Dagur - 19.01.2001, Side 4
4 - FÖSTUDAGUR 19. J A N Ú A R 2001
FRÉTTIR
Markmiðið að geta
tjáð sig á 3 timgum
Á þessu fyrsta tungumálaári verður áhersla lögð á að draga athygli að fjölbreytni
tungumála og menningar í Evrópu og að hvetja Evrópubúa til að auka tungumála-
kunnáttu sína þannig að þeir geti betur aðlagað sig efnahagslegum, félagslegum og
menningarlegum breytingum á samfélaginu.
Árið 2001 verður evr-
ópskt timgiunálaár og
íslenskt verkefni fékk
einn 43 styrkja sem ESB
veitti í sambandi við jþað.
Islenskt verkefni, Babels turninn, var
eitt af 43 fyrstu verkefnunum sem
framkvæmdastjórn Evrópusambands-
ins ákvað að styrkja á „Evrópsku
tungumálaári 2001“. Babels turninn,
á vegum Endurmenntunarstofnunar
Háskóla íslands, hlaut 40.000 evru
styrk, eða 3,2 m.kr. Verkefnið er liður
í þætti Islands í evrópskri viku tungu-
málanáms innan fullorðinsfræðslu 5.-
11. maí og felur m.a. í sér fjölbreytta
kynningu á námsframboði í tungumál-
um hér á landi, þar sem einkum er
höfðað til fullorðins fólks.
Evrópubúar hvattir til tungu-
málanáms
A þessu fýrsta tungumálaári verður
áhersla lögð á að draga athygli að fjöl-
breytni tungumála og menningar í Evr-
ópu og að hvetja Evrópubúa til að auka
tungumálakunnáttu sína þannig að
þeir geti betur aðlagað sig efnahagsleg-
um, félagslegum og menningarlegum
breytingum á samfélaginu. Fram-
kvæmdastjórn ESB veitir styrki til
verkefna sem eru í samræmi við mark-
mið tungumálaársins í aðildarlöndum
ESB og EFTA/EES löndunum. Heild-
arupphæð styrkja að þessu sinni er um
1,7 milljónir evra eða um 136 milljón-
ir íkr. Með 2,4% upphæðarinnar hefur
Island „aflað“ vel.
„Það má segja að sú þörf að læra er-
lend tungumál hafi alla tíð verið aug-
Ijós fyrir okkur lslendinga,“ sagði Mar-
ía Þ. Gunnlaugsdóttir í menntamála-
ráðuneytinu. Norðurlöndin og t.d.
HoIIendingar hafi líka lengi Iagt áher-
slu á tungumálanám. Hjá öðrum Evr-
ópuþjóðum hafi þessi þörf orðið miklu
meira áherandi núna á seinni árum.
Og í liinni miklu samvinnu sem nú er
milli Evrópuþjóða leggi þær mjög
FRÉTTA VIÐTALIÐ
aukna áherslu á að fólk læri önnur
tungumál.
Stórt pólitískt mál í Bretlandi
Nú hefur oft heyrst að Frökkum t.d. sé
lítið um það gefið að tala önnur tungu-
mál en sitt eigið og svo sé um fleiri af
evrópsku „stórveldunum"? „Egheldað
þau viðhorf séu að breytast mjög mik-
ið. Að menn séu einmitt að átta sig á
því að það er mikil nauðsyn fý'rir Evr-
ópuhúa að geta tjáð sig á fleiri málum
en sfnu eigin móðurmáli. Evrópusam-
bandið hefur raunar sett fram stefnu í
þeim efnum og lagt áherslu á að Evr-
ópubúar geti tjáð síg á 2 öðrum tungu-
málum en sínu eigin, sem er sjálfsagt
svolítið ljarlægt markmið." En gengur
þetta líka í Breta, sem alls staðar geta
bjargað sér á móðurmálinu? María
segir Breta hafa gert það að stóru póli-
tísku máli hjá sér að breyta þessum
viðhorfum. Þeir hafi undirbúið mjög
metnaðarfullt prógramm á þessu
tungumálaári.
Málakimnáttan könnuð á árinu
Síðari umsókarnarfrestur um styrki er
15. febrúar n.k. og miðast þeir við
verkefni sem hefjast eftir 1. júní í ár.
Framkvæmdastjórn ESB skipuleggur
fjölda annarra aðgerða s.s. uppsetn-
ingu gagnvirkrar vefsíðu á mörgum
tungumálum, könnun á tungumála-
kunnáttu Evrópubúa, evrópska viku
tungumálanáms innan fullorðins-
fræðslu 5.-11. maí og evrópskan
tungumáladag 26. septemher. Áhuga-
sömum er hent á heimasíðu mennta-
málaráðuneytisins: www.mrn.stjr.is
- HEl
Guðni
Ágústsson.
í pottinum voru menn
að skemmta sér við að
lesa maddömuna.is,
vefrit ungra framsóknar-
manna. Þar er að sjálf-
sögðu aö finna umfjöllun uin
írska nautakjötið og þykir ungum
fröminurum sérkemiilegt að sjá
fyrrum baráttumenn fyrir auknu
frelsi í innflutningi landbúnaðar-
afurða hrópa á afsögn Guðna
Ágústssonar vegna þess að hann
hafi ekki bannað innflutning á
írska kjötinu. En það var ferskur punktur hjá
maddömuimi að benda á að málið vaknaði ekki
fyrr en tveimur vikum eftir að kjötið var auglýst
til sölu þegar einhver rakst á augfysingu í göml-
um Mogga. Maddaman spyr síðan: „Ætti auglýs-
ingadeild Moggans kannski að hafa áhyggjur.
Það er auglýst kjöt til sölu í blaðinu en enginn
tekur eftir þvl fyrr en tveimur vikurn seinna!“
Nú velta margir fyrir sér pólitískri
framtíð Ingibjargar Pálmadóttur
enda þykir hún hafa gott tækifæri
til að hætta í pólitík hafi hún
áhuga á þvl eða þá halda áfram af
endurnýjuðum krafti vilji hún
það. Þrálátur orðrómur er um aö
hún sé orðin óánægð í samstarf-
inu við sjálfstæðismenn og Davíð
sem hafi hvað eftir amiað sýnt
henni yflrgang þegar kom að mál-
efnum liennar ráðuneytis, og m.a.
liafi hún íliugað að hætta þegar
tekist var á um viðbrögð við ör-
yrkjadómnum í ríkisstjórn. Nú
síðast hafi forsætisráðherra ruðst fram fyrir
hana þegar tillagaii um afbrigði var dregin til
baka í þinginu. Á það er bent aö Ingibjörg liafi
langan og í lieild glæsilegan feril í heilbrigðis-
ráðuneytinu og því væri auövelt fyrir hana að
liætta núna með stæl. Á móti er á það bent að
flokkurinn ætti erfitt með að þola það ef annar
forustumaður hætti nú, svo skömmu eítir
óvænta brottför Fiims Ingólfssonar...
Ingibjörg
Pálmadóttir.
Davíð
Oddsson.
Náttnran njóti vafans
Orri Vigfússon
fonnaður Vemdarsjóðs villtra
Jaxastofna
Fá 100 milljónirkróna frá
breskum stjómvöldum. Til
kaupa á netaréttindum.
Heildarkostnaður áætlaður 2 -
3 milljarðar. Laxinum ógnað
afsjókvíaeldi. Stjómvöld ana
blintáfram. Aukin umhverf-
isvitund
- Hvemig slendur á því að sjóðurinnfær
100 milljónir króna frá breskum sijórn-
völdum?
„Það er vegna þess að það eru stjórnvöld í
útlandinu sem hlusta á okkur. Við höfum
tekið þátt í vinnu við stefnumótun um
stjórnun laxamála í löndum víða f kringum
Atlantshafið og þar á meðal í Bretlandi.
Meðal þess sem við höfum lagt til er að
kaupa upp öll netaréttindi. í fyrra keyptum
við t.d. netaréttindi íWales. Fyrir2 - 3 árum
var skipuð sérstök endurskoðunamefnd f
breska sjávarútvegsráðuneytinu. Nefndin
skilaði af sér í fyrra og lagði þá til að hreska
stjórnin kæmi með framlag og færi í sam-
starf við okkur um að gera þetta.“
- Dugar þetta alveg?
„Nei, nei. Við þurfum að koma með jafn-
mikla upphæð að minnsta kosti og svo þarf
að gera meira. Skotland er t.d. ekki inní
þessu. Ég geri ráð fýrir að við þurfum stóra
upphæð í þessu skyni líka þar. Við höfum
óskað eftir því við skosk stjórnvöld að þau
komi líka að þessu máli.“
- Hvað heldurðu að það þmft að verja
miklum fjármunum til að kaupa upp
þessi réttindi?
„Okkar áætlun miðar að því að kaupa upp
þessi réttindi í öllu Atlantshafi. Það kost’ar
ábyggilega 2-3 milljarða króna.“
- Fáið þið engan jjárhagslegan stuðning
frá íslenskum stjórnvöldum í þetta verk?
„Nei. við höfum aldrei beðið þau um pen-
inga í þetta. Stjórnvöld réttu okkur hins veg-
ar hjálparhönd þegar við fórum í samstarf
við samtök veiðibænda við Faxaflóa og
keyptum upp netaréttindi í Borgarfirði og
Hvalfirði."
- Hafa þessi uppkaup á réttindum skil-
að einhvetjum árangri?
„Já við höldum það. Ef við hefðum ekki
farið út í þetta þegar við byrjuðum fyrir 10
árum þá væri laxinn löngu búinn. Það eru
hins vegar sveiflur í laxastofnum og göng-
um. Það er aftur á móti enginn vafi í hugum
okkar sem höfum komið að þessu að þessi
uppkaup séu það eina rétta. Á mörgum
stöðum hefði hreinlega orðið að stöðva allar
veiðar á laxi eins og við gerðum með hval-
veiðarnar eða gera eitthvað svona."
- Ógnar ekki sjóltviaeldi einnig villta
laxinum?
„Jú, jú, það gerir það. Við sjáum t.d. hvað
kom upp hjá þeim í Rifósi. Menn þar hafa
sagt að þeir viti að það séu sjúkdómahæltur
sem fylgja því, þótt þeir hefðu ekki gert ráð
fyrir þessu tjóni sem þeir urðu fýrir. Þetta er
eins og mykjuhaugur. Ef það er ekki mokað
frá getur svona lagað gerst og fiskurinn
drepist úr eigin skít.“
- Eru nienn kannski famir að hugleiða
að kaupa upp sjókvtaeldið?
„Nei. Það yrði okkur ofviða. Það eina sem
við biðjum um í þeim efnum er að allt verði
gert til að byrgja brunninn áður en lagt er af
stað. Það hefur hins vegar ekld fengist í
gegn að menn fari ekki af stað fyrr en óháð-
ir sérfræðingar hafa lagt á það mat og
hvernig eigi að gera þetta. Stjórnvöld hafa
hafnað því og gera þetta blint.“
- Finnst þér að skilningur almennings á
unihverfisþætlinum fara vaxandi?
„Já, það finnst mér. Menn sjá það auðvit-
að að það þarf að fara várlega. Það þýðir
ckkert að gera þetta eins og stjórnvöld að
ana bara áfram. Það gengur hara ekki í nú-
tímaþjóðfélagi að leyfa ckki sérffæðingum
að koma að þessurn málum. Krafan um það
eykst með hverjum degi. I þe.ssum efnum
þurfa allir að taka á hver í sínum ranni. Við
erum t.d. að drepa aíltof of mikið af fiski.
Við þurfum að minnka það til þess að láta
náttúruna njóta vafans." - GRH