Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 1
Laugardagur 16. desember - 47. tölublað 2000 Nærmynd af Nóbelsskáldl Nóbelsverðlaun ársins 1955 fyrir bókmenntir voru afhent í Stokkhólmi þann 10. desember. Á myndinni má sjá Halldór og Auði við það tækifæri. í bókinni Nærmynd af Nóbelsskáldi segja á þriðja tug einstak- linga frá kyimiim sín- um af Halldóri Kiljan Laxness. Hér verður gripið niður í fjóra þætti en meðal annarra sögu- manna má nefna Maríu, elstu dóttur Halldórs, Sigríði, eldri dóttur hans ogAuðar Sveinsdótt- ur, Þórhall Hermannsson á Húsavík, Jón Guðmundsson á Reykjum, Matthías Johannessen ritstjóra og þær Jvtte Eiberg og Auði Sveinsdóttur, ekkju skálds- ins, sem eiga skemmtiiegt rabh saman. „Skrifaði ég þessa bölvaða vitleysu?“ Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Gunnar Eyjólfsson leikarn: Halldór gerði oft skemmtilegar uppgötvanir. Einu sinni heim- sóttu írskir meðlimir úr Maríu- legíon Halldór upp í Gljúfra- stein. Eftir þá heimsókn sagði- Halldór við mig: „Gunnar, hefur þú leitt hugann að því að Irar eru eina þjóðin í heiminum sem hef- ur tekist að gera kaþólskuna leið- inlega." Hann ræddi oft trúmál við mig en ég braut aldrei upp á því efni við hann að fyrrabragði. Það var eins og hann væri með nokkrum hætti að prófa mig. Þegar biskup kaþólskra dr. Frehen var jarðaður vildi Halldór íylgja honum til grafar og fara á eftir í erfidrykkjuna sem haldin var á Hótel Borg. Við Halldór fórum saman í sálumessuna. Hann sá þar Pétur Sigurgeirsson biskup og hvíslaði að mér stund- arhátt: „Hvað er Pétnr lútherski að gera hérna?" „Hann er auðvitað í embættis- erindum, það er verið að jarða biskup," svaraði ég. Þá sagði Halldór: „Ég segi nú eins og páfinn forðum við Martein Luther: Heyrðu góði - hvað vilt þú annars upp á dekk?“ „Hér um bil eins iyndnir og sjálfur gnð almáttngur“ Við þessa útför var erkibiskup Vatikansins á Norðurlöndum. Þegar hann heyrði að Halldór Laxness væri þarna þá vildi hann endilega fá að hitta hann, hann var mikill aðdáandi Halldórs. Þegar þeir hittust þá ræddu þeir saman á frönsku og flæmsku og fór vel á með þeim. Karítas dótt- ir mín var með okkur þarna. Þeg- ar erkibiskupinn var farinn sagði Halldór: „Já, þetta var flæmskur maður, gaman að flæmskunni, mér var einu sinni gefin bók með Maríusögum á flæmsku. Ég fór með hana til Kaupmannahafnar og lét hana verða innlyksa hjá Jóni Helgasyni, ég vona að hann hafi haft eitthvað upp úr krafs- inu.“Þegar við komum út af erfi- dryldyjunni á Borginni sagði dótt- ir mín við Halldór á leiðinni að bílnum: „Halldór, fannst þér hann ekki skemmtilegur, þessi erkibiskup?" Þá stansaði Halldór á miðri götunni og sagði: „Ég skal segja þcr það Kaja að það eru ekki til skemmtilegri menn en erkibiskupar. Það er ekki hægt að lenda í skemmti- legri samkvæmum en með nokkrum erkibiskupum, að ég ekki tali um ef einum eða tveim- ur kardinálum væri kastað inn í selskapið. Þetta eru svo fyndnir menn að þeir eru hér umbil eins fyndnir og sjálfur guð almáttug- ur.“ Ég tók þátt í að gera afmælis- dagskrá um Halldór Laxness ásamt Baldvini Halldórssyni í Ríkisútvarpinu. Við völdum ýmsa kafla úr verkum Halldórs sem lesnir voru, leiknir og sungnir. Meðal annars fór ég fram á það við Halldór að hann læsi stuttan kafla úr Vefaranum mikla. Hann færðist undan. Ég sýndi honum tiltekinn kafla og bað hann að lesa hann. Hann leit yfir kaflann, las í hljóði og sagði svo: „Skrifaði ég þessa bölvaða vitleysu? En eitt get ég sagt þér: Þýðingin á Mar- íubæninni í lok bókarinnar er kórrétt." Heilajjvottur sendiherrans Arni Bergmann segir af Halldóri: Eitt sinn á dögum menningar- byltingarinnar svonefndu í Kína voru þau boðin til kvöldverðar í sendiráð Kína í Reykjavfk Auður og Halldór og Magnús Kjartans- son og kona hans Kristrún. Að lokinni máltíð voru herrarnir teknir afsíðis og sendiherrann fór að lesa yfir þeim um kínverska utanríkisstefnu sem um þær mundir gerði Sovétríkin sér að höfuðóvini. - llvað er nú þetta, Magnús? sptirði Halldór. - Það er verið að heilaþvo okk- ur, sagði Magnús Kjartansson. Og nú fór sem við mátti búast, Halldór rcis öndverður gegn öli- um "heilaþvotti" og var nú allt í einu tilbúinn til að finna Sovét- mönnum fleira til ágætis en endranær. Hann spurði kín- verska sendiherrann og vildi skýr svör: Ef til styrjaldar kemur milli Rússa og Ameríkana með hverj- um ætlið þið þá að standa? Ætlið þið að standa með Könum? Sendiherrann fór undan í flæmingi. Við, sagði hann, stönd- um með alþýðunni í hverju landi en ekki yfirstéttinni. - Einmitt það, sagði Halldór. Við erum nú ekkert gefnir f\'rir það lengur að trúa stórveldum frá degi til dags. Arurn saman dembduð þið Kínverjar yfir Bandaríkin öllum vönnnum og skömmum - en svo eru Maó og Nixon orðnir vinir á einum degi og Rússar þá um leið orðnir gjör- spilltir heimsvaldasinnar. Hvað á þetta að þýða? „Þessir hábölvuðu revisjónistar“ Nú varð fátt um svör. Magnús reyndi að taka að sér hlutverk diplómatans og víkja talinu að bókmenntum með þeim formála að hér sitjum við undir mynd af- merku skáldi, Maó Tsedong. Sendiherrann vissi ekki hvern- ig hann átti að bregðast við. - Hver eru helstu skáld í Kína m't? spurði Magnús. - Við skulum láta fjöldann um að svara því, sagði sendiherrann, alla alþýðu manna, the masses. - Uss, massana, sagði Halldór, ekki skrifa þeir bækur, það gera einstaklingar. - Nú situr við hlið mér einn af fremstu skáldsagnahöfundum heims, sagði Magnús. Hefur mikið verið þýtt eftir hann á kín- versku? Enn varð fátt um svör hjá sendiherranum en Halldór var kominn á skrið og lét sig hvergi: - Það fer ekki mikið fyrir því. En þessir hábölvuðu revisjónist- ar, Rússarnir, þeir hafa þó þýtt eftir mig á annan tug bóka! Þetta er frásögn Magnúsar - ég rifjaði hana upp sfðar fyrir Halldóri sem hafði þá gleymt þessu kinverska ævintýri og hon- um var mikið skemmt. Framhald á bls. 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.