Dagur - 07.10.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 07.10.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2 000 - 29 FRÉTTIR Síðustu kynbundnu stéttarfélogin hverfa Unnið að samemingu síðustu félaganua. Á Króknum og í Eyjum. Öflugri samau. Snót flutt inn Kynjabundin stéttarfélög heyra brátt sögunni til í verkalýðs- hreyfingunni. Unnið er að sam- einingu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Old- unnar á Sauðárkróki og einnig að sameiningu Verkakvennafé- lagsins Snótar í Vestmaannaeyj- um og Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja. Þessi tvö verka- kvennafélög munu vera þau síð- ustu sem hafa verið starfandi en áður var búið að sameina verka- kvennafélög í Reykjavík við karlafélög í Reykjavík og Hafnar- firði svo dæmi sé nefnt. Samein- aða félagið í Eyjum mun að öll- um líkindum heita Drífandi en ákvörðun um heiti á félaginu á hluti vera fyrir því í skoðana- könnun sem nemendur Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra gerðu fyrir stéttarfélögin í fyrra. Snót flutt inn I Eyjum gera menn ráð fyrir því að sameining stéttarfélaganna geti orðið að veruleika áður en Iangt um lfður. Það ferli er kom- ið svo langt að Snót hefur leigt sitt húsnæði og hefur flutt starf- semi sína til Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Þá stóðu félögin sameiginlega að gerð síðustu kjarasamninga. Guðný Óskars- dóttir formaður Snótar segir að sameiningin sé til þess að efla hagsmunabaráttu og þjónustu við félagsmenn. I því sambandi bendir hún á að töluverð fækkun hefur orðið í Snót á Iiðnum árum, eða um 12-17%. Það sé m.a. vegna fækkun starfa í fisk- vinnslu auk búferlaflutninga fólks frá Eyjum. - GRH Króknum liggur ekki fyrir. Öflugri sainan Jón Karlsson for- maður Verkalýðs- félags Sauðár- króks segir að vatnaskil í sam- einingarferli fé- laganna tveggja verða á aðalfund- um þeirra sem haldnir verða næstkomandi mánudag og þriðjudag. A þeim fundum verða lagðar fram tillögur um að fé- lögin samþykki að sameinast í eitt stéttarfélag. Þá er vilji til þess að stofnfundur félagsins verði haldinn fyrir árs- Iok. Jón býst ekki við því að ein- hver vandamál muni skapast vegna stjórnarkjörs þegar þar að kemur. Félagar sameinaða fé- lags verða um 1000 manns. Þar af koma um 400 úr Verka- kvennafélaginu Öldunni. Til- gangur og markmið með þessu sé að búa til stærri og öfl- ugri heild til að vinna að hags- munamálum félagsmanna. I því sambandi bendir Jón á að á flestum svið- um þjóðfélags- ins séu menn að búa sér til tæki sem séu betur fallin til þess að takast á við að- steðjandi verkefni. Mikill áhugi virðist vera á sameiningu þessara tveggja stéttarfélaga. Meðal ann- ars reyndist yfirgnæfandi meiri- Jón Karlsson, formaður verkalýðs- félags Sauðárkróks. Lækkun bamabóta! Líklega hafa margir fagnað boðskap fjár- málaráðherra um 600 millj- óna bækkun barnabóta í fjárlagafrumvarpi 2001, enda sagt fyrsta skrefið og það stærs- ta af þrem í sérstöku átaki til hækkunar barnabóta, sem ríkis- stjórnin kynnti í tengslum við gerð kjarasamninga frá 2001- 2003. Það vekur því athygli að í fjár- lagafrumvarpinu er, þrátt fyrir þetta, áætlað að barnabætur næsta árs verði raunverulega lægri en þær voru 1999. Þá grei- ddi ríkissjóður rúmar 3.940 milljónir í barnabætur og stefnir í 4.230 milljónir á næsta ári, sem er 7,3% hækkun. En Þjóð- hagsstofnun áætlar 9,2% verð- lagshækkanir, það er neyslu- verðsvísitölu, milli sömu ára. Svo gangi áætlanir fjármálaráðu- neysis og Þjóðhagsstofnun eftir yrðu barnabætur rúmlega 1,7%, eða 75 milljónum, lægri að raungildi á næsta ári en í fyrra. Vaxtabótum er heldur ekki ætlað að hækka í takt við verðlags- hækkanir milli sömu ára. - HEI Vill heildanxttekt á j arðskj álftasvæðum Margrét Frímanns- dóttir ætlar að leggja til á Alþingi að jarð- skjálftamiðstöðinni á Selfossi verði falið að gera úttekt á öflum inaimvirkjiim á þekkt- um jarðskjálftasvæð- um á laiidiim Margrét Frímannsdóttir, varafor- maður Samfylkingarinnar, mun eftir helgina leggja fram á Alþingi tillögu um að farið verði í heild- arúttekt á öllum mannvirkjum á þekktum jarðskjálftasvæðum á landinu, þar sem búast má við stórum jarðskjálftum. Hún legg- ur til að Rannsóknarmiðstöð Há- skóla Islands í jarðskjálftaverk- fræði á Selfossi verði falið að hafa yfirumsjón með þessari út- tekt. Öll mannvirki verði skoðuð og að úttektin verði framkvæmd á 10 til 1 5 árum. „Við mat á eignum eftir jarð- skjálfta er skoðað það sem er brunabótaskylt. Það þýðir að ef það verður langsig undir húsi og lagnir skemmast þá er það ekld Margrét Frímannsdóttir. skoðað og ekki bótaskylt. Við erum líka hrædd um að það kunni að vera um skemmdir að ræða þar sem hús hafa verið klædd að utan og jafnvel innan líka og þær skemmdir sjáist ekki. Það er líka nokkuð ljóst að bygg- ingar, sem byggðar eru á ákveðn- um tíma og eftir ákveðnum stöðl- um þola stóra jarðskjálfta mun verr en aðrar. Þess vegna þarf þessa heildar úttekt," segir Mar- grét Frímannsdóttir Nýjan náttúnihamfarasjóð Hún leggur til að landinu verði skipt upp í svæði. Þegar svo skoðun er lokið á fyrsta svæði verði farið í að meta með hvaða hætti fólkið sem á þar húsnæði, sem ekki er talið þola jarðskjálfta af ákveðinni stærðargráðu, verði gert kleift að fara annað hvort í endurbætur á húsnæði sínu eða húseignir þess verði keyptar. „í því tilviki tel ég koma til greina að breyta Ofanflóðasjóði í einhverskonar náttúruhamfara- sjóð og að hann verði styrktur verulega. Þótt þarna verði ekki um það að ræða að eignir verði keyptar upp í stórum stíl, þá liggi það örugglega fyrir að fólk hafi möguleika á að fara í endurbæt- ur á húsum sínum og koma sér upp tryggara húsnæði. Eg legg til að jarðskjálftamiðstöðin annist þetta vegna þess að þar hafa menn þekkinguna og þeir hafa þegar skilað skýrslum um svona mál. Eg tel það afar brýnt, raun- ar alveg nauðsynlegt, að farið verði í þetta sem allra fyrst,“ seg- ir Margrét Frímannsdóttir. - S.DÓR Endurríkisvæðmg Ríkið ætlar að taka aftur til sín 12 milljóna kr. spón úr aski Is- landspósts. „Ríkissjóður hefur fram til þessa greitt Islandspósti hf. fyrir tollafgreiðslu póstsend- inga. Því fyrirkomulagi verður nú breytt á þann veg að Tollstjórinn í Reykjavík mun framvegis hafa með höndum tollafgreiðslu póst- sendinga og er því fjarveiting að fjárhæð 12 milljónir kr. flutt til embættisins," segir í fjárlaga- frumvarpi. Og þar er að finna fleiri dæmi um það hve þjónusta Islandspóst virðist orðinn dýr. Ríkisskattstjóra er á næsta ári ætluð 3ja milljóna kr. hækkun á rekstrarframlagi „ .... í kjölfar hækkunar sem orðið hefur á póstburðargjöldum." En póst- burðargjöld eru að vonum um- talsverður kostnaðarliður í starf- semi Ríkisskattstjóra. Undir liðnum Ymislegt hjá fjármála- ráðuneytinu er símakostnaður og póstburðargjöld fyrir Stjórnar- ráðið áætluð tæpar 38 milljónir kr. árið 2001, sem er 2,2 niilljóna kr. hækkun frá fjárlögum þessa árs, en 15 milljónum kr.., eða 67%, hærra en sami liður var í ríkisreikningi 1999. - HEI. Háskóliim hagnast á fjölgun heiðingja Sóknargjöld til Háskóla Is- lands verða 61 % hærri á næsta ári en 1998 og hafa hlutfallslega hækkað nær tvöfalt meira en sóknar- gjöld þjóðkirkjunnar, 34%, samkvæmt fjárlagafrum- varpi. Hækkanir til annarra trúfélaga eru þarna mitt á milli. Hlutfallslega hefur þeim þannig Ijölgað áber- andi mest sem kjósa að standa utan allra trúfélaga (til hagsbóta fyrir HI). Arið 2001 verða sóknargjöld rúmar 1410 milljónir. Þar af fær þjóðkirkjan tæpar 1250 milljónir en hlutur Háskólans er 61 milljón (4,3%) borið saman við tæpar 38 milljónir 1998. Þetta lögboðna framlag, ásamt kirkjugarðsgjöldum hækkar ár hvert í samræmi við hækkun meðaltekjuskattsstofns 16 ára og eldri 2 árum áður. Gjöldin hækka nú 9% milli ára og alls 36% frá 1998. Alls er áætlaður rekstrarkostnaður Biskupsstofu, kirkna, kirkjugarða og Kristnisjóðs ásamt fyrrnefndum sóknargjöldum um 3175 m.kr. á næsta árí, eða um 45.000 kr. á íjögurra manna Ijölskyldu. - HEI AUir í Schengen-shóla „Uppfræðsla um reglur Schengen-samstarfsins þarf að ná til allra lög- reglumanna, sem eru 650 talsins, allra lögreglustjóra, löglærðra full- trúa þeirra og ákærenda, tollvarða og starfsmanna Landhelgisgæslu," segir í fjárlagafrumvarpi þar sem Lögregluskólanum er áætlað er 5 milljóna króna viðbótarframlag í þessu skyni. En alls eru honum ætl- aðar nær 111 milljónir króna á næsta ári. Jafnframt kemur fram að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi boðið íslenskum lögreglumönn- um til þjálfunar á sviðum fíkniefnamála, tölvuglæpa og á fleiri svið- um afbrota sem nú fara vaxandi. Þjálfunin verður ókeypis en 3 millj- ónir króna eru ætlaðar í fargjöld og dagpeninga. - HEI Háskóli íslands nýtur góðs af því er fólk segir sig frá trúfélögum. NýrVolvo Evrópiifnunsýndiir Brimborg svipti hulunni af nýjustu hönnun Volvo S60 í fyrsta skipti í Evrópu í gær í Brimborgarhúsinu að Bíldshöfða 6 í Reykjavík. Volvo S60 sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu verður til sýnis alla helgina ásamt Volvo V70 og Volvo Cross Country jeppanum, en þetta eru báðir fjórhjóladrifnir bílar sem þykja sameina helstu kosti jeppa og fólksbíls. Einnig verða S40, V40 og flaggskip Volvo, S80 Business line á sýningunni. Hönnun Volvo S60 hefur hlotið mikið lof og er bíllinn sagður sportlegur og kraftmikill. Eins og ávallt hjá Volvo er öryggisbúnaður í fyrirrúmi og í S60 er enn bætt um betur. Sýning- in verður opin á milli 11-16, laugardag og sunnudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.