Dagur - 14.10.2000, Page 2

Dagur - 14.10.2000, Page 2
26 -LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2 000 FRÉTTIR Forstjórar fóru ekkí að reglunt Gísli S. Einarsson al- þingismaður hefur loksins fengið svör við fyrirspumum sín- iun iiiii Lánasýslu rík- isins, þar sem ýmis- legt „skrautlegt“ kom í ljós. „Mér finnst á þessu spillingar- bragur í skjóli valds. Eg lít svo á að þarna sé um sjálftekin laun að ræða,“ sagði Gísli S. Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar, spurður um svörin sem hann hefur nú loksins fengið við spurningum sinum um málefni Lánasýslu ríkisins. „Það kemur t.d. í ljós að Lánasýslan hefur greitt Ifftryggingar og fyrir eigin- konuna líka, a.m.k. í tilviki þess sem síðar var skipaður. Fyrir for- stjórann var greitt 264.000 króna 3ja mánaða enskunám- skeið í Bretlandi 1998, auðvitað á fullum hankastjóralaunum, þó hann skiluði engum farseðli og aðeins Ijósriti af skólagjöldun- um. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Líka fastir fatapeningar og eitt og annað. Mér finnst spurning hvort ekki sé ástæða til að hreyfa embættismenn til öðru hverju. Það er eins og menn hætti oft að finna siðferðis- mörkin þegar þeir hafa verið lengi sjálf- ráðir." Gott fólk fékk hálfs milljarðs við- skipti Upphafið sagði Gísli það að forstjórar Lánasýslunnar hafi ekki farið að starfs- reglum. „Þeir gerðu samninga við eina auglýsingastofu, Gott fólk, fyrir um hálfan milljarð á tíu ára tímabili og gáfu öðr- um ekki kost á að bjóða f - sem er algjör- lega gegn starfshátt- um ríkisins." Gísli — sagðist líka hafa spurt um ráðningarsamninga þessara manna en ekki fengið þau gögn. Svo engir samningar virðist ligg- ja til grundvallar ráðningunum. Athyglivert víðar? „Oll tregðan á svörum hefur mér Iíka fundist afar undarleg. Þó ákveðin tímamörk séu á svörum til alþingismanna voru þau dreg- Gísli S. Einarsson alþingismaður hefur loksins fengið svör. in og dregin. Á endanum varð ég að óska eftir að Ríkisendurskoð- un kæmi fyrir fjárlaganefnd þar sem ég þurfti að setja þessar spurningar formlega fram. Hvert þessir menn síðan fóru veit ég ekki - hvort þeim var sagt upp eða hvort þeir voru bara settir f eitthvað annað, jafnvel hærra launaðar stöður, sem ekki mun ótítt." Gísli teljur það mjög merkilegt ef þetta væri eina stofnunin þar sem eitthvað finnst athyglivert hjá. Fyrsta ársskýralan 1 ár Samninginn við nýja forstjórann, sem tók við af tveimur, er hins vegar einfaldur og klár. „Og hans fyrsta verk var að gefa út árs- skýrslu, eins og her að gera fyrir þessa stofnun - og það er fyrsta ársskýrslan sem hefur verið gefin út,“ segir Gísli. Mánaðarlaunin eru 379.100 kr., auk fastra 43 eininga fyrir yfirvinnu, sem sam- svarar 137.200 kr. og ótakmörk- uð afnot af bíl, sem eru að fullu skattlögð hlunnindi. Sum ár 15 og 1/2 mánuður Fyrirrennararnir voru á banka- stjórakjörum: Auk bílafríðind- anna virðast þeir að öllu saman- lögðu hafa haft a.m.k. 570 og 540 þús.kr. á mánuði, en í mörg- um liðum: Til viðbótar mánað- arlaunum og þóknun voru or- lofsframlög og ársuppbót sem svaraði 13. mánuðinum með þóknun. Með starfsafmælis- greiðslum gátu sum ár verið 15,5 mánuðir. Þá er ónefnd risna (upp í 230.000 kr. á ári), lífeyris- trygging (215.100 kr. á ári), námskeið og kannski fleira. -HEI D^ur Skemmtiferðaskip í Akureyrarhöfn. Um 43% farþega þýskir Af 33 skemmtiferðaskipum á sumrinu 2000 til Akureyrar var Akureyri síðasta höfn þeirra. Tekjur Akureyrarhafnar jukust um 25% milli áranna 1999 og 2000 vegna komu skemmti- ferðaskipa. Farþegafjöldinn með skemmtiferðaskipunum var 16.803 og voru Þjóðverjar fjöl- mennastir, eða 7.291, sem er um 43% farþegafjöldans. Bretar voru 5.023, Bandaríkjamenn 1.965, Frakkar 1.120, Belgar 307, Austurríkismenn 242 en færri frá öðrum þjóðum. Einn farþegi kom frá 11 þjóðum, m.a. frá Namibíu, Slóveníu og Kóreu. Um 68% þeirra farþega sem komu með skipunum árið 2000 fóru í skipulagðar ferðir. Bókunarhlutfall er tiltölulega hátt, eða 84%, sem gefur fyrir- heit um að skipuleggjendur ferðanna haldi þeim flestum inni í sinni áætlun fyrir árið 2001. -GG Halldór kjörinn Starfsgreinasamband íslands. Sátt sögð um fonistuna. Þrjár kon- ur í 11 manna fram- kvæmdastjóm. Halldór Björnsson fyrrverandi formaður Eflingar var í gær kjör- inn formaður Starfsgreinasam- bands Islands og Björn Snæ- björnsson formaður Einingar - Iðju á Akureyri var kjörinn vara- formaður. Þegar kjörinu var lýst vakti athygli að stofnfundarfull- trúar risu með semingi úr sætum til að hylla nýju forustuna og lófaklappið var dræmt. Engu að síður telja menn að sátt verði um nýju forustuna og að sambandið geti orðið það afl sem verkafólk þarf í baráttu sinni fyrir betri og kjörum og réttindum. Engin mótframboð komu gegn tillögum kjörnefndar. Sambandið tekur þegar til starfa í húsakynnum sínum að Skipholti 50 sem keyptar voru af Iðju fýrir 26 milj- ónir króna. Þrjár konur I framkvæmdastjórn sambands- ins voru kjörin þau Pétur Sig- urðsson Isafirði, Sigurður T. Sig- urðsson Hafnarfirði, Kristján Gunnarsson Reykjanesbæ, Jón Ingi Kristjánsson Fjarðabyggð, Elfnbjörg Magnúsdóttir Akranesi og Sigurður Bessason Reykjavík. Sviðsstjóri flutninga, mann- virkjagerðar og bygginga var kjör- inn Már Guðnason Hellu, Aðal- steinn Á. Baldursson Húsavík fyrir matvælasvið. Guðmundur Þ. Jónsson Reykjavík fyrir iðnað- arsvið, Guðrún K. Óiadóttir Reykjavík fyrir svið ríkis og sveit- arfélaga og Hjördís Þóra Sigur- þórsdóttir Höfn Hornafirði var kjörinn sviðsstjóri þjónustusviðs. Sátt nm forustima I ávarpi sínu þakkaði nýkjörinn formaður það traust sem honum er sýnt með því að trúa honum fyrir formennsku í þessu nýja sambandi sem stofnað var mcð sameiningu VMSÍ, Landssam- band iðnverkafólks og Þjónustu- sambandsins. Þá væri það mikils virði að menn hcfðu náð sátt um forustuna, sett niður fyrri deilur og reynt að slíðra sverðin. Af þeim sökum ætti fólk að standa saman til hagsbóta fyrir verka- fólk. Pétur Sigurðsson formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísa- firði sagði að verkefnin framund- an væru næg og því ættu menn að fara úr jökkunum, bretta upp ermar og láta verkin tala. Hervar Gunnarsson formaður Vcrkalýðs- félags Akraness segist vera ánægður mcð forustuna sem byggð sé upp á sátt. Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Alþýðu- sambands Norðurlands er sama sinnis og einnig Björn Snæ- björnsson formaður Einingar- Iðju og Guðmundur Þ. Jónsson sviðsstjóri iðnaðarsviðs -GRH Vísindalegt mat á loftslagsbreytmguin Ráðherrafundur Norður- skautsráðsins var haldinn 12. til 13. október í Bar- row í Kananda. Það er samstarfsvettvangu r Norðurlandanna, Banda- ríkjanna, Kanada og Rússlands og beinist að umhverfismálum og sjálf- bærri þróun á Norður- slóðum. Siv Friðleifsdótt- ir, umhverfisráðherra, sat fundinn. Samþykkt var vísindaleg áætlun um mat á loftslagsbreytingum á Halldór Ásgrimsson og Elva Dögg Melsteð Norðurheimskautssvæð- voru meðal þeirra sem hrintu átaki RKI úr inu og áhrifum þeirra á vör. umhverfi og heilsufar með sérstakri áherslu á efnahagslega og félags- lega þætti. Umhverfisráðherra lagði áherslu á það í umræðum um áætlunina að tekið yrði upp samstarf við aðra aðila og stofnanir í hliðstæðum málaflokkum, s.s. Barentsráðið, Eystrasaltsráðið og Nor- rænu ráðherranefndina. Landssöfnim gegn átnæmi í Afríku A næstu tveimur vikum mun Rauði-krossinn safna saman tvö þús- und sjálfboðaliðum til að ganga í hvert hús í landinu í landssöfnun sem skila á 20 milljónum króna í baráttunni gegn alnæmi f Afríku. Kjörorð söfnunarinnar er „Göngum til góðs“. Alls eru 24 milljónir Afríkubúa sýktir af alnæmisveirunni og það er nánast dauðadómur þvf fæstir hafa efni á lyíjameðfcrð. Aðalsöfnunardagurinn verður laugardagurinn 28. október, en þá mun mikill fjöldi þjóðþekktra manna ganga til liðs við Rauða-krossinn, s.s. stjórnmálamenn, rithöf- undar og fjármálamenn auk tryggra sjálfboðalíða Rauða-krossins. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða-krossins hvetur lands- menn til þess að gefa um tvær klukkustundir úr lífi sínu með þátl- töku í söfnuninni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.