aldrei.” Það er vissulega fjölmargt, sem vér verð- um að taka gilt af reynslu ann- arra, viturra manna og sann- orðra, bæði frá samtíð og fortíð aftur í aldir. Pað er og rétt að geta einnar nýjungar í sálarfræði nútímans, en það eru rannsóknir á undir- vitund mannsins. Má af þeim rannsóknum vænta mikils árang- urs með tíð og tíma, en ekki er það nein nýjung, að djúpvitund sé að baki vorrar dagvitundar. Sálfræðin er ein hin merkasta rannsóknargrein, og ætti að vera ein aðalgrein háskólaguðfræð- innar, „Guðsríki er hið innra með yður,” og ekki eingöngu í framtíð og fornum ritum. Ætti það að vera nægileg hvöt til að afrækja ekki liin sálrænu vísindi. Vitund mannsins, dagvitund og djúpvitund, vitsmunir, hrifning, lotning og tilhneiging til að Framhald á 1Ó. síðu. AUmÐRV Ódýrustu Tauþurrkararnir á markaðnum. Verð pr. stk. 10.400,00. Hagstæðir greiðsluskiímálar. VIÐ0ÐÍNSTÖRG simi 10322 V-ÞYZKAR ELDHÚSSINNRÉTTINGAR Vinsælar — hagkvæmar og ódýrar miðað við gæði. Þér fáið teikningar að kostnaðarlausu. Málningarvörur sf. Bergstaðastræti 19. Sími 15166. Tilboð óskast í málningarvinnu í húsi Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins á Keldna- holti. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora. Áskréftasímð AiþýÖubiaðsins er 14900 21. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.