Dagur - 19.01.2001, Side 9
FIMMTUDAGVR 19. JANÚAR 200 1 - 9
FRÉTTIR
Skrpulagsmál
í nýju kastljósi
Ingibjörg Súlrún Gísladóttir segir að það fari eftir því hversu þátttakan
verður mikil í atkvæðagreiðslunni hvort niðurstaða hennar verður bindandi
fyrír borgaryfirvöld eða ekki.
Framtíð flugvallar í
Vatnsmýri. Athygli á
skipulag borgar í
heild siimi. Viða-
mildð kynuiugarstarf
framundan. Sjónvarp-
að á landsvísu
lngibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að ákvörðun
um atkvæðagreiðslu um framtíð-
arnýtingu Vatnsmýrinnar sé
mjög jákvæð og hefur vakið at-
hygli á skipuiagsmálum borgar-
inar í heild sinni. Viðamikið
kvnningarstarf er framundan hjá
borginni vegna atkvæðagrciðsl-
unnar sem fram fer að öllum lík-
indum 17. mars n.k. Meðal ann-
ars er áformað að sjónvarpa um
allt land opnum fundi í Ráðhús-
inu þar sem sérfræðingar kynna
fvrir borgarfulltrúum kosti og
galla þeirra valkosta sem kosið
verður um.
Stóru linurnar
Borgarstjóri segir að áformuð at-
kvæðagreiðsla hafi m.a. vakið
upp miklar umræður um skipu-
lagsmál borgarinnar, hvernig
fólk vill sjá fyrir sér borgarsamfé-
lagið, skipulag þess og þróun til
framtíðar. H ún segist vera sann-
færð um að atkvæðagreiðslan
rnuni m.a. skila sér í því að skoð-
anaskipti verði meiri en hingað
til um stóru línurnar í skipulags-
málum. Ekki aðeins um hin
smærri mál sem oft hefur verið
tekist á um í borginni eins og t.d.
skipulag einstakra lóða og bygg-
ingu einstakra mannvirkja. Hún
segir að atkvæðagreiðslan og að-
dragandi hennar muni því skipta
sköpum fyrir þessa umræðu.
Ræðst af þátttiiku
Ingibjörg Sólrún segir að það fari
eftir því hversu þátttakan verður
mikil í atkvæðagreiðslunni hvort
niðurstaða hennar verður bind-
andi fyrir borgaryfirvöld eða
ekki. Hún segir að ef meirihluti
borgarbúa stendur á bak við þá
niðurstöðu sem verður ofan á í
kosningunum, þá verður að sjálf-
sögðu litiö á það sem bindandi
fyrir borgaiy'firvöld. Sérstaklega
ef þátttakan er góð.
ViðamiMl kyiming
Kristín Amadóttir aðstoðarkona
borgarstjóra segir að það sé hlut-
verk borgarinnar að sjá til þcss
allir valkostir verði kynntir á fag-
legan hátt. Markniiðið sé að
borgarbúar verði sem mest upp-
lýstir um hvað vinnst og hvað
ekki við mismunandi kosti. Fyrir
utan samstarf við Ríkisútvarpið
um sjónvarpsútsendingu á
landsvísu hafa aðrar sjónvarps-
stöðvar sýnt áhuga á að gera
málinu góð skil.
Þá er áformað að opna vef á
netinu þegar ákvörðun um kjör-
dag og valkosti liggur fyrir. A
þessum veg verður safnað saman
öllu því efni sem skrifað hefur
verið um málið. Þá er ætlun að
efna til kynningardaga í Ráðhús-
inu þar sem þeir scm vilja kynna
sjónarmið sín í málinu geta feng-
ið bás. Einnig er ætlun að dreifa
upplýsingabæklingi inná öll
heimili borgarbúa - GRH
Guðjón A. Kristjánsson.
Frjálslynt
landsþmg
Landsþing Frjálslyndaflokksins
verður haldið í dag og á rnorgun
og fer það fram í Borgartúni 6.
Guðjón A. Kristjánsson þing-
maður flokksins og þingflokks-
formaður segir að mörg mál og
margt fróðlegt verði á döfinni á
þessu landsþingi.
„Við munum fara yfir nýjar
skipulagsreglur flokksins og von-
andi afgreiða þær en þær voru
kynntar á síðasta landsþingi okk-
ar. I öðru lagi ætlum við að setja
flokknum nýja grunnstefnu. Við
höfum verið að endurskoða það
sem við köllum stefnuyfirlýsingu
flokksins og útfærslur á ýmsum
málaflokkum. Eg vonast til að
fjörugar umræður verði um þessi
mál og það hvernig við viljum sjá
flokkinn þróast í framtíðinni,"
sagði Guðjón Arnar.
„Sjávarútvegsmálin eru auðvit-
að sá málaflokkur sem er fyrir-
ferðar mestur hjá okkur og við
munum berjast með oddi og egg
fyrir okkar hugmyndum í sjávar-
útvegsmálum," sagði Guðjón
Arnar Kristjánsson.
Hann sagðist ekki eiga von á
öðru en að Sverrir Hermannsson
verði kjörinn formaður flokksins
áfram. - s.DÓR
Imibrot sainiaöist
en þjófnaður ekld
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt landskunnan síbrota-
mann, í 6 mánaða fangelsi fyrir
þjófnað, en hann var fundinn
sekur um aö hafa brotist inn í
íbúð við Freyjugotu. Hins vegar
þótti ekki sannað að hann hefði
stolið því sem ákært var úl af,
GSM síma, 2 hálsmenum og 7
settum af eyrnalokkum, samtals
að verðmæti um 400.000 krónur,
og um 7.500 kanadískum dollur-
um og var ákærði því aðeins sak-
felldur fyrir þjófnaðartilraun. Var
skaðabótakröfu frá Sjóvá-Al-
mennum þar með vísað frá.
Fingraför fundust innan á
gluggakarmi í íbúðinni og þótti
sannað að það væru fingraför
Sigurðar, sem auk þess býr í húsi
á næstu lóð. Sakborningurinn
sjálfur sagðist ekkert muna til
þess að hafa brotist inn umrætt
kvöld, enda hafa verið búinn
drekka sig ofuröivi og taka inn
róandi lvf. Ibúi í Freyjugötuíbúð-
inni bar hins vegar vitni um ferð-
ir hins ákærða að því húsi. Þrátt
fyrir takmarkaða sakfellingu leit
dómarinn til langs og fjölbreytts
sakaferils ákærða, sem hefur ver-
ið refsað rúmlega sextíu sinnum,
m.a. fyrir áfengislagabrot, fíkni-
efnabrot, umferðarlagabrot,
þjófnaði, fjársvik, skjalafals, lík-
amsárásir, eignaspjöll, nytjastuld
og ólögmæta meðferð fundins
fjár. Af þessu eru 27 refsidómar
fyrir auðgunarbrot. Síðast 4
rnánaða fangelsi í vor fyrir ölvun-
arakstur og 6 mánaöa fangelsi í
nóvember fyrir líkamsárás og var
nú með hegningarauka dæmdur
í 6 mánaða fangelsi. - Pt>G
Sama verð í samkeppmimi
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
samþykkt breytingar á verðskrá
fyrir Landssímann hjá 118 og
talsambandi við útlönd. Hafa
breytingarnar þegar tekið gildi og,
kostar nú 32ja sekúndna meðal-
símtal við 1 18 kr. 53,50 krónur í
stað 41,50. Upphafsgjald fer úr
15 kr. í kr. 27 en mínútugjald
helst óbreytt, kr. 49,90. Hægt
verður að fá áframtengingu fyrir
3 kr. en hún hefur hingað til
kostað 19 krónur aukalega.
Samhliða þessu breytist verð-
skrá talsambands við útlönd.
Meðalsímtal við talsambandið er
tæpar 2 mínútur og nú kostar
slíkt símtal kr. 340 en var áður
153 krónur. í prósentum talið
þýðir þetta meira en 100% hækk-
un. Upphafsgjaldiö hækkar úr 30
krónum í 60 krónur og mínútu-
gjald úr 66 krónum í 150 krónur.
Talsmenn Símans segja að
mikið tap hafi verið á handvirkri
þjónustu og því séu hækkanirnar
nauðsynlegar. Til að ná fram
aukinni hagræðingu hefur Sím-
inn samið við Tele Danmark sem
mun sjá um að veita upplýsingar
um erlend símanúmer á kvöldin
og um nætur.
Markhúsið starfrækir einnig
sfmaþjónustu, 1818, sem veitir
upplýsingar um símanúmer. Að
sögn Sigrúnar Guðmundsdóttur,
vaktstjóra hjá Markhúsinu, er
startgjald 1818 kr. 26.50 en mín-
útugjaldiö 48.90 krónur. Það
munar þvf hálfri krónu á start-
gjaldi en einni krónu á mínút-
unni ef borið er saman við 1 18.
Samkeppnin virðist því ekki hafa
breytt neinu fyrir neytendur.
Reyndar hefur verð þessarar
þjónustu hækkað verulega síðan
aðeins eitt fy'rirtæki átti markað-
inn.
Þjónusta Markhússins er ríf-
lega árs görnul og hefur reynst
nægur markaður fýrir starfsem-
ina að sögn vaktstjóra Markhúss-
ins. - Ri>
INNLENT
Valtýr fékk Nýsköpimarverðlaunin
Valtýr Stefánsson Thors læknanemi hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta ís-
lands fyrir áríð 2001, sem voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í
gær. Sex verkefni voru tilnefnd, en þau voru á meðal nokkuð á annað
hundrað verkefna sem Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkti á síðasta
vori. - Verkefni Valtýs miða að þvi að meta áhrif lýsis á ónæmiskerfið. Á
undanförnum árum hafa verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að
lýsi hafi verndandi áhrifgegn t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki.
Aldrei hefur þó tekist að svipta hulunni af því hver töframáttur lýsisins ná-
kvæmlega sé, eins og rannsókn Valtýs gengur út á að gera. - sbs.
Týr, Sýn og Líf á frímerki
„Þetta er fvrsta frímerki ársins (aldarinnar) ásamt tveim frímerkjum
tileinkuðum nytjafiskum," segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar í
tilefni þess að íslandspóstur hefur gefið út nýtt frímerki f tilefni 75
ára afmælis Landhelgisgæslu íslands síðar á þessu ári. A frímerkinu
er mynd af Tý ásamt flugvélinni Sýn og þyrlunni Líf. Merkið er sér-
stakt að því leyti að það er fyrsta íslenska frímerkið sem gefið er út
án tilgreinds verðgildis. En merkið veröur selt á verði sem jafngildir
burðargjaldi fy'rir 20 gr. bréf innanlands. Myndefni fiskamerkjanna
er; grálúða (55 kr.) og ufsi (80 kr.). - HEI