Dagur - 27.01.2001, Síða 7

Dagur - 27.01.2001, Síða 7
LAUGARDAGIIR 27. IA N Ú A R 20 0 1 - V77 MINNINGARGREINAR við. Einu gilti hvað Pétur lagði hönd á; hann var hinn sjálf- menntaði snillingur í öllum sín- um verkum. Það var þó einkum matreiðsla er átti hug hans og hún varð í raun ævistarf hans. Haustið 1944 var Pétur ráðinn forstöðumaður mötuneytis við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði. Þá var þar blóm- strandi skólastarf með um 80 nemendum. Þurfti mikinn kjark, elju og útsjónarsemi til að sinna slíku starfi á jafnstóru heimili þar sem öll matreiðsla og umsjón að- fanga hvíldi á hans herðurn. Varð þetta honum þó leikur einn, því að honum var það eðlislægt að laða fram það besta í sam- starfsfólki sínu og nemendanna sem hjálpuðu til við störfin og því varð útkoman gott, samhent og ábyrgt starfslið. 1 þessu starfi var Pétur í 10 ár, Iengur en nokkur annar í sögu skólans. A þessum árum eignaðist hann mikinn fjöl- da vina meðal starfsfólks og nem- enda sem höfðu tengsl við hann æ síðan. A áðurnefndum tíma var á sumrum hótelrekstur á veg- um skólans og sá Pétur þar um veitingar og var öllum viðurgern- ingi þar viðbrugðið. Frá Reykjaskóla lá leiðin suður í Hvalfjörð þar sem hann sá um mötuneyti starfsmanna Olíu- stöðvarinnar um tveggja ára skeið. Síðasta áratuginn var Pét- ur búsettur í Reykjavík, lengst af á Oðinsgötu 4. Vann hann þá allan tímann á veitingahúsinu Laugavegi 28 sem í þann tíma var einn vinsælasti matsölustað- ur borgarinnar. Pétur á Reykjum, eins og við, eldri vinir hans og sveitungar nefndum hann ætíð, var ókvænt- ur og barnlaus, en eins og af framansögðu má ráða var hann lítt einmani; börn og unglingar löðuðust að honum og vini átti hann fleiri og tryggari, en þorri samtíðarmanna hans; þrjá nafna hefur hann eignast; Böðvarsson, Stefánsson og Egilsson. Þegar öllu er á botninn hvolft var líf hans innihaldsríkt og þrátt fv'rir móðurmissi og dimma daga á hans fyrstu bernskuárum sam- verkuðu honum allir hlutir til góðs. Pétur lést 3. nóv. 1967 og er minnisvarði hans í duftreit Foss- vogskirkjugarðs. Snorri og Stefánfrá Svertingssstöðum Katrín Giiðimmdsdóttir Er við lítum um öxl til Ijúfustu daga liðinnar æfi. Þá voru þar stundir í vinahápi sem veittu okkur mesta gleði. (milo) Mig Iangar í örfáum oröum að minnast Katrínar Guðmunds- dóttur eða Kæju eins og hún var alltaf kölluð, hún var gift Karli Steingrímssyni móðurbróður mínum. Mér finnst að hún hafi verið meira tengd mér en bara mág- kona mömmu, eins og ömmu- stelpan mín sagði „er hún Kæja ekki pínulítið frænka okkar eins og Dændi frændi" (Karl Stein- Sigfús Þorsteinsson fæddist að Litlu-Hámundarstöðum á Ar- skógsströnd þann 22. júlí 1921. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík þann 17. janú- ar sl. Foreldrar hans voru Þot- steinn Þorsteinsson útvegs- bóndi á Litlu-Hámundarstöð- um, f. 12.11.1874 að Völlum í Svarfaðardal, d. 23.3.1932 og Valgerður Sigfúsdóttir hús- freyja, f. 12.3.1880 á Selá á Ár- skógsströnd, d. 21.7.1946. Systkini Sigfúsar eru: 1) Þorsteinn Valtýr Þorsteins- son, f. 23.4.1900, d. 10.4.1970, 2) Svanlaugur Björgvin Þor- steinsson, f. 1.9.1901, d. 8.9.1965, 3) Marinó Steinn Þorsteinsson, f. 28.9.1903, d. 4.9.1971, 4) Friðrik Þorsteinsson, f. 15.5.1905, d. 5.8.1982, 5) Anna Þorsteinsdóttir, f. 29.6.1909, d. 6.2.1994, 6) Jóhann Þorsteinsson, f. 17.7.1911, d. 18.9.1993, 7) Konráð Þorsteinsson, f. 26.3.1914, d. 8.10.1973, 8) Svanhildur Þorsteinsdóttir, f. 5.12.1916, 9) Guðmundur Þorsteinsson, f. 13.8.1926, d. 9.1.1978. Sig- fús kvæntist 4.10. 1946 Brynju Eddu Jensen húsfreyju, f. 4.10. 1928. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Friðriksdóttir, f. 1907, d. 1997 og Jóhannes Hjaltason skipstjóri, f. 1900, d. 1929. Börn Sigfúsar og Eddu eru: 1) Valgerður Sólrún, f. 6.7.1946, gift Sveini Gunn- laugssyni, f. 23.3.1940. Þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. 2) Hjalti Örn, f. 21.12.1947, kvæntur Aðalheiði Helgadóttur, f. 22.11.1949. Þau eiga tvær dætur og sjö barnabörn. 3) Jóhannes, f. 13.12.1951, kvæntur Katrínu Steinsdóttur, grímsson). Þá sagði ég „við áttum hana öll“. Kæja var svo ljúf og góð kona, sem vildi öllum vel, tók alltaf á móti okkur brosandi með opinn faðminn. Minningarnar frá bernsku minni eru heimsóknir í Ránar- götu 10, þar sem þau Dændi bjuggu og hafði ég unun af að máta jakkana hennar, slæðurnar og ekki síst skóna, minntist hún oft á þetta. Svo fluttu þau í Rán- argötu I þar bjuggu afi og amma á neðri hæðinni og fjölskyldan mín í Ránargötu 19 það var stutt að fara á milli húsanna og lagði maður mikið á sig til að hlaupa eftir götunni þó að veður væri vont og myrkrið stundum ógn- vekjandi. Við ræddum stundum um Sigfiís f. 30.9.1953. Þau eiga tvo syni. 4) Brynjar Haukur, f. 27.6.1953, kvæntur Svanhildi Sigfúsdóttur, f. 20.3.1951. Þau eiga eina dóttur. 5) Aðalsteinn Svanur, f. 10.3.1960, sambýliskona Sól- dís Stefánsdóttir, f. 11.4.1960. Þau eiga tvö börn. 6) Aðalheiður Ósk, f. 30.3.1962, gift Jóni Guðna Arasyni, f. 8.4.1952. Þau eiga t\;o syni. Sigfús ólst upp í foreldrahús- um á Litlu-Hámundarstöðum og skólaganga hans varð ekki önnur en barnaskólanám. Eftir sjósókn á unglingsárum fluttist hann til Akureyrar, tók bif- reiðastjórapróf og hóf akstur vörubíla og leigubíla hjá BSA og síðar á vörubíl hjá Heild- verslun Valgarðs Stefánssonar til 1949 að hann fluttist ásamt konu sinni að Rauðavík á Ár- skógsströnd þar sem þau hófu búskap og útgerð. Byggðu þau jörðina upp og bjuggu þar myndarbúi allt til 1980 að þau fluttust að Hauganesi í sömu sveit. Sigfús tók við stjórn Sparisjóðs Árskógsstrandar 1971 og byggði sjóðinn upp af miklum dugnaði og framsýni svo þegar þau hjón fluttu frá Rauðavík var staða sparisjóðs- stjóra orðin fullt starf sem Sig- fús annaðist til 1984 að hann kaus að láta af þeim störfum. Réðist hann þá sem fram- kvæmdastjóri til Bifreiðaverk- stæðis Fljalta Sigfússonar og starfaði þar til 1995 að hann lét af störfum, þá 74 ára. Samhliða búskap og síðar öðrum störfum, sinnti Sigfús margvíslegum trúnaðarstörfum og verður ekki allt talið hér. Hann var m.a. framkvæmda- stjóri Ræktunarsambands Arn- arnes- og Árskógshreppa 1963- 1984, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins nokkur suniur og gjald- gömlu góðu dagana þá kallaði hún mig Imbigó því ég hafði átt erfitt með að bera nafnið mitt fram sem barn. Það var gaman keri sóknarnefndar Stærri-Ár- skógssóknar um árabil og var alllengi fjallskilastjóri. Hann sat í hreppsnefnd Árskógs- hrepps 1980 1986 og í Sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu um nokkurt skeið. Hreppstjóri Ár- skógshrepps var hann frá 1987 til sjötugs 1991. Lagði stund á ökukennslu um nokkurra ára skeið. Sigfús var ötull félagsmála- maður, m.a. í ungmennafélag- inu Revni á yngri árurn og í Lionsklúbbnum Hræreki, sent hann tók þátt í að stofna. Síðar varð hann Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey ötull fylgismaður og var nú síðast einnig í Veðurklúbbnum á Dal- bæ. Síðustu árin fékkst Sigfús mikið við ritstörf og sendi frá sér þrjár bækur: I alvöru og án, ljóð og lausavísur, 1995; Litið til lands og sjávar, sögur og frá- sagnir, 1996 og nú síðast Veðraskil, kvæði og stökur, sem kom út vorið 2000. Sigfús og Edda fluttust til Dalvíkur 1998 og síðustu miss- erin bjó hann á dvalarheimilinu Dalbæ. Útför hans verður gerð í dag, laugardaginn 27. janúar frá Stærra-Árskógskirkju og hefst athöfnin kl. 14. þegar hún var að kenna mér að dansa á eldhúsgólfinu sínu og oft var hún búin að laga á mér hár- ið þyí hún sagði að ég væri svo mikil pjattrófa. Já Kæja átti alltaf tíma handa mér. Hún átti fallegt heimili, las mikið og hafði mjög gaman af að ráða krossgátur. Mikill vinskapur var á milli fjölskyldna okkar og var oft glatt á hjalla í afmælum og jólaboðum hjá mömmu og pabba og mikið var gaman þegar Dændi tók upp harmonikuna og allir fóru að syngja. Þessar stundir lifa í minning- unni. l yrir nokkrum árum fluttu þau í Skarðshlíðina og áttu ynd- islega íbúð og þangað flutti móð- ir mín líka fyrir skömmu svo enn var stutt að heintsækja þau öll Kæri vinur, koniið er að kveðju- stund. Eg á ntargar góðar minn- ingar unt marga samferðamenn en fáir hafa orðið mér kærari en Sigfús Þorsteinsson. Saman unn- um við um áratuga skeið í fjöl- breyttu félagsstarfi. Sigfús var traustur og skemmtilegur félagi að vinna með. Heimili þeirra hjóna, Sigfúsar Þorsteinssonar og Eddu Jensen, naut mikils trausts og ástúðar þeirra er því kynntust. Við hjónin fórum oft í heimsóknir til þeirra og þau komu til okkar, góðar minningar eru um þær samverustundir og ótal margar fleiri. Sigfúsi voru falin mörg störf sem hann vann af trúmennsku og trausti samferðamanna sinna. Fyrir það ber að þakka og ekki voru greiðslur oft í neinu sam- ræmi við þann tíma sem fór í þau störf sem hann vann. Blandaðan búskap ráku þau hjónin Edda og Sigfús á Rauðavík i rúma þrjá ára- tugi. Á því tímabili tók Sigfús rnikinn þátt í félagsstörfum bænda og var framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Arnarnes- og Árskógshreppa um árabil. Hann var líka vel virkur í Búnaðarfélagi, nautgripa- og sauðfjárræktarfé- lögurn. Þegar þau hjónin hættu búskap á Rauðavík Iluttu þau á Hauganes. Sigfús yar sparisjóðs- stjóri við Sparisjóð Árskógsstrand- ar um árabil og síðar fram- kvæmdastjóri Bílaverkstæðis Hjalta Sigfússonar. Góður félagi var Sigfús í Lionsklúbbnum Hræreki þar sem hann hvatti fé- lagana til dáða og kom oft með snjallar tillögur. Gjaldkeri í sókn- arnefnd Stærri-Árskógskirkju var hann á þeirn tíma er miklar end- urbætur voru gerðar á kirkjunni að utan og oft lagði hann Ivkkju á leið sína er hann fór til vinnu sinnar, kom við í kirkjunni og spurði smiðina hvort þá vantaði eitthvað. Ef það kom fyrir var strax bætt úr því, ábyrgð og sam- viskusemi einkenndu störf Siglús- þegar ég kom í bæinn og gott að systkinin voru nálægt hvort öðru. Elsku Kæja! Lífið þitt hefur ekki verið dans á rósum, hvað heilsufar snertir, þú hefur mátt þola veikindi sem buguðu þig að lokum, þó þú hafir barist hetju- lega en alla tíð er það aðeins einn sem ræður og við lúturo að hans vilja. Kæja mín ég kveð þig og þakka fyrir alla okkar skenuntilegu stundir því þær voru margar. Elsku Dændi , ég og fjölskyldan mín byðjum góðan guð að styrkja þig og fjölskylduna þína í þessari rniklu sorg unt leið og við þökk- um fyrir allt. Ingibjörg Jónsdóttir. ar í þágu kirkjunnar. Á síðari hluta ævinnar gaf Sig- fús út bækur, bæði í bundnu rnáli og óbundnu, þar sem finna má skemmtilegan húntor enda sá hann hlutina oft fyrir sér öðruvísi en aðrir. Hann hafði gaman af að skrifa hjá sér atburði líðandi stundar þó ekki væri alltaf tími til þess. Stundum var hringt eða undirritaður fór heim til Sigfúsar að rifja upp liðna atburði, þær stundir eru mér afar kærar. Félag aldraðra á Dalvik og ná- grenni var stofnað fyrir rúmum tíu árum. Þar var Sigfús stofnfé- lagi og naut félagið þess vel að fá góðan félaga. Hann var í dans- hópi sem æfði og sýndi þjóð- dansa, sjaldan vantaði hann í sönghópinn og ntargar voru þær vísur, kvæði og sögur sem lesnar voru upp fyrir félagsmenn til skemmtunar og fróðleiks.Mörg ár var Sigfús að berjast við erfiða sjúkdóma. Þar sýndi hann þrek og hetjulund og þegar komið var í heimsókn vildi hann gjarnan að untræðan væri um annað en þá erfiðleika sem að honurn steðjuðu og gerði þá stundum grín að veik- indurn sínum og sjálfum sér. Þeg- ar heilsu Sigfúsar hrakaði veru- lega Iluttu þau hjónin til Dalvíkur og síðustu misserin bjó Sigfús á dvalarheimilinu Dalbæ, þar sent hann lést 17. janúar síðastliðinn. Þegar ég hitti hann síðast, 6. jan- úar, er Kór eldri borgara söng fyr- ir vistmenn Dalhæjar, fannst mér viðtal og kveðjur henda til þess að senn væri þrautagangan á enda. Aðeins er minnst hér á nokkur atriði í ævistarfi Sigfúsar Þor- steinssonar, því verða ekki gerð full skil í stuttri minningargrein. Bestu þakkir fyrir allt. Innilegar samúðarkveðjur sendunt við hjón- in til frú Eddu Jensen, börnum og fjölskyldum þeirra. Sigurður J. Stefánsson frá Stærra-Árskógi Þorstemsson

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.