Dagur - 14.10.2000, Page 11
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2 00 0 - 35
Ða^ir-
ERLENDAR FRÉTTIR
Arðsamur
næturgreiði
Svefnherbergi
Lincolns í Hvíta hús-
inu er eftirsóttur
svefnstaður. Örlátir
stuðningsmenn
Clintons forseta fá
að gista þar ef þeir
greiða vel í kosninga-
sjoði
Þegar upp komst fyrir nokkrum
árum að Clinton forseti tók þá
inn scm næturgesti í Hvíta hús-
ið sem Iögðu lionum og l'lokki
lians til fé í kosningasjóði, urðu
jafnvel harðsvíruðustu Was-
hingtonbúar hissa. Þeir sem
gjörla fylgjast með stjórnmálum
í höfuðborg heimsins eru ýrnsu
vanir, en þegar það fréttist að
menn gætu fengið að sofa í
svefnherbergi Abrahams
Lincon ef þeir legðu fram fé í
kosningasjóði forsetans, héldu
margir að mælirinn væri fullur.
En Clinton kemst upp með sitt-
hvað sem verður öðrum að falli.
Honum fyrirgafst fljótt að gera
Hvita húsið að gistiheimili vel-
gjörðamanna sinna.
Það var árið 1997 sem starfs-
lið forsetans varð að opinhera
skýrslu um að 938 rnanns utan
starfsfólks hafi fengið að sofa í
Hvíta húsinu. 1 fyrstu var því
haldið fram að allt væru þetta
einkavinir forsetans, sem komu
í heimsókn og að herbergi
Lincolns væri ekki leigt út til að
auka tekjur húsbóndans. Síðar
kom í dagsljósið minnisblað þar
sem yfirmaður kosningasjóða
lagði til að þeim scm leggðu
fram umtalsveröar upphæðir
fengju eftirminnilegt klapp á
herðarnar. Síðar fannst orð-
sending frá forsetanum, þar
sem hann lagði blessun sína
yfir þessa sérkennilegu fjáröfl-
unarleið. Viðurkennt er að 938
næturgestir væru ekki allir nán-
ir fjölskylduvinir.
Síðustu 14 mánuði hefur for-
setinn hoðið 404 vinum sínum
að gista í Hvíta húsinu eða í
setrinu Camp David. Það gerir
að meðaltali einn gistivin á
hverri nóttu. Þetta fólk er bók-
að sem vinir frá Arkansas,
gamlir vinir, vinir og stuðnings-
menn. Undantekningarlítið
hafa þessir kæru vinir forsetans
greitt vænar fúlgur í kosninga-
sjóði hans.
Hlutlaus rannsóknarstofnun
komst því að af 161 næturgesti
sem gefinn var upp lágu fyrir
sannanir um að 146 höfðu lagt
fram fé í þágu forsetans. Hvíta
húsið reyndi að leyna 43 fjöl-
skylduvinum og einkavinum
Chelsea forsetadóttur, sem við
nánari athugun höfðu lagt fram
5.5 millljónir dollara í kosn-
i nga sj ó ð i f ra m bj ó ð e n d a
demókrata. Meðal þeirra sem
nutu góðs af er Hillary forseta-
frú, scm nú heyr stranga kosn-
ingabaráttu í New York l'ylki. í
þesari upphæð eru ekki talin
framlög til bókasafns, sem reist
veröur til minningar um for-
setatíð Clintons. Sjóðastjóri
kosningasjóða segir að ekkert
samband sé á milli framlaga til
forsetans og gistivina hans. Því
trúir ekki nokkur maður en lát-
ið er gott heita.
Pólitískir andstæðingar for-
setans fara varlega í að notfæra
sér þessar sérkennilegu fjáröfl-
unarleiðir húsbóndans að
Pennsylvania Avenue 1600.
Það er ekki víst að það verði
þeim til framdráttar, því Iengi
hefur tíðkast meðal þungavigt-
armanna í Repúblikanaflokkn-
um, að leika golf við örláta
stuðningsmenn sína og flokks-
ins, eða fara nieð þeim á veiðar
eða gera þeim það til geðs á
einhvern hátt, að láta líta svo
út að þeir séu góðir vinir og fé-
lagar.
Svona höfðingjasleikjur geta
margborgað sig í framakeppn-
inni vestur í Ameríku. Það hef-
ur líka mikið snobhgildi að geta
sýnt myndir af sér með stórlöx-
um í pólitísku lífi. Og það eyk-
ur manngildi hvcrs ættjarðar-
elskandi Ameríkana að geta
sýnt mynd af sér i rúmi Abra-
hams Lincoln og mikið óskap-
lega hlýtur að vera ánægjulegt
að teygja úr sér að morgni eftir
næstursvefn á svo virðulegum
stað. Það er altént nokkurra
dollara virði.
Skæruliðasamtök lýsa
ábyrgð á hendur sér
WASHINGTON - Rannsóknarmenn banda-
ríska hersins könnuðu í gær hvað kynni að
hafa legið að baki sjálfsmorðsárásinni þar
sem gúmmíbátur hlaðinn sprcngielni sigldi
inn í hlið herskipsins Cole. Tala látinna er nú
komin upp í 7 auk þess sem 10 sjómanna
sem saknað var cru nú taldir af. Rannsókn-
araðilar segja að skæruliðahópur sem hefur
bækistöðvar sfnar í Yemen hafi lýst ábvrgð
vcrknaðarins á hendur sér, en á binn bóginn
er einnig búist við að llciri skæruliöahópar
muni fylgja í kjölfarið og gera kröfu til
ábyrgðarinnar á þessari árás. Þrátt fyrir það
segir talsmaður hersins að allar þessar yfirlýs-
ingar verði kannaðar gaumgæfilega.
Gatið á hlið Cole, eins og
sjá má er það rétt við
sjólínu.
Kim Dae-jung fær Nóbeliim
OSLO - Kim Dae-jung, forseti Suður-Kóreu
fékk í gær friðarverðlaun Nóbels. Hann fékk
verðlaunin fyrir framlag sitt til lýðræðis og
friðarumleitanir sínar við hina stalínísku
Norður-Kóreu. Gunnar Berge, formaður
hinnar fimm manna Nóbelsnefndar sagði í
ræðu sinni við afhendinguna að „framlag
Kims til Iýðræðis og mannréttinda í Suður-
Kóreu og Austur Asíu væri mikið og sérstak-
lega væri merldlegt framlag hans til friðar og
sáttagjörðar við Norður-Kóreu. „Með sól-
skinsstjómmálum sínum hefur Kim Dae-
jung yfirstigið meira en 50 ára ófrið og (jand-
skap milli Norður- og Suður-Kóreu. Nú eygj- Kim Dae-jung, friðarverð-
um við nýja von um að kaldastríðinu sé Ioks- launahafi Nobels
ins að Ijúka, og að því muni Ijúka í Kóreu.“
Enn átök milli ísraela
og Palestínumanna
RAMALLAH, Vesturbakkanum - í gær voru
enn átök í gangi milli Palestínumanna og
ísraelskra hermanna á heimastjórnarsvæðum
Palestínumanna. Arekstarnir voru alvarlegir
og skutu fylkingar hvor á aðra. Talsmenn
Evrópusambandsins skoruðu á deiluaðila að
koma saman til neyðarfundar í enn einni til-
rauninni til að binda endi á blóðbaðið. En
egypsk stjórnvöld sem á fimmudag höfðu lýst
sig reiðubúin til að hýsa slíkan fund ef átök-
in hættu, sögðu f gær að enn væru aðstæður
ekki þannig að til neins væri að halda enn
einn samningafundinn. Starfandi utanríkis-
ráðherra Israel, Shlomo Ben-Ami sagðist Iraelskur landamæravörður
ekki hafa leldð neina ákvörðun um það hvort og Palestínumaður ræðast
hann teldi að Ieiðlogalundur myndi skila cin- við ; Jerúsalem ígær.
hverju en hitt væri ljósl að Israel hefði ekki
ábuga á að endurtaka það „fíaskó" sem varð í
síðustu viku í friðarviðræðunum í París - en
þær skiluðu nákvæmlega engu.
■ FRÁ DEGI
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER
288. dagur ársins, 78 dagar eftir.
Sólris kl. 8.15, sólarlag kl. 18.11.
Þau fæddust
14. október
• 1824 Adolphe Monticelli, franskur
listmálari.
• 1861 Bjarni Þorsteinsson prestur og
þjóðlagasafnari.
• 1884 Lala Har Dayal, indverskur upp-
reisnarmaður og fræðimaður sem barðist
gegn áhrifum Breta á Indlandi.
• 1888 Katherine Mansfield, enskur
smásagnahöfundur, fædd á Nýja-Sjá-
landi.
• 1890 Dwight D. Eisenhower, 34. for-
seti Bandaríkjanna (1953-61).
• 1894 E.E. Cummings, bandarískt Ijóð-
skáld og listmálari.
• 1935 Bríet Héðinsdóttir leikstjóri.
• 1973 Þórður Guðjónsson knattspyrnu-
maður.
TIL DAGS
Þetta gerðist
14. október
• 1066 sigruðu hermcnn Vilhjálms hins
sigursæla lið Haralds II. Englandskon-
ungs í orrustunni við Hastings.
• 1912 var skotið á Theodore Roosevelt
Bandaríkjaforseta á kosningafundi.
• 1947 flaug bandaríski flugmaðurinn
gegnum hljóðmúrinn fyrstur manna.
• 1964 hlaut Martin Luther King friðar-
verðlaun Nóbels.
• 1964 kom svokallaður „rafreiknir“ til
landsins, sem notaður var f Háskóla Is-
lands.
• 1979 gengu mcira en hundrað þúsund
lesbíur og hommar um götur Was-
hingtonborgar til þess að krefjast jafn-
réttis samkynhneigðra.
Vísa dagsins
Nótt her mér drauma
en dagar vanda.
Mór líhar og hetur
að liggja en slanda.
Kristján frá Djúpalæk
Afmælisbam dagsins
Clifl’ Richard mun vera fyrsti Bretinn
sem sendi lrá sér almennilegt rokklag,
en það var árið 1958. Þá Iék með hon-
um hljómsveit sem síðar kallaði sig
Shadows. Cliff Richard var í upphafi
kallaður hinn breski Elvis Presley, en
fór lljótlega yfir í mildari popptónlist og
hefur komið meira en hundrað lögum
inn á vinsældalista. 1965 snerist hann
til kristinnar trúar, og hefur haldið sig
við það síðan. Cliff Richard er sextugur
í dag, fæddur á Indlandi þann 14. októ-
ber árið 1940, og hét upphaflega Harry
Roger Webb.
Hófsemi er vonlaus. Ekkert nær jafn
miklum órangri og hófleysið.
Oscar Wildc
Heilabrot
llver er það, sem kemur hverjum þeim
sem húðflettir hann til að gráta, en græt-
ur þó ekki sjálfur?
Lausn á síðustu gátu: Hún er móðir mín.
Veffang dagsíns
Veffang dagsins er helgað vitum um heim
allan, og má þar fá hinar margvíslegustu
upplýsingar um vita í hinum ýmsu lönd-
um:
www.worldlights.com/world/index.shtml