Dagur - 14.10.2000, Page 7
LAUGARfíAGUR 14. OKTÓBER 2000 - 31
Thmir.
RITSTJÓRNARSPJALL
Betri bílar, betri vegir
- hömiulegri slys
Núna eru 570 bílar á hverja þúsund íbúa. Samkvæmt spám og áætlunum á hlutfallið enn eftir að hækka. Þeirri þróun á að mæta með stórkostlegum
umferðarmannvirkjum.
SKRIFAR
Ef slysaaldan sem gengið hefur
yfír í umferðinni allt þetta ár er
óviðráðanlegt náttúrulögmál er
ekki annað að .gera, en að taka
henni með jafnaðargeði og hafast
ekki annað að en að taka undir
hver með öðrum: -cn leiöinlegt.
Það er einmitt það sem er gcrt og
úrræðalaus umferðaryfirvöld
kunna engin ráð og grípa til
skrípaláta eins og að setja upp
pappapólití til að hrella ökuníð-
inga. Umferðarráð jarmar Iátlaust
um tillitsemi og bílbelti og slysum
fjölgar jafnt og þétt og verða
hörmulegri eftir því sem vegir og
ökutæki verða fullkomnari. Mein-
semdin er hraði og óþol öku-
manna, sem leika sér að Iífshásk-
anum meðvitað eða óalvitandi.
Að einu leyti, að minnsta
kosti, er ökulag íslenskra bíl-
stjóra ekki ósvipað og áfengis-
sýki. Góðar gáfur og menntun
koma ekki í veg fyrir að mcnn
eyðileggi líf sitt og annarra og er
engin ávísun á að þeir ánetjist
ekki alkóhóli, ef þeir á annað
borð eru náttúraðir fyrir drykkju-
skap. Omenntaðir menn með
takmarkaða heilastarfsemi eru
allt eins líklegir til að Iifa bind-
indissömu og farsælu lífi og sýn-
ist sem gæfa og gjörvileiki komi
þessum eiginleikum ekkert við.
Svipað má segja um aksturslag
manna. Orðlagðir gáfumenn
missa sumir hverjir allt vit og
ályktunarhæfni þegar þeir setjast
undir stýri og verða að stór-
hættulegum idjótum. Tregir
menn til höfuðsins geta allt eins
orðið stórsnjallir ökumenn og
ljúflingar í umferð. Á þessu sýn-
ist engin regla, fremur en hverjir
verða alkóhóli að bráð og hverjir
sleppa við þann vágest. Erfða-
greiningar kváðu vera að finna
einhver mynstur hvað snertir
brennivínið, en ckki hefur frést
af hvort ökuhæfni sé arfgeng eða
þyki verðugt rannsóknarefni.
Heilbrigdiskerfiiiu ofviða
Mikið skaðað fólk eftir umferð-
arslys er farið að íþyngja heil-
brigðiskerfinu verulega. Ekki er
gert ráð fyrir neinum aukafram-
lögum til sjúkrahúsa og endur-
hæfingarstofnana vegna þessa og
kvartar fjárveitingavaldið sáran
yfir því að endar skuli ekki ná
saman þótt tímafrckar og dýrar
aðgerðir bætist ekki við, langt
fram yfir allar áætlanir.
En peningalegur kostnaður
vegna umferðarslysa er smávægi-
legur og tæplega umtalsverður
þegar hugsað er til þeirra mann-
legu þjáninga og hörmunga sem
brjálæðisleg bflaumferð veldur.
Fjölmiðlar eru sífellt að telja upp
fjölda þeirra scm látast í bílslys-
um á tilteknum tímabilum. En
örkumlafólkið er aldrei talið, má
samt ætla að það sé enn fieira og
þrátt fyrir mikla tækni læknavís-
inda og góða meðferð og umönn-
un eru þeir óhugnanlega fjöl-
mennir sem verða að búa ævi-
langt við fötlun og þjáningar
vegna glannaaksturs. Sumir geta
sjálfum sér um kennt og aðrir
eru fórnarlömb annarra óaðgæt-
inna ökumanna.
í seinni tíð er áberandi hve
mikill meirihluti alvarlegra um-
ferðarslysa verður á vegum úti.
Eftir því sem vegir og önnur um-
ferðarmannvirki verða fullkomn-
ari og bílarnir tæknilega betur
búnir og sérstaklega hannaðir til
að betrumbæta aksturshæfni
þeirra, fjölgar umferðarslysum
og þau verða alvarlegri. Fleiri
deyja, slasaðir margfaldast og
eignatjón á ökutækjum verður
meira og meira ár frá ári.
Óþol og óðagot
Margir eru þeir sem leitast sífellt
við að gera sem minnst úr því
stríði sem þjóðin heyr gegn sjál-
fri sér á vegum og götum bæj-
anna. Þeir segja eðlilegt að fölln-
um og særðum fjölgi með auk-
inni bílaeign og að í því ljósi sé
ekkert í málunum að gera nema
eitt. Það er að ausa enn meiri
peningum í umferðarmannvirki,
sem aldrei verða nógu stórkost-
leg til að sæma bílaþjóðinni
miklu.
En varlegt mun að kalla Is-
lendinga bílaþjóð. Miklu fremur
þjáist hún af óþoli og umferðar-
óðagoti, sem á lítið skylt við eðli-
lega ferðaþörf eða skynsamlegar
samgönguleiðir milli staða.
Ekki er nema Ijórðungur aldar
síðan vötnin miklu í Skaftafells-
sýslum voru brúuð og hringvegur
varð til. Bundið slitlag á megin-
hluta vegakerfisins er enn yngra.
Brýr yfir firði og göng undir og
gegnurn fjöll þykja sjálfsagðar
samgöngubætur og er heimtaö
enn meira af sh'ku.
1 þéttbýlinu verða aldrei nógu
margar akreinar á götum og
verkfræðingar skemmta sér í
slaufuleikjum og stjórn-
málagarpar landsbyggðar og
þéttbýlis rífast hástöfum um í
hvaða flottræfilshátt bíladýrkun-
arinnar á að moka peningunum
næst. Allir þykjast eiga þar for-
gang og eru búnar til magnaðar
falsformúlur um hagkvæmni
þess að bruðla sem mest í um-
ferðarmannvirki.
Miðað við þessa gríðarlegu
umferðarþörf mætti ætla að
þjóðin sé ekki einni persónu
færri en 12 milljónir. Og hún
hefur svo mikið að gera, að ekki
má eyða nokkrum óþarfa tfma í
að komast á milli staða í þessu
stóra landi. Þess vegna þarf flug-
völl í Miðbæ og mikið af vegum
sem hæfa þeim hraðakstri sem
frumstæð umferðarmenning tel-
ur henta.
Fullorðmsleikfong
Sölumaður Porche sportbíla var
hér á landi fyrir skemmstu. I við-
tali við fjölmiðil var hann spurð-
ur hvort jiað væri nokkurt vit í
því fyrir Islending að kaupa svo
sprettharðan bíl, þar sem há-
markshraði á landinu er aðeins
90 km. Sölumaður svaraði því
til, að eiginleikar þessarar dýru
tegundar bíla nýttust ágætlega
þótt þeir væru ekki þandir f
hraðakstri, enda væru Porchebíl-
arnir leikföng fremur en nauð-
synleg farartæki. Mikið væri selt
af þessum gullum fullorðinna í
Bandaríkjunum og þar er há-
markshraði ekki ósvipaður og
hér á Iandi. Leikföngin eru
stöðutákn og skemmtitæki í
senn.
Margur ökumaðurinn kann að
líta á dýra, fína bílinn sem fram-
lengingu á veikluðu sjálfsmati.
Það cr eitthvað að sálarlífinu hjá
því fólki sem aldrei þolir neitt
farartæki á undan sér, en þarf að
gusast fram úr öllum á vegum og
götum. Svona brenglun virðast
ærið margir vera haldnir og gera
alla umferð óörugga og aðra öku-
menn taugaspennta. Aðrir lélegir
bílstjórar halda að þeir eigi að
stjórna umferðarhraða með því
að lulla langt undir Iöglegum og
eðilegum hraðamörkum. Hvorir
eru verri skaðræðisgripir í um-
ferðinni er álitamál.
Það agaleysi sem umferðin
einkennist af á sér ef til vill dýpri
rætur en svo, að það verði skilið
af ökulaginu einu saman. Um-
ferðarmannvirki og þéttbýli á
landinu eru ný fyrirbæri, sem
þjóðin hefur ekki aðlagast.
Einkabílisminn hefur enn ekki
slitið barnsskónum og leiðir oft
haltur blindan þegar foreldrar
eru að innræta börnum sínum
aksturstækni og umferðareglur.
En grunur leikur á að íslenska
þjóðin sé svo ofboðslega sjálf-
stæð, að hver einstaklingur set-
ur sín eigin umferðarlög, eða
túlkar þau eftir sínu nefi.
Lögbrottn
Allflestir ökumenn kjósa að haga
akstri sínum eftir settum reglum
og virða landslög, nema ákvæðin
um hámarkshraða í umferðar-
lögunum. Þau þykir sjálfsagt að
brjóta hvar og hvenær sem er.
Vafalítið er ökukennslu mjög
ábótavant og hafa menntakerfin
ekki minnsta áhuga á að bæta
þar úr. Greinilegt er að í kennsl-
unni er engin áhersla lögð á að
leiðbeina nemendum um mæla-
borðið. Þeim er ekki kennt að
undir stýri á bflstjóri ávallt að
vita á hvaða hraða hann ekur.
Því eru lögin um hraðatakmark-
anir ekki brotin vísvitandi, held-
ur ekki síður af fávisku einni
saman. Hvað skyldu til dæmis
margir ökumenn vita, að með
réttum hraða gcta þeir keyrt frá
Hringbraut í Reykjavík, alla
Miklubrautina og álciðis Vestur-
landsveg á grænu Ijósi og þurfa
hvergi að stansa ef fjöldi aula-
bárða truflar ekki samstillinguna
með of hröðum eða of hægum
akstri?
Brot á lögum um ökuhraða og
aðgæsluleysi er höfuðorsök allra
bílslysa og óhappa í umferðinni.
Dómgreindarleysi drykkjusjúk-
linga, því það eru fársjúkir menn
sem ekki geta neitað sér um
alkóhól þegar þeir þykjast þurfa
að aka bílum, er af svipuðum
rótum og aksturslag hraða-
fíklana.
Ef takast mætti að hemja öku-
hraðann við löglegt hámark
myndi þjóðin öll vinna stórsigur í
mannskæðu stríði sem hún heyr
gegn sjálfri sér. Mannfórnir, ör-
kuml og geysimikið fjárhagstjón
gætu komist í sögulegt lágmark
ef áræði og vilji væri fyrir hendi.
En því miður, bíladellan og
hraðadýrkunin hefur allan for-
gang.
Björt framtíð
Bílar verða sífellt fullkomnari og
umferðarmannvirkin stórkost-
Iegri. Miklar áætlanir eru uppi
um að fjölga bílum, en þeir eru
nú 570 á hverja þúsund íbúa og
verða brátt tveir á mann ef held-
ur sem horfir. Miklu á að kosta
til gatnagerðar með slaufum,
brúm og jarðgöngum á næstu
árum. Bílastæðin mun heldur
ekki skorta.
Framtíð bílismans er því björt,
enda hefur bifreiðin og malbikið
tekið völdin og mannlífið látið í
minni pokann. Samgöngur og
fjarskipti eru framtíðin, en
mannlegum þörfum vcrður sinnt
í sjúkrahúsum og endurhæfing-
arstöðvum. Þegar líftæknin
bindur enda á sjúkdóma er tilval-
ið á láta umferðarkúltúrinn sjá
um að flytja sálirnar úr kroppn-
um til æðri bílheima. Því kann
að vera best að hafast ekki að og
halda áfram eintóna jarminu um
bílbelti og tillitsemi.