Dagur - 14.10.2000, Side 9

Dagur - 14.10.2000, Side 9
32 - LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2 000 Dugur LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 - 33 FRÉTTASKÝRING Dnptr. KOLBRUN HRAFNS DOTTIR SKRIFAR Fóstureyðingiim fjölg- ar meðal imglings- stúlkna á íslandi. Stjómvöld hafa ekki sýnt málefninu skiln- ing. Fræðsla hefur ver- ið óviðunandi og að- gengi að getnaðarvöra- um áhótavant. Mikil- vægt að aðgengi að neyðargetnaðarvöra- um verði bætt. Eins og komið hefur fram í frétt- um undanfarna daga hefur fóst- ureyðingum farið fjölgandi hér- lendis á síðustu áratugum, sér- staklega meðal stúlkna yngri en 20 ára. Þetta kemur fram í skýrslu um fóstureyðingar og að- gengi að getnaðarvörnum sem unnin var af starfshópi á vegum Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins í árslok 1999. Tíðni fóstureyðinga í aldurshópnum i 5 - 19 ára er hæst hér á landi mið- að við önnur Norðurlönd og hef- ur verið það síðan árið 1996. Tíðni fóstureyðinga á 1000 konur meðal stúlkna yngri en 20 ára var 10,2 í Finnlandi 1997, 15,9 í Danmörku 1996, 17,8 í Svíþjóð 1997, 18,7 í Noregi 1998 og24,l á íslandi 1998. Á meðan tíðni fóstureyðinga meðal ungra stúlk- na hcfur farið lækkandi annars staðar á Norðurlöndum hefur hún farið hækkandi hérlendis. Aðeins á Islandi er aldurshópur- inn 15-19 ára í fyrsta sæti þegar skoðaðar eru tíðnitölur eftir ald- urshópum. Það er því ljóst að ótímabærar þunganir ung- lingstúlkna á Islandi eru vanda- mál sem þarf að bregðast við Skiliimgsleysi stjómvalda Svo virðist sem ekki hafi orðið sambærileg vakning á Islandi um að fyrirbyggja óvelkomnar og ótímabærar þunganir eins og annars staðar á Norðurlöndum á síðastliðnum áratugum. I því sambandi skal bent á að nú kem- ur t.d. í fyrsta skipti fram í drög- um að nýrri heilbrigðisáætlun fyrir árið 2005 að fækka eigi fjöl- da fæðinga meðal unglings- stúlkna. Sóley Bender, hjúkrun- arfræðingur og formaður starfs- hóps sem vann að skýrslunni, segir að í kringum 1933 hafi ver- ið stofnuð fræðslusamtök um kynlíf og barneignir í Svíþjóð en það sé ekki fyrr en 1992 sem slík samtök líta dagsins ljós hérlendis. Árið 1975 tóku gildi lög um fóstureyðingar og f kjölfarið var Kynfræðsludeild sett á stofn í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Henni var ætlað að framfylgja fyrsta hluta laganna sem fjallaði um fræðslu og ráðgjöf og var hún starfrækt í um tvo áratugi. Þrátt fyrir að lögð væri mikil áhersla á mikilvægi Kynfræðsludeildarinn- ar virtist ekki vera til staðar skiln- ingur stjórnvalda á mikilvægi hennar og var henni lokað. Ann- ars staðar á Norðurlöndunum tóku gildi ný lög um fóstureyðing- ar á svipuðum tíma og hér en þar hefur markvisst og margþætt for- varnarstarf varðandi kynlífs- og frjósemisheilbrigði átt sér stað. Unnið hefur verið að fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir, að- gengi að þeim bætt og spornað við of hárri tíðni fóstureyðinga. I Finnlandi hefur t.d náðst mjög góður árangur með þvf aö lækka tíðni fóstureyðinga meðal ungra stúlkna. Árið 1975 var tíðnin 21,1 á 1000 stúlkur en 1997 var tíðnin komin niður í 10,2. Það er viðurkennd staðreynd að Ijárfest- ing til fon'arna í formi fræðslu og ráðgjafar um kynlíf og barneignir skili sér margfalt ef borið er sam- an við þann kostnað sem heil- brigðis- og félagsmálaþjónusta leggur af mörkum ef forvörnum er ekki viðkomið. Neyðargetnaöarvöm án lyf- seðils Sóley Bender segir að gætt hafi mikils misskilnings í sambandi við neyðargetnaðarvarnir. Hún segir neyðargetnaðarvörn í raun hafa verið fáanlega síðan slík pilla kom á markað. Samkvæmt Iyfja- lögum frá 1994 geti fólk fengið iyf í neyð ef þannig stendur á. Þannig á einstaklingur að geta fengið neyðargetnaðarvörn án lyf- seðils. Þetta hafi þó kannski ekki komið nægjanlega skýrt upp á yf- irborðið fyrr en nýlega. Sú breyt- ing varð á í sumar að Lyfjanefnd og Landlæknisembættið lögðu áherslu á þá túlkun laganna að þarna væri um neyðargetnaðar- vörn sem önnur lyf að ræða sem einstaklingar ættu að geta fengið í ákveðnum neyðartilvikum. I Hollandi hefur neyðargetnaðar- vörn verið f notkun frá því árið 1964 og er tíðni barneigna meðal unglingsstúlkna þar lægst í hin- um vestræna heimi. Víða erlend- is eins og f Bretlandi, Svíðþjóð og Finnlandi veita hjúkrunarfræð- ingar og Ijósmæður fræðslu og ráðgjöf um þetta lyf og hafa leyfi til að gefa það. Þekkingarleysi á getnaðar- vörmnn Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum úr könnun, sem verið er að vinna, á notkun/notkunar- leysi getnaðarvarna meðal kven- na sem fara í fóstureyðingu á Kvennadeild Landspítalans kem- ur í ljós að meirihluti þeirra (54%) notaði enga getnaðarvörn þegar getnaður varð. Þegar upp- lýsingar úr skýrslum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu á tíma- bilinu 1976 - 1996 eru skoðaðar kemur fram að 89% þeirra hefur aldrei notað neyðargetnaðarvörn og tæplega helmingur þeirra (43%) vissi ekki hvað neyðar- getnaðarvörn var. Það er einnig sláandi að fæstar hafa haft vit- neskju um hvernig pillan virkar þrátt fyrir að hafa notað þá getn- aðarvörn til margra ára. Þekk- ingarskorturinn er því mikill og er nauðsynlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og ráðgjöf hér á landi varðandi ábyrga notkun getnaðarvarna. ■ /-•‘l . - 'v.fyf *' I' L\ Fóstureyðingum medal unglingsstúlkna fer fjölgandi og svo virðist sem fræðsla um notkun hinna ýmsu getnaðarvarna sé ekki eins og hún gæti best orðið. Afleiðingin er sú að fóstureyðing verður eina úrræðið sem eftir er til að ákvarða hvort hin óvelkomna þungun endar með barni eða ekki. „Ertun langt á eftir í umræð- unni“ Ljóst cr að heilmikið hefur vant- að upp á ráðgjöf og fræðslu um getnaðarvarnir hér á landi og úr því þarf að bæta. En geta legið aðara skýringar að baki þessu vandamáli? Eru viðhorf til barn- eigna kannski almennt önnur hér en annars staðar á Norðurlönd- unum? Sóley Bender segir að lítið sé til um viðhorf fólks tii barneigna hér, en hins vegar sýni Gallup könnun, sem kemur almennt inn á viðhorf til barneigna, að íslend- ingum finnist sjálfsagt að eiga mörg börn og mun fleiri en í ná- grannalöndunum. Hún bendir á að gildi samfélagsins skipti auð- vitað miklu máli, uppeldi og þau skilaboð sem einstaklingur fær um kynlíf og barncignir. Sóley telur að við séum langt á eftir öðrum þjóðum í þessari umræðu. Getnaðarvamir dýrar Lög kveða á um að unnið skuli að því að auðvelda almenningi að nálgast getnaðarvarnir, m.a. með því að sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði þeirra. Þessu ákvæði hefur þó ekki verið framfylgt. Miklu munar á pillikostnaði hér- Iendis og t.d. í Svíþjóð. Hér er árskostnaður miðað við meðal- 1 Sóley Bender bendir á að gi/di sam- félagsins skipti auðvitað miklu máli, uppeldi og þau skilaboð sem ein- staklingur fær um kynlíf og barn- eignir. Hún telur að við séum langt á eftir öðrum þjóðum f þessari um- ræðu. verð um 6676 kr. en f Svíþjóð um 320 sænskar krónur (um 2700 fsl. kr.) Víða erlendis er kostnað- ur neytanda getnaðarvarna ýmist engin eða mun minni en hér ger- ist. I Bretlandi eru getnaðarvarn- ir afhentar án endurgjalds og í Finnlandi fær viðkomandi fyrstu getnaðarvörn án endurgjalds þar til ásættanleg getnaðarvörn er fundin. Ungar stúlkur hafa í sumum tilvikum ekki efni á að nota getnaðarvarnarpilluna og því er mikilvægt að draga úr kostnað- inum, a.m.k. til að byrja með. Fræðslu í skólum ábótavaut Lítið hcfur farið fyrir fræðslu um kynlíf og barneignir í skólum þrátt fyrir lagaákvæði þar um: „Fræðsluyfirvöld skulu í samráði við skólayfirlækni veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífs á skyldunámsstigi í skólum lands- ins. Einnig skal veita þessa fræðs- lu á öðrum námsstigum.11 I aðal- námskrá grunnskóla virðist eink- um lögð áhersla á forvarnir í námsgrein sem nefnist Lífsleikni. Það vekur athygli að í lokamark- miðum námsefnisins um lífsleikni í grunnskóla skuli ekki vera minnst á þá ábyrgð sem tengist því að Iifa kynlífi. Þcgar bornar eru saman aðal- námskrár frá 1989 og 1999 kemur í ljós að víða skortir í nýju nám- skránni að greint sé skýrt frá gildi kynfræðslunnar og hættan er kannski enn meiri cn áður á því að börn og unglingar fai ekki þá kyn- fræðslu sem þeim er nauðsynleg. Rannsóknir sýna að kynfræðsla í skólum og fræðsla foreldra um ör- uggar getnaðarvarnir áður en ungt fólk byrjar að hafa kynmök eykur líkur á að það byrji seinna að hafa kynmök. Einnig aukast líkurnar á notkun öruggra getnaöarvarna við fyrstu kynmök. Það er því mikil- vægt að börn og unglingar fái fræðslu í skólum og að foreldrar geti rætt um getnaðarvarnir við þau. Starfshópur á vegum land- læknis Umræða um hvernig bregðast eigi við niðurstöðum skýrslunnar hefur verið í gangi síðan í vor, og var málefnið tekið fyrir á ríkisstjórnar- l’undi nýlega. Fyrirhugað er að fela Landlæknisembættinu fram- kvæmd varðandi þær tillögur sem scttar eru fram í skýrslunni. A veg- um Landlæknisembættisins er starfshópur sem er að vinna klínískar leiðbeiningar í sambandi við neyðargetnaðarvörn til þess að gera hana aðgengilegri. Samkvæmt tillögum skýrsluhöf- unda þarf að auka þekkingu heil- brigðisstarfsfólks á getnaðarvörn- um með reglulegum námskeiðum og auka aðgengi þeirra að leiðbein- ingum um notkun getnaðarvarna. Ungar stúlkur hér á landi leita gjarnan til skólahjúkrunarfræðinga með áhyggjur af óvelkominni þungun, því er mikilvægt að þeir geti veitt þeim viðhlítandi fræðslu og ráðgjöf og fái leyfi til að gefa neyðargetnaðarvörn að undan- gengnu námskeiði. Einnig er gerð tillagá um að starfrækt verði sér- hæfð móttaka um kynlíf, getnaðar- varnir og barneignir með sér- menntuðu starfsfólki og að slík móttaka verði opin að degi til og á kvöldin. Enn rætt um flutntng verkefna út á land Valgerður Sverrisdótt- ir segir ýmis verkefni í skoðun með það í huga að ílytja þau út áland Svanfríður Jónasdóttir spurði á Alþingi hvað Iiði þeirri skilgrein- ingu á verkefnum sem hægt væri að flytja út á land sem lðntækni- stofnun var falið að framkvæma. Hún benti á að þrátt fyrir loforð, þar á meðal loforð Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra gagnvart Olafsfirði, og umræður á Al- þingi, hafi það komiö fram hjá iðnaðar- og viðskiptaráðherra í sumar að enn hefði lítil vinna farið fram vegna þessara mála. Hún sagði uppgjöfina hafa birst best í því að forsætisráðherra hefði skilið, loforðið, málefni Olafsfjarðar eftir í fanginu á iðn- aðarráðherra. Hún sagðist telja nauðsynlegt að kalla fram nú í þingbyrjun hvernig þessi mál standa. Þess vegna sagðist hún Ieggja fram fyrirspurnir um stöðu þess- ara mála allra og hvers sé að vænta varðandi flutning verk- efna út á land? Ýmislegt í viimslu Valgerður Sverrisdóttir sagði að hverju ráðuneyti fyrir sig væri falið að skilgreina þau verkefni sem hægt er að vinna á lands- byggðinni. Hún sagðist í ljósi þessa hafa fengið ráðgjafafyrir- tæki til að vinna að slíkri áætlun vegna þeirra stofnana, sem star- fa á vegum iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins. Hún sagðist von- ast til að þeirri vinnu lyki nú á haustdögum. Valgerður sagði að unnið hefði verið að ýmsum verkefnum hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- unum hvað þessi mál varðar. Hún benti á að skrifstofa orku- sviðs hafi verið flutt til Akureyr- ar. Tekin hafi verið ákvörðun um (lutning byggðastofnunar til Sauðárkróks. Stofnað hafi veri til viðræðna við Akureyrarbæ þar sem kannaðir verði kostir þess að sameina RARIK og Orkuveit- ur Akureyrar og hafa höfuð- stöðvar fyrirtækisins á Akureryi. 1 sambandi við fjarvinnslu- verkefni sagði Valgerður að hún hefði haldið fund með forstöðu- mönnum ríkisstofnana sl. vor. Hún sagðisl þar hafa kynnt þeim þá möguleika sem upplýsinga- tæknin býður upp á varðandi fjarvinnslu. Hún sagði að mörg- um þætti lítið hafa miöað við að koma fjarvinnsluverkefnum út á land og sagðist hún taka undir það. Á vegum iðnaðar- og við- skiptaráðuneyta væri unnið að ýmsum verkefnum á þessu sviði. Lokið væri við að athuga hvort hægt væri að starfrækja lækna- ritun f fjan'innslu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir. Sameigin- leg símsvörun stjórnarráðsins er í skoðun. Skráningarverkefni fyrir Þjóðminjasafnið og mann- virkjagagnagrunnur en unnið er að slíkum gagnagrunni. Allt væri þetta í skoðun á réttum stöðum. -S.Döu Kynferðisbrotiun er að fjiilga í miðbænuin Kynferðisbrotiun fjölgar á svæðinu frá Lækjargötu að Snorrabraut. Tengist skemmtanalífi fólks. I hverfisskýrslu Lögreglunnar í Reykjavík kemur fram að ljöldi kæra vegna nauðgana er svipað- ur og síðastliðin ár eftir að hafa vaxið frá 1996 til 1997. Fjöldi blygöunarsemisbrota stendur í stað frá síðasta ári en fjöldi ann- arra kynfcrðisbrota hcfur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Árið 1999 var um 22 slík mál að ræða, í stað 12 mála árið 1997 og 15 mála árið 1998. Fram kemur að tæp 60% tilkynntra kynferðisbrotamála áttu sér stað inni á heimilum en um 10% ut- andyra, önnur mál áttu sér stað annars staðar eða ekki var til- greint hvar brotið var framið. Tilkynnt kynferðisbrot árið 1999 voru flest í Austurbæ eða tæp- lega 34% málanna, í Breiðholti um 22% og í Vesturbæ tæp 13%. Hlutfallslega fæst mál áttu sér stað í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eða um 1% mála, þá Árbæ 3,5% mála, í Norðurbæ tæp 5% mála og um 10% mála í Suður- bænum. Athygli vekur að kynferðis- brotum fjölgar mikið á svæðinu frá Lækjargötu að Snorrabraut. Tæp 24% kynferðisbrota áttu sér stað á þessu svæði árið 1999 í stað rúmlega 10% brota árið á undan. Karl Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir þessa aukningu að öllum líkind- um tengjast skemmtanalífi fólks sem fer að mestu leyti fram á miðbæjarsvæðinu. I samtali við Dag sagðist Rúna Jónsdóttir, upplýsingafull- trúi Stígamóta, ekki geta gefið neina aðra skýringu á íjölgun kynferðisbrota á þessu svæði. Einstaklingum sem Ieituðu til Stígamóta tjölgaði um tæp 20% árið 1999 og í Reykjavík voru þeir hlutfallslega færri en á Íandsbyggðinni. Hlutfall ein- staklinga úr Reykjavík sem leit- uðu til Stígamóta hafði minnkað um 5% milli ára, eða úr 44% árið 1998 ( 39% árið 1999. Fiskvinnsliir og útgerð í Noregi Eins og fram kom í blaðinu í gær í frétt sem höfð var eltir Sævari Gunnarssyni formanni Sjómannasambandsins eru sjómannasamtökin að skoða möguleikana sem felast í því að vísa til ESA viðskiptahátt- um þeirra útgerða sem jafn- framt eiga fiskvinnslur. I þcirri frétt kom fram að bannað væri í Noregi að fiskvinnsla og út- gerð væri á hendi sama aðila. Friðrik Arngrímsson fram- kvæmdastjóri LIU segir þetta einfeldlega ekki rétt og í Nor- egi sé ekki bannað að fisk- vinnsla og útgerð sé á sömu hendi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.