Dagur - 14.10.2000, Page 6

Dagur - 14.10.2000, Page 6
30 -LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 ÞJÓÐMÁL TJjg^uir Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: el(as snæland jónsson Aöstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn JÓnasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng augiýsingadeiidar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Símar augiýsingadeiidar: [REYKJAVíK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf augiýsingadeiidar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVlK) Sameining banka í lyrsta lagi Akvörðun ríkisstjórnarinnar í gær um að mælast til þess við bankaráð ríkisbankanna að þeir hefji viðræður um samruna kemur ekki á óvart. Málið hefur verið í opinberri umræðu um nokkurt skeið og því ekki seinna vænna að eyða óvissu eftir því sem hægt er og koma þessu stóra máli í einhvern fastan farveg. Yfirlýst markmið með sameiningunni er að auka verðmæti bankanna áður en farið verður út í sölu á þeim eða hluta þeir- ra. Athygli vekur þó að engar sannfærandi athuganir hafa ver- ið færðar fram fyrir því að samruni muni auka verðmæti þeir- ra, þó vissulega sé það frekar líklegt, auk þess sem það er göf- ugt í sjálfu sér að ætla láta ríkið eða aimenning njóta slíkrar verðmætaaukningar. í ödru lagi Þá kemur á óvart að skyndilega telur ríkisstjórn Islands lækk- un vaxta slíka knýjandi þörf, að vaxtalækkun er nefnd sem rétt- Iæting fyrir sameiningu. Erfitt er að sjá hvernig þessi samein- ing út af fyrir sig á að lækka vaxtastigið í landinu. Það hefur jú verið yfirlýst peningamálastefna Seðlabankans og þar með rík- isstjórnarinnar að halda stýrivöxtum háum til að slá á þenslu. Slíkir vextir eru um 5% hjá Evrópuseðlabankanum á meðan þeir eru 10,6% hér. Er ríkisstjórnin að boða að nú eigi að slaka á aðhaldi í peningamálum? í þriðja lagi En þrátt fyrir óvenjulegan og jafnvel ótrúverðugan málatilbún- að á sumum sviðum er Ijóst að hagræðing í ríkisbankakerfinu er óumílýjanlegt mál. Bankarnir hafa búið við góðæri, en menn verða nú að búa sig undir niðursveiflu. Hagræðing nú - með til- heyrandi uppsögnum - getur þannig þegar til lengri tíma er lit- ið þýtt að verið sé að lágmarka óumflýjanlega fækkun starfa. Þetta sjónarmið virðist líka vega þungt í málatilbúnaði stjórn- valda, sem leggja ofuráherslu á að sameinaður banki haldi úti víðtæku útibúaneti. En málið er enn óljóst og þokukennt og mikil vinna framundan. Mikilvægt er að í þeirri vinnu, sem unnin er í nafni almannahagsmuna, fái fulltrúar starfsmanna líka aðkomu með einhverjum hætti. Birgir Guðmuiidsson Landsbúnaðarútvegs Bankamálin eru mál málanna í dag og mikil og þétt umræða í gangi á götuhornum og fjöl- miðluni um sameiningu banka. Stórar spurningin er sú hvort rétt sé að selja Landsbanka og Búnaðar- banka áður en þeir verða sameinaðir, eða hvort skyn- samlegra sé að sameina þá áður en þeir verða seldir. Hér hafa niargir stjórn- málamenn og hagspekingar og Pétur Blöndal sem er hugsanlega hvort tveggja eða hvorugt, lagt ýmislegt til mál- anna og sýnist sitt hverjum. Sumir álíta að söluverð- ið hækki ef sameining fer fram fyrir sölu, en aðrir halda þveröfugu fram. Garri er hins veg- ar klár á því að skyn- samlegast sé fyrir alla innistæðueigendur í Landsbanka og Búnaðar- banka að sópa seðlunum út af reikningum sínum þar og leg- gja þá rakleiðis inn í Islands- banka til öryggis, því maður veit aldrei hvað sameining hefur í för með sér eins og dæmin sanna. 300 reknir Hagspekingarnir sem ekki eru sammála um hvort sé gáfu- Iegra að selja fyrst og sameina svo eða sameina fyrst og selja svo, halda því sumir fram að við sameiningu í Landsbún- aöarbanka sparist um einn milljarður króna, ekki síst vegna þess að þá gefst kær- komið tækifæri til þess að reka um 300 óbreytta og óþarfa starfsmenn. Þetta lftur sem sé afskap- lega vel út (nema fyrir 300 óbreytta starfsmenn) og virð- ist leiða til hagræðingar í rek- stri sem væntanlega mun skila sér til viðskiptavina, eins og ævinlega er yfirlýstur tilgangur og takmark samein- inga og annarra hagræðingar- aðgerða fyrirtækja. En því miður segir reynslan annað. Þegar tryggingafélög voru sameinuð fyrir nokkrum árum, var því lýst yfir að hin gríðarlega hagræðing hefði í för með sér stórlækkun á ið- gjöldum og )tÖí til ómældrar blessunar fyrir viðskiptavini. En annað kom á daginn. Ið- gjöld hafa aldrei verið hærri, gróði tryggingafélaganna aldrei meiri og laun stjórn- endanna aldrei gríðarlegri. Arðurinn af sparnaði og hagræðingu skilaði sér sem sé ekki til tryggingaþola, eins og gefið hafði verið út, heldur rann í vasa for- stjóra og hluthafa. Ljóti kallinn Nú er Garri ekki mjög fróður um bankamál, eins og kanns- ki augljóst er af þessum skrif- um. En þó hefur hann rennt í gegnum ýmsa ársreikninga bankanna og fleiri fjörlega skrifuð rit af þvf taginu, án þess þó að vera miklu nær um bankamál almennt. Og um- ræða spekinganna síðustu daga hefur ekki aukið á þekk- ingu hans á málaflokknum. Garra finnst reyndar að það gáfulegasta sem sett hefur verið fram um bankamál á ís- landi sé að finna í undurfögru Ijóði Ladda uni Austurstræti, þar sem segir eitthvað á þcssa leið: „Þar standa bankarnir í röðum, Lands-, Búnaðar-, Ut- vegs“. (Laddi sá sameining- una fyrir). Og síðar í Ijóðinu: „Og fyrir innan sitja feitir peninganna verðir, og vona að Ijóti kallinn komi ekki og taki þá“. GARRI ELÍAS SNÆLAM) JÓNSSON skrifar Nóbelsnefndirnar í Svíþjóð og Noregi horfa til Asíu um þessar mundir. Bæði bókmenntaverð- laun Nóbels og friðarverðlaunin fara til þeirrar heimsálfu, þótt annar verðlaunahafinn sé reynd- ar landHótta og hafi búið í á ann- an áratug í París. Þar er átt við handhafa bókmenntaverðlaun- anna, kínverska rithöfundinn Gao Xingjian, en forseti Suður- Kóreu, Kim Dae-jung, fékk frið- arverðlaunin sem nefnd á vegum norska stórþingsins úthlutar. Þótt enginn dragi úr mikilvægi þess frumkvæðis sem forseti Suður-Kóreu hefur haft í þá átt að bæta sambúðina við Norður- Kóreu, er langt í frá að búið sé að tryggja friðsamlega sambúð þessara gjörólíku þjóðfélaga, hvað þá sameiningu. Topparnir hafa hist, nokkrar fjölskyldur hafa veríð sameinaðar að nýju eftir hálfrar aldar viðskilnað og nokkrum njósnurum sleppt úr Horft í austur haldi. Þetta eru örfá byrjunar- skref, og þeim ber að fagna, en framtíðin er óljós. Norska Nóbelsnefndin hefur áður veitt Iriðarverð- launin fyrir slík byrjunar- skref í átt til friðar, og þær ákvarðanir hafa verið umdeildar. Þannig þótti Qao Xingjian. furðulegt á ----- sínum tíma að heiðra Henry Kissinger með þessum verðlaunum. Og skammt er síð- an Rabin, Arafat og Peres fengu friðarverðlaun fyrir samminga sem áttu að tryggja frið á milli ísraels og Palestínu, en þar eru nú unnin hin verstu hryðjuverk á báða bóga. Sem betur fer datt norsku Nóbelsnefndinni ekki í hug að heiðra líka Kim jong-ll, leiðtoga norðurkórenskra kommúnista. Sá fyrsti frá Kina Kínverjar hafa fengið sitt fyrsta nóbels- skáld, Gao Xingjian sem er sextugur að aldri og býr í París. Hann Kim Dae-jung. sagði sig úr ----- kommúnista- flokki Kína eftir fjöldamorðin á Torgi hins him- neska friðar. Gao fæddist árið 1940 í aust- urhluta Kína, tók háskólapróf í frönsku í Peking og gerðist skáld og rithölundur. Hann var sendur í vinnubúðir til pólitískrar end- urhæfingar í menningarbylting- unni og þrælaði í sex ár á ökrun- um. Þá brenndi hann tösku með öllum handritum sínum, skáld- sögum, leikritum og ritgerðum. Árið 1979 komst hann á ný í náð hjá kínverskum stjórnvöld- um, starfaði um árabil sem leik- ritaskáld hjá leikhúsum ríkisins og sendi frá sér fjölmargar smá- sögur, leikrit og ritgerðir. Suni þessara verka fóru fyrir brjóstið á yfirvöldunum og svo fór að Gao hélt frá Kfna árið 1987 og leitaði hælis sem pólitískur flóttamaður í París. Fátt eitt af því sem Gao hefur skrifað hefur verið þýtt á enska tungu og eru verk hans því Iítt þekkt í hinum enskumælandi heimi. Fimni nýlegra leikrita hans - The Other Shore (1986), Between Life and Dealh (1991), Dialogue and Rebuttal (1992), Nocturnal Wanderer (1993), og Weekend Quartet (1995) - hafa þó verið gefin út á ensku í bók- inni The Other Shore. Áaðskylda nýbúa tilað læra íslensku? Marjatta ísberg fil Tttag.: „Já, tvímælalaust. Það er ekki hægt að verða þátttak- andi í jijóðfélag- inu ef maður hef- ur ekki sæmilegt vald á Jiví máli sem þar er talað. Án þess geta ný- búar ekki fylgst með því sem er að gerast í þjóðfélaginu og þar af leiðandi ekki orðið virkir jijóðfé- Iagsþegnar og eiga t.d. mjög erfitt með að hafa áhrif á sín eigin kjör. Það er hins vegar ekki hægt að gera þá kröfu til nýbúa að þeir læri málið til hlítar og tali það eins og innfæddir, ekki síst þeirra sem eru fullorðnir þegar þeir flyt- ja hingað. Eg var t.d. fullorðin þegar ég settist að á Islandi og þó ég hafi búið hér í um aldarfjórð- ung, þá kem ég aldrei til með að tala eins og innfædd.". Pétur Snæbjömsson hótelstjóri: „Mér finnst engin spurning um það. Þeir verða auðvit- að að aðlagast ís- lensku samfélagi og þeir gera það aldrei almenni- Iega nema þeir tali tungumálið sem þar cr talað. Eg held að und- antekningalítið þá Iæri Islending- ar mál viðkomandi lands þegar þeir setjast að erlendis. Þeir kom- ast ekki hjá því, þó þeir séu ekki beinlínis skyldaðir til þess. Það sama gildir auðvitað um þá sem setjast að á Islandi. Þetta er öllum nýbúum fyrir bestu, hvar í heim- inum sem þeir velja sér búsetu." Sverrir Páll Erlendsson meitntaskólakennari: „Mér finnst það sjálfsagt. Ef ég t.d. flytti til ein- hvers ríkis, hvort scm að það héti England, Frakk- land eða Færeyj- ar, ])á tel ég að mér yrðí ekki al- mennilega vært í því ríki öðruvísi en að gcta verið nægilega vel mæltur til að geta bjargað mér á |jví niáli sem þar gildir. Málið er lykillinn að því að geta verið sjálf- stæður þegn í landi, sá sem ekki talar málið sem talað er í landinu, getur aldrei náð þeim áhrifum að hann geti talist jiar sjálfstæður þegn.“ Ingimundur Jónsson Jyrrverandi kennari: „Nei. Mér finnst það einfaldlega frekja og ég held að hvergi á byg- gðu bóli séu til lög sem skylda nýbúa til þess að læra mál viðkomandi lands. En ef þeir eru skynsamir, þá sjá þeir það sjálfir að þeir verða óttalegir út- lendingar hér þangað til þeir kunna íslensku. En að skylda þá með lögum til þess að læra ís- lensku lyktar af einangrunar- stefnu og úllendingahræðslu, líkt og nafnalögin gera. Það er mun mikilvægara að auðvelda nýbúuni að læra íslensku og gera öllum það kleift sem það vilja.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.