Dagur - 15.03.2001, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.2001, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 1S. MARS 2001 FRÉTTIR Ótímabær tiílkun hj á lögreglimni Fylgi nefndinni Fulltrúinn sem Flallvarður ritar um er (yrrnefnd Hildur Briem en í samtali við Dag í gær vísaði hún í lagagrein um rannsókn flug- slysa nr. 59/1996. Far segir í 3. málsgrein: „I þeim tilvikum sem flugslys verða tilefni rannsóknar að hætti laga um meðferð opin- berra mála, skal Rannsóknar- nefnd flugslysa veita rannsókn- arlögreglu upplýsingar og gögn sem varða vettvang og úrlausn tæknilegra álitaefna." Hallvarður segir að hann telji að vinna RNF hafi dregist úr hömlu en hann sé fyrst og fremst að huga að hinni opinberu rann- sókn málsins, þ.e.a.s. logreglu- rannsókninni. Spurður um laga- greinina sem Hildur vitnar til segir Hallvarður: „Eg geri þá at- hugasemd við þá túlkun, að ég tel að þetta ákvæði raski ekki aðalákvæðum hinna opinberu réttarfarslaga um meðferð opin- berra mála.“ — BÞ Mismimandi túlkuii hjá fulltrúa lögregl- irnnar í Reykjavík og Hallvards Einvarös- sonar réttargæsln- manns um hlutverk lögreglunnar í Skerja- Ij aröarflugslysinu. Hildur Briem, lögfræðingur hjá Lögregluemhættinu í Reykjavík, segir að framkvæmd tæknilegrar rannsóknar sé fyrst og fremst í höndum Rannsóknarnefndar ílugslysa. Beri nefndinni sam- kvæmt lögum að veita rannsókn- arlögreglu upplýsingar og gögn er varði úrlausn tæknilegra álita- efna. Hins vegar segir Hildur að rannsókn lögreglunnar sé sjálf- stæð og óháð vinnu rannsóknar- nefndar og lögreglan geti rann- sakað alla þætti málsins upp á eigin spýtur ef hún telur þörf á. Óánægju gæt- ir hjá a.m.k. hluta aðstand- enda fórnar- lamba flugslyss- ins í Skerjafirð- inum vegna vinnubragða rannsóknar- nefndar flug- slysa. Ekki síst er tekist á um það atriði að nefndin hafi lok- in skoðun á hreyfli flugél- arflaksins á nokkrum dögum og sent síðan úr Iandi. Ritaði Böðvari bréf I þessu ljósi m.a. ritaði Hallvarð- ur Einvarðsson, réttargæslumað- ur eins fórnarlambsins, lögreglu- stjóra, Böðvari Bragasyni, bréf í gær, þar sem þýðing gagna er tí- unduð vegna hinnar opinheru rannsóknar. Hallvarður segir að við þá rann- sókn kunni að vera þörf á sér- fræðilegri rann- sókn kunnáttu- manna á þeim munum sem þar komi við sögu. Ennfremur segir Hallvarður í bréfinu: „Er því alls ekki unnt á þessu stigi máls- meðferðar að slá neinu föstu um gildi þeirrar rannsóknar sem rannsóknar- nefndin kann að hafa innt af höndum enda rannsóknarlög- reglu ókunnugt um þá rannsókn. Yfirlýsingar fulltrúa lögreglu- stjóra, HB á vettvangi fjölmiðla í þessu efni, ef rétt er eftir haft, eru því allsendis ótímabærar." Hallvarður Einvarðsson: Yfirlýsingar lögreglufulltrúa eru ótímabærar. Ögmundur Jónasson: Vill þjóðarsátt. Lífeyrissjóðir í leiguíbúðir? Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna, gerði erfiðleika á húsnæðismarkaði og þá ekki síst vandræði á leigumarkaði tekju- lágra að umræðueíni í fyrirspurn- artíma á Alþingi í gær. Páll Péturs- son félagsmálaráðherra varð til andsvara. Páll sagðist hafa hug á samstarfi til að leysa vandamál þeirra efnaminni. Ráðuneytið væri m.a. að skoða samstarf við Búseta, lífeyrissjóði og ýmsa aðra aðila. Ögmundur Jónasson sagði að leita yrði nýrra lausna á þeim vanda sem við væri að eiga. Von hans væri að hægt yrði að mynda þjóðarátak, þar sem ríki, sveitarfé- lög og lífeyrissjóðir myndu sam- einast um lausnir. Samtök á vinnumarkaði, atvinnurekendur og vcrkalýðsfélög ættu einnig að koma að þeirri vinnu. - BÞ Allt jgert tíl að stödva smygl Jóhann Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og Gunnar Olsen framkvæmdastjóri Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. - mynd: ingú „Forsvarsmenn Flugleiða gera sér góða grein fyrir því að það þarf að vera á varðbergi gagnvart flutningi fíkniefna til landsins. Þess vegna hefur verið ákveðið að koma á sér- stöku samstarfi milli Flugleiða og Sýslumannsembættisins á Kella- víkurflugvelli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir það eftir því sem við getum að fíkniefni berist inn í landið," sagði Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra váð undirritun samningsins í gær. Það átak sem gert hafi veirð til eflingar fíkni- efnavarna á Keflavíkurflugvelli undanfarna rnánuði segir Halldór hafa skilað verulegum árangri. „Og við viljum í sameiningu koma þeim skilaboðum á framfæri að það verður allt gert sem í okkar valdi stendur til að stöðva þá aðila sem eru að reyna að koma fíkni- efnum inn í landið." Gefur 15 flugmiða á ári Samkvæmt samningnum mun sýslumannsembættið annast fræðslu um fíkniefnamál fyrir starfsmenn Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli í tengslum við þjálfun ný- liða og símenntun starfsmanna. Á móti munu Flugleiðir láta embætt- inu í té a.m.k. 1 5 farmiða á ári, í 3 ár, til að auðvelda starfsfólki emb- ættisins að afla sér þekkingar og reynslu á sviði fíkniefnamála og efla tengsl við sérfræðinga og sam- starfsaðila á öðrum alþjóðaflug- völlum, enda um alþjóðlega bar- áttu að ræða. En þessi barátta verði ekki háð á neinum einum vettvangi. Hún verði fyrst og fremst háð í samvinnu fólksins í Iandinu, stjórnvalda og fyrirtækja, ekki síst fyrirtækja í ttutningastarf- semi. - HEl Óljós skaðabótalög „Brýnt er að friður og festa fari að skapast um íslenskan skaðabóta^ rétt. Eins og staðan er nú, eru vá- tryggjendur að gera upp skaða- bótaskyld tjón samkvæmt fjórum leiðum, allt eftir því hvenær tjónið varð,“ sagði Einar Sveinsson for- maður SIT á aðalfundi þess ný- lega. Þar væri í fyrsta lagði um að ræða tjón sem urðu fyrir gildistöku skaðabótalaga í júlí 1993. I öðru lagi tjón, sem urðu frá þeim tíma- mótum til 1. júlí 1996, þegar lög- unum var breytt og bætur hækkað- ar. 1 þriðja Iagi tjón sem urðu frá þeim líma og til 1. maí 1999. En þá hafi tekið gildi þær stórfelldu breytingar á skaðabótalögum sem nú gilda og séu 4. uppgjörsleiðin. „Það er augljóst að vátrygginga- félögunum er gert afar erfitt að starfa í svo breytilegu lagaum- hverfi," sagði Einar. Hann segir einnig að ákvæði skaðabótalaganna séu óljós og hvetji tíl ágreinings eða bersýni- lega valdi því að bætur verði um- fram raunverulegt fjártjón. Til dæmis vanti sárlega í skaðabóta- lögin skýrari leiðbeiningar um markmið og innihald þeirra mats- gerða, scm bæti líkamstjón og var- anlega örorku. — HEI 60 milljónir til frunLkvöðla Frumkvöðlar og nýsköpun þeirra er einn af mikilvægustu vaxtar- sprotunum í nútíma samfélagi, segja forsvarsmenn Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins og Iðntækni- stofnunar, sem átt hafa gott sam- starf um handleiðslu við frum- kvöðla og uppfinningamenn og hafa nú enclurnýjað samstarfs- samning til tveggja ára. Tilgangur samningsins, sem hljóðar upp á tæpar 60 milljónir króna, er að efla nýsköpun og styðja við bakið á frumkvöðlum. Samningurinn felur í sér fimm verkefni: Almenna handleiðslu og leiðsögn við uppfinningamenn og frumkvöðla. Frumkvöðlastyrki til gerðar viðskiptaáætlana. Hug- myndasamkeppnina „Snjallræði" þar sem styrkir eru veittir til hag- kvæmniathugana á snjöllum hug- myndum. Verkefnið „Skrefi fram- ar“ þar sem ör- og sprotafyrirtæki geti fengið aðstoð ráðgjafa við að byggja upp rekstur fyrirtækis síns. Og verkefnið „Vefviðskipti" þar sem lögð verður áhersla á að aðstoða fyrirtæki við að skilgreina tæki- færi fyrirtækisins m.t.t. veraldarvefsins. — HEI Aftur verslaö á BaJkkafirði Bakkfirðingar hafa nú aftur tekið gleði sína, því opnuð hefur verið matvöruverslun á Bakkafirði. Verslunarfélagið Lónið á Þórshöfn rak þar verslun til nokkurra ára en erfiður rekstur gerði það að verkum að versluninni var lokað. Eftir það höfðu Bakkfirðingar ekki í önnur hús að venda til að kaupa nauðþurftir f matvælum en að fara til Vopnafjarðar, sem er í 24 km fjarlægð, eða til Þórshafnar yfir Brekknaheiði, en þangað eru 46 km. Á Bakkafirði búa tæplega 140 manns en alls 156 manns í Skeggjastaðahreppi öllum. „Auðvitað er ég að taka áhættu með þessu framtaki, en ég keypti húsnæði Lónsins hér á Bakkafirði, en ég er bjartsýn. Hér var engin matvöruverslun f rúmar fimm vikur. Mér finnst líka gott hvað Bakk- firðingar hafa fagnað því vel að hér er aftur hægt að skreppa út í búð og kaupa mjólk og aðrar nauðsynjar auk hreinlætisvara og svo auð- vitað sælgæti. Eg verð ein hér nema þegar mest er að gera. Það verð- ur opið frá 09.30 til 1 1.00 á morgnana og frá 14.00 til 18.00 „ seg- ir Sjöfn Aðalsteinsdóttir, sem er verslunarstjóri Sjafnarkjörs á Bakka- firði. — c;g sköpunarsjóði atvinnulífsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.