Dagur - 14.10.2000, Síða 10
34- LAUGARnAGUR 14. OKTÓBER 2000
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöidum flokkum:
4, flokki 1992
4. flokki 1994
2. flokki 1995
1. flokki 1998
2. flokki 1998
- 28. útdráttur
- 21. útdráttur
- 19. útdráttur
- 10. útdráttur
- 10. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 2000.
ÖIL númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess Liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjó
í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
íbúðalánasjóður
Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fa:
FRAMBOÐSFRESTUR
Ákveðið hefur verió aó viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur viö kjör
fulltrúa á 39 þíng Alþýðusambands íslands. Kjörnir
verða 76 fulltrúar og jafnmargir til vara.
Framboóslistar ásamt meðmælum 100 fullgildra
félagsmanna VR þurfa aö hafa borist kjörstjórn á
skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi
verslunarinnar fyrir kl. 12:00 á hádegi föstudginn
20. október nk.
Kjörstjórn
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
-Ðagur
FRÉTTIR
Oliufélögiit hafa
frj álsar Tiendur
Kristján Pálsson alþingismaður segir olíufélögin reka bensínstöðvar sameiginlega út
um land með mismunandi lit á tönkunum. Hvar er samkeppnin?
Kristján Pálsson
spurði viðskiptaráð-
herra iiin eftirlit með
samkeppni olíufélag-
anna. Valgerður Sverr-
isdóttir segir olíufé-
lögin hafa frjálsar
hendur um verðlagn-
iiiguna.
Mikiö hefur verið ritað og rætt
um „samkeppni" olíufélaganna
að undanförnu í Ijósi þeirra gríð-
arlegu verðhækl<ana á olíu og
hensíni sem átt hefur sér stað.
Kristján Pálsson alþingismaður
bar fram fyrirspurn til viðskipta-
ráðherra um þessa „samkeppni"
á Alþingi og hvernig eftirliti með
henni sé háttað. Hann sagði
menn velta því mjög fyrir sér
hvers vegna verð væri það sama
hjá öllum olíufélögunum og
verðhækkanirnar alltaf þær
sömu tilkynntar á sama klukku-
tímanum hjá þeim öllum.
„Það er engu líkara en að það
sé ákveðið á fundum hjá þeim
hvert verðið á að vera, því verð
er upp á eyri það sama. Olíufé-
lögin segja að samráð sé ekkert.
Við vitum samt að þau reka bens-
ínstöðvar sameiginlega út um
Iand með mismunandi lit á tönk-
unum,“ sagði Kristján.
Hann sagði að í hinum ýmsu
Iöndum í Evrópu væri mikill
verðmunur á olíuvörum. Hann
tók sem dæmi að 1. sept. sl. að
verð á bensíni í Finnlandi er
25,5% lægra en verðið á Islandi.
Og f Bretlandi er verðið 60%
lægra en hér á landi. Hann sagði
alla þurfa að kaupa olíur og
bensín á heimsmarkaðsverði en
samt væri þessi mikli verðmunur
milli landa.
Hafa frjálsar hendur
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra benti á að hámarksverð á
olíuvörum hefði verið numið úr
gildi 1. apríl 1992. Síðan þá hafa
samkeppnis- eða verðlagsyfirvöld
haft bein afskipti af verðlagningu
olíufélaganna. Hún sagði að sam-
kvæmt lögum þyrftu að vera fyrir
hendi mjög ríkar ástæður til þess
að samkeppnisyfirvöld grípi til
íhlutunar í verðlagningu fyrirtækja
og til þess hafi ekki enn komið.
Olíufélögin hafi hafnað því að þau
séu með samráð og fram á annað
hafi ekki verið sýnt. Hún sagðist
hafa óskað eftir því við Samkeppn-
isstofnun að verðlagning olíufé-
laganna verði athuguð og orsakir
verðhækkananna skýrðar og jafn-
fram hvort um samráð kunni að
vera að ræða.
Rannveig Guðmundsdóttir
benti á að álagning olíufélaganna
væri óþekkt stærð nema að því
leyti að menn hafi reynt að reik-
na sig niður á álagninguna. Hún
spurði hvernig á því stæði að
þegar heimsmarkaðsverð hækkar
sé eins og engar birgðir séu til í
landinu. En um leið og það lækk-
ar eru hér allir tankar fullir hjá
öllum olíufélögunum og verð-
lækkunin taki langan tíma að
skila sér til neytenda?
Aðrir sem til máls tóku bentu á
fákeppnina á þessum markaði
hér á landi og samráð olíufélag-
anna um verðlagningu olíuvara.
-S.ÐÓR
Díselbílar eyða
og menga minna
-En íslenska þunga-
skattskerfið sé með
þeim hætti að menn
hafi ekki séð sér hag í
að endumýja jafnvel
eldgamla híla.
Á opnum fundi FIB um kosti ol-
íugjalds umfram þungaskatt varð
samstaða meðal fulltrúa fjár-
málaráðuneytis, umhverfisráðu-
neytis, Samtaka iðnaðarins,
Samtaka landflutningamanna og
FIB um að afnema beri þunga-
skatt og taka upp olíugjald í stað-
inn. Markaðsstjóri Rohm and
Hass, fyrirtækis sem sérhæfir sig
í litun olíu, upplýsti að kostnað-
ur við litun olíu vegna olíugjalds
sé innan við 10% af þeim kostn-
aði sem olíufélögín fullyrtu í
greinargerð til Efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis: þ.e. yfir
400 milljóna stofnkostnaður og
rúmlega 400 milljóna árlegur
rekstrarkostnaður. En þessar
töiur olíufélaganna voru ein hel-
sta ástæða þess að Alþingi ákvað
vori 1998 að hætta við að taka
upp olíugjald í stað þungaskatts í
ársbyrjun 1999.
Eyða 30% minna menga
15% minna
Runólfur Olafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB, sagði að rann-
sóknir hafi sýnt að dísilbílar eyði
um 30% minna eldsneyti og
blésu frá frá sér um 15% minna
af koltvísýringsefnum en bensín-
bílar. Olíugjald væri þannig ein
besta Ieiðin til að stuðfa að minni
útblæstri og þar af leiðandi
minni mengun. Mestu skipti að
upptaka olíugjalds myndi gera al-
mennum bíleigendum kleift að
eignast dísilknúnar bifreiðar. Er-
lendis væri til að mynda kominn
á markaðinn Volkswagen Lupo
með dísilhreyfli sem eyði aðeins
3 lítrum á 100 km. Núverandi
kerfi geri Islendingum ómögu-
legt að eignast slíka bíla.
Sparaði 200 miUjóna olíu-
kostnað
Fram kom að Island er eina Iand
Evrópu þar sem ekki væri olíu-
gjald. Runólfur sagði stjórnvöld í
Evrópu hafa beitt olíugjaldsleið-
inni til að hvetja menn til að
kaupa nýar dísilbifreiðar og
stuðla þannig að sparneytni og
minni mengun. Þar sé hlutfall
dísilfólksbíla í umferðinni um
25% en aðeins um 9% á Islandi,
einkum stórir jeppar. Með 25%
hlutfalli dísilbíla gæti sparnaður
af innkaupsverði olíu til landsins
numið um 200 milljónum á ári.
Elstu vorubílax í Evrópu
Umhverfislegur ávinningur af
upptöku olíugjalds í stað þunga-
skatts er ótvíræður að mati Þórð-
ar H. Olafssonar, deildarstjóra í
Umhverfisráðuncytinu. Á ís-
landi væri losun koltvísýrings
hlutfallslega mikil af völdum
samgangna. Árni Jóhannsson,
hjá Samtökum iðnaðarins, sagði
þungaskattskerfið hamla endur-
nýjun vörubifreiða, enda flestir
íslenskir vörubílar af árgerð
1990, sem ætti sér enga sam-
svörun í nágrannalöndum okkar.
Ásgeir Þorsteinsson, hjá
Fræðslumiðstöð bílgreina sagði
miklar og stöðugar framfarir í
smíði dísilvéla. Þær stæðu nú
orðið jafnfætis bensínvélum að
flestu leyti og framar að þvf er
varðar sparneytni og minni út-
blæstri mengandi efna.
Jón Guðmundsson, deildar-
stjóri Fjármálaráðuneytisins,
upplýsti að ráðuneytið hafi skip-
að nýja nefnd til að kanna upp-
töku olíugjalds sem ætti að skila
tillögum fyrir lok mars 2001.