Dagur - 19.01.2001, Page 6
6 - FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Sfmar: 460 bioo OG boo 7oao
Netfang ritstjórnar: ritsijori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: cREYKJAVÍK)5B3-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
CAKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 CREYKJAVÍK)
Staðan í borginni
í fyrsta lagi
Sjálfstæðisflokkurinn á enn við mikinn forystuvanda að etja í
höfuðborginni. Tómarúmið sem Davíð Oddsson skyldi eftir sig
í forystu flokksins í Reykjavík hefur ekki enn verið fyllt. Sjálf-
stæðismenn hafa ekki náð að velja sér leiðtoga sem hefur roð
við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, sem leitt hef-
ur Reykjavíkurlistann til sigurs í tvennum kosningum í röð.
Enn er enginn sannfærandi keppinautur um borgarstjóraemb-
ættið í sjónmáli hjá sjálfstæðismönnum.
í öðru lagi
Það vantar ekki að ýmsir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
hafi áhuga á að leiða flokkinn í næstu kosningum. Minni spá-
menn þar á bæ hafa notað hvert tækifæri síðustu misseri til að
koma sjálfum sér í fjölmiðla, einkum þó sjónvarp, með því að
finna ólíklegustu tilefni til að gagnrýna Reykjavíkurlistann og
borgarstjóra. En þessi gagnrýni hefur yfirleitt verið máttlaus,
enda rekstur borgarinnar í traustum höndum. Fylgi stuðnings-
manna Sjálfstæðisflokksins í borginni við þessa áhugamenn
um forystuhlutverkið virðist líka afar lítið. Samkvæmt lítt
marktækri skoðanakönnun sem birt var í gær virðast athygli
fylgismannanna þó einkum beinast að Júlíusi Vífli Ingvarssyni
og Ingu Jónu Þórðardóttur. En hrifningin með þau virðist þó
afar takmörkuð.
í þriðja lagi
Enn sem komið er liggja ekki fyrir ákvarðanir um hvort þau
stjórnmálaöfl sem standa að Reykjavíkurlistanum muni freista
þess að sigra í þriðju borgarstjórnarkosningunum í röð. 011 póli-
tísk rök hníga þó í þá átt. Enginn þeirra flokka sem þar eiga hlut
að máli vill bera ábyrgð á því að afhenda Sjálfstæðisflokknum á
ný meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Ef Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir gefur áfram kost á sér sem borgarstjóri fyrir næsta
kjörtímabil virðist einsýnt að Framsóknarflokkurinn, Samfylking-
in og VG hljóti að standa þétt saman að baki framboðs Reykja-
víkurlistans. Annað væri pólitískt glapræði.
Elias Snæland Jónsson
Ný staða
Stjórnmálaskýrendur hafa verið
að reyna að leggja mat á hvað
kjósendum finnst um málatil-
búnað flokkanna í öryrkjamál-
inu, bvort þeir eru hrifnari af
málefnalegum ræðum Halldórs
og Ingibjargar eða strákslegum
en oft ómálefnalegum andsvör-
um Davíðs. Eins hafa þeir Oss-
ur og Steingrímur J. verið
metnir af frammistöðu sinni í
málinu. Það er því komin upp
sú óvenjulega staða í pólitík-
inni, að flestir hafa unnið
heimavinnuna sína og bera |)vf
fram heilstæð og sannfærandi
rök. Almenningur hefur þannig
staðið frammi fyrir
erfiðú vali og mál-
efnalegu, sem er í
raun frekar sjaldgæft
í íslenskum stjórn-
málum. Garri tók
eftir því í samtölum
sínum við fólk í vik-
unni að þessi staða
fór í taugarnar á
mörgum - menn
nenntu ekki að stan-
da í þessu enda van-
ari þvi að geta mynd-
að sér skoðun út frá einhveijum
einföldum og fljólegum viðmið-
um.
Losnað úr klenunu
En menn losnuðu svo sannar-
lega úr þessari klemmu í fyrra-
kvöld þegar Ingibjörg Pálma
fékk vægt aðsvif í beinni sjón-
varpsútsendinu og kom svo aft-
ur rétt á eftir kraftmikil og skel-
egg, þrátt fyrir krankleika sinn.
Ossur Skarphéðinsson, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar stóð hins
vegar frosinn hjá og rétti ráð-
herranum ekki hjálparhönd,
ekki í það minnsta meðan kvik-
myndavélarnar voru í gangi.
Eftir þetta er greinilegt að fólk
hefur átt mun auðveldara með
að mynda sér afdráttarlausar
skoðanir á öryrkjamálinu. Ann-
ars vegar er mikill Ijöldi sem dá-
ist að Ingibjörgu fyrir að rísa
V
upp og klára viðtalið í sjónvarp-
inu, en hneykslast að sama
skapi á Össuri. Þessi hópur hef-
ur nú gegnið til liðs við stjórn-
ina í málinu. Trúlega hefur ekk-
ert eitt atvik lagað almennings-
álitið á ríkisstjóminni eins mik-
ið í málinu og þetta. Hinn hóp-
urinn heldur áfram baráttu
sinni og bendir á að það hafi nú
verið lítið sem Össur hafi getað
gert á meðan kvikmyndavélarn-
ar rúlluðu auk þess sem það, að
ráðherra fái aðsvif, eigi í raun
ekki að koma þessu máli við.
Hvaöa pólitík?
Garri hallast nú
heldur að seinni
skoðuninni, þ.e. að
sennilega hefði Öss-
ur lítið gagn getað
gert í þessari stöðu.
En hvað Garra
finnst er auðvitað
aukaatriði því vegir
stjórnmálanna eru
órannsakanlegir.
Aðalatriðið er því
orðið, að það er svo
miklu auðveldara fyrir þorra
fólks að taka afstöðu í öryrkja-
málinu út frá aðsvifinu í sjón-
varpsfréttatímanum, en út frá
efnislegum forsendum málsins,
sem eru bæði flóknar og lang-
dregnar. Því er kominn upp nýr
pólitískur veruleiki í þessu máli,
sem snýst um það hvort leiðtogi
stjórnarandstöðunnar hefði get-
að gert eitthvað í sjónvarpsút-
sendingunni eða ekki og það
hve mikið hörkutól heilbrigðis-
ráðherrann sé þrátt fyrir veik-
indi. Og um leið og ráðherran-
um er óskað góðs bata er ekki
úr vegi að spyrja hver það hafi
eiginlega verið sem hélt að
stjómmál snerust um þjóðfé-
lagsmál?
- GARRI
ODDUR
ÓLAFSSON
SKRIFAR
Á tímum ófrávíkjanlegrar jafn-
réttiskröfu, þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn á frumkvæði að því að
gera pabba að rfldsreknum mæðr-
um, játa æðstu menntayfirvöld að
börn séu misjafnlega gefin til höf-
uðsins. Að vísu hefur þetta lengi
verið á almannavitorði en skóla-
niönnum verið harðbannað að
játa það eða sýna í verki með því
að gera upp á milli nemenda. Eins
og á öðrum sviðum þjóðlífsins
hafa tossarnir í skólunum fengið
að draga hina með sér niður í
meðalmennskuna. Það er kallað
jafnrétti til náms.
En á tímum tæknidýrkunar og
flókinna viðskiptahátta þarf al-
þjóðavæðingin á afburðafólki að
halda og þvf er mikil nauðsyn á að
skólakerfin fari að skilja hafrana
frá sauðunum. Hafa því giifug-
ustu fræðslu- og menntastofnanir
landsins bundist samtökum um,
að velja úr háefíleikanemendur í
barnaskólum og gera að há-
Grautargerð hámeimta
menntasnillingum.
Er það allt gott og blessað og
sannarlega tími til kominn að
skólakerfin viðurkenni þá ein-
földu staðreynd, að suniir eru
betur fállnir til náms en aðrir.
e.abstract
Fræðslu- og menntastofnanirnar,
sem nú eru að brjóta blaö f
menntasögunni með því að velja
gáfuðustu börnin og halda nám-
skeið sem hæfa námsgáfum þeirra
og hæfileikum, gera grein fyrir
hvernig staðið verður að verki.
Stefnuskráin er skilgreind í plaggi
sem fjölmiðlum var afhent.
Fyrsta skilgreining: „Hópur
bráðgerra skólabarna (e. gifted
students) hefur víða verið skil-
greindur".
Síðar: „Bráðger börn eiga gott
með að hugsa óhlutbunclið
(e.abstraet)...“
Enn síðar: „Markmið þessa til-
raunaverkefnis er að bjóða upp á
viðfangsefni á sviði raunvísinda,
sem fela f sér margvíslegar lausnir
vandamála (problem solving)".
Og enn: „Nemendum verður
skipt í 5 manna hópa sem hver
vinnur tvö verkefni (projekt) á
tímabilinu,...".
1 tveim fyrri svigunum er e.,
sem mun eiga að útskýra að orðin
eru ensk. 1 tveim síðari svigununi
er ekki útslcýrt ríánar um hvaða
tungumál er að ræða. Sennilega
mun skýrsluhöfundur treystu því
að lesendur séru farnir að átta sig
á, að um er að ræða enska þýð-
ingu til skilningsauka á textanum.
Það er ekld ónýtt að fá að frétta
hvað felst í hinu dularfulla ís-
lenska hugtaki „lausn vanda-
mála“. Það er á okkar ástkæra, yl-
hýra og munntama máli problem
solving.
SMLníngsauM?
Ekki er til þess ætlast að þeir
fjöhniðlamenn seni túlka eiga
greinargerðina séu sérlega
bráðgerir, eins og börn sem eru
góðum gáfum gædd eru skil-
greind. Ef það þarf að túlka
einföld fslensk orð yfir á ensku
til að textinn komíst til skila er
illa komið fyrir stétt frétta-
hauka.
Hitt kann líka að vera, að
skýrsluhöfundar séu sjálfir ekki
vissir um hvað þeir meina með
skrifum sínum og telji því ör-
uggara að nota tvö tungumál til
að vera vissir um að hugsun
þeirra komist til skila.
Hvað sem því líður, þá er
málnotkun af þessu tagi hvim-
leið og algjörlcga óþörf. Og
væntanlega er hún ekki vísir að
því hvernig kennslu ofurnem-
endanna verður háttað. Eðli-
lega þurfa þeir að spreyta sig á
verkefnum á fleiri tungumál-
urn, cn að grauta þeim saman
er ekki vel menntaðra manna
háttur.
Eiga konuraðgera
mönnum sínum daga-
mun á bóndadaginn?
(Bóndadagurinn er í dag og þá eiga
íslenskarkonuraðgera vel við bænd-
ur sína samkværntgönilum
íslenskum sið.)
Áslaug Gísladóttir
blómasali í BlómabtiðinniAkri
áAkureyri.
„Þeir eiga það bara
skilið þessar elskur
að fá einn svona dag
á ári - á meðan við
konurnar fáum tvo;
konudag og mæðra-
dag. Karlinn minn er reyndar
mettaður af blómum enda búinn
að vinna við þau í tuttugu ár, en
í staðinn ætla ég að gefa hoiium
gott að borða á bóndadaginn.
Hann fær hangikjöt með kartöfl-
um, jafningi og grænum baun-
um - og þetta er það besta sem
hann veit.“
Sigríður Amardóttir
sjónvarpsmaður á Skjá einum.
„Endilega og fólk á
að finna sér fleiri
svona daga til þess
að gera sér einhvern
dagamun. Stundum
er gott að hafa ein-
hverja svona fasta daga til að
halda sér við efniö og minna
mann á. Við hjónin ætlum að
fara út að borða á föstudags-
kvöld, en það er þó raunar alveg
óháð hóndadeginum."
Brynhildur Guðjónsdóttir
leikkona.
„Að sjálfsögðu. Slíkt
er svo fallegt og róm-
antískt og svona
tækifæri ber manni
að nota til að minna
á hvað maður á með
maka sínum. Hjá mér og mann-
inum mínum, Atla Rafni Sigurð-
arsyni, reikna ég með að blóm og
eitthvað gott að borða verði á
dagskrá dagsins - og síðan komi
hugguleg kertaljósakvöldstund.
Sumum finnst bóndadagurinn
sjálfsagt vera trix af hálfu kaup-
manna og vilja því ekki vera
leiksoppar þeirra, en mér finnst
aftur á móti sjálfsagt að nota
svona daga til að gera lífiö
skemmtilegra - og fallegra."
Ragnheiður Eiríhsdóttir
hjúkrunarfr. ogkynlíjspistlalwf Dags.
„A bóndadaginn er
sniðugt að plana
rómantíska óvissu-
ferð með kynferðis-
legum enclapunkti.
Ekki þarf éndilega að
fara út fyrir veggi heimilisins, í
vísitöluhúsinu eru vísast margir
skemmtilegir staðir sem vert er
að skoða. Konan getur til dæmis
sent manni sínum í vinnuna
boðshréf í tölvupósti, þar sem
hún ýjar að ævintýrum og unaði
þegar heim er komið. Taka má
móti karlinum með kampavíni
og heitu ilmolíubaði. Stórt bað-
kar sem tekur tvö býður uppá
möguleika á að konan bregði sér
líka ofan i, klædd eður ei. Topp-
ur hóndadagsins er svo að njóta
kynlífs á þeim stöðum f íbúðinni
sem ekki hafa áður veriö notaðir
til ástaieikja."