Dagur - 23.11.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 23.11.2000, Blaðsíða 20
20- FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2 000 Daqur ÞJÓÐMÁL Hvað má 10 -15 mega- watta virkjuit kosta? JÓN ÞORVALDUR HEIÐARSSON edlisfræðingur SKRIFAR Nokkur umræða hefur veriö um jarðgangnagerð hér á landi í fram- haldi af langtímaáætlun í þeim efnum sem kom fram síðasta vet- ur. Sitt sýnist hverjum í þessum efnum og er ég þar á meðal. Tel ég að sh'kar áætlanir verði að taka mið af framtíðarsýn okkar á byggð landsins. Til lítils er að gera göng fyrir byggðir sem hugsanlega og jafnvcl sennilega verða horfnar innan næstu 100 ára. Byggð við Eyjafjörð stendur styrkari fótum en víða annarsstaðar og því er það framtíðarlausn að Siglufjörður verði tengdur við þetta svæði með göngum um Héðinsfjörð. Hins vegar eru það önnur göng sem hér eru gerð að umtalsefni. Göng undir Vaðlaheiði Ein af göngunum sem nefnd voru á langtímaáætlun voru göng und- ir Vaðlaheiði. Slík göng hafa ýmsa augljósa kosti og verða nokkrir þeirra nefndir hér. Vaðlaheiðar- göng munu stytta þjóðveg nr. 1 á milfi Eyjafjarðar og Þingeyjar- sýslu um 14-16 km. Þannig mun Húsavík og öll byggð í Þingeyjar- sýslum kippast nær Eyjafjarðar- svæðinu um þessa vegalengd. Það >töí báðum byggðarlögunum tif styrktar efnahagslega. Víkur- skarð er eini fjallvegurinn á milli Húsavíkur og Akureyrar og göngin munu ieysa hann af hólmi sem mun spara töluverðan snjóruðn- ingskostnað. Eg veit ekki hve mikill sá kostnaður er en gaman væri ef einhver gæti komið slíkum upplýsingum á framfæri. Landleiðin um norðurströnd ís- lands frá Austfjörðum til höfuð- borgarinnar mun einnig styttast um umrædda vegalengd og stærri hluti af umferöinni til og frá Aust- fjörðum mun fara norðurströnd- ina frekar en suðurströndina. Marga fleiri punkta mætti nefna svo sem jákvæð áhrif á ferðaþjón- ustu þar sem allar náttúruperlur Þingeyjarsýslu verða aðeins nær Eyjafjarðarsvæðinu með sína þjónustugetu. Vaglaskógur yrði steinsnar frá Akureyri sem dæmi. Veggjald í göngin? Þegar menn borga 1000 kr fýrir að aka um Hvalfjarðargöng þá eru þeir að borga um 24 krónur fyrir hvern kílómetra sem þeir spara sér. Ef veggjald um Vaðlaheiðar- göng væri einungis sambærilegt við þetta eða um 350 krónur þá mundi það gefa tekjur sem væru yfir 100 milljónir á ári ef meðal- umferð er á milli 800 og 900 bílar á dag. Þá er ekki gert ráð fyrir að stærri bílar borgi hærra gjald. Með hliðsjón af því sem gerðist þegar Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun, er líklega óhætt að full- yrða að umferð um göng verði meiri en nú yfir Víkurskarð. Hve mikil aukningin yrði veit enginn. Ef við leikum okkur að tölunni 1000 bílar á dag að meðaltali, sem ekki er óraunhæft, þá gefur 350 króna veggjald 128 milljóna brúttótekjur á ári. Slíkar tekjur ættu að geta staðið undir fjárfest- ingu sem væri á bilinu f-2 millj- TTOTTC-rp-TTTr Yínbakkí Skollahof mm Skidutóni ({•mTrasii (Melar£ ýaldursheirhuQ 'M m\Y&hfiéístai ffl BödvbísgarðuV'o^ &Spðvarsi)es^ \ v i n % [MiA 'V • Í-Vlí 1! lárdarholt /• vv ■Gcæní$rjltÍKÍjfcv mSyðribakkí' j túland ir t mholt ! I .Litlihvammtr =*Gilslxtkki \ (Míövil '■) vv; : Gvem .Vesturfjali:'/ {Sy'.ry! (Mai sé Hofteigút iraskáf; Srakkukot* /ySfð&prekka; i Z'PrdsarbölfJ ’-yJ-iuilgíís stad írj mGárdsyikA MS\'fíinbjarna Tl ' i -.{ \ ÞónsstaÓ lúlard Gþutsstaöi cpagyerdareyri | Dálksstadir^. : jÁsgardiir; Medalheifou. JiSýALBA 'Si'tri-Skjáldarvik j Forriastaöafjafl- tatigtfsstaöir: 'Jí904- ‘ 'Þdrs/nSrk.' i kifeV,.VS X LStaðarhníökHÍr^n^a'Í Í -fJ/- MpÓruvéttir*! i i ;i' #1;^ I / :. 'V i Irautárhólt , '’áSunnuhlíÖ (Bottfs L V Hjatta: (FinússU ... / Halldórs: • - (Landam Ém&m %'' /tínsurv;. '• Stóraduisíiaii -l-iosnv ft i c,ö< sratungur._ Gíæsil Ipártökki ■r-v/'W-* ; ^j^yjGrjbtga^íl^. j ^Æktigáfarrd'/^-- \\ , &ÖSsa0aðir'/"':'S\i ■ <\t ! // /tí' ' t/y BrchnihoJiZ . StBinkófi Qw/'y./Híxakbaejariccc, 'HravkbhX i BttryQcrb A$láksétaði iiuM«wudl,ls ! ■ini'un ^SyóriSkfjlcfarvfk r Iréiðal táqgarhóft y \ Xf ■"« 'AffyZBrabellÍr \ ; KBÍofhstórycUir ffTf: ' dfágbóK} \ _hr: I ^gpyrrja'X 'yCrossanes&m'. kpprX%/ " % jftfés'lLundÚÞ-. t &m'v/ ' ' 1: /$4Grænahlíðl<,: ,/\k\ /■ .666 - (%Wingsá| thvarnmur j Vtfm'/arftóf/J lalHandsrtei á/indlyeimffrl llióaret ■ \^-~StcÍnþjr, ■ -* V '/■■ ■ iHáafeli / f 1 mgúþihgtýBVii-y ■ >$jð&stadir < .892 ///0- ■ ■-■ ; v s Belgsérfjall A léTfsstddtK ’:<J \ .< 'lptíksstaéyf' 'h. “'i éypangúr/A// órvstadiry-. K j\o • f A' Al&fyfihá \ i'izi/MJÍHhyúmhjup í J-iYárfcmtt t "A 'Vagtar- - i Ytragii’i \ ÍFlósgitkþ y/Grfótátgel 'NKotuAgssia tvertíngssraðir fer* pj $ydrihó!l Hjarðb Þveré, Myrtd: 1. arðar. Þar sem göngin yrðu dýrari en það þá yrði restin að koma af vegaáætlun. Hvalfjarðargöngin kostuðu um 5 milljarða ef allt er talið og líklega munu Vaðlaheiðar- göng kosta eitthvað svipað, þau eru lengri en einfaldari. I öllu falli er veggjald raunhæf- ur möguleiki, tekjur af því eru margfalt meiri en kostnaðurinn við að innheimta það. Virkjiin samhliða göngum Samhliða Vaðlaheiðargöngum er bægt að reisa meðalstóra virkjun og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Hugmyndin cr þessi: Göng kæmu í beinu framhaldi af veginum sem liggur austur yfir pollinn í botni Eyjafjarðar. 1 stað þess að beygja til vinstri eft- ir að yfir brúna er komið þá væri ekið rakleiðis inn í fjallið. Göng- in Iægju beint undir Ytri-Varðgjá og byrjuðu í hæð rétt yfir sjávar- máli og kæmu út rétt fyrir neðan Veturliðastaði í Fnjóskadal f sömu hæð og Fnjóská rennur á þeim stað. (Sjá mynd 1). Af gömlum kortum sýnist mér að það sé í um lOOm hæð yfir sjáv- armáli. Þarna væri hægt að taka eins stóran hluta af Fnjóská og menn vilja og leiða í röri eftir göngunum til Eyjafjarðar. (Sjá mynd 2). í námunda við enda ganganna Eyjafjarðarmegin væri virkjun í svipaðri hæð og sjávar- mál. I uppsláttarritum sé ég að rennsli Fnjóskár fer sjaldan und- ir 20 rúmmetra á sekúndu (20m^/s). Algengt vetrarrennsli er 20-30m^/s. Sennilega er það miðað við rennsli hennar út í sjó en rennslið við Veturliðastaðí er eitthvað minna. Ef 15m^/s færu niður til Eyjafjarðar eftir þessum göngum og fallhæðin erlOOm þá gefur það afl um 15MW. Miðað við 88% nýtingu þessa afls með virkjun Eyjafjarðarmegin þá ætti slík virkjun að gefa um 13MW. Það er líldega hátt í þá þörf sem Akureyri hefur fyrir raforku. Annar mögufeiki er að gera göng sem hafa örlítinn halla og Ieiða vatnið yfir til EyjaQarðar í stokkum. (Sjá mynd 3). Það þýddi að göngin kæmu út Eyja- fjarðarmegin í umlOOm hæð yfír sjávarmáli sem ekki er eins spenn- andi samgöngulega séð. Það er líka hægt að nota báðar aðferðir, fyrri hluti leiðarinnar í stokkum en þann seinni í röri. Eða öfugt en þá þyrfti stöðvarhúsið að vera neðanjarðar einhversstaðar á leið- inni. Allt er þetta spurning um hvaða kostur er hagkvæmastur. Mynd: 2. Mynd: 3. Umhverflsáhrif og hagkvæmni í virkjunarmálum koma alltaf upp tvær spurningar. Er dæmið hag- kvæmt og hver verða umhverfísá- hrifin? Umhverfisáhrifin yrðu í grófum dráttum þau að stór hluti Fnjóskár hyrfi á móts við göngin austanmegin, nánast eins og nið- ur um niðurfall. Fnjóská yrði því alltaf minna vatnsfall neðan við þennan stað. Þetta hlýtur að hafa einhver áhrif. Neikvæð áhrif verða væntanlega á veiði í ánni þó Fnjóská geti ekki talist fræg veiðiá. Mér vitrari menn verða að dæma um þennan þátt. Þegar lít- ið er í ánni verður hún harla bjálfaleg fyMr neðan Veturliða- staði og mun einhveijum fínnast það lýti. Á vorin og sumrin er rennsfið þó oftast miklu meira en þessir 1 5m-^/s og því verður munurinn ekki eins merkjanleg- ur. Aflt umframmagn mun fara sinn venjulega farveg. Fleira neikvætt sé ég ekki í fljótu bragði, engin teljandi mannvirki verða sjáanleg í Fnjóskadal með þessari leið og jarðrask yrði nán- ast ekkert. Varðandi hagkvæmnina þá má ætla af virkjunaráformum á Austurlandi að stofnkostnaður við hvert megavatt verði 100- I 50 milljónir króna. Stofn- kostnaður við f 3MW virkjun mætti því vera 1,3-2 milljarðar króna. Kostnaður við virkjun sem þessa liggur aðallega í þremur þáttum: 1. Stöðvarhúsið sjálft. 2. Pípa í gegnum göngin sem væru hátt í 8km. Þar veltur kostnaðurinn nokkuð á því hve grönn slík pípa má vera. Það veltur síðan á því hver rennslis- hraðinn í pípunni má vera mik- ill. Við meiri rennslishraða hlýt- ur að verða meira þrýstingsfall í pípunni og aflið verður því ekki eins mildð og fallhæðin segir til um. 3. Hærri göng. Til að pláss sé fyrir pípuna í botni ganganna þurfa þau að vera nokkuð hærri en ella. Slík göng eru að sjálf- sögðu aðeins dýrari. Kostir við slíka virkjun Kostir við að hafa slíka virkjun í hlaðvarpa Akureyrar eru augljósir ef gert er ráð fyrir að raforkan yrði notuð á Eyjafjarðarsvæðinu. Kostnaður við raforkuflutninginn til Akureyrar er hverfandi. Það hlýtur að vera eitt lóð á vogarskál hagkvæmninnar. Eftir því sem ég best veit þá er næsta virkjun nú við Eyjafjarðarsvæðið Laxárstöðv- ar sem eru í 40km loftlínu frá Ak- ureyri. Ahrif á byggð í Fnjósskadal Ef Vaðlarheiðargöng kæmu á áð- urnefndum stað er mjög stutt frá Akureyri yfir í Fnjóskadal. Þá kemur upp sú spurning hvort ekki sé freistandi að eiga heima í nátt- úrufegurðinni þar og sækja vinnu til Akureyrar. An efa væru ýmsir til í það, ekki er ófærðinni fyrir að fara á veturna í gegnum göngin. Landbúnaður í Fnjóskadal mun án efa styrkjast með göngum. Hann yrði í líkingu við það sem nú er í nágrenni Akureyrar. Álílea stutt yrði í Fnjóskadal frá Akureyri og nú er í Hörgárdal. Það er alveg ljóst að verð á jörðum í dalnum mundi hækka. Hitaveiturör um göngin? Eitt atriðið sem vert er að hafa bak við eyrað er að taka hita- veiturör frá Fnjóskadal til Akur- eyrar í gegnum göngin. Einhver sagði mér að mun meiri jarðhiti væri í Fnjósskadal en í Eyjafirði og því auðveldara að taka heitt vatn þar fyrir hitaveitu Akureyrar. Ef sátt iim jarörask, hvað þá? Fnjóskadalur og Bleiksmýrardalur eru fallegir dalir en auðvitað má halda pælingunum áfram og spyr- ja: Ef sátt yrði um jarðrask, hvað er þá hægt að gera? Einn möguleiki er að reyna að auka fallhæðina. Það væri hægt að gera með stíflu í Fnjóská á móts við göngin. lOm há stífla mundi t.d. auka aflið um 10%. Fyrir innan stífluna yrði síðan lít- ið stöðuvatn sem ætti að geta ver- ið prýði frekar en lýti. Eitthvað land færi klárlega í kaf og senni- lega þyrfti að færa einhverjar byggingar (eða reisa aðrar í stað- inn). Þetta á a.m.k. við um Vetur- liðastaði. Hins vegar er dalurinn tiltölulega hentugur þarna til að gera snyrtilega stíflu. Eg geri mér litla hugmynd um hvort þessi leið er hagkvæm og verða aðrir að reikna það út. Annar möguleiki er hreinlega miðlun á vatni Fnjóskár. Þá þyrfti að gera miðlunarlón einhversstað- ar á leið Fnjóskár niður að göng- unum. Hins vegar gæti virkjunin verið miklu stærri, sennilega 30- 40MW ef miðlað væri á milli árs- tíðasveiflna í ánni. Mögulciki væri einnig á að virkja útrennslið úr slíku lóni. Með miðlunarlóni er hægt að skammta stöðugt magn af vatni niður Fnjóskadal- inn sem gerði Fnjóská sennileg mun betri veiðiá en nú er. Hin miklu flóð sem hafa komið í Fnjóská og valdið tjóni yrðu úr sögunni. Upp meö reiknivélamar Eins og sjá má á þessari umfjöll- un minni þá skortir mig bæði öruggar forsendur og þekkingu til að reikna dæmið til enda. Ég skora því hér með á þá sem það geta að athuga hvort eitthvert vit er í þessu. Sérstaklega skora ég á Rafveitu Akureyrar að reik- na dæmið frá grunni. Komi í Ijós að svona virkjun sé hag- kvæm eykur það enn þrýsting á að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika fyrr en ella.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.