Alþýðublaðið - 21.02.1967, Page 16

Alþýðublaðið - 21.02.1967, Page 16
Leitaði ég þér lúsa Sú hefur verið trú margra þjóða, fear á meðal íslendinga, að holl- tistumerki væri að búa vel að lús- um Meðan lýs voru enn algeng- astar húsdýra á íslandi var sá ekki talinn fullheilbrigður, sem 61 ekki á sér einhverjar lýs. Þess voru jafnvel dæmi að fólk lagði á sig löng og ströng ferðalög til að verða sér úti um þessar skepn- ur, cf það missti þær af sér fyrir einhverja slysni. Mun því jafnvel hafa verið trúað, að þeir væru feigir, sem lýs festu ekki yndi á, og má nærri geta að þessi trú hafi ekki ýtt undir menn að losa sig við lúsina. Með aukinni uppfræðslu, sem svo er kölluð, var hins vegar tek- ið að skera upp herör gegn þess- ari gömlu fylgikind mannsins, og varð postulum hins nýja siðar svo vel ágengt i baráttu sinni, að lús var nær alveg útrýmt, og má til marks um það hafa að síðast lið- in fimm ár hefur lúsar ekki orð- ið vart í höfuðstaðnum, þar til nú í vetur, að lús hefur fundizt á allmörgum skólabörnum í Rykja vík, að því er eitt dagblaðanna segir. Hefði gamla fólkið sagt, að þetta sýndi að þrátt fyrir allt væri enn ekki allur dugur drepinn úr Isiendingum, að minnsta kosti ungu kynslóðinni, þótt svo hafi virzt um alllangt skeið og fleira Bjarni Benediktsson Norður við heimskaut hokra ég lúinn og húsbóndanefnan í stjórninni er. En óhemju kjaftfor og körg eru hjúin og klaga og standa uppi í hárinu á mér. Þó hafa þau nóg að bíta og brenna, slíkt bílífi hvergi á sér stað. Og það er ekki eintóm undanrenna. Hann Ingólfur getur borið um það. Og verðbólgualdan yfir mig hrynur, , svo andanum varla stundum ég næ. Og undir þeim ósköpum stjórnin stynur sem strá í næturkuldablæ. Og mörg hefur hættan að höndum borið, þó held ég mig við hinn kristna sið. Á kvöldin fer ég með faðirvorið og fyrir mér og stjórninni bið. rennt stoðum undir þá skoðun en lúsaleysið eitt saman. Þótt gamla fólkinu væri ekki um lúsaleysi, var því þó ekki held ur gefið um of mikinn lúsagang. Eins og í öðru var hóf bezt á þessu sviði. Þeir, sem skriðu allir í lúsum, þóttu litlu eða engu betri en hinir, sem lús þreifst alls ekki á; þótt raunar væri viðurkennt að þeir væru bæði heilsuhraustir og auðsælir, en auðsæld og lýs þóttu yfirleitt fara saman. En að jafn- aði reyndu menn að verjast of hörðum atgangi lúsa, og höfðu til þess ýmis ráð. Er rétt að benda hér á sum þeirra, ef vera kynni að þau dygðu við þessi nýju lúsa- tilfelli sem nútímavísindin og heil brigðiseftirlitið virðast ekki hafa getað komið í veg fyrir. Eitt ráð er það að leggja kræki- berjalyng, sem líka nefnist lúsa- lyng, undir rúmfötin í rúmið, og annað ráð að bera á sér bein úr dauðum manni; hið þriðja ráð er að mylja vel tilreyktan pípuhaus í duft og búa til úr honum smyrsl og bera á sig. Þessi ráð hafa öll verið reynd, og hafa að sögn gef- izt vel. En öruggasta ráðið mun þó vera að binda kött, helzt lifandi en þó getur dugað að nota kattar- feld einan, á bakið á þeim lúsa- sjúka og láta hann hlaupa stríp- aðan kringum bæinn tvisvar eða öllu heldur þrisvar í stórhríðar- veðri. Þá safnast allar lýsnar sam an í kúlu undir kettinum og ryðj- ast þar út, og sækja ekki framar lýs á þann, sem þetta hefur gert. Væri vel til fundið að heilbrigðis yfirvöldin reyndu þetta, ef annað ber ekki tilætlaðan árangur. Mig sótti nú ákaft svefn þarna í bílnum, og lá við að dytti af mér liausinn livað eftir annað, en ég ætlaði alls ekki að láta það eftir mér að sofna í þessari ferð um há- daginn, heldur ætlaö'i ég' að sjá landið. Ferðasaga í Þjóðv. Eitthvað ætti að fara að ræt- ast úr þessari þvælu í Viet- nam þegar þeir stofna ís- lenzku Vietnamnefndina. Hvort sem það er lúsafar- aldur í skólumun eða ekki, verður kennarablókin aldrei annað en lúsablesi. Mér finnst eini gallinn við að vera heiðvirð og ógift vera sá að ég fæ aldrei blóm á konu- dagiim.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.