Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Qupperneq 5
ÍÉtgur-®mttmt Föstudagur 10. janúar 1997 - 5 F R É T T I R , : 1 \ -—- _ - Heilbrigðismál Skref til útflutnings heilbrigðisþj ónustu íslensk heilbrigðisþjónusta og þekking flutt út samkvæmt sérstökum samningi við Grænland að má segja að þetta sé fyrsta skrefíð í þá átt að markaðssetja okkar góðu heilbrigðisþjónustu á erlendri grund. Við höfum á að skipa af- ar færu fólki sem hefur sótt sína menntun til fjölmargra landa og þá fjöibreyttu reynslu og þekkingu ættum við að geta nýtt til útflutnings,“ sagði Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðis- ráðherra, í samtali við Dag- Tímann í gær. En þá undirritaði Ingibjörg, ásamt heilbrigðisráðherra grænlensku heimastjórnarinn- ar, Marianne Jensen, samning um formlegt samstarf íslend- inga og Grænlendinga á sviði heilbrigðisþjónustu. í samningnum felst að kom- ið verður á fót samstarfsnefnd, sem hefur m.a. það hlutverk að útfæra nánar kaup Grænlend- inga á íslenskri heilbrigðisþjón- ustu, m.a. varðandi bráða-, langlegu- og göngudeildarsjúk- linga, kaup og sölu á skurð- stofuþjónustu og ráðningu lækna, ljósmæðra og hjúkrun- arfræðinga til starfa á Græn- landi, en þar er nú mikill skort- ur á fólki í öllum þessum starfs- greinum. Einnig er mikill áhugi á því að grænlenskar heilbrigðisstétt- ir komi til íslands til náms og starfskynningar og ennfremur er fyrirhugað að taka upp nán- ara samstarf á sviði margvís- legra rannsókna. Þar ber hæst rannsóknir á ýmsum sjúkdóm- um, sem hrjá íbúa norður- byggða, t.d. gigt. Höfum notið mikils velvilja „Þessi samningur er okkur mik- ið ánægjuefni, en við höfum á undanförnum árum notið mikils velvilja af hálfu íslenskra heil- brigðisyfirvalda," sagði græn- lenski heilbrigðisráðherrann, Marianne Jensen. En í fyrra voru tíu bráðasjúklingar fluttir flugleiðis hingað frá Grænlandi, þar af sex ungabörn, fædd fyrir tímann. Póstur og sími Sfmnotendur geta sfðar á þessu ári keypt símaskrána á tölvutæku formi. Póstur og sími hefur samið við fyrirtækið Aðgengi um að hanna hugbúnað til þess og er gert ráð fyrir að fyrsta tölvuútgáfa símaskrárinnar 1997 komi út eigi síðar en l.nóvember. Gert er ráð fyrir hún kosti um 4000 kr. og verður innifalin uppfærsla 4 sinnum á ári. Frá vinstri: Garðar Garðarsson, stjórnarformaður Aðgengis og Guðmundur Björnsson, forstjóri Pog S. Sjóflutníngar Eimskip kaupir Hofsjökul Allir flutningar á afurðum SH til Bandaríkjanna með skipum Eimskips. í vikunni var gengið frá kaup- um Eimskips á flutningaskipinu Hofsjökli sem var í eigu Jökla hf. dótturfyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Skipið er 23 ára gamalt, tæp 3 þúsund tonn að stærð og hefur verið í siglingum á milli íslands og Bandaríkjanna með afurðir fyrir SH. Jafnframt var gengið frá samningi á milli þessara fyrirtækja um að Eimskip taki að sér alla flutninga á afurðum SH til Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir að þessir ílutningar geti numið allt að 20 þúsund tonnum á ári. Stærsti hluti þeirra mun fara til Coldwater, dótturfyrirtækis SIJ í Everett. Samningurinn tryggir framleið- endum innan SH hálfsmánaðar- lega ílutningaþjónustu með gámaskipi til markaða í Banda- ríkjunum. -grh Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir og Marianne Jensen, heilbrigðisráðherra grænlensku heimastjórnarinnar, fagna samningnum í gær. u „Þó að átján ár séu nú liðin frá því að Grænlendingar fengu heimastjórn, voru heilbrigðis- málin einn þeirra málaílokka, sem við tókum hvað síðast í eig- in hendur," sagði Marianne Jensen. „Til skamms tíma voru það eins og óskráð lög að á því sviði ættum við ekki samvinnu við aðra en Dani. Nú viljurn við mjög gjarnan víkka þetta út og það liggur beinast við að taka upp formlegt samstarf við okk- ar góðu granna á íslandi." Grænlendingar eru ekki nema rúmlega 55 þúsund tals- ins og sagði heilbrigðisráðherra þeirra að af þeim sökum væri eðlilega takmörk fyrir því hvað hægt væri að mennta marga til heilbigðisstarfa. „IJins vegar er það okkur dýrmætt að kynnast þessum málum hér á íslandi og einnig að fá íslenskt hjúkunar- fólk til starfa á Grænlandi," bætti Marianne við. Þetta er hennar fyrsta heim- sókn til íslands, en einn þriggja sona hennar hefur komið hing- að og látið vel af. „Það er að verða mjög algengt að græn- lensk skólabörn fari í heim- sóknir til íslands, þannig að kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi á Grænlandi þekkir al- mennt mun betur til íslands en þeir sem eldri eru,“ sagði græn- lenski heilbrigðisráðherrann að lokum. H.H.S. Námskeið Handavinnukunnáttu fólks hefur hrakað Handavinnukunnáttu ungs fólks hefur hrakað svo mjög að prjónanámskeið fyllast strax og þau eru auglýst. Þeir eru margir sem varla kunna að prjóna enda er handavinna yfir- leitt aðeins kennd einu sinni í viku tvo tíma í senn hálfan veturinn. „Þetta lýsir sér kannski best þegar konur eignast börn. Þá langar þær til að prjóna en hafa það litla kunnáttu að þær treysta sér ekki til að prjóna eftir upp- skrift. Þá fara þær á námskeið sem auðvitað eru dýr,“ segir Arngunnur Sigurþórsdóttir, for- maður Handavinnukennarafé- lags íslands. Samkvæmt grunnskólalögun- um frá 1976 eru nemendur hálfan veturinn í smíði og hálf- an veturinn í handavinnu og segir Arngunnur að fyrir vikið læri börnin minna í hvorri grein enda hafi tímamagn ekkert aukist. Það fari þó eftir skólum. Samkvæmt lögum eigi börnin að byrja í handavinnu níu ára en skólastjórar hafi svigrúm og sums staðar byrji þau sjö ára. Það muni geysilega miklu. -Getur verið að nemendur ljúki grunnskólanámi án þess að kunna nógu mikið? „Mér hefur tekist að kenna mínum nemendum að prjóna áður en þau fara frá mér tólf ára. En eftir því sem maður heyrir frá öðrum kennurum þá finnst öllum mjög erfitt að kenna að prjóna á hálfum vetri einu sinni í viku. Ég hugsa að það sé alveg til og ekki óal- gengt,“ segir Arngunnur. Grunnskólalögin eru í end- urskoðun og binda handavinnu- kennarar vonir við að auknum ti'maíjölda verði varið til handa- vinnukennslu, einnig mætti hugsa sér að hafa handavinnu sem val innan framhaldsskóla. „Þessi kennsla þarf ekki að vera svo dýr,“ segir Arngunnur. -GHS Arngunnur Sigurþórsdóttir form. Handavinnukennarafélags ísl. „En eftir því sem maður heyrir frá öðrum kennurum þá finnst öllum mjög erfitt að kenna að prjóna á hálf- um vetri einu sinni í viku. “

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.