Dagur - 26.10.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 26.10.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGVR 26. OKTÓBBR 2 00 0 - 7 Tk^ur ÞJÓÐMÁL Krakkar heiðra skálkiim „Hafi kennarar dregist aftur úr öðrum álíka stéttum í kjörum er sá hálfdráttur ekki skólabörnum að kenna," segir greinarhöfundur. Enn brýna kennarar klæmar. Nú er svo komið launastríði kennara að fok- ið er í flest skjól í skóla- portinu og krakkamir þora ekki annað en leggjast í skotgrafimar með kennur- um sínum. Skólabömin heiðra skálldnn svo hann skaði þau ekki og fara með kröfuspjöldum að Alþingi til að biðja kennaranum ffamfærslu. Stríðsrekstur kennara á hendur bömun- um hefur náð áður óþekk- tu lágflugi. Aftur og nýbúnir iða þeir í skinninu og klæjar í gikkfingurinn. Verkítíll og þorrablót Verkföll hafa aldrei leyst vandann heldur aukið hann. Launin rýrna í hveiju verkfalli þrátt fyrir einhverjar Iágmarks bætur og launþegar ná sér aldrei eftir verkföll. Eng- inn maður sigrar í verkfalli og allra síst sitt dauðastríð. Einu sinni höfðu íslenskir Iaunamenn sama kaup og Danir en í dag nrega þeir þakka fyrir að hanga í launatöxt- um Portúgala. Verkföll eru að mjaka Islend- ingum undir fátækramörk í Suður-Evrópu og er þá skammt í Austurblokkina og Þriðja heiminn. Verkalýðshreyfíngin brýst til fá- tæktar með því að leggja niður vinnu. Verk- fallsréttur BSRB er örlagarík mistök í stjórnsýslu íslendinga. Með þeim komust hin ýmsu sportfélög ríkislaunþega á hragðið og síðan hafa verkföll verið fastur liður á stundaskrá kennara: Þqrrablót í janúar, árs- hátíð í marz, kröfuganga í maí og loks verk- fallið góða í nóvember. Með vinnustöðvun skaða kennarar tyrst og fremst nemendur sína og reynslan sýnir að alltaf heltast nokkrir nemendur úr lestinni að loknu verk- falli. Að gefnu tilefni má benda kennurum á að ríkissjóður er ekki verkfallssjóður og kröf- ur um að fá greidd Iaun í verkfalli er sorg- Iegt mat þeirra á stöðunni. Engin hætta er þó að væsi um kennara frekar en fyrri dag- inn. Vopnabræður þeirra á Norðurlöndum eru vanir að raka saman þrjátíu silfur- dölum Júdasar handa kenn- urum í verkfallssjóð og kaupa þannig kennarastétt- inni stöðu fímmtu herdeild- ar í landinu. Draga verkfall- ið á langinn með erlendu auðvaldi svo skólabörn og fjölskyldur fái að engjast lengur á hjóli og steglu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Með Júdasarsilfri í verkfallssjóð bera útlend- ingar mútur á opinbera starfsmenn og hlutast gróf- Iega til um viðkvæm innan- ríkismál. Hvor tveggja af- skiptin varða við lög og verður að láta á þau reyna um leið og til kastanna kemur. Ef ekki heima í hér- aði þá úti í Brussel. Skólaskylda og hnefaréttur Samkvæmt lögum ber ríki og sveitarfélögum að halda úti kennslu fyrir börn í skólaskyldu og ríkisvaldið verður að halda grunnskólalögin en brjóta þau ekki. Tryggja verður öllum börnum fullnægjandi kennslu þó kennarar leggi niður vinnu. Verkfall eða ekki verkfaíl. Beita verður ís- lenskum ríkissjóði gegn dönskum verkfalls- sjóðum til að halda uppi lögum og reglu í landinu. Bregðist ríkissjóður litlum skóla- börnum á sama hátt og kennararnir kemur til kasta foreldra að sjá börnum sínum fyrir kennslu. Verkföll afhjúpa lögmál frumskóg- arins og verkfallsréttur er ekkert annað en hnefaréttur. Samkvæmt lögum um Stéttar- félög og vinnudeilur sigrar sá sterki í verk- falli. Þeir sem endalaust veðja á lögmál frumskógarins mega því búast við að and- skotinn hitti ömmu sína einn góðan veður- dag. Hafí kennarar dregist aftur úr öðrum álíka stéttum í kjörum er sá hálfdráttur ekki skólabörnum að kenna. Litlu skinnin vilja heils hugar að kennarar fái hærri laun og foreldrarnir vilja það Iíka. Um það er ekki deilt og með verkföllum bíta kennarar af sér helstu bandamenn sína. Kennarar hafa ver- ið sinnar eigin gæfu smiðir í kjaramálum í áratugi og stofnað til þess félög, nefndir, ráð. og seliur. Lágu launin eru bein afleiðing af þeirra eigin félagsstarfí og kennarar ættu því að losa sig við forystuna við fyrsta hanagal og velja nýtt fólk sem er Iíldegra til að geta samið um viðunandi kaup og kjör við ríkis- valdið. Að standa í þijátíu ára stríði við skólabörnin nær engri átt og er byrjun á öf- ugum enda. Ekki má gleyma því að foreldr- ar gera sömu kröfu til ríkisvaldsins og kenn- ara. Ríkið verður að ná samkomulagi við kennarastéttina hið fyrsta og búa svo um hnútana að friður og virðing haldist með kennurum og skólabömum og foreldrum þeirra. Krakkarnir eiga ekki að þurfa að heiðra skálkinn í hverju verkfalli. For- eldrar eru örugglega reiðubúnir til að veðja á börnin sfn og nota atkvæðaseð- ilinn til að bæta hag kennara ef þörf krefur í næstu alþingiskosningum í nýj- um kjördæmum. „Þeir sem geta framkvæma en þeir sem geta ekki kenna!" sagði Bern- hard Shaw á sínum tíma og í dag má öllum vera ljóst að kennarar geta ýmislegt annað en að kenna. Að minnsta kosti geta þeir farið í verk- föll. En kennslan er ekki eins og hver önnur starfsgrein í þjóðfélaginu á borð við pípulagnir og tannlækn- ingar eða hagfræði. Kennslan er öðr- um greinum æðri og er hafin yfir gull og græna skóga. Góður kennari ræðst til starfa af köllun en ekki krónuvon og kennurum sem læri- feðrum er ekki samboðið að ieggja niður kennsiu skólabarna í verkfalli þó kennurum sem launþegum detti það í hug. Skólabörnum líðst ekki að leggja niður vinnu hjá kennurum. Að hafa rétt fyrir sér Gunnar heitinn Finnbogason magister var gagnmerkur skólamaður og kenndi pistilhöf- undi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. I byrj- un kennslustundar vaknaði sú spuming dag nokkum hvort kennarinn hefði rétt fyrir sér í einhveiju máli sem um var rætt. Gunnar Finnbogason notaði kennslutímann til að útskýra af hveiju kennarinn hefði alltaf rétt lyrir sér. Hefði hann ekki rétt fyrir sér ætti hann að hætta samstundis að kenna. Svo einfalt var mat hins ágæta lærimeistara. Spurning dagsins er hvort kennarar þora að horfa beint í augun á ungum skjólstæð- ingum sínum og segja fullum hálsi' að þeir hafi rétt fyrir sér með einu verkfallinu í við- bót? Leiki hins vegar minnsti vafí um vitund kennara ættu þeir að fara að forsögn gamla magistersins í Gaggó Aust og róa á önnur mið. Þeir eiga þá ekki Iengur heima í kennslustofum. UMBUÐA- LAUST Litlu verður voggur fegiun HALLDÓR HERMAMNSSON skipstjóri ísafirði skrifar Það sem strax vakti eftirtekt, var hin leikræna sviðsetning Davíðs Oddssonar forætisráðherra og Jó- hannesar Nordals, hamingjukönn- uðar, þegar hinn síðarnefndi af- henti Davíð plagg Auðlindanefndar. Uppveðruð gleði Davíðs yfir plagginu var augljós, enda þótt hann léti í það skína að nú væri hann og stuðningsmenn hans margir, að brjóta odd af oflæti sínu með því að ljá máls á einhvers kon- ar auðlindagjaldi.Töluverðrar ánægju gætti líka í herbúðum L.Í.U. Þarna var komin i hendur þeirra málamyndaplagg sem þeir gætu hagnýtt sér til þess að festa gjafakvótakerfið enn betur í sessi. Heildarveiðigjöld útgerðarinnar í dag, að meðtöldum þróunarsjóði, nemur um 850 milljónum árlega. Þessi upphæð minnkar verulega að tveimur árum liðnum, þegar þróunarsjóðsgjaldið leggst af. Með þvi að gefa þessum gjöldum naíríið auðlindagjald og láta háset- ana borga með í púkkið, sjá þeir fyr- ir sér að þetta gjald gæti minnkaö niður í 500 milljónir króna árlega. Þess utan krefjast þeir að öllu þak- inu af kvótaeign hvers og eins verði svipt af. Þá gefst tækifæri til að fara aðra hreinsunarferð yfir Iands- byggðina og kaupa upp þau trillu- horn og smábátaútgerðarmenn sem hafa með ærinni lýrirhöfn, nú á síð- ustu árum verið að kaupa sér að- stöðu til að fá að sækja sjóinn úti fyrir sinni heimabyggð. Flekafuglar Aumkunarvert var að fylgjast með Svanfríði Jónasdóttur úr Auðlinda- nefndinni, talsmanni Samfylkingar, þar sem hún stóð hjá, föl og fá, sem flekafugl og úr henni allur vindur. Félagi hennar, Lúðvík Bergvinsson, sem einnig var í nefndinni, var á svipinn eins og skóladrengur sem sussaður hefur verið niður á rass- inn. Frá Margréti Frímannsdóttur heyrist varla múkk, en hún var tal- in frumkvöðull Auðlindanefndar. Margrét mun hafa átt að vera í nefndinni, en heyrst hefur að hún hafi einungis mætt á 4 fundi af 65 sem haldnir voru. Fjarvera hennar hlýtur að hafa verið af ærnum ástæðum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. lætur sem svo að tillögur Auðlindanefnd- ar séu fagnaðarefni og þama hafí hann og liðsmenn hans unnið mik- inn sigur. Undir þetta taka menn eins og Guðmundur Árni Stefáns- son, sem vill nú þegar setja þctta í annála og að þetta sé enn einn f’án- inn í flaggasafni jafnaðarmanna. Stefán Jón Hafstein lýkur miklu loforði á Auðlindanefnd og telur að nú geti menn lagt til hliðar hina seigdrepandi kvótaumræðu. Já, litlu verður Vöggur feginn. Liö á flótta Af níu nefndarmönnum Auðlinda- nefndar voru 4 þeirra hallir undir Sjálfstæðisflokk, 2 undir Fram- sóknarmenn og 3 undir jafnaðar- „Þetta er þvl allt eins og Davíð og Co. lögðu upp með. í fiskveiði- stjórnun skal engu breytt sem máli skiptir." menn, teljist Margrét Frímanns- dóttir þá með. Það er því ekki að furða þótt Davíð Oddson og Co., séu kampakátir um þessar mundir. Að þeim skuli hafa tekist að fleka- binda og mýla næststærsta flokk „Það er því með engu móti hægt að koma auga á það að tillögur Auðlindauefndar verði til Jiess að slá á þann ófrið sem af nú- verandi fiskveiðikerfi hefur hlotist.“ Iandsins. Það blæs því ekki byrlega hjá kvótaandstæðingum nú sem stendur, þar sem allar vígtennur eru nú úr Samfylkingarmönnum dregnar. Vinstri-grænir hafa aldrei verið vel tenntir í kvótaumræðunni og hinum skelegga formanni þeirra, Steingrími Sigfússyni, hefur gjam- an látið betur að hafa ákveðnari skoðanir á ýmsum öðmm málum en kvótamálum. ÞærályktanirAuð- lindanefndar, að gjald skuli tekið upp í tengslum við hinar ýmsu nátt- úruauðlindir landsins verða varla á kopp settar að sinni.Uppboðsleið- inni sem virðist vera auðveldasta leiðin í sambandi við gjaldtöku er algjörlega hafnað, af gjafakvóta- fylgjendum. Það er því með engu móti hægt að koma auga á það að tillögur Auðlindanefndar verði til þess að slá á þann ófrið sem af nú- verandi fískveiðikerfi hcfur hlotist. Þetta er því allt eins og Davíð og Co. Iögðu upp með. I fískveiði- stjórnun skal engu breytt sem máli skiptir. Morgimblaðsmeim Mikils feginleika virðist nú gæta hjá þeim Morgunblaðsmönnum vegna niðurstöðu Auðlindanefndar. Styrmir Gunnarsson, einn nefndar- manna virtist sigrihrósandi yfír þvf að nú skuli loks hilla undir hið Iangþráða auðlindagjald, sem hann hefur barist lyrir í áratugi. Svo hef- ur virst sem Styrmir hafi lagt lítið upp úr því hve hátt þetta gjald skyl- di vera. Aðalatriðið væri að það héti þessu nafni. Fyrir þennan snúð sinn vill hann að útvegsmenn hafí fijálsar heímildir til að kaupa til sín eins mikið magn af veiðiheimildum og viðkomandi hafi bolmagn til. Þetta þýðir að frjálst framsal skuli gilda fyrir alla báta, stóra sem smáa, úr sama potti, sem ekki hefur verið heimilað til þessa. Styrmir telur upp á að smábátaeigendur muni vel geta staðist þá samkeppni sem af þessu Ieiddi. Þessi skoðun hans er auðvitað fráleit. Smábátaeigendur hafa ekk- ert bolmagn til þess að standast slíkan hildarleik. Þeir sem eru að berjast við að veiða sjálfír aflaheim- ildir sínar, eru verulega skuldsettir. Opnist þeim hins vegar leið vegna þessara nýju áforma um að svipta kvótaþaki af og allt lendi í sama pottinum, munu þeir selja veiði- heimildir sínar með það sama. Ekki hvað síst að við blasir að kvótaeign þeirra myndi á þessum stóra mark- aði, hækka um 80-100% að verð- gildi. Þá þarf ekki að sökum að spyija hvað verður um strandveiði- flotann á landsbyggðinni. Það ber allt að sama brunni, sú öfgafulla markaðshyggja; Nýfrjáls- hyggjan, sem nú tröllríður þessu landi, undir handleiðslu Sjálfstæð- isflokksins, með góðu samþykki framsóknarmanna, teygir krumlur sínar hægt og bítandi yfir allt þjóð- Iífið. Menn eru að tala um þjóðar- ósætti vegna kvótamála og telja sig vera orðna þreytta á því. Takist ekki að spyrna við fótum gagnvart því að örfáir menn eignist hér allan auð sem máli skiptir í þessu landi, þá mun um síðir draga til þess upp- gjörs sem alvarlegra verður talið en kvótaósættið hefur verið. Það upp- gjör verður ekld eitthvert kurteisis- þras í fjölmiðlum. Þess verður e.t.v. ekki langt að bíða að upp úr sjóði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.