Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Page 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Page 1
Skinnaiðnaður Akureyri Close með hár úr Kjós? Hin heimsfræga leikkona Glenn Close skrýðist hár- kollu, unninni úr íslensk- um sauðagærum í nýjustu stór- mynd Walt Disney um blettóttu hundaijölskylduna, „101 Dal- matians". Myndin hefur ver- ið frum- sýnd vestra og er von á henni til landsins bráðlega. Geta þá íslenskir áhorfend- ur séð hvernig ijalla- lambið fer íðilfögru höfði Glenn. skraut- gærum frá Skinnaiðnaði á Ak- ureyri og segir Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, að tilteknir aðilar í Holly- wood hafí leitað til umboðs- manns Skinnaiðnaðar í Banda- ríkjunum og falast eftir gærun- um. Búningameistarar sjái svo um lokaútkomuna. Petta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskar gærur eru notað- ar í „sjóbissnesnum" vestra. „í þessu tilfelli er um að ræða skrautskinn sem eru notuð í ýmis konar smávör- ur. Pau henta til dæmis í teppi, brúðu- gerð, hárkoll- ur, grímu- búninga og slíkt. Meðal annarra sem hafa notað gærur í búninga eru Walt Disney fyrirtæk- ið og svo hafa Prúðuleikarar keypt eitthvað og fleiri þekktir aðilar í þessum geira. Petta skiptir í sjálfu sér engu máli fyrir okkur afkomu- Iega, en þetta er skemmtilegt krydd í því sem við erum að gera,“ segir Bjarni. BP Hár- kollan er unnin úr Svona fer íslenska fjallalambið Glenn Close (b(ó- myndinni eftir sútun og handavinnu búningahönnuða frá Hollywood. Ekki er gott að segja til um hvaða upp- sveitir landsins hafa alið af sér þessa afurð sem millj- ónir manna um allan heim berja nú augum. 5 þúsund íbúar á þremur áratugum Guðmundur Sigurjónsson, sem árið 1968 fékk viðurkenningu frá Bæjarráði Akureyrar sem 10 þús- undasti Akureyringurinn, heldur hér á Einari Sigurðssyni, sem bæjarráð heiðraði í gær sem 15 þús- undasta Akureyringinn. Milli þessara atburða eru því 29 ár og 5 þúsund manns. Sjá nánari umfjöllun á blS. 4. MyndiJHF Austurland Verkföll gætu ógnað loðnuvertíð Verkföll á útmánuð- um geta haft margra milljarða kr tekjuskerðingu í för með sér fyrir þjóðarbúið. Sigurður Ingvarsson for- maður Alþýðusambands Austurlands segir að aust- firskt verkafólk muni ekki láta sitt eftir liggja til að ná fram „réttlátum“ kaupkröfum með verkföllum, þegar og ef sú staða kemur upp. Hann segir að þótt atvinnu- ástandið sé óvíða jafn gott og fyrir austan, þá muni fólk ekki láta það veíjast fyrir sér til að ná sínu fram. „Miðað við mál- flutning framkvæmda- stjóra VSÍ þá er engu líkara en að samtök atvinnurekenda séu að biðja um verkföll," segir Sigurður. f þeim efnum vísar hann til þeirra orða Þórarins V. að at- vinnurekendur séu ekki tilbúnir að samþykkja meiri almennar kauphækkanir en sem nemur 3% á ári. Nær væri að menn settust að samningaborðinu í stað þess að vera með sífelldar ögranir í garð verkafólks í fjöl- miðlum. Ef til verkfalla kemur í næsta mánuði, eins og einstaka verka- lýðsforingjar hafa ýjað að, þá mundi það hafa gríðarleg áhrif á afkomu austfirskra byggða og raunar allt þjóðlífið. Pá er loðnufrysting á fullu og hrogna- taka í mars. Þessu til viðbótar eru loðnubræðslur á fullum dampi fram í apríl. En þessar árstíðabundnu veiðar hafa ein- att skapað miklar gjaldeyris- tekjur fyrir þjóðarbúið, eða sem nemur mörgum milljörðum króna. Forseti ASA vekur einnig at- hygli á því að það líður varla sá dagur að ekki sé íjallað um þann ævintýralega vöxt sem verið hefur á gengi hlutabréfa í helstu sjávarútvegsfyrirtækjum Ijórðungsins. En á síðasta ári hækkuðu hlutabréf sumra þeirra um 100-200%. Á sama tíma hafna talsmenn atvinnu- rekenda kröfum verkafólks um að lægstu launataxtar verði hækkaðir úr 50 þúsund krónum á mánuði í 70 þúsund og það fer illa í fólk. Skilaboð þeirra til launafólks eru þau að það þurfi að framleiða meira og vinna betur ef það á að eiga von á hærra kaupi. -grh Sigurður Ingvarsson formaður Alþýðusambands Austurlands „Engu líkara en að VSÍ sé að biðja um verkföll. “ iö í landinu Eðlisþyngdin in

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.