Dagur - 09.09.2000, Page 6

Dagur - 09.09.2000, Page 6
6 - LAUGARDAGUR 9 . S E P T E M B F. R 2 00 0 Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 3T, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is > Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar augiýsingadeiidar: CREYKJAVfK)563-1615 Ámundi Ámundason [REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grátarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 creykjavík) Pólltískt upphlaup í fyrsta lagi Sú staðreynd að sjálfstæðismenn hafa beitt ríkisvaldinu af fullri hörku í berserksgangi sínum gegn Reykjavíkurlistanum, fer eðli- lega afar illa í ýmsa framsóknarmenn og magnar þann pirring sem einkennt hefur stjórnarsamstarfíð að undanfömu. Alfreð Þor- steinsson, einn af leiðtogum framsóknarmanna í Reykjavík, hefur brugðist við yfirgangi Sjálfstæðisflokksins með kröfu um að fram- sóknarmenn leiti samstarfs til vinstri eftir næstu þingkosningar - en tilhæfulausar árásir sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ráðherra- stólum og hjá Landssímanum hafa mjög beinst að þessum for- ystumanni Framsóknarflokksins. í ððru lagi Hamagangurinn gegn Reykjavíkurlistanum er merki um þann taugatitring sem ríkir innan Sjálfstæðisflokksins nú þegar styttist í kosningar til borgarstjómar, en það yrði meiriháttar pólitískt áfall fyrir flokkinn að tapa borginni í þriðja sinn í röð. A sama tíma blasir við alvarleg forystukreppa innan borgarstjómarhóps sjálf- stæðismanna. Margir borgarfulltrúar keppast um að vekja á sér at- hygli í von um að fá að leiða flokkinn í komandi borgarstjórnar- kosningum og grípa hvert tækifæri til að ráðast gegn meirihlutan- um. Slík upphlaup snúast hins vegar oftar en ekki gjörsamlega í höndum þeirra sem upphafið eiga og eru ólíkleg til að lyfta þeim í foringjasætið. í þriðja lagi Meirihlutinn í borginni hefur brugðist skjótt við pólitískum árás- um sjálfstæðismanna, bæði með því að stefna að víðtækum útboð- um á símaþjónustu borgarinnar og eins með því að beina kastljós- inu að þeim áhrifamönnum Sjálfstæðisflokksins sem kasta gijóti úr glerhúsi. Herför sumra ráðherra Sjálfstæðisflokksins er einnig farinn að hafa slæm áhrif á samskipti ríkisvaldsins við sveitarfélög almennt og kann að torvelda skynsamlega endurskoðun á skipt- ingu tekjustofna á milli ríkis og sveitarfélaga. Framsóknarmenn í ríkisstjórninni hljóta að leggja kapp á að hindra slíka skemmdar- starfsemi. Elías Snæland Jónsson. Bessastaði út á land! Það fór vist ekki framhjá landsmönnum að í síðustu viku kom mikil hersing tignar- manna í heimsókn til lslands og höfðu heimaráðamenn varla undan í móttökustarf- semi og kokkteilboðum og flestir sótraftar á sjó dregnir í þeim efnum. Hér voru á ferð á sama tíma forseti Kínaþings, Li Peng, for- seti þýska sam- bandsþingsins Wolfgang Thi- erse, forseti Litháens, Valdas Adam- kus og að auki litu þeir við Klaus Buhler, forseti Vestur- Evrópusambandsins, Schröder kanslari Þýskalands og Fischer utanríkisráðherra sama lands. Flestum var tekið af gest- risni og sumum boðið til Bessastaða, á Þingvöll og að Gullfossi, eins og Iandsmenn sáu í sjónvarpinu. Og oftar en ekki var þetta blessað fólk staðsett undir regnhlífum og hélt sér fast, því vindurinn tók í og gat á hverri stundu svipt því á loft upp, rétt eins og Mary Poppins um árið. Nöturlegt var og að sjá mót- tökuathafnir á vindgnúnum tröppum Bessastaða, þar sem stormurinn færði fokdýrar hárgreiðslur kvenna úr lagi og svipti silkibindum upp úr boð- ungum karla. Þetta er náttúrlega ekki, ekki, ekki þolandi. Veðurbarðir gestir Staðreyndin er auðvitað sú, eins og dæmin sanna, að það gengur ekki lengur að taka á móti tignarmönnum á Bessa- stöðum eða suðvesturhorninu yfir höfuð. Allt of oft höfum við séð kóngafólk og aðra af sama sauðahúsi hrekjast und- V an veðri og vindum í opinber- um heimsóknum á þennan landshluta. Og yfirleitt er á sama tíma uppstyttulaust blíð- viðri fyrir norðan og austan. Þannig að það liggur í hlutar- ins eðli að ef hinir tiginbornu gestir eða réttkjörnu ráða- menn sem hingað koma, mættu sjálfir velja sér við- komustað, þá væru Akureyri, Húsavík og Eg- ilsstaðir örugg- lega ofar á list- anum en Bessastaðir og Reykjavík. Logn á tröppunmn Hér eru góð ráð dýr, en Garri býður þau ókeypis. Mikið argaþras hefur staðið um flutning opinberra fyrirtækja út á land. Þessir flutningar hafa gengið afar treglega, fyrst og fremst vegna andstöðu þeirra sem starfa hjá viðkom- andi stofnunum í Reykjavík og sú stofnun reyndar þótt vand- fundin þar sem starfsmenn eru fúsir til að taka þátt í svo öfugum landsbyggðarflótta. En ein slík stofnun er reyndar til, þó enginn hafi á minnst, sem sé forsetaembættið. Við flytjum Bessastaði ein- faldlega út á land með forseta, Dorrit, manni og mús! Varla færi Olafur allra landsmanna að mótmæla því að fá tækifæri til að fjarlægjast Jón Steinar og Hannes Hómstein. Og um Ieið væri búið að leysa móttöku- vanda stórmenna sem héðan í frá gætu sleikt sólskinið í logn- inu á tröppum Bessastaða á Sauðárkróki eða Vopnafirði, í stað þess að þurfa að rigna niður eða fjúka á haf út á Álftanesinu. — GARRI BJÖRN Þ0RLÁKS- S0N SKRIFAR Heilsa hlutabréfsins Fréttir af íslenskum hlutabréfa- markaði eru heldur daprar um þessar mundir. Samanlagður hagnaður hlutafélaga á Verð- bréfaþingi Islands fyrstu sex mánuði ársins er meira en tíu sinnum minni en á sama tíma í fyrra. Kaupþing segir horfurnar ekki góðar og segir einn sérfræð- inga fyrirtækisins að hjartalínurit bréfanna kalli nánast á gjör- gæslu. Þetta eru slæm tíðindi fyrir ís- lenskt efnahagslíf. Þátttaka al- mennings hefur vaxið í eignarað- ild fyrirtækja og margir fylgjast ekki bara af þjóðhagslegum áhuga með hreyfingunum á hlutabréfamarkaði heldur eiga einnig beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Málið varðar því stóran hluta þjóðarinnar, cn ekki allan. Velmegun af hluta- bréfabraski virðist t.d. aðallcga hafa hlotnast fáeinum einstak- lingum. , ....... Fólkið í næsta húsi er með 250.000 króna samanlagðar mánaðartekjur. Hann starfar sem kennari en hún er hjúkka. Hjónin veittu sér þann munað að eignast þrjú börn og eftir sífelld hús- næðisskipti á leigumarkaði, var ákveðið að Ijárfesta í fasteign með hjálp húsbréfa og lánastofnana. Föst greiðslubyrði þessara hjóna er um 80% af ráðstöfunarfé og þá eru cngir peningar eftir til að kaupa hlutabréf. Ekki heldur til að eyða aukalega í lífeyrissparn- að. Við hliðina á þessu fólki búa önnur hjón en í stærra húsi. Hann er í góðri stöðu í svoköll- uðum peningaheimi og hún star far við ráðgjöf. Engum spurnum fer, af hennar launum en vand- séð er hvað réttlætir að hann skuli vera með milljón á mánuði fyrir jafnlangan vinnudag og fólkið við hliðina. Það vekur líka spurningar að þessi sami maður hefur sagt á 4. glasi að hann hafi grætt tugi milljóna á verðbréfum. Hvað fór úr- skeiðis hjá opin- beru starfsmönnunum? Mennt- un þeirra tók jafnlangan tíma og hjá peningamanninum svokall- aða. Mannkostir og greind þess- ara aðila eru hin sömu en áhuga- sviðin voru ólík. Öðrum er hegnt fýrir að starfa í þágu samfélags- ins en kapítalistinn hlýtur verð- laun. Fyrir öðrum er borin virð- ing. Hinum ekki. Hvort er mikilvægara velferð barnanna okkar eða heilsufar hlutabréfanna? Svarið hlvtur að liggja í kjarasamningum framtíð- arinnar og löngu tímabærri við- horfsbreytingu. Þótt misskipting auðsins sé staðreynd í dag er ekkert sérstakt sem segir íslend- ingum að þannig eigi það að vera um ókomna tíð. Ekki l’rekar en gengi bréfanna er fallvalt og nú tíu sinnum verra en í fyrra. I gær birti Dagur l'rétt um til- lögur starfshóps hjá Akureyrar- bæ. Niðurstaða hópsins í Iauna- málum bæjarins er að hugsan- lega þurfi persónubundna samn- inga við hvern og einn til að hægt sé að keppa við almennan vinnuniarkað. Kennarar og um- önnunarfólk hafa ekkert eigin- legt val heldur en á sama tíma ef’ast enginn um mikilvægi starfa þeirra. Reyndar telja velflestir að hlutabréfabraskarar séu ckkí ómissandi en öðru máli gegnir uni hjúkrun, uppeldi og mýmörg önnur vanmetin störf. Fer hynþáttahatur á ís- landi vaxandi? SverrirPáll Erlendsson memitaskólakennari áAkureyri. „Lengi höfum við Islendingar haldið því fram að við séum for- dómalausir í garð fólks af öðr- urn kynstofnum. En þegar á reynir verða því mið- ur árekstrar og þeim fjölgar. Ástæðurnar eru margar. Sumir óttast um hagsmuni sína og við höfum því miður notað fólk af öðru þjóðerni sem ódýrt vinnu- afl. Ein ástæðan enn gæti verið sú að sumir telja að verið sé að ógna norrænum uppruna okkar Islendinga. Allt þetta þykir mér fásinna, því ef við förum langt aftur erum við Islendingar eins og allt annað norrænt fólk frá Asíu.“ Guðrún Ögmundsdóttir þingmaðurSamJylkingar. „Kynþáttafor- dómar eru að verða sýnilegri og við því þurf- um við að bregð- ast og læra af mistökum ann- ara þjóða. Fyrst og síðast þurfum við íslendingar að líta á þátttöku fólks af erlendu bergi brotið sem jákvætt innlegg. Og ég minni á að þetta fólk skiptir verulegu máli í gangvirki samfélagsins, til dæmis í ferðaþjónustu, umönn- unarstörfum, sjávarútvegi og ekki síður menningarlífinu, til dæmis er stór hluti hljóðfæra- leikara í Sinfóníuhljómsveit ís- lands einmitt útlendingar." Hjálmar Sveinsson útvarpsmaðnr. „Vandinn er vissulega til stað- ar, en ég held að hann sé ekki að aukast - því út- lendingum hér á landi er að fjölga og fólk er í æ ríkari mæli að upp- lifa að við erum hluti af fjölþjóð- legu samfélagi. En ef ég miða við mína æsku þá man ég eftir því að mikið var glápt á svart fólk á göt- unum og enn er ég með sam- viskubit yfir því að hafa ekki fyr- ir mörgum árum, þá rétt um fermingu, komið til hjálpar Grænlendingi sem verið var að gera at í Hafnaríjarðarstrætó.“ Sr. Pétur Þorsteinsson prestur Óháða safnaðarins. W „Þar sem ég þekki vel til og starfa, á Elli og hjúkrunarheim- ilinu Grund, þar starfa nokkrar súkkulaðilitaðar stúlkur og ég fæ ekki betur séð en |jar séu hvarvetna umvafðar og allra eftirlæti. En sjálfsagt gæti þctta breyst ef harðna myndi á dalnum í íslensku cfna- hagslífi, þá þætti sjálfsagt ein- hverjum að útlendingar væru að taka vinnu frá okkur Islending- um. Kynþáttahatur er til staðar á . tslajr(4i..“ , , „k,,,,..

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.