Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Qupperneq 4
4 - Föstudagur 10. janúar 1997 4Dagur-©ímtrm Akureyri [:, . Náttúrufræði Fimmtán þúsundasti borgarinn heiðraður Einar Sigurðsson, 15 þúsundasti Akureyringurinn, læturfara vel um sig í fundarsal Bæjarstjórnar Akureyrar. Með honum eru á myndinni f.v.: Val- gerður Magnúsdóttir félagsmálastjóri, Sipríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi, Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur, Asta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi, Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi, Sigurður Rúnar Sigþórsson faðir Ein- ars sem heldur á eldri syninum, Bjarka, Jakob Björnsson bæjarstjóri, Sig- urður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi, Pálína Austfjörð Gunnarsdóttir móðir Einars, Valgarður Baldvinsson bæjarritari og Guðmundur Sigurjónsson 10 þúsundasti Akureyringurinn. Ánœgjulegt að for- eldrar 15 þúsund- asta borgara Akur- eyrarbæjar skuli vera ungt fólk, fœtt og uppalið á Akur- eyri, sem hefur ákveðið að setjast hér að og byggja sína framtíð í þessu bœjarfélagi, sagði Jakob Björnsson, bœjarstjóri Bæjarstjórn Akureyrar heiðraði á fundi bæjar- ráðs í gær 15 þúsundasta íbúa Akureyrarbæjar með því að færa honum áritaðan silfur- skjöld þar sem á stendur: „Til heiðurs 15 þúsundasta borgara Akureyrar, Einari Sigurðssyni, fæddum 19. nóvember 1996, frá bæjarstjórn Akureyrar." Þessu fylgdi svo fáni Akureyrar- bæjar auk bankabókar með 50 þúsund króna innistæðu. Þess utan fékk Bjarki Sigurðsson, 4ja ára bróðir Einars, forláta brunabxl. Jakob Björnsson, bæjar- stjóri, sagði það ánægjulegt að á tímum fólksfækkunar á lands- byggðinni fjölgaöi íbúum á Ak- ureyri og þeir væru nú liðlega 15.000 talsins. Jakob sagði að vísindalega hefði verið að því staðið að finna út hver væri 15 þúsund- asti íbúi Akureyrarbæjar. í ljós kom að það var Einar Sigurðs- son, fæddur 19. nóvember sl. en skírður 29. desember, á af- mælisdegi föður hans, Sigurðar Rúnars Sigþórssonar, málara. Móðir hans heitir Pálína Aust- Qörð Gunnarsdóttir og eldri bróðir, Qögurra ára, Bjarki. Fjölskyldan býr að Vættargili 5. Einar var eina barnið sem fæddist á FSA 19. nóvember sl. „Það er ánægjulegt að for- eldrar 15 þúsundasta borgara Akureyrarbæjar skuli vera ungt fólk, fætt og uppalið á Akureyri, sem hefur ákveðið að setjast hér að og byggja sína framtíð í þessu bæjarfélagi. Það sýnir okkur að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin við læk- inn,“ sagði Jakob Björnsson. Viðstaddur þennan atburð var Guðmundur Sigurjónsson, fæddur 14. april 1967, sem á 1.000 fundi bæjarráðs árið 1968 var heiðraður sem 10 þúsundasti borgari Akureyrar- bæjar. Guðmundur eignaðist einnig á sínum tíma bílnúmerið A-10000 þegar hann keypti sinn fyrsta bíl, 18 ára gamall. Mynd.JHF Það tók því Akureyringa 29 ár að íjölga sér um 5.000 manns. Það er um 1,2% meðtalsQölgun, sem er mjög nærri landsmeðal- tali. Fólksfjölgun á Akureyri hefur þó verið mjög sveiflu- kennd. Þannig var hún töluvert yfir landsmeðaltali á árunum 1967 til 1977, síðan dró veru- lega úr henni en er nú aftur orðin nokkur stígandi. GG Vel merktir svartfuglar Um 4000 svartfuglar voru merktir á vegum Nátt- úrufræðistofnunar í fyrrasumar. Merktar voru um 1100 langvíur og álíka margar álkur, á annað þúsund lundar og um 600 teistur. í frétt frá Náttúrufræðistofnun segir að ánægjulegt sé hve margar stutt- nefjur hafi verið merktar í fyrra, því við það hafi nær tvö- faldast sá Qöfdi fugla sem hafi verið merktur fram að því. Að- allega voru merktir fuglar í Krísuvíkur-og Látrabjargi, Vest- manneyjum, Skrúði og Breiða- íjarðareyjum. Svartfuglar hafa verið merktir í stórum stfl und- anfarin ár og er það liður í samstarfi landa á norðurslóð- um, sem miðar m.a. að því að kanna ferðir svartfugla utan varptíma og hefstu vetrarstöðv- ar þeirra. Leiðrétting Beðist er velvirðingar á mynda- brengli í blaðinu í gær, Eski- fjörður var Reyðarfjörður. Einnig er missagt í fréttinni að læknir hafi farið frá Eskifirði, hið rétt er Reyðaríjörður. Jóiaverslun Þora ekki að kaupa hrærivél í jólagjöf Ja-Sjí Hr? -Vélskólinn- Stefnir í óefni Kristmann Magnússon íPfaff: Ef okkur eru búin sömu skifyrði og erlendis þá getum við boðið ykkur miklu betri vörur og ódýrari en þið getið nokkurs staðar fundið þær annars staðar“. Fjórðungur af raftækjasöfu ársins síðustu 2 mánuðina, seg- ir Kristmann í Pfaff, sem þýðir þá um 70% meiri sölu en aðra mánuði ársins „Það er því miður orðið miklu minna um það heldur en áður var — og það kenni ég Kvennalistanum um,“ svaraði Kristmann Magnússon f Pfaff, spurður hvort rómantískir eig- inmenn kæmu hugsanlega til hans að kaupa uppþvottavélar eða gufustraujárn í jólagjöf handa „elskunni sinni“. Kristmann segir að það hafi lengi verið reglan að salan síð- ustu 2 mánuði ársins sé kring- um fjórðungur af árssölunni, sem þýðir þá um 70% meiri sölu í heldur en að meðaltali aðra mánuði ársins. Hann bendir jafnframt á að það sé mjög breiður flokkur verslana sem Þjóðhagsstofnun skellir undir einn hatt; heimilis- tæki, húsgögn og búsáhöld, því sé erfitt að heimfæra heildar- breytingar í honum upp á hverja einstaka þessara greina. „En það sem við höfum á til- finrúngunni er að það hafi minnkað alveg geysilega, m.v. það sem var fyrir svona tíu ár- um, að menn séu að koma og kaupa t.d. hrærivél handa eig- inkonunni í jólagjöf. Hún segir bara: „Þetta er ekki fyrir mig, heldur fyrir okkur.“ En það kemur þó dáldið fyrir að þau koma saman og segja; „Þetta — uppþvottavélin — verður jóla- gjöfin okkar.“ Flestum er sjálfsagt í fersku minni að uppistaðan í „jóla- gjafahandbókum" blaðanna og jólaauglýsingum var eitthvað sem gekk fyrir rafmagni. „Við vorum einmitt að ræða þetta, þessar gríðarlegu raftækjaaug- lýsingar fyrir jólin, en sjálfir hættum við 3. desember að auglýsa. En ég er hræddur um að einhverjir eigi eftir að reka sig á að þegar þeir fara að draga allan auglýsingakostnað- inn frá sölunni þá verður ósköp lítið eftir.“ Kristmann telur jóla- söluna á raftækjum hafa verið svipaða og í fyrra. „Ef blessuð ríkisstjórnin gæti nú einhvern tíma staðið við sfna samninga gagnvart ESB og fellt niður þessi innflutningsgjöld á þessum tækjum, þá mundi verðið vitanlega lækka og salan aukast. Við fengum niðurfellda tolla á ýmsum smátækjum, sem áður voru „vinsælar smyglvörur" og þær eru núna ódýrari hér held- ur en nokkurs staðar í Evrópu. Hjá mér kostar t.d. dýrasta saumavélin um 187 þús.kr. En sama vél kostar 233 þús.kr. 100 metra frá verksmiðjunni þar sem hún er framleidd og 303 þús.kr. í Bandaríkjunum, þótt söluskatturinn í þessum lönd- um sé miklu lægri en hér á landi,“ sagði Kristmann í Pfaff. Síaukið framboð á inni- haldslitlu afþreyingarefni f Ijölmiðlum, veldur því að ungmenni hafa sífellt minni tíma og áhuga á lestri. Aileið- ingin er m.a. að nokkur hluti þeirra kemur ólæs og illa skrif- andi í framhaldssskóla, segir m.a. í ályktun, sem samþykkt var nýlega á aðalfundi kenn- arafélags Vélskólans. Þar segir ennfremur á sama tíma kapp- kosti stjórnvöld við að „hag- ræða“ og spara í skólakerfinu, launum kennara og skólastjóra sé haldið niðri og ung vel menntað fólk forðist þessi störf. Kennarar í Vélskólanum Utblástur á brennisteinsd- íoxíði reikna ég með að myndist við bruna á flug- eldum, en þetta er ekkert var- anlegt ástand. í öllum þessum hámarksgildum EES er átt við eitthvað varanlegt. Þar koma til bílarnir, - og hverirnir, þeir auka brennisteinsmengunina og það varanlega,“ sagði Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri og ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum í gær. í kjölfar fyrirspurnar frá þýskum ferðaskrifstofum um hvort hætta væri á að íslending- ar yrðu að leggja af sína mögn- uðu áramótagleði með flugeld- um og öðru fírverkeríi upphófst umfangsmikil leit í lagabálkum EES-samningsins. Sú leit sýnir að hvergi er minnst einu orði á flugeldaskot upp í himinhvolfið. Björn sagði að brennisteinn hefði stuttan dvalartíma í lofti, telja líka að þróun samfélagsins eigi hlut að máli. Markaðs- og einkavæðing feli í sér að ein- staklingar reyni að klóra sig áfram með kjafti og klóm, freisti þess að komast yfir eins mikið og þeir megni fyrir eins lítið geti komist af með. Þetta sjáist í efstu bekkjum grunn- skóla og í framhaldsskólum, þar sem nemendur reyni að velja sig frá „erfíðari" náms- greinum. Afleiðingin sé að í óefni stefni í menntamálum á íslandi. Aðalfundurinn skorar á alla sem málið varðar, að taka höndum saman við að snúa þessari þróun við. aðeins sólarhring eða svo. Allur jarðvegur hér væri mjög basísk- ur og brennisteinninn leitaði jafnvægis og ylli ekki súru ástandi. Veitingahúsaeigendur anda því léttar. Iljá þeim er allt upp- bókað um áramótin 1999/2000. „Það er búið að fullbóka hjá okkur 30. og 31. desember og síðan er 1. janúar árið 2000 að heita má fullbókaður, mest fa- stakúnnar það kvöld,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, sölustjóri Perlunnar. Freyja sagði að um væri að ræða útlendinga á gamlárskvöld, og þeir koma meðal annars til að njóta flug- eldanna, sem áreiðanlega verða með íjörugasta móti þegar ný öld rennur í garð. Sömu sögu hafa fleiri veitingamenn að segja, á Hótel Holti, Hótel Sögu og víðar. -JBP Flugeldamengunin Hverirnir eru enn meiri mengunarvaldur

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.