Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 10. janúar 1997 |Bagur'®mrám F R E T T Sjónvarpið Valnin keppandi fer í Eurovision Anna Mjöll Ólafsdóttir var fulltrúi íslands í Eurovision á síðasta ári. Hver fer í ár? Heiti Potturinn Umhverfissinnar munu nú yfir sig hrifnir vegna þess framtaks Hollustuverndar á dögunum að kynna sérstak- lega skaðleysi fyrirhugaðrar ál- verksmiðju í Hvalfirði fyrir bændum. Efasemdaraddir voru hjáróma og greindust vart fyrr en að fundinum loknum, en eftir hann varð allt brjálað. [ pottinum í gær voru menn að velta því fyrir sér hvað fulltrúi Hollustuverndar hefði eigin- lega sagt, því víst er að til- gangurinn snerist upp í and- hverfu sína. Og meira af fyrirhuguðu ál- veri. Skrafað var í gær um að hver þingmaðurinn á fætur öðrum hefði nú gert hlé á jóla- fríi sínu og sætu þeir nú sveittir á skrifstofum sínum við vinnu. Ástæða annríkis þeirra mun öðru fremur sú að þeir hyggist láta slá sig til riddara með því að taka undir áhyggjur um ófullnægjandi mengunarvarnir og vistáhrif á Hvalfjörðinn. Þetta telja menn enda tilvalda leið til að geta á næstunni hlotið mikla athygli fjölmiðla án mikillar pólitískrar áhættu. Á þetta þó öðrum fremur við um stjórnarandstæðinga. Björk Guðmundsdóttir var víða umræðuefni í gær eftir þátt Árna og Ingós, Á ell- eftu stundu, þar sem hún kom fram með föður sínum. Þótti mönnum Björk hafa sannað þar í eitt skipti fyrir öll að hún mun aldrei láta heimsfrægðina breyta sér neitt, a.m.k hafði fátt breyst frá því að fyrstu sjónvarpsviðtölin voru tekin. Sérstæð og einlæg framkoma hennar getur aftur reynt á tökumenn sjónvarpsvéla, þar sem hún Björk er þekkt fyrir að ferðast víða, þótt hún sitji með rassinn á stólnum. „Lög íslendinga í keppninni hafa þróast á síðustu árum í að verða persónulegri.“ Við ætlum að hafa fyrir- komulag Eurovision þátt- töku okkar í ár með svip- uðum hætti og var í fyrra, að velja einn ákveðinn þátttak- anda sem fer utan með sitt lag og syngur fyrir íslands hönd á írlandi í maímánuði,“ segir Sig- urður Valgeirsson dagskrár- stjóri Sjónvarpsins. íslendingar taka í ár þátt í Eurovision-keppninni í tólfta sinn. í fyrra var sú leið valin að velja einn ákveðinn þátttak- anda sem fulltrúa íslands í keppninni. Þá fór Anna Mjöll Ólafsdóttir utan og söng lagið Sjúbbíú, eftir sig og Ólaf Gauk, föður sinn. Að sögn Sigurðar Valgeirs- sonar hefur enn ekki verið tek- in ákvörðun um hver verður fulltrúi íslands. Hennar er að vænta alveg á næstunni. „Lög Marías Þ. Guðmunds son, einn eigenda Hrannar á ísafirði kannast ekki við yfirtöku Samherja. etta hefur átt sinn að- draganda og mér líst vel á þessa sameiningu. Það íslendinga í keppninni hafa þróast á síðustu árum í að verða persónulegri. Menn þora orðið að vera í þessu ímyndaða Eurovision fari, sem er kannski ekki heimatónlist neins lands. Ég er, ef því er að skipta, frekar hallur undir að gefa mönnum frjálsar hendur um hvernig lög þeir flytja í keppninni." Sigurður segir að áætlaður gekk ágætlega með nýju Gugg- una, það hefur fiskast vel sem fyrr, en við erum fátækir af kvóta. Annað hvort var að kaupa viðbótarkvóta eða kom- ast í svona samstarf. Við höfum haft samstarf við Samherja áð- ur, og það hefur gefist vel. Ég er því ekki smeykur við eitt eða neitt,“ sagði Marías Þ. Guð- mundsson í Reykjavík, einn eig- enda Hrannar hf. á fsafirði í gær. - Eruð þið kannski að yfir- kostnaður Sjónvarpsins vegna þáttöku í Eurovision í ár sé um sex millj. kr. „Ef efnt væri til op- innar forkeppni myndi það kosta okkur um 14 millj. kr. Ég treysti mér ekki í svo dýra framkvæmd. Það er hægt að framleiða talsvert marga tón- listarþætti fyrir mismuninn," segir hann. -sbs. taka Samherja en ekki öfugt? „Það er aldrei að vita. En í alvöru talað, þá tel ég þarna um ágæta samvinnu að ræða, en alls ekki yfirtöku annars fyr- irtækisins á hinu,“ sagði Mar- ías. Maríus sagði að ísfirðingar væru aðallega svekkir yfir með- ferðinni á fiskveiðiheimildum, en ekki því samstarfi sem nú er framundan. -JBP Sjávarútvegur Færey- ingar fá viðbót í keilu Botnfiskkvóti Færeyinga innan íslenskrar lög- sögu verður óbreyttur í ár miðað við fyrra ár, eða fimm þúsund tonn. Há- marksafli einstakra fisk- tegunda innan heildarkvót- ans verður einnig óbreytt- ur að því undanskildu að hámarksafli í keilu er hækkaður um 200 tonn. Þetta var ákveðið á fundi sjávarútvegsráðherra landanna sem haldinn var í byrjun vikunnar. Formlega verður þó ekki gengið frá þessum samningi fyrr en ríkisstjórnin hefur sam- þykkt hann fyrir sitt leyti. -grh Sjómenn Fyrsti sátta- íiindurinn Fulltrúar Sjómannasam- bands íslands og Landsambands ísl. útvegs- manna komu saman til fyrsta sáttafundar í gær undir stjórn ríkissáttasemj- ara. Annar fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en 24. janúar n.k. Sjómenn leggja áherslu á að allur afli fari á markað en því hafa útvegsmenn hafnað. Hinsvegar hafa hvorki Farmanna- og fiskimanna- sambandið né Vélstjórafé- lag íslands formlega vísað sínum málum til embættis ríkissáttasemjara. -grh Hrönn hf. Sameining, ekki yfirtaka FRÉTTAVIÐTALIÐ Mjólkurkvótakerfið í blindgötu Guðmundur Lárusson formaður Landssambands kúabœnda Verö á mjólkurkvóta er hátt um þessar mundir. Telja ýmsir að sveitarfélög, kaup- félög og afurðastöðvar hafi eyðilagt kerfið með ásœlni í aukinn kvóta. - Erlu sammála framkvœmdastjóra Bœndasamtakanna hvað þetta varð- ar? „Já.“ - Hvernig er hœgt að bregðast við? „Það var mikið Ijallað um þetta á aðalfundi LK í haust. Nálega helming- ur vildi hafa óbreytt fyrirkomulag, en hinn hlutinn lagði til þær breytingar að öll útboð á rétti færu í gegnum einn aðila, líkt og gert er í Kanada. Þar er einn pottur sem framleiðsluráð sér um og svo eru haldin útboð, tvisvar til fjór- um sinnum á ári eftir aðstæðum. Þarna yrði allur réttur að fara í gegn og einstaklingar bjóða svo í. Við vitum að í sumum tilfellum eru aðilar að hringja og segja: „Þar sem þú ert vinur minn læt ég þig hafa kvóta á 150 kr.“ Hringja síðan í annan og segja það sama nema þeir hækka verðið um 5 kr. Slíkt fyrirkomulag yrði úr sögunni með því að láta þetta allt fara í gegn- um einn pott.“ - Ert þú fylgjandi þessari leið? „Ég lagði þessa leið til árið 1991. Ég tel að hún hefði minnkað spákaup- mennsku til muna. Landbúnaðarráðu- neytið féllst hins vegar ekki á þær til- lögur og gaf þetta alfarið frjálst." - Er brýn þörf á endurskoðun á núverandi kerfi? „Það er komið í algjöra blindgötu. Menn eru ekki að kaupa sér neina hag- kvæmni með auknum kvóta í dag heldur aðeins að auka vinnu og útgjöld. Menn hafa þó verið mjög tregir við að afnema viðskipti með greiðslumark. Einfaldlega vegna þess að menn hafa haft trú á að þessi leið færði réttinn með skynsamleg- um hætti milli manna. Afskipti utanað- komandi aðila hafa orðið til þess að ég tel alveg spurningu - eins og frkvstj. Bændasamtakanna bendir á - hvort bu- ið sé að eyðileggja þetta kerfi.“ - Þarf ekki að fœkka kúabœndum? „Jú, það er alveg ljóst. Fjölskyldu- búið þarf að vera a.m.k. 100.000 lítrar til að það sé hagkvæmt. Þetta þýðir um 1000 framleiðendur en mjólkurfram- leiðendur eru á 14. hundrað í dag.“ - Eru kúabœndur ekki fámennir í hópi bœnda undir fátœktarmörkum? „Eftir allar þær hremmingar sem sauðfjárbændur hafa gengið í gegnum er staða þeirra verri. Hins vegar hefur staða kúabænda versnað verulega og er ekki góð eins og tölur sýna. Ég tel þó að aðeins lítill hluti þeirra sé undir fátæktarmörkum. “ - Sú rödd heyrist að stórir kúa- bœndur hafi sérstöðu innan bœnda- stéttarinnar og Jleyti rjómann á kostnað hinna? „Sem betur fer eru margir bjarg- álna bændur í mjólkurframleiðslu. Menn sem byggðu upp á heppilegum tíma og skulda lítið.“ - Hvað um háar beingreiðslur til stœrri kúabúanna? „Beingreiðslur eru náttúrlega ekk- ert annað en niðurgreiðsla á vöruverði til neytenda þannig að það kemur út á eitt hvort margir smáir eða fáir stórir fái þetta.“ BÞ

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.