Alþýðublaðið - 21.02.1967, Síða 15

Alþýðublaðið - 21.02.1967, Síða 15
Forsetinn Framhald af 3. síðu. Þess má geta, að Swann háskóla rektor hefir borizt kveðja og þakkarskeyti frá Háskóla íslands, sem þakkar þann heiður, sem for- Se'ta íslands hefur verið sýndur áf Hdinborgarháskóla. Sigursteinn Magnússon, aðlil- ræðismaður, hafði boð fyrir for- setann og í kvöld mun borgar- stjóri Edinborgar hafa kvöldverð- j arboð fyrir forsetann og á mið-. vikudaginn verður forsetinn heið- j ursgestur í hófi íslandsvinafélags-1 ins í Edinborg. Þórður Framhald af 3. síðu. votta hinum látnu félögum virð- ingu sína og þakklæti. Því næst flutti formaður skýrshi stjórnar kjördæmisráðsins yfir liðið starfstimabil. Að þ\í loknu lagði hann fram til'lögu stjórnarinhar um lista Al- þýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, til Alþin'giskoSninga, sem fram eiga að fara i júní að sumri. Var tillagan síðan borin undir atkvæði og samþykkt einróma með dynjándi lófátaki. Áður hefur Verið frá því skýrt bæði í blöðum og útvarpi, hverjir skipa þennan lista. Síðan var gengið til stjórnar- kjörs. Eftirtaldir menn voru kjörn ir í stjórn: Formaður: Þórður Þórðarson, Hafnarfirði. Ritari: Oddur A. Sigurjónsson, Kópavogi. Gjaldkeri: Ásgeir Einarsson, í Keflavík. Varastjóm: Varaform.: Svavár Árnason, Grindavík. Vara- ritari: Brynjar Pétursson, Sand- gerði. Varagjaldkeri: Viktor Þor- valdsson, Garðahreþpí. . Að loknum aðalfundarstörfum voru kaffiveitingar frambornar af mikilli rausn. Á meðan fundar- menn gæddu sér á kaffi og 'góð- um kökum, fluttu þeir Emil Jóns- son utanríkisráðherra og Þór Ár- mann Héðinsson viðskiptafræð- ingur afburða snjöll ávörp, en þeir eru eins og kunnugt er efstú menn á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. Enduðu þeir ræður sínar með því að lýsa því yfir, að um leið og listi Alþýðuflokksins væri birt- ur, væri kosningabaráttan þegar 'hafin. Fundurinn, sem var afar fjöl- mennur, einkenndist af sam- 'heldni og eindregnum baráttu- vilja fyrir því að gera hlut Al- þýðuflokksins sem allra mestan í komandi Alþingiskosningum. Síðan þakkaði formaður kjör- dæmisráðsins, Þórður Þórðarson, sem verið hefur formaður ráðsins frá upphafi, fundarmönnum öll- um fyrir komuna ag árnaði. þeim allra 'heilla, síðan sagði hann þess- um fundi slitið. Dasgjöld Pramhald af- 7. síðu. anan hátt. Að nokkru leyti hefur þetta verið gerti. rfíkissjóður greiðir nú daggjaldsstyrk til sjúkra húsa borgarinnar, til Farsóttar 37,— á dag og til Borgarspítala kr. 47,— á dag. TOYOTA CORONA TRAUSTUR VIÐBRAGÐSFLJÓTUR. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. JapaEiskaflfreiSasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. - NÝTT ÚTLIT-AUKIN ÞÆGINDI - - MEIRA ÖRYGGI - VOLVO 144 hefur verið valinn sem bíll ársins af „Spiegel“ í Hoílandi og „Teknikens Varld“ í Svíþjóð fyr ir að vera örúggur, sierkbyggður og nýtízku- iegur í Útliti. 1. Tvöfalt hemlakerfi. Stýrisstöng með sérstöku öryggi, þannig að hún fer í sundur við harðan árekst- ur. 3. FulJkomið hita- og loft- ræstikerfi. Hitablástur hreinsar einnig afturrúður. 'cfX. 4. Jlurðir opnast 806. 5. 9,35 m snúnings þvermál. 6. Sérlega þægileg sæti. Framstólar með mörgum stiilingum. _ (VOLVOl Yfpnnai G; r ' Y • • o-ýYi-A :'S!iiHir!annshraÍ!l •.£ - Rdtjf.vik- Slmneini: toVolvðr<t - Slmi ' ii 35200 V.. V' 3 Greiðslur ríkissjóðs til sjúkra! húsa koma því úr tveim rennum annarsvegar um sjóði sjúkrasam laga, hinsvegar sem bein greiðsla ríkissjóðs, hjá ríkisspítölunum til þess að greiða allan hallarekstur en hjá sveitarfélögum og einka- sjúkrahúsum til að greiða fastá kveðinn daggjaldsstyrk. Greiðslur sveitarfélaganna sem sjúkrahúsin reka koma einnig til þeirra í tveim rennum, annars vegar um sjóði sjúkrasamlaga hins vegar til að greiða hallarekstur. Þau sveitarfélög, sem ekki reka sjúkrahús greiða hinsvegar kostn að vegna sjúknahúsdvala Binna þegna aðeins um sjóði samlaga og þar er hlut'fallstalan eins og fyrr Sa!gði mjög lág. Þessar margskiptu greiðslur til sjúkrahúsa á sama kostnaði virðast engum tilgangi þjóna nema auka skriffinnsku og reikningshald og virðist hér tilvalið verkefni fyrir hagræðingu og hagsýslu að kippa þessum málum í liðinn. Lítum nú á málið í ljósi fjár hagsáætlunar. borgarsjóðs fyrir ár- ið 1Ú67. Reksturskostnaður Borgar spítala á legudag er áætlaður kr. 989,— Af þessari upphæð greiðir sjúkrasamlag kr. 450,— og auka gjald fyrir utanhéraðssjúklinga er kr. 135. — , daggjaldsstyrkur ríkis ins er kr. 47,— eða samtals greitt til spítalans fyrir utanhéraðssjúkl inig kr. 632.— eða um 64% af á- ætluðum kostnaði. Við þetta mun á þessu ári bætast kr. 50,— dag gjaldsstyrkur vegna þess að dag gjaldið hækkaði ekki um síðast liðin áramót eins og til stóð eða alls er hægt að gera ráð fyrir að heildargreiðsla verði kr. 682,— eða tæplega 70%. Halli sem borgin greiðir vegna hvers utanborgar sjúklings verður þvi um 300.— kr. (307.—) eða fyrir þá sjúklinga sem væntanlega lrggja á Borgar spítala um 1,2 milljóhir á árinu 1967. Ef athugaðar eru sambærilegar tölur fyrir Hvítaband verður út koman því hærri sem nemur hærra iacgialdi ó þeim spftala. Heildarkostnaður borgarsjóðs vegna þesSa halla fyrir sjúkra- stofnanir borgarinnar mun verða á þesSu ári um 3 millj. og á vafalaust eftir að hækka allmikið á næstu árum með tilkomu nýrra og dýr ari reksturseininga ef ekki verður breyting á. Það má benda á það að daggjaldskostnaður á Landsspít ala mun nú vera um 1250.— kr. á dag og er þess varla að vænta að daggjaldskostniaður Borgarspítal- ans í Fossvogi verði öllu minni en Landsspítala er rekstur hans hefst Ég geri hér ekki tillögur um hverniig á að leysa þetta mál, en bendi á tvær leiðir annarsvegar að sjúkrasamlög verði efld og þeim gert að skyldu að greiða þennan kostnað, hinsvegar að sveitarfé lögin sjálf verði skylduð til að á- byrgjast og annast greiðslurhar. Þriðja möguloikann vil ég aðeins nefna en hann er sá að greiðslu þætti sjúkrtisamlaga í kostnaði vegna sjúkrahúsvistar verði hætt, en ríki og sveitarfélög beri þenn an kostnað milliliðalaust. Þetta er sú leið sem farin hefur verið víð ast á Norðurlöndum og sjúkrasam lög einungis fengið það verkefni að tryggja greiðslur vegna læknis hj'álpar og rannsókna utan sjúkra húsa, lyfja- sjúkradagpeninga. Ég tel engan vafa á því að breytt fyrir komulag í þessa átt geti orðið ein faldara í vöfum og hagkvæmara en það sem nú gerist, en það krefst þess að dkylda sv’Yarfélags til greiðslu raunverulegs kostnaðar sé ákvðin og sameiginlegur rekstur fleiri sveitarfélaga á sjúkrastofn unum komi til þegar rekstri rík isins sleppir. Góðir foorgarfulltrúar. Eg lief vakið máls á þessum þætti í starf semi borgarinnar til þess að gefa ykkur kost á áð, íhuga það og ræða. Tillaga mín beinist aðeins að því að lagfæra augljóst órétt læti og ég vonast til að þið getið fallizt á að samþykkja hana eins og hún liggur fyrir. Lesið Alþýðublaðið : Framfarir Framhald ú’’ opnu. starfa að settu marki, eru hin sterkustu rök fyrir því, að tilver- an og heimurinn sé ekki tilgangs- laus tilviljun lífvana efnis. Hugur vor starfar markvisst, og því skyldi þó ekki atheimurinn, sem vér sækjum í alla vora þekking og vizku, einnig hafa tilgang, þó vér sjáum ekki á leiðarenda. Trú á tilgang og manngildi er öllum nauðsynleg. „Trúið því, að lifið sé þess vert að því sé lifað, og þá mun svo reynást,” .segir Willi- am James. Þó að mannvitið nái ekki alla leið til yztu endimarka, þá færir réttlátt lifemi, sannfær- ing og sönnur á kenningar guð- spjallanna. Þó erfitt sé að skapa sér skýra guðshugmynd með heimspekilegum hugleiðingum, þá vitnar Páll postuli til guðs og seg- ir: „Ljós skal skína fram úr myrkri. Hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð guðs', eins og hún kom í ljós í ásjónu Jesú Krists.” Vér höldum áfram á lífsleið- inni i því trausti, að hin innstu og hinstu öfl tilverunnar séu velviljuð. „Ég er vegurinn, sann- leikurinn og lífið.” Það er að vfsu hulda o'g myrkvi á báðar hendur og fram undan. En vér sjáum þó vel til að stíga hin næstu spor. Þar styrkir vonina og eykur oss þor og þrek. Fram undan glamp- ar á Stjömu og krossmark. Þó vér sjáum hvorki upphaf né á leiðarenda — þá minnumst vér orða hins heilaga Ágústínusar: „Quia feeiti nos ad te, et in- quietum est cor nostrum, doneo requiescat in te. — Þú skapaðir oss til þín, og hjarta vort er ó- rótt, unz það hvílist hjá þér.” Lokabæn vor skal vera þetta vers : „Lýs milda ljós í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt og harla langt er heim, ó, hjálpin mín, styð þú minn fót, þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef ófram miðar samt”. 21. febrYíar 1967 -- ALÞÝÐUBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.