Alþýðublaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 2
2 22. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kvikmyndin Rauóa skikkjan verður frumsýnd á- laugardaginn Rl. 5 í Háskólabíói og Austurbæj- arbíói samtímis. Guðlaugur Rósinkranz lét þess getið í viðtali við blaðið, að báð- ar filmurnar, er gerðar voru fyr- ir hérlendan markað væru þeg- ‘ar komnar til landsins. Hann sagði að þær útgáfur af myndinni, sem .gerðar voru utan þeirra dönsku, thefðu verið styttar örlítið, um ca. 5—10 mín. Myndin er í litum og er tekin i Ultra-scope. Áður en kvikmyndin var send thingað, voru íslenzkir leikendur flátnir tala fyrir þá erlendu. Þess- ir leikarar eru m.a. Róbert Arn- finnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, iHelgi Skúlason, Helga Bachmann, Arnar Jónsson, Margrét Guð- mundsdóttir o. fl. Þrír íslenzkir fleikarar koma hins vegar fram í myndinni, þeir Gísli Alfreðsson, •Borgar Garðarsson og Flosi Ólafs- gon. Taltextinn er fremur stuttur í myndinni, en sýningartími henn- ar er um 1 kl. og 40 mín. Þess má ,geta hér, að Rauða skikkjan fékk betri dóma í Danmörku eftir að íslenzka talið var sett á. Að lokum sagði Guðlaugur, að .Jietta væri þriðja kvikmyndin, Demus leikur á næsíu / f i / 11. tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 23. febrúar klukk- an 20.30. Gestur Sinfóníuhljómsveitarinn ar á næstu tónleikuin, fimmtudag inn 23. febrúar, verður austur- ríski píanóleikarinn Jörg Demus. Ekki er ástæða til að kynna De- mus nú sérstaklega, svo eftirminni lega, sem hann lék hér bæði með Sinfóníuhljómsveitinni og á tón- leikum Tónlistarfélagsins fyrir 2 árum. Demus hefur lengi staðið í fremstu röð píanista, þó að hann sé ekki gamall. Hann hefur numið hjá nokkrum mestu píanósnilling- um Evrópu, og hann hefur unnið Framhald á 14. síðu. Nörrænt námskelð fyr- ir ungð leikstjora Norrænt námskeið fyrir unga leikstjóra, liið svokallaða Vasa- seminarium, verður haldið í Rvík dagana 25. maí til 2. júní í ár. Þetta er í fyrsta sinn að námskeið þetta er 'haldið á íslandi, en áð- ur hefur það verið haldið á öllum hinum Norðurlöndunum, fyrst í Vasa í Finnlandi, þá í Lundi, Od- ense og í fyrra í Osló. Um 40 leik- stjórar frá öllum Norðurlöndun- um taka þátt í þessu námskeiði, þar sem verða fyrirlestrar, um- ræður og vinnuæfingar ag í þetta sinn fjallað um nútímavinnuað- ferðir leikstjóra og leikara. Með- al kunnra leikhúsmanna, sem bú- izt er við að taki þátt í umræð- um og haldi fyrirlestra eru ítalski leikstjórinn, leikarinn og leikrita- höfundurinn Dario Fo, brezki leik stjórinn Joan Littlewood og ! franski leikstjórinn Roger Plan- i chon. j Útlendu þátttakendurnir búa á Hótel Holt, en megnið af nám- skeiðinu fer fram í Lindarbæ. í undirbúningsnefnd af íslands hálfu eru leikstjórarnir Baldvin Halldórsson, Benedikt Árnason, Gísli Alfreðsson, Ilelgi Skúlason og Sveinn Einarsson. Umsóknir af íslands hálfu skulu stílaðar til fulltrúa íslands í Vasa nefndinni — Guðlaugs Rósinkranz Þjóðleikhússtjóra fyrir marzlok. RausnarSeg gjöf Ilinn þjóðkunni kennimaður, séra Sigurbjörn Á. Gislason, af- henti Styrktarfélagi vangefinna 25 þús. kr. gjöf hinn 20 febrúar sl. Er það minningargjöf um son hans, Gústaf, er lézt eins árs að aldri. Styrktarfélag vangefinna færir séra Sigurbirni innilegustu þakk-1' ir fyrir ‘hlýhug þann og skilning, sem hann hefur sýnt málstað þeirra smælingja, er félagið vinn- ur fyrir með því að gefa þessa rausnarlegu gjöf. Báran á Hofsósi 30 ára um, sem olíufélögin þrjú verzla nú með. Egilsstaðakauptún: Önnur umræða fór fram um frumvarp til laga um löggild ingu verzlunarstaðar í Egils- staðakauptúni í neðri deild í gær og hafði Björn Fr. Björns son framsögu fyrir nefnd. Mál inu var vísað til 3. umræðu. VESTFJARÐASKIP: Steingrímur Pálsson (K) mælti í gær í neðri deild fyrir frumvarpi, sem hann flytur um það að ríkisstjórnin kaupi og geri út sérstakt skip til að annast áætlunarsiglingar til Vestfjarða. LAUNASKATTUR í neðri deild mælti Björn Páisson í gær fyrir frum- varpi, sem hann flytur ásamt Jóni Skaftasyni og fjallar það um breytingu á lögum um launaskatt. Nýir ríkisborgai-ar: Matthías Bjarnason (S) hafði framsögu fyrir allsherjarnefnd við aðra umræðu frumvarps til laga um nýja ríkisborgara. Ger ir nefndin að tillögu sinni að 23 verði bætt við þá 23, sem upp voru taldir í fyrstu tillögu nefndarinnar. 24 æsktu ríkis- borgararéttar, en einn full- nægði ekki búsetuskilyrði. Til- lögur nefndarinnar voru sam- þykktar og málinu vísað til 3. umræðu. Landhelgisgæzla: Pétur Sigurðsson (S) hafði framsögu fyrir allsherjarnefnd í neðri deild í gær við 2. um- ræðu um frumvarp til laga um Landhelgisgæzlu íslands. Nefnd in mælir með nokkrum breyt- ingum á frumvarpinu, en'gum þó stórvægilegum að því er Pétur sagði. Ein breytingin er 'sú, að starfsmenn gæzlunnar fylgist með öryggis- og björg- unarbúnaði skipa, ef ástæða þykir til. Ýmsar aðrar tillög- ur gerir nefndin til breytinga á frumvarpinu og gerði Pétur grein fyrir þeim. Málinu var vísað til 3. umræðu og tillög- ur nefndarinnar samþykktar. Útfiutningsgjald: Eggert G. 'Þorsteinsson sjávar- útvegsmálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga í efri deild Alþingis, sem fjallar um breytingu á skiptingu út- flutningsgjalda, á þá lund, að sjómannasamtökin fái þar sama hlut og LÍÚ. Er þetta réttlætis mál, sem sjómenn og forsvars menn þeirra hafa lengi barizt fyrir. Þau samtök, sem þetta fé mun skiptast 'á milli, sagði Eggert, eru fyrst ög -fremst Sjómannasamband íslands, Far manna- og fiskimannasamband- ið og Alþýðusamband íslands. Væri samkomulag um skipt- ingu fjárins vel á veg komið, sagði ráðherra. Málinu var vís- að til 2. umræðu og sjávarút- vegsnefndar. Sauðfjársiúkdómar'- Önnur umræða fór fram um breytingu á lögum um vamir gegn útbreiðslu sauðfjársjúk- dóma og hafði Gunnar Gísla- son framsögu fyrir landbúnað- amefnd neðri deildar. Jörg Demus Bohdan Wodiczko Oleg Vidov í lilutverki Hagbarðs. sem Edda-film hefði með höndum. Hinar eru Salka Valka og 79 af stöðinni. hafa við kvikmyndina verða við- staddir frumsýningu hennar hér í Háskólabíói, en að öðru leyti eru Nokkrir boðsgestir, sem unnið sýningarnar fyrir almennin'g, Hofsós, ÞH - SJÓ Verkakvennafélagið Báran á Hofsósi átti 30 ára afmæli 14. febrúar. Félagskonur minntust af- mælisins með veglegu hófi, sem haldið var í bamaskólpnum s.l Iaugardagskvöld. Voru þar vel flestar núverandi og fyrrverandi félagskonur, ásamt gestiun mætt- ar; alls um 150 manns. Var þar rausnarleg kaffiveizla, skemmtiatriði og dans langt fram á nótt. Sáu félagskonurnar sjálf- ar um skemmtiatriðin ög alla framkvæmd hófsins. Fór það fram með sérstökum rausnar- og mynd- arskap. Margar heillaóskir og fjölmarg ar gjafir bárust félagskonum í til- efni afmælisins. Núverandi stjóm félagsins skipa: Guðbjörg Guðnadóttir, for- maður; Halldóra Lárusdóttir og Svandís (Þórhallsdóttir. Læknaskipunarlög. Frumvarp til breytinga á I læknaskipunarlögum var sam þylckt frá neðri deild í gær og- fer nú til efri deildar. | Tekjustofnar sveitarfélaga: I Guðlaugur Gíslason (S) hafði framsögu fyrir nefnd við aðra ( umræðu frumvarps til laga , um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Frumvarp þetta er flutt til staðfestingar bráðabirgðalög- i um, sem gefin vorú út í maí sl. Þórarinn Þórarinsson mælti fyrir breytingartillögu við frumvarpið þess efnis, að ekki skuli lagt útsvar á bætur al- mannatrygginga. Taldi hann rétt að skapa fasta reglu um þetta og binda skyldu í lögum til að leggja ekki á bæturnar. ' Tók Þórarinn tillöguna aftur til 3. umræðu svo hefndin gæti 3 athugað hana milli umræðna. ! Olíuverzlun ríkisins. Lúðvík Jósefsson (K) hefur flutt frumvarp til laga um Ol íuverzlun ríkisins, sem gerir ráð fyrir að stofnuð verði rík iseinkasala á olíu og þeim vör Rauða skikkjan verður frumsýnd á laugardag

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.