Dagur - 14.10.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 14.10.2000, Blaðsíða 5
LAVGARDAGUR 14. OKTÚBER 2000 - 29 FRÉTTIR Nýi banMnn verði tilbúiim um áramót Viðskiptaráðherra greinir frá samþykkt ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í gær. Lagafmmvarp á leið- inni sem gerir spari- sjóðunum mögulegt að sameinast. Óskað eftir forúrskurði samkeppnisráðs vegna sameiningu ríkisbankanna. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra skýrði frá því á fréttámannafundi í gaer morgun að ríkisstjórnin hefði ákveðið að beina þeim tilmælum til bankaráða Landslianka og Bún- aðarbanka að hefja viðræður um samruna bankanna. Jafn- framt að bankaráðin óski eftir forúrskurði samkeppnisráðs samkvæmt 18. greina sam- keppnislaga. Stefnt er að því að nýr ríkisbanki taki til starfa um áramótin. I raun þýðir þetta að ákveðið hefur verið að sameina ríkis- bankanna. Og að vegna stærðar Landsbankans er beðið um þennan forúrskurð samkeppnis- ráðs. Dagur hefur áður skýrt frá því að þetta sé nauðsynlegt því nýr ríkisbanki myndi verða með um 60% af markaðnum sem er of stór biti til þess að samkeppn- isráð geti samþykkt samrunann. Þess vegna eru allar líkur á að taka verði Landsbréf og VIS út úr Landsbankanum. Viðskiptaráðherra staðfesti að „líkur væru á að eitthvað yrði að taka út úr Landsbank- anum.“ Lagafrumvarp um sparisjóðina Valgerður staðfesti líka í gær að í smíðum væri lagafrumvarp til þess að gera sparisjóðunum kleift að hagræða hjá sér með sameiningu. Og eins og komið hefur fram í fréttum Dags hef- ur verið rætt um það bak við tjöldin að sameina sparisjóðina, Landsbréf, VIS og Frjálsa fjár- festingarbankann og mynda þannig öfluga peningastofnun, álíka stóra og nýja ríkisbankann og Íslandsbanka/FBA. Það er tæplega tilviljun að Frjálsi fjár- festingarbankinn opnaði í gær og auglýsti sig myndarlega. Varðandi samruna ríkisbank- anna, sem ríkið á 2/3 hlutafjár í, hefur viðskiptaráðherra sett á laggirnar þriggja manna starfs- hóp til að gæta hagsmuna ríkis- ins í sameiningarferlinu. Bankaráðin eiga að hafa náið samstarf við þennan starfshóp en hann skipa Þorgeir Orlygs- son, ráðuneytisstjóri formaður og einkavæðingarnefndar- mennirnir Jón Sveinsson og Hreinn Loftsson. Valgerður Sverrisdóttir sagði að stefnt væri að því að hafa til- búið lagafrumvarp um samein- ingu bankanna í desember þan- nig að hægt væri að afgreiða það fyrir jól því stefnan væri sett á að nýr ríkisbanki yrði til um áramót. - S.DÓR Stjórn starfsmanna Búnaðarbanka hefur ályktað um samrunann Vilja eyða óvissu fljótt Stjórn Starfsmannafélags Búnað- arbankans kom saman til fundar í gær vegna sameiningar ríkisbank- anna og sendi síðan frá sér eftir- farandi ályktun þar sem lögð er áhersla á að það sé enn skoðun stjórnarinnar að hag eigenda, við- skiptamanna og starfsmanna bankans sé best borgið með áframhaldandi rekstri Búnaðar- bankans undir þeim sömu for- merkjum og verið hefur. En úr því sem komið sé telur stjórnin ástæðu til að leggja áherslu á nokkur atriði sem skipti máli. I fyrsta lagi er lögð áhersla á að ferlið sem sett var af stað í gær- morgun gangi fljótt íyrir sig þan- nig að óvissu verði eytt. I öðru lagi að fulltrúar starfs- manna bankanna eigi beina aðild að þeim samrunaviðræðum sem framundan eru. I þriðja lagi að tryggt verði að sú hagræðing sem stefnt er að því að ná fram með samrunanum leiði ekki til Ijölda- uppsagna starfsmanna. Loks segir í samþykkt stjórnar- innar: „Stjórn SBI gengur jákvæð til þeirra viðræðna sem framund- an eru vegna samruna bankanna og lítur á fyrirhugaðan samruna sem sóknarfæri fyrir bæði fyrir- tækin á jafnréttisgrundvelli." Saltfiskverðið hefur hækkað uin 18% Verð á saltfiski á jjeim mörkuðum í Evrópu sem íslend- ingar eiga helst við- skipti á er mjög hátt um þessar mundir og hefur hækkað um 18% frá því á sl. vetri og fást nú um 510 krónur fyrir kílóið af besta fiskin- um. Róbert Agnarsson; fram- kvæmdastjóri hjá SIF, segir skýringar á háu verði sé fyrst og fremst að leita til þess að lítill fiskur sé á ferðinni, ekki það að neysla sé að aukast á helstu markaðssvæðunum, s.s. í Portúgal. „Það er ekki að draga umtals- vert úr saltfiskvinnslu á Islandi heldur hefur útflutningur auk- ist það sem af er ári miðað við það sem var á árinu 1999. Hins vegar hefur dregið veridega úr saltfiskútflutningi Norðmanna vegna þess að kvótinn þar hefur minnkað og dregið úr vinnslu svo heildarframboðið á saltfiski hefur dregist saman. Það er gjarnan þannig að þegar verð hækkar verður saltfisku rinn fýsilegri kostur á kostnað fryst- ingar. A móti kemur að gengi dollars hefur styrkst veru- lega og meira fer af frystivör- unni til Anter- íku. Það getur verið vænlegur kostur að hafa val á milli sölt- unar og fryst- ingar en þeim hefur faekkað umtalsvert sem eru í hvoru tveggja vegna aukinnar sérhæfingar svo það verða engar byltingarkenndar breytingar í vinnslunni," segir Róbert Agnarsson. Gísli Svan Einarsson, útgerð- arstjóri Fiskiðjunnar Skagfirð- ings, segir að mjög lítið hafi veiðst af bolfiski að undan- förnu, aðallega þorski, og það sem veiðist sé fremur smátt og henti illa til saltfiskverkunar enda skilar stóri fiskurinn alltaf meiru í saltfiskinum. Saltfisk- vinnsla cr ekki mikil hjá FISK, aðallega frysting, svo áhrif þessa háa verðs eru ekki mikil á heild- arútflutnings- verðmæti fyr- irtækisins. „Verð á frystum afurð- um hefur lækkað í hlut- falli við gengi evrunnar sem hefur verið lágt, og það veldur þeim sem framleiða á Evrópu- markað viss- um vandkvæð- um. Ég held hins vegar að óhemju hátt verð á saltfiski megi rekja til skorts á saitfiski á saltfiskmörkuðum á sama tíma og við höfum verið að sjá óhemju hátt verð á frosnunt fiski, sem eitthvað er þó að dala núna. Verðið hefur lækkað vegna þess að gengi krónunnar hefur verið svo sterkt. Það er rnjög tregt fiskerí á togurum en það er heilmikill fiskur á grunn- slóð, eins og t.d. hér á Skaga- firði," segir Gísli Svan Einars- son. - GG Ólympíufarar á Bessastöðuin Móttaka var fyrir íslensku olympíufar- anna að Bessastöðum í gær. 1 ávarpi sínu sagði Forseti Islands m.a. að hann von- aðist til þess að árangur íþróttamann- anna yrði til þess að efla íslenska íþrótta- hreyfingu. Vala Flosadóttir, bronsverð- launahafi í stangarstökki, var meðal þeir- ra sem var í móttökunni en hún kom til landsins í gær og var fagnað í Leifsstöð af íþróttafólki úr IR og formanni félagsins ásamt menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni. Frjálsíþróttasamband ls- lands mun á sunnudag afhenda þeim Völu Flosadóttur og Vilhjálmi Einarssyni viðurkenningar fyrir að hafa unnið til verðlauna á Ólympíuleikum. Athöíhin fer fram á Hótel Borg og mun Davíð Oddsson, forsætisráðherra afhenda verðlaunin að xdðstöddum öllum þeim ólympíuíiirum Islands í frjálsum íþrótt- um frá upphafi sem eiga heimangengt. SÓL gegn stækkun álvers í HvaHirði Samtökin um óspillt land í Hvalfirði, SÓL í Hvalfirði, hafa lýst yfir undr- un sinni og áhyggjum af fréttum um mikla stækkun álversins á Grundar- tanga í Hvallirði. 1 ályktun frá samtökunum segir m.a. Norðurál óski eft- ir stækkun úr 90 þúsund tonnum í 300 þúsund tonn á næstu 3 árum. SÓL í Flvalfirði mótmæla þessum hugmyndum, þar sem augljóst sé að þeirra mati að lífríki Hvalíjarðar mun bera verulegan skaða af slíku álveri. Ljóst megi vera að í hugmyndum um byggingu álvers í 300 þúsund tonn á þremur árum felist aö mat á unihverfisáhrifum framkvæmdanna sé ætl- að að vinnast á óeðlilega skömmum tíma, sem ekki vcrði þolað. Samtökin minna einnig á Kyoto-bókunina um losun gróðurhúsalofttegunda og benda á, að þær hugmyndir, sem nú eru uppi um uppbyggingu álvera aust- anlands og vestan eru í hrópandi ósamræmi við samþykktar hugmyndir al- þjóðasamfélagsins um minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda. - GG Vala Flosadóttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.