Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Qupperneq 3
Jlag«r-®TOtmn Föstudagur 10. janúar 1997 - 3 Miklabraut Heilsuspillandi umhverfi íbúar við Miklubraut eru óhressir með þunga bílaumferð. Myn±avA Landlæknisembættið spyr Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ýmissa grundvallar- spurninga. Lögreglunni er bara sagt að líta undan, bflarnir aka hér um á 90 kflómetra hraða á stálnöglunum, enda þótt hámarkshraðinn um Miklu- braut sé 45 kflómetrar. Hér fara meira en 50 þúsund bflar gegn- um þetta mjóa skarð á hverjum sólarhring,“ sagði Guðlaugur Lárusson, 60 ára sjómaður, sem býr að Miklubraut 13 í Reykjavík. Hann i'ullyrðir að þrálát sjúk- dómseinkenni sem hrjá hann stafi af lang- varandi svefn- leysi vegna umferðargnýs mestallan sólar- hringinn, sem og vegna loft- mengunar frá umferðinni. Landlæknir hefur tekið undir með Guðlaugi og sent Heilbrigð- iseftirliti Reykjavíkur bréf varð- andi mengun frá bflaumferð í Reykjavík. f bréfi Hans Jakobs Beck, læknis hjá Landlæknis- embættinu, segir: „Því verður sem sagt ekki mótmælt, að íbúar við Miklubraut búa við heilsu- spillandi nálægð við þunga bfla- umferð.“ Ennfremur segir að er- indi Guðlaugs veki til umhugs- unar um það heilbrigðisvanda- mál sem stafi af mengun frá bflaumferð í Reykjavík. Umferð hafi stóraukist síðustu ár, og liggi víða um götur sem gerðar voru fyrir langtum minni um- ferð. Hans Jakob varpar fram Qórum spurningum til heilbrigð- isyfirvalda borgarinnar. Hann spyr hvaða mælingar hafi verið gerðar; um úttekt á heilsufars- legum áhrifum bflaumferðar; um úrbætur á döfinni og hvort ástæða só til að mynda starfshóp til að vinna að úrbót- um vegna há- vaðamengunar. Heilbrigðis- eftirlitið svar- aði í síðasta mánuði og við- urkennir að hávaðamælingar vegna umferðar hafi verið litlar til þessa, aðeins mæld skamm- tímagildi en ekki jafngildishá- vaði yfir einn sólarhring. Brag- arbót hafi þó verið gerð á þessu hjá embættinu og sérhæfður starfsmaður í hávaðamálum ráðinn í hálft starf. Þá hafi verið fjárfcst í dýrum mælingatækjum og framundan séu meiri mæl- ingar á hávaða frá umferð í borginni en verið hefur. Heilbrigðiseftirlitið svarar því til að því sé ekki kunnugt um neina úttekt á bflamengun í borginni, hvorki vegna hávaða né Ioftmengunar. Guðlaugur segir að mælir hafi verið settur upp í inn- keyrslunni hjá sér fyrir tveim árum. Lesið var af mælum tvisvar á dag, og síðan gefið út í skýrslu að allt væri í himnalagi. „Svo sagði borgarverkfræð- ingur nokkrum vikum seinna hátt og skýrt að allt hefði verið bilað í þessari mælistöð og hún hefði aldrei verið marktæk hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í áraraðir. Þetta var þá byggt á ónýtum tækjum,“ sagði Guð- laugur í gær. Hann segir að ástandið á síðasta ári hafi enn versnað, meiri hávaði og meiri loftmengun með fleiri bflum, einkum stóraukinni strætisvag- naumferð. -JBP „Því verður sem sagt ekki mótmælt, að íbúar við Miklubraut búa við heilsu- spiilandi og þunga bflaumferð.“ Osta- og smjörsalan Ferðaþjónusta Gott innra eftirlit Nýlega staðfesti Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að Osta- og smjör- salan sf. og verslanir hennar að Bitruhálsi 2 og Skólvörðustíg upp- fylltu ákvæði 3. og 4. gr. reglugerðar nr. 552/1994 um matvælaeftir- lit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla varðandi innra eftirlit í matvælafyrirtækjum. Fyrirtækið tók upp árið 1994 al- þjóðlega gæðakerfið IST ISO 9002, fyrst matvælafyrirtækja í land- búnaðargeiranum. Á myndinni veitir fulltrúi Heilbrigðiseftirlitsins, Rögnvaldur Ingólfsson, Óskari H. Gunnarssyni forstjóra og dr. Þorsteini Karlssyni framkvæmdastjóra tæknisviðs viðurkenning- una. BÞ Álverið Æ fleiri með áhyggjur að eru alltaf fleiri og fleiri að láta vita af miklum áhyggjum. Mér að vitandi er t.d. ekki búið að kanna skepnufjölda hérna eða gera neina athugun á búfénaði eins og var t.d. gert við Reyðarfjörð og Eyjaflörð," sagði Dagmar Vala IJjörleifsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Akranessvæðis, vegna fyrir- hugaðra álversframkvæmda í Hvalfirði. Dagmar hefur áhyggjur af bilunum. „Ef það bilar hér mengunarvarnarbúnaður í þrjá daga, hvað þá? Verður að loka vatnsbólinu, verður að reka dýrin burt? Þetta getur bilað, en því virðast þeir alveg gleyma sem eru að kynna þetta," sagði Dagmar. -ohr Desemberferðamönnum íjölgar Um 7 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins í desember, samkvæmt tölum Útlendinga- eftirlitsins. Eftir fréttaflutning af stórvaxandi sölu í jóla- og áramótaferðir hingað til lands kemur á óvart að ferðamenn í desember voru núna um 500 færri en í sama mánuði ári áð- ur og aðeins um 500 eða 8% fleiri en fyrir þrem ári m síðan. Ferðamálastjóri, Magnús Oddsson, bendir á að tölur frá desember s.l. séu ekki sam- bærilegar við sömu mánuði á árunum 1994 og 1995. Því „Bláalónsfarþegar" - sem að- eins stoppa nokkra kiukkutima í landinu — hafi verið meðtaldir þessi tvö ár en því hafi verið hætt aftur á nýliðnu ári. Töiur fyrir desember 1996 væru hins vegar sambærilegar við 1993. En á þessum þrem árum hefur desemberferðalöngum fjölgað í kringum 500 manns sem fyrr segir - aðallega frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Sviss og Japan. Þjóðverjum og Norðurlandabúum hefur aftur á móti fækkað á tímabilinu. Spurður um fjölda ferða- manna sem kalla mætti „jóla-“ og áramótagesti" sagði Magnús um 1.700 ferðamenn hafa dval- ið hér um jól og áramót, eftir því sem næst verði komist. Af þeim hafi 200 dvalið hér um jólin, sem sé nýtilkomið, en „áramótagestirnir“ hafi verið álfka margir og í fyrra. Stykkishólmur 20 manns í beitukóngnum Beitukóngavinnsla hefur verið stunduð hjá íshá- karli hf. í Stykkishólmi frá því í júlímánuði 1996 og hefur gengið á ýmsu, ekki síst í mark- aðsmálum þar sem ekki var hægt að styðjast við reynslu annarra aðila hérlendis. Hjá fyrirtækinu vinna um 8 manns auk sjómannanna sem eru á bátunum og að meðtalinni þjónustunni sem skapast gætu um 20 manns haft atvinnu af vinnslu beitukóngs í Stykkis- hólmi. Til að styrkja sölukerfið hafa forsvarsmenn fyrirtækisins farið m.a. til Englands, Banda- ríkjanna og Kóreu. Ilalldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri íshákarls hf., segir að í ljós hafi komið að næganlegt magn hafi verið í Breiðafirðinum í nágrenni Stykkishólms til vinnslu. Nú er „íslenskur beitu- kóngur er minni en bragðmeiri og því lofar framhaldið góðu,“ segir Halldór Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri. hrygningartímabil beitukóngs að byrja og stendur í allt að þrjá mánuði og á meðan dregur úr veiðinni. Fjórir minni bátar hafa stundað veiðarnar. „Beitukóngurinn er unninn í vélum hérna hjá okkur, fyrst soðinn en síðan brotinn. Síðan er hann hreinsaður og stærða- flokkaður og loks pakkaður í öskjur og blokkfrystur. Markað- ur fyrir íslenskan beitukóng er aðallega í Kóreu og þangað fer öll okkar framleiðsla. íslenski beitukóngurinn þykir nokkuð lítill og þess vegna er markaðs- hlutdeild okkar ekki mikil. As- íubúar vilja stærri beitukóng, en sá íslenski er bragðmeiri og framhaldið lofar því góðu,“ sagði Halldór Óskar Sigurðsson. fshákarl hf. var um tíma í ígulkeravinnslu en hún lagðist af þegar markaðurinn þrengdist til muna er upp kom hastarleg matareitrun í Japan. Þegar fyr- irtækið var stofnað á sínum tíma stóð til að fara eingöngu út í vinnslu og verkun á hákarli. Mjög erfitt reyndist að fá hákarl og aðdrættir kostnaðarsamir og því var það lagt af. Þá var mikill uppgangur í ígulkeravinnslu og ákveðið að taka þátt í því í stað- inn og það stóð í rétt tvö ár. GG

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.