Dagur - 07.10.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 07.10.2000, Blaðsíða 6
30 - LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 ro^u- ÞJÓÐMÁL 1Uamtr Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Sfmar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: aoo 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍKJ563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAV(K)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdðttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Staðfesting á vilja í fyrsta lagi Það var eitthvað kunnuglegt við blaðamannafund iðnaðarráð- herra í Ráðherrabústaðnum í vikunni þar sem mættir voru tveir af aðal stjórnendum Norsk Hydro. Umgjörðin var hátíð- leg, mennirnir mikilvægir og pressan öll á staðnum til þess eins að segja að „ekkert nýtt væri að frétta". Allur undirbún- ingur gengi samkvæmt fyrri áætlunum og ekkert hafi breyst hvað það varðar og vilji aðila stæði enn óhaggaður til þess að byggja álver í Reyðarfirði. Um margt minnti þessi uppstilling öll á endurteknar undirritanir Jóns Sigurðssonar þáverandi iðnaðarráðherra og Atlantsálshópsins undir viljayfirlýsingar um byggingu álvers fyrir um áratug síðan. í öðru lagi En að þessu sinni var raunar Iíka kynnt skýrsla starfshóps um efnahagsleg áhrif álversins og kemur þar glöggt fram að það var alls ekki að ástæðulausu sem forstjóri áldeildar fyrirtækisins viðraði áhyggjur af félagslegum þáttum álversbyggingar á Aust- urlandi í norsku blaði á dögunum. Skýrslan dregur fram hvílík- ar efnahagslegar og félagslegar hamfarir munu verða á stuttum tíma á Austurlandi samfara uppbyggingunni - 1000 ný störf, fólksfjölgun upp á 2.000 til 2.500 manns, og gríðarlegar end- urbætur og uppbygging á húsakosti, þjónustu, skólum, sam- göngum og mörgu fleiru. Hér er einfaldlega um risavaxið verk- efni að ræða - og það er einungis eitt af mörgum slíkum. í þriðja lagi Norsk Hydro er eflaust full alvara með áformum sínum um ál- versbyggingu. Það jafngildir hins vegar ekki því að fyrirtækið ætli að reisa hér álver. Endanleg ákvörðunin mun ekki liggja fyrir fyrr en eftir tæp tvö ár og í millitíðinni þarf að sýna fram á lausn fjölmargra stórra vandamála auk þess sem ytri aðstæð- ur þurfa að vera réttar. Fulltrúum Atlantsálshópsins var líka al- vara þegar þeir komu hingað á sínum tíma, en þeirra saga ætti að minna okkur á að leiðin er löng í álheiminum frá því að menn vilji eitthvað og þar til þeir raunverulega fara að gera eitthvað. Birgir Guðmundsson. Frá Diego til Landmarks Garri er, eins og flestir vita, Jónsson. Og varla gat farið hjá því að hann yrði Jónsson, því þegar hann var til skírnar bor- inn af sínum ágætu foreldrum, Jóni og Þrísunntrínu, var venjulegu fólki á Islandi bann- að að gefa börnum sínum ætt- arnöfn. Aðeins ættstórir emb- ættismenn gátu komið sér undan þessu laga- boði sem gilti al- farið um alla múgamenn og hétu þessir tignar- menn gjarnan Briem, Torlacius, Thors, Thorodd- sen, Eldjárn eða Hafstein. En sb'kir voru auðvitað undantekningin sem staðfesti regl- una í mannanafngiftum á Is- landi. En allt er nú á hverfanda hveli hvað þetta áhrærir og nú fer að verða hending ef maður rekst á einhvern sem er réttur og sléttur Jónsson. Ættarnöfn- in eru hægt og sígandi að taka völdin á Islandi og stefnir í að sonur og dóttir verði hrakin af landi brott ef heldur scm horf- Nýr Richter skali? Þessi þróun enduspeglast hvað best, eins og svo margar þjóð- félagsbreytingar, í fjölmiðíun- un, ekki síst ljósavakamiðlun- um. Staðreyndin er sem sé sú að þar í ranni eru Islands best- ir synir og dætur yfirleitt hvor- ki synir nér dætur. Þetta byrjaði Allt með Helga Hjörvar og Gerði G. Bjarklind í útvarpinu. Og ekki leið á löngu áður en Sonja Diego var mætt á sjónvarpsskjáinn. Þetta þríeyki ruddi svo brautina fyrir öðrum og yngri sem nú tröll- ríða útvarpi og sjónvarpi flagg- andi ættarnöfnum. Stefán Jón Hafstein var gildur margra rása Iimur um árabil Og hver man ekki eftir Jóni O. Sólnes á skjánum. Og ekki má gleyma elsta samfellda þætti sjón- varpsins um Nýjustu tækni og vísindi, en þar hafa Torlacius og Richterar riðið húsum frá upphafi. Og raunar hefur komið fram sú hugmynd að hanna nýjan skala til að mæla hina vergu ættarnafna- aukningu á, og kenna kvarðann við Richter. Og um þessar mundir höfum við §f á ljósvakanum El- ínu Hirst, Robert Marshall, Ragn- heiði Erlu Clausen, Evu Sól- an, Hauk Hólm, Óla Tynes, Dúa Landmark og Dóru Takefusa. Philby og McLean lika? Og ekki má gleyma Margréti Blöndal, Bubba Boxmorthens og Pétri Ormslev í boltanum. Og í því sambandi kannski sanngjarnt að geta þess að það er einna helst á fþróttafrétta- sviðinu sem menn halda enn nokkuð fast í fornar hefðir og eru bara réttir og sléttir Felix- synir, Björnssynir, Valtýssynir, Sturlusynir, Magnússynir og Gunnarssynir. Hér er aðeins stiklað á stóru í óþjóðlegheitum Ijósvakamiðl- anna í mannahaldi og ugglaust liggja margir ónefndir og óbættir hjá garði í þessari upp- talningu. En skylt er þó að lok- um að geta hins ágæta frétta- manna Kristjáns Guy Burgess. Og er vonandi að þeir Philby og McLean fái líka fastráðn- ingu á næstunni. -GARRI Tídniit vill ei tengja sig við mig JÓHANNES SIGURJÓNS- SON SKRIFAR Ein fyrirferðarmesta umræða í samfélaginu undanfarin misseri hefur farið Fyrir ofan garð og neðan hjá þorra þjóðarinnar, því umræddur þorri er næsta fávís um umræðuefnið, sem er að sjálfsögðu hin yfirgripsmiklu síma- og fjarskiptamál. Þetta endurspeglaðist ljóslega i' DV í vikunni þar sem fyrirhugað alls- herjar fjarkjaftæð var til umfjöll- unar og talsmenn Tals, Halló- Frjálsra fjarskipta, Islandssíma, Norðurljósa, SkjáEins og Land- símans létu vaða á súðum. Og nægir að grípa niður á nokkrum stöðum og spyrja síðan, vituð þér enn, eða bvað? „Eyþór tclur því að gæta verði hófs í gjaldtökunni og ein Ieið til þess sé að hafa gólf og þak á út- boðinu og ef margir fari upp úr þakinu sé hægt að grcina úr því með því að fara eftir því hversu víðtækt kerfið á að vera“. „Auðlindanefnd telur að nú- verandi fjarskiptarásir séu tak- mörkuð auðlind og telur því fulla ástæðu til að athuga hvort ekki sé hægt að end- urúthluta þeim með sama hætti“. „Hreggviður segir að þær breytingar sem verði í sjón- varpsrekstri með stafrænum útsendingum, muni leiða það af sér að mun betri nýting verði af tíðnisviðinu, þannig að tíðnisvið- ið verður ekki takmörkuð auð- lind". Vituð þér enn, eða hvað? Tíðnihelgin Eru óinnvígðir, eftir lestur þess- ara gullmola, einhver vísari um það hvort tíðnin sé takmörkuð auðiind eður ei? Og hvernig er bað með þessa tíðni, er hún ekki þjóðareign, líkt og fiskurinn í sjónum? Eiga ráðamenn eitthvað með það að úthluta öllum þess- um rásum og allri þesari tíðni sem annað- hvort er tak- mörkuð eða ótakmörkuð, án þess að ráðfæra sig við eigendur tíðninnar, fólk- ið í landinu? Eða hefur ríkið tryggt sér einka- rétt á öllu tíðnisviðinu og getur því ráðstafað því að vild? Eru til staðar sams konar samningar um tíðnibelgi eins og um Joft- og landhelgi tslands? Með leyfi að spyrja, um hvað er verið að ræða? Málbeinsgróði Þannig spyrja margir eins og þeir fávitar sem þeir eru þessa dag- ana og segja eins og skáldið hefði ugglaust sagt væri það enn á dögum: „Tíðnin vill ei tengja sig við mig“. Það sem þó hefur síast inn í sauðarhausa almennings úr þessari umræðu er að allt þetta tíðnital snýst um peninga. Ein- hverjir ætla að græða óskaplega mikið á öllum þessum rásum og bylgjum. Og auðvitað er mönn- um það alveg ljóst að til þess að svo megi verða, þarf almenning- ur að dansa með. Hann þarf að losa ærlega um málbeinið og helst Ieggja niður vinnu til þess að geta talað nógu mikið svo tíðnisviðið skili hagnaði. Og al- menningur þarf líka að stórauka áhorf sitt á allar sjónvarpsrásir svo arður verði til í þeim ranni. Allar áætlanir Ijarskiptaíyrirtækj- anna gera ráð fyrir þessu. En hvað ef mönnum liggur ekkert á hjarta? Hvað ef menn vilja heklur setjast niður með góða hók og slökkva á rásunum? spurtisi svarauð Finnur þú fyrir vaxandi stuðningi viðflutning ríkisstofnana útá land? 63,2% þeirra sem afstöðu tóku í könnun DV í vikunni eru þessar- ar skoðunar. Oddur Helgi HaUdórsson, btejaifulltníi á Alaireyri. „Stuðningur við flutning ríkisstofn- ana er vissulega til staðar hér á Akur- eyri, en ég efast um að svo sé í I______ J Reykjavík - þar sem nú er vaxin úr grasi heil kynslóð fólks sem finnst orðið meira mál að fara norður í land en til London. Mörgum stofnunum er efalítið til góðs að flytja út á land, en staðsetning þeirra þar er efalítið dýrari. En á það verðum við að líta sem eðlilegan fórnarkostnað í því sambandi. Þá er vinnuaíl úti á Iandi mun stöðugara en í Reykjavík og það er mikill kostur fyrir fyrirtæki og stofnanir." EgUl Helgason, blaðamaður. „Eg held að fólk sé alveg tilbúið að kaupa slíkt, ef skynsamlega er að málum staðið. Og þá er sjálfsagt að velja þeim stofnunum sem flutt- ar eru stað á Akureyri, enda er nauðsyn að byggja upp annan borgarkjarna á íslandi. Ég vil sjá Akureyri sem 100 þúsund manna borg en ekki 15 þúsund manna bæ. Fæstum hugnast hins vegar ef stofnanir eru settar niður tvist og bast um landið allt, slíkt er kjördæmapot." Iiigunn Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjómar Árborgar. „Mitt mat er að stuðningur al- mennings við flutning stofnana út á land hafi alltaf verið til staðar, tregðulögmálin hafa fyrst og fremst verið meðal stjórna og starfsfólks þeirra stofnana sem flytja á. Sem er reyndar eðlilegt að vissu leyti, því fólk vill halda vinnunni sinni. Hingað á Selfoss hafa á þessu ári verið fluttar tvær stofnanir; Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði og Lána- sjóður landbúnaðarins og sá flutningur hefur í báðum tilvik- um telást vel, enda tókst að vinna mál í góðri sátt við alla að- ila, sem er lykilatriði.“ Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltníi í Reykjavík. „Þetta hef ég ekki orðið var við. Vel getur verið að menn séu ekki á móti því að ein- staka stofanair séu staðsettar á landsbyggðinni, en menn eru ekki sammála aðferð- unum sem beitt hefur verið, það er að rífa gamalgrónar stofnanir upp með rótum og flytja |>ær út á land. Slíkt raskar högum ein- staklinga og fjölskyldna og er í mörgum tilvikum óásættan- Iegt.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.