Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 3
 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2 0 0 0 - III ÍSLENDINGAÞÆTTIR Nærmynd af Nóbelsskáldi Framhald afforsíðu Bam á heimiliitu Einar Laxness, sonur Halldórs og Ingibjargar Einarsdóltur, segir frá: A þessum stöðum vorum við oft saman fjölskyldan. Eru sér- staklega í minni mínu dvalir í héraðsskólanum á Laugarvatni, þar sem faðir rninn var að skrifa á bókasafninu þar, og við móðir mín saman í sundi eða útiveru, eða ég var að leik með kennara- sonum á staðnum. A kvöldin fóru þau stundum í heimsókn til kunningjafólks, Ragnars Asgeirs- sonar, garðyrkjuráðunautar, og danskrar konu hans, sem bjuggu á staðnum. Þá var einhver fengin til að líta eftir drengnum á með- an. Því var ckki að neita, að bind- ing hlaut að vera fyrir þau hjón, þegar sonurinn kom í heiminn sumarið 1931, og þau þurftu að nokkru að innrétta sig samkvæmt því, og því fremur sem lnga var í föstu starfi utan heimilis, á Skattstofunni í Reykjavík. Hún bjó þó við þær hagstæðu aðstæð- ur, að hún gat veriö laus við síð- ari hluta árs, þegar minna var að gera. Sá tími fór þá að miklu leyti í að fýlgja Halldóri á ferðum hans erlendis, og dveljast með honum þar, stundum mánuðum saman, oft í Kaupmannahöfn, stundum í Þýzkalandi, London os París, eða í Róm, og á Suður-Italíu voru þau vetrarpart 1934-35. Síðsum- ars 1936 sigldu þau til Suður- Ameríku á rithöfundaþing í Argentínu, þar sem blómi úr rit- höfundastétt heimsins var saman kominn. Haustið 1937 fóru þau til Sovétríkjanna, þar sem Hall- dór dvaldist frarn eftir vetri, með- an Inga fór heim á leið um jólin, í lest frá Moskvu til Helsinki, - á tímum hinna óhugnanlegu hreinsana Stalíns. Það var þeim hjónum til happs, að í nábýli við þau voru tengdaforeldarnir. Sig- ríður og Einar, sem allt gerðu til að auðvelda dóttur sinni og tengdasyni að lifa lífinu, með sér- stöku tilliti til þess, að skáldgáfa Halldórs hefði sem auðveldast svigrúm, enda kunnu bæði vel að meta hæfileika haris, og vissu, að þá mátti ekki hefta. Þess vegna naut sonurinn, barnabarn þeirra, sérstaks atlætis- og skjóls hjá ömmu sinni og afa frá öndverðu og alla tíð meðan þau lifðu, svo að í húsi þeirra átti hann sitt annað heimili, og það eina eftir að leiðir foreldranna skildu. Alla tíð færði skáldið Sigríði, ömmu minni, bækur sínar, með sér- stakri áritun til hennar. Drengnum er í minni frá þess- um bernskuárum hin sífelldu ferðalög föður hans, skáldsins, hversu stutt hann staldraði stundum við á heimilinu, hvernig hann kom eins og úr fjarlægð frá framandi löndum, sat við skriftir- um hríð, heimsótti vini sína í Unuhúsi og „Alþýðukoti", að ógleymdum Vilmundi, hinum mikla fræðaþul, sem var honum uppspretta söguefnis, - en var óð- ara floginn á braut út á land, eða aftur af stað burt í tjarlægð til- annarra landa. Síðan fór móðir drengsins oft á eftir, en hann fékk bréf og skemmtileg kort frá þeim úr heimsborgunum, og gjafir, þegar þau komu heim. Að- stæður leyfðu engan veginn að taka drenginn með í slíkar ferðir, sem þau hjón fóru í, enda Hall- dór fyrst og fremst önnum kafinn að vinna að sínum ritstörfum. Óknyttastrákur íslenskra bókmennta Skoski sjónvarpsmaðurinn og þýðandinn Magnús Magnússon skrifar um glímuna við að þýða Halldór. Eg tók að uppgötva Halldór Laxness sumarið 1948 þegar ég fór í fyrsta skipti einn rriíns liðs til Islands. Eg var um það bil að hefja háskólanám í Oxford og eyddi sumrinu á síldarbát frá Ak- ureyri, Snæfellinu. Það var engin Hattdór og Ingibjörg Einarsdóttir í Nizza í janúar 1935. Á ferdalagi 1933. Ertendur í Unuhúsi, Kristín Guómundsdóttir, Hallbjörn Halldórsson og Halldór. smáræðis menntun, skal ég segja ykkur! Eg var líka að byrja að kynnast föðurlandi mínu upp á eigin spýtur - fram að þessu hafði ég einungis komið til íslands í sumarleyfum með fjölskyldu minni, þangað til heimsstyrjöld- in síðari tók algerlega fyrir sam- göngur við Island. A stríðsárunum hafði Laxness skrifað sögulegan þríleik sinn, Is- landsklukkuna (1943-46), en nafnið vísar til koparklukku í Þingvallakirkju sem dönsk yfir- völd létu fjarlægja og bræða vegna endurbyggingar hinnar stríðshrjáðu Kaupmannahafnar. Sagan gerist á íslandi og í Dan- mörku á áratugunum kring- uml700 og fjallar um þrjár aðal- persónur: Jón Hreggviðsson, ís- lenskan leiguliða sem er sakfelld- ur fyrir að hafa myrt danskan embættismann og flýr til útlanda þar sem hann lendir í furðuleg- um ævintýrum á ferðum sínum; Jón er hinn eilíflega kúgaði en endalaust þrautseigi smábóndi sem bregst við öllum þrenging- um með skensi og með háðsicg- um kveðskap. Því næst er Arni Arnasort (einnig nefndur Arnas Arneus), persóna sem er byggð á húmanistanum hámenntaða, heimsmanninum, fræðimannin- um og stjórnmálamanninum Árna Magnússyni (1663-1730) sem helgaði líf sitt varðveislu aldagamallar menningar Islend- inga. Þriðja persónan er Snæfríð- ur Islandssól, ástin í lífi Árna Árnasonar, stolt og einþykk, leiftrandi gáfuð og endalaust heillandi, tákn fyrir alla skaddaða dýrð fortíðar og nútíðar Islands. Mörgum finnst þetta vera minn- isstæðasta og hljómfegursta. verk Halldórs, ritað’á átjándualdar ís- lensku sem kcmur öllum tvíræð- um blæbrigðum þessa tímabíls til skila. Álslandi hefur það reynst vinsælast og söluhæst af skáld- sögum hans. Á Islandi þetta sumar 1948 heyrði ég fólk tala um þennan óknvttastrák ís- Á 93. afmælisdegi Halldórs hinn 23. apríl 1995. börn Halldórs eru öll með honum á myndinni. Guðný (til vinstrij og María sitja, Einar og Sigríður standa. Halldór með Maríu dóttur sinni. lenskra bókmennta, þennan refsivönd yfír skinhelgi og spill- ingu þeirrar yfirstéttar sem hafði dæmt svo marga íslendinga til lífs í óslitinni eymd. Fvrir síldarkaupið mitt keypti ég töskufylli af bókum -einkum útgáfur af fornsögunum en ein- nig tvær af skáldsögum Halldórs í þýðingum (ég blygðast mín fyrir að játa að mér hinnst of erfiu að lesa Laxness á frummálinu, ís- lenskukunnátta mín var býsna bágborin á þeim árum). Ég lét því nægja að kaupa þýðingu á Sölku Völku eftir F H Lyon (Allen & Unwin, 1936) og þýðingu J A Thomson Independent Péople (Allen & Unwin, 1945; hún var síðan gefin út í hreinsaðri og am- erfkaníseraðri" gerð af Alfred Knopf, New York, árið 1946).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.