Dagur - 16.09.2000, Síða 9
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 - 33
3>^ur.
li stjórnarflokkanna?
á næstu árum og áratugum að opna
vitund og skilning manna á því að
atvinnutækifæri næstu kynslóða á
íslandi liggja um landið allt. Það
verður að eyða þeirri firru að það
geti ekkert átt sér stað nema í
Reykjavík. Það er grundvallaratriði
iyrir framtíðarhagsmuni Islands að
við byggjum þetta land allt,“ segir
Einar Oddur Kristjánson.
Hugsa þarf byggðamálin
upp á nýtt
„Það þarf vissulega að efla Byggöa-
stofnun til þess að veita fyrstu að-
stoð á næstunni. Hún er því eins og
slysavarðsstofa hvað byggðamálin
Einar K. Guðfinnsson:
Færa á saman
opinbera nýsköpunarsjóði
eins og Kristinn
leggur til.
varðar í mínurn huga. Það þarf allt
annað og meira að koma til ef rétta
á af kúrsinn varðandi landsbyggðar-
málin. Það verður að hugsa byggða-
mál algerlega upp á nýtt. Eg tel að
framtíð landsbyggðarinnar, með
stórum staf, sé mest komin undir
því að mönnum takist að mynda
ineð sameiningu lífvænleg sveitar-
félög nægilega stór og öflug til þess
að veita þjónustu sem er samkeppn-
ishæf við þjónustuna í þéttbýlinu.
Þau verða að vera það stór að hið
opinbera geti flutt sem allra mest af
verkefnum til þeirra. Þessi sveitar-
félög, sem ég er að tala um, þurfa
að vera með á milli 5 og 10 þúsund
íbúa. Hið opinbera þarf að sjá til
þess að í hverju þeirra verði til
skólaumhverfi, menntunarstig og
atvinnuumhverfi þannig að fólk
yilji eiga þar heima,“ segir Jóhann
Arsælsson alþingismaður.
Hann segir nauðsynlegt að sveit-
arfélögin séu það stór að þau rísi
undir þeim kröfum um þjónustu,
mennta-, menningar- og atvinnu-
umhverfi sem fólk gerir kröfur um
nú til dags. Þess vegna þurfi samfé-
lagið á hverjum stað að vera nægi-
lega sterkt til að taka á málunum
heima fyrir.
„Ef við ekki leysum málin á þenn-
an veg sem ég hef verið að lýsa
munum við aldrei halda Iandinu í
byggð með einhverjum utanaðkom-
andi hjálpartækjum frá Byggða-
stofnun eða einhverri slíkri stofn-
un. Eg er sammála Kristni urn það
að beina áhættufjármagni út til
landsbyggðarinnar. En ég held því
hiklaust fram að við verðum að
koma landsbyggðarmálunum út úr
því tali að þar eigi menn að vera
undir einhverjum allt öðrum for-
merkjum en aðrir gagnvart áhættu-
fjármagni eða einhverju slíku. Fólk
út á landi er alveg jafn fært um að
taka þátt í atvinnulífinu eins og fólk
á höfuðborgarsvæðinu. Lands-
byggðin er ekki að tapa þess vegna.
Hún er að tapa vegna þess að um-
hverfið á landsbyggðarsvæðunum,
sem ég var að tala um áðan, uppfyll-
ir ekki þær kröfur sem fólk gerir.
Þess vegna þarf að efla sveitarfélög-
in þannig að þau geti séð um sín
mál sjálf en þurfí ekki alltaf að kalla
eftir skyndihjálp eins og verið hef-
ur,“ segir Jóhann Arsælsson.
Tek undir hugmyndina
Einar K. Guðfinnsson á sæti í
stjórn Byggðastofnunar. Hann seg-
ist vera sammála Kristni H. um að
það eigi að færa saman opinbera
nýsköpunarsjóði eins og hann legg-
ur til.
„Eg vek athygli á því að í stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er
kveðið á um þetta enda mikið um
þetta rætt þegar ríkisstjórnin var
mynduð að reyna að nýta sem hest
þá Ijármuni hins opinbera sem eru
all mildir sem fara til þessara verk-
efna. I þessu sambandi vil ég sér-
staklega nefna það að á undanförn-
um árum hefur árlega verið varið
um 80 milljónum króna til einhvers
konar átaks til atvinnusköpunar í
landinu. Þetta hefur tengst arð-
greiðslum Landsvirkjunar til ríkis-
ins og var hugsað á sínum tíma til
að styðja við bakið á atvinnustarf-
semi á þeim svæðum sem ekki
myndu njóta stóriðju uppbyggingar.
Eg er þeirrar skoðunar að það eigi
tafarlaust að stíga fyrsta skrefið
með því að þessir fjármunir fari
undir hatt Byggðastofnunar og
verði ráðstafað þaðan," segir Einar
K. Guðfinnsson.
[ FRÉTTIR
Alvöru framleiðslueldhús eru nú í 6 skólum, fjögur koma til viðbótar um áramót og síðan stig afstigi.
Ofniim eiim á
900.000 krónur
Það er einkiun
vöntun á eldhúsum
sem hamlar að hægt
sé að hjóða grunn-
skólabömum
hádegismat, en nýtt
eldhús kostar millj-
ónatugi í hverjum
skóla.
„Borgin stefnir að því að koma
upp mötuneytum fyrir börnin í
öllum grunnskólum borgarinnar
eins hratt og hægt er, þar sem
því verður með nokkru móti við
komið. En óhjákvæmilega verð-
ur það hægt og bítandi," sagði
Júlíus Sigurbjörnsson deildar-
stjóri relstrardeildar Fræðslu-
miðstöðvar Reykjavíkur. 1 flest-
urn tilfellum eru það eldhúsin
sem vantar til að koma þessu á.
Alvöru framleiðslueldhús eru nú
í 6 skólum, Ijögur koma til við-
bótar um áramót og síðan stig af
stigi; í nýju skólana á næsta ári
og tvo aðra sem eldhús verða
byggð við. Yfir 30 grunnskólar
eru nú í borginni með kringum
500 börn hver að meðaltali.
Skatthorgarar geta
ekki gert þetta hraðar
Verður ekki erfitt að verja það að
börn í sumum skólum verði al-
veg útundan? „Jú. En meðan við
erum bundin af lögum um ein-
setningu skólanna og erum að
setja rúman milljarð á ári í skóla-
byggingar, fyrir utan viðhald, þá
geta skattborgararnir hara ekki
gert þetta hraðar. I Breiðholts-
skóla verður t.d. tekið í notkun
eldhús, sem er byggt inni í göml-
um skóla. Við ætlum að Ieggja
mikla vinnu í hönnun þess svo
það geti orðið fyrirmynd að eld-
húsum í eldri skólum. En eitt
svona eldhús kostar milljóna-
tugi“.
Bara ofniim kostar
900.000 krónur
Þarf þetta nauðsynlega að vera
svona óskaplega dýrt? „Já, til að
uppfylla afköst og reglugerðir
um hollustu og heilbrigði og
vinnueftirlit," segir Júlíus, sem
bætir því við að nákvæm kostn-
aðaráætlun liggi ekki fyrir enn-
þá. „En ég get nefnt sem dæmi
að einn góður gufuofn kostar urn
900.000 krónur. Og þá er allt
annað eftir, til dæmis uppþvotta-
línan upp á fleiri hundruð þús-
und, breytingar í byggingunum,
nýjar lagnir, loftræsting, starfs-
mannaaðstaða og svo framvegis.
Þetta kostar allt mikla peninga“.
Betra að vera
nálægt neytendunum
Júlíus segir ýmsar ástæður fyrir
því að stefnt skuli að eldhúsi í
hverjum skóla, en ekki í stóreld-
húsum eða útboði. Það sé með-
al annars talinn kostur að
matseldin sé eins nálægt þeim
sem eiga að njóta matarins og
hægt er. Þeir sem matreiði á
staðnum læri smátt og smátt
hvað gengur og hvað ekki og geli
brugðist við sveiflum í lystinni
og áhuga eða áhugaleysi á mis-
munandi réttum og öðru slíku.
Einnig sé talið að þetta fari bet-
ur með hráefnið. Kæmi til dæm-
is fiskur handa 200 manns og
helmingurinn yrði eftir mætti
frysta afganginn og nota síðar í
stað þess að henda honum. Það
þýddi líka breytt fyrirkomulag,
væri vinnukraftur aðkeyptur, að
því leyti að nemendur þyrftu þá
Ii'ka að borga vinnuna. „En eins
og fyrirkomulagið er í dag þá eru
nemendur aðeins að borga fyrir
efniskostnaðinn en skólinn legg-
ur til vinnuna eins og annað
vinnuafl í skólanum." — HEI
Ofær ad meta „prjónið66
Hæstiréttur hefur vísað til nýrr-
ar meðferðar fyrir héraðsdómi
máli mótorhjólakappa, sem
krafðist bóta vegna meiðsla sem
hann varð fyrir þegar hjól hans
„prjónaði“ og rann stjórnlaust
áfram um 140 metra þangað til
hjól og kappinn féllu. Undirrétt-
ardómarinn Hervör Þorvalds-
dóttir mátti að mati hæstaréttar
ekki sýkna viðkomandi trygg-
ingafélag á grundvelli eigin
þekkingar, heldur áttu hún að
kalla til menn með sérkunnáttu.
Umræddur mótorhjólakappi
krafðist nær þriggja milljón
króna bóta, en slysið átti sér stað
með eftirfarandi hætti: Öku-
maðurinn ók vélhjóli vestur
Háaleitisbraut í Reykjavík 24.
október 1997 um kl. 16. Við
gatnamót Kringlumýrarbrautar
nam hann staðar við umferðar-
Ijós, en hugðist fara þaðan í
sömu átt eftir Háaleitisbraut
upp brekku að Skipholti og beyg-
ja þar til hægri. Þegar áfrýjandi
hélt af stað frá umferðarljósun-
um kveðst hann hafa tekið
„kraftlega af stað“ og runnið við
það aftur í sæti sínu með þeim
afleiðingum að framhjól öku-
tækisins lyftist frá götu. Við
þetta hafi hann misst tök á
stjórntækjum vélhjólsins og ekk-
ert annað getað en haldið sér í
stýri þess. Hann hafi reynt að
færa sig framar í sætinu, cn ekki
náð stjórn á vélhjólinu aftur.
Hélt vélhjólið áfram sem leið
þess lá á afturhjólinu einu þar til
hann var kominn nærri Skip-
holti. Tókst ökumanninum þá að
ná framhjólinu niður á ný, en
vélhjólið þá allt í einu skollið á
umferðareyju á miðju Skipholti
við gatnamót Háaleitisbrautar.
Hann hafi fengið við það högg á
vinstri handlegg, sem olli úln-
liðsbroti.
Hervör taldi að aksturslag
mannsins hafi verið háskalegt og
til þess fallið að valda honum
tjóni. Hann hafi sýnt af sér stór-
kostlegt gáleysi og með því fyrir-
gert rétti sínum til bóta. Hæsti-
réttur taldi hins vegar að við úr-
lausn málsins yrði að „taka af-
stöðu til þess hvort stefndi hafi
sýnt nægilega fram á að ekki fái
staðist að ökumaður með
reynslu áfrýjanda geti af vangá
hafa misst þannig tök á stjórn
vélhjóls" að það „prjónaði" um
100 til 140 metra vegalengd upp
brekku án þess að honum tækist
að koma framhjólinu niður á
götu á ný. — FÞG