Dagur - 28.02.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 28.02.2001, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGU R 28. FF.BRÚAR 2001 - S FRETTIR Um sextíu auð hjúknmamun Ólafur Ólafsson formadur Félags eldri borgara á fundi með blaðamönnum í gær. FEB segir um 60 hjúknmarrúin nú auð í höfuðstaðnum sök- um skorts á hjúkrun- arfólki vegna óviðun- andi launa. Á sama tíma híði 4S0 aldrað- ir eftir rými. „Við erum orðin leið á bænabréf- unum - sjáum að þau gagna lít- ið," sagði Olafur Ólafsson for- maður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á fundi með fréttamönnum í gær. Félag- ið undirbýr nú málaferli til að ná fram helstu kröfum sínum: Flækkun grunnlífeyris almanna- trygginga í 50.100 kr. á mánuði, sem félagið telur ellilífeyrisþega eiga rétt á samkvæmt „öryrkja- dómi'* Hæstaréttar í desember. I annan stað krefst félagið þess að vaxtahluti ellilífeyris úr lífeyr- issjóðunum verði aðeins skatt- lagður með 10% fjármagnstekju- skatti eins og allar aðrar fjár- magnstekjur, en ekki fullum 38,76% tekjuskatti eins og nú er gert. En allt að 2/3 þessa lífeyr- isins séu fjármagnstekjur. Máls- höfðun sé þrautaráð eftir ítrek- aða höfnun fjármálaráðuneytis- ins og síðar frávísun og/eða synj- un skattstjóranna í Reykjavík og á Reykjanesi á kærum þriggja líf- eyrisþega eftir skattálagningu s.l. sumar, sem nú hafa verið kærðar til yfirskattanefndar. Um 450 aldraðir á biðlista Til að hægt sé að nýta þau 60 hjúkrunarrúm sem standa nú auð vegna skorts á hjúkrunar- fólki á höfuðborgarsvæðinu hef- ur FEB samþykkt áskorun á heilbrigðisráðherra að auka rekstrarfé hjúkrunar- og vist- heimila fyrir aldraða, svo unnt sé að greiða fólki í umönnunar- störfum viðunandi laun. Um 450 manns á höfuðborgarsvæð- inu bíði nú eftir þjónustu- og hjúkrunarrými, helmingurinn í brýnni þörf. Gera þurfi verulegt átak í að bæta úr neyð þessa hóps og jafnframt því sem auka þurfi heimahjúkrun og heima- hlynningu. Mörg fögur orð en litlar efndir Félagið mótmælir líka mikilli hækkun fasteignagjalda og eignaskatta í kjölfar hækkaðs fasteignaverðs á höfuðborgar- svæðinu, endáséu þessar hækk- anir í engu samræmi við þá yfir- lýstu stefnu alþingismanna og borgarfulltrúa að gera eldra fólki kleift að búa í eigin hús- næði eins lengi og því er fært heilsunnar vegna. Alögurnar hafi hækkað langt umfram það sem lífeyririnn hækkaði. For- maðurinn sagði svipað eiga við um margt annað, t.d. tvöföldun símakostnaðar og mikla hækk- un strætisvagnafargjalda og bensíns. „Það er líka undarleg tilviljun að hlutfallslega skuli hafa orðið mest verðhækkun á þeim lyfjaflokkum sem aldraðir nota mest.“ Að mati Ólafs Ólafssonar sýnir þetta að geng- ið sé á rétt þeirra sem ekki hafi harða baráttumenn fyrir sig. -HEI Guðmundur Hallvarðsson. Guðmundiir viU þjóðfán- ann 1 þingsal Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hef- ur lagt fram tillögu til þingsálykt- unar, þess efnis að „í þingsal Al- þingis skuli vera þjóðfáni Islend- inga". Guðmundur vísar í greinar- gerð til orða Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að AI- þingi eigi að hugleiða „þær breytingar á þingsköpum sem opnuðu leiðir til að bjóða er lendum þjóðarleiðtogum að ávarpa Alþingi. Sú skipan gæti gert heimsókn í Alþingi að há- punkti Islandsdvalar og veitt hin- um erlendu áhrifamönnum tæki- færi til að lýsa stefnu sinni og viðhorfum á vettvangi sem hefði einstæðan sess í lýðræðissögu veraldarinnar". Guðmundur tek- ur undir þetta, en spyr: „Hvernig má það vera að innan veggja Al- þingis, hvar rætt er um eflingu, vegsemd og gildi þingsins sjálfs, skuli þjóðfáni vor ekki hafinn til vegs og virðingar?" - FÞG Straiunuriim „suð- ur“ fer uiirmkandi I fvrsta skipti í sögunni Ijölgaði höfuðstaðarbúum meira árið 2000 vegna millilandaflutninga heldur en innanlandsflutninga. I nýjum Hagvísum Þjóðhags- stofnunar er vakin athygli á því að straumurinn suður hafi minnkað á síðasta ári. Aðeins 750 fleiri hafi þá flust utan af landi til höfuðborgarsvæðisins heldur en þaðan og út á land, sem sé minnsti munur sem sést hefur í sjö ár, frá árinu 1993. Búferlaflutningar innanlands eru jafnan langmestir á haustin, þ.e. í 3. ársfjórðungi en í öðrum. Nær tvöfalt fleiri fluttu suður (nær 1.800 manns) á 3. ársfjórð- ungi 1998 heldur en af höfuð- borgarsvæðinu út á land. En síðan hefur sá munur farið minnkandi, þó mest í fyrra, þeg- ar um 1.300 fluttu utan af landi en yfir 1.100 úr höfuðstaðnum og út á land. Munurinn var síð- an ennþá minni á síðasta fjórð- ungi ársins. Þannig að áður- nefndir 750, nettóaðflutningar landsbyggðarmanna til höfuð- staðarins árið 2000 urðu fyrst og fremst á fyrri helmingi ársins. -HEI Dýrara í Hvalfj ar ö argöng Hækkun ódýrustu fargjalda undir Hvalfjörð. Spölur hækkar á morgun gjald- skrá ódýrustu fargjalda í gegnum Hvalfjarðargöng. Mestur afslátt- ur til áskrifenda var áður 60% af staðgreiðsluverði en verður nú 56% af gjaldi lyrir staka ferð. Gjaldskrá Hvalfjarðarganga breytist að öðru leyti ekki. Stakt veggjald verður áfram 1.000 krónur og 10 miða afsláttarkort kostar áfram 7.000 krónur. Á heimasíðu Spalar segir að aukinn fjármagnskostnaður, aukin verðbólga og gengisþróun hafi valdið rekstrartapi sem nemi 96 milljónum króna á síð- asta fjórðungi ársins 2000. Því verði að bregðast við, en hagnað- ur á sama tímabili á fyrra ári var um 22 milljónir króna. Samningur Spalar við helsta Iánveitanda félagsins, banda- ríska líftryggingafyrirtækið John Hancock Mutual Life Insurance Company, kveður á um að gjald- skrá Hvalfjarðarganga skuli fylg- ja verðlagi á íslandi og breytast einu sinni á ári í samræmi við hugsanlegar verðlagsbreytingar. Núgildandi gjaldskrá var lækkuð 1. september 1999 og hefur ver- ið óbreytt síðan þá. Gert er ráð fyrír að tekjur af umferð í Hvalfjarðargöngum aukist um liðlega 3% með gjald- skrárbreytingunni og um annað eins í viðbót vegna aukinnar um- ferðar í göngunum. Þannig muni tekjur Spalar vaxa um alls 6-7% vegna breyttrar gjaldskrár annars vegar og meiri umferðar hins vegar. -BÞ Töpuðu tæpum milljarði AUs 939 milljón króna tap varð af rekri Flugleiða á síðasta ári, sam- anborið við 1.515 milljóna króna hagnað árið áður. I frétt frá Flug- leiðum segir að versnandi afkomu megi öðru fremur rekja til tveggja þátta. Annars vegar versnandi rekstraraflcomu en hins vegar til þess að á fyrra ári varð liðlega tveggja milljarða króna hagnaður af eigna- sölu en var einungis 131 milljón króna í fyrra. Rekstrartap Flugleiða á liðnu ári að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar, en án skatta, var 1.475 milljónir króna. Miklar'kostnaðarhækkanir komu mjög við rekstur Flugleiða í fyrra, svo sem á eldsneyti og einnig hafi hækkan- ir á gengi dollarans haft sitt að segja. -SBS. Yfirvinnan miML en minnkandi Böðvar Bragason lögreglustjóri hefur sent tilkynn- ingu til fjölmiðla „vegna umfjöllunar um málefni fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Upplýsir Böðvar þar um yfirvinnustundir á vegum deildarinn- ar á árinu 2000. Af tölum lögreglustjóra má ráða að á þriggja mán- aða tímabilinu 7. desember 1999 til 10. mars 2000 hafi yfirvinnustundir deildarinnar verið 1.213 að meðaltali á mánuði. Það meðaltal fór niður í 1.060 á tímabilinu 11. mars til 10. júní. Síðan komu erilsam- ir mánuðir, þegar meðaltalið fór upp í 2.091 stundir á mánuði fram til 10. september. Eftir það og fram til 10. desember 2000 datt yfir- vinnan nokkuð niður eða í 725 yfíndnnustundir að meðaltali á mán- uði. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglustjóra hversu margir fíkni- efnadeildarmenn eru að baki þessum yfii-vinnustundum. Ekki kemur heldur skýrt fram hvort yfírvinnustundir fíkniefnadeildarmanna, sem taka að sér almennar vaktir, séu þarna meðtaldar. - FÞC, Seldu þýfi á Akureyri I gær var fyrirtaka máls í héraðsdómi á Akureyri, þar sem maður er grunaður um að hafa keypt þýfi með vitneskju. Maðurinn er ákærð- ur fyrir brotið sem og tveir aðrir sem seldu honum. Þeirra sök þykir ljós en tekist er á um hvort kaupandinn hafi vitað að fengurinn væri illa fenginn. Það er sýslumaðurinn á Akuréyri sem ákærir en ekki fer nákvæmum sögum um verðmæti þýfísins eða hvers eðlis það var. -BÞ Böðvar Bragason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.