Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Side 8
8 - Föstudagur 10. janúar 1977 JBagur-®ímtmt ÞJOÐMAL JDagur- tfettmn Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Sjálfsblekking í fyrsta lagi Sjálfsblekking er sterkasta aflið í mannshuganum. Þúsundir íslendinga ætla nú að bæta líkamlegt og andlegt ástand sitt með því að „taka sig á“ hver á sínu vankantasviði. Ört fitnandi þjóð og streitu- hlaðin sem á við fjölmörg velmegunarvandamál að etja þarf að gæta heilsu sinnar. Hún á nú að vita að engar töfralausnir eru til. Tökum dæmi: Stað- reyndin er að ef til væri ein pilla sem innihéldi allt það besta sem til er gegn velmegunarsjúkdómum værum við tilbúin að kaupa hana dýrum dómum. Hún er til. Hún heitir HREYFING. Og fæst ókeypis fyrir þá sem vilja. í öðru lagi Þjóðin hefur öðlast umtalsverða reynslu af því að megra sig, breyta lifnaðarháttum til betri vegar og „taka sig á“. Til viðbótar við þá reynslu koma sí- fellt betri upplýsingar um hvernig heilsusamlegt líf. Samt eykst offlta, jafnvel hjá börnum og óhóf- leg eiturefnaneysla minnkar ekki: kaffi, áfengi og tóbak eru sívinsælar eyðileggingaraðferðir. Úr því að Lögmálin sjö um velgengni snérust ekki um happdrættisvinninga eru þau verðlaus. íslendingar hafa bæði reynslu og þekkingu til að bæta líf og heilsu og nota hvorugt. í þriðja lagi Þær þúsundir og aftur þúsundir sem nú „taka sig á“ á einhverju sviði líkams- og hugræktar spinna sjálfsblekkingarvef þjóðarinnar sem dægrastytt- ingu í skammdeginu. Örfáir mun öðlast frelsi til að lifa heilbrigðu h'fi. Þeim mun hlotnast sjálfsvirðing og heilsa, andlegt jafnvægi og vellíðan. Hlekkir vanans munu halda fjöldanum, við munum skapp- lappast út einu athvarfi í annað og „taka okkur virkilega á“ því sjálfsblekkingin er sterkasta aflið - eina leiðin til að okkur geti liðið vel. Stefán Jón Hafstein. Spusinincf cicupsutó Kemur til greina að takmarka frjálst framsal mjólkurkvóta með tilliti til byggðasjónarmiða? Páll Pétursson bóndi og félagsmála- ráöherra Það held ég að sé torvelt. Ef hag- ræðing á að nást er möguleiki á framsali mjólkurkvóta nauðsyn- legur." Bergur Pálsson fornt. Búnaðarsam- bands Suðurlands. Nei, það held ég ekki. Menn verða að stjórna byggðamynstrinu öðru- vísi en með því að tak- marka kvótaviðskiptin - þótt þau séu slæm.“ Sigurgeir Hreinsson form. Búnaðarsam- bands Egjafjarðar. Nei, ekki nema þá í mjög takmörk- uðum mæli. Mj ólkurfr amleiðslan verður að þróast án slíkra afskipta og byggðavandamál verð- ur að leysa með öðrum hætti. Framleiðslan verður að fylgja þeirri þróun sem aukin tækni veldur, þ.e. að búin stækka með kaupum á framleiðslurétti þeirra sem hætta.“ Guðlaugur Þór Þórðarson formaður SUS. Ifyrsta lagi á að af- nema mjólkurkvóta og koma á mark- aðsbúskap í greininni. Nær væri að styrkja bændur beint, ef á annað borð á að gera það. En ef kvótakerfi á að að vera við lýði verður framsal fram- leiðsluheimilda að vera frjálst - ef á að ná fram hagræðingu.“ 5 Sigg á sálinni „íslendingar hafa unnið að því hörðum höndum allt frá land- námsöld að gera ísland sem óbyggilegast og hafa eytt fugli og ferfætlingum, landi og gróðri, allt í nafni landnýtingar og verndunar." Hrafn Gunnlaugsson í Mbl. í gær Reynslunni ríkari „Fólk er orðið vant því, að ráð- herrar gefi loforð út og suður og beri nákvæmlega enga virð- ingu fyrir orðum sínum. Þess vegna reikna margir með, að mengun og orkuverð lendi í sama klúðri í samningum við álverið og þeir þekkja frá reynslunni af járnblendiver- inu.“ Jónas Kristjánsson í DV í gær Hœttulegt ástand „Láglaunastefnan er að skapa hættulegt ástand í þjóðfélag- inu.“ Ólafur Jónsson í Mbl. í gær Óviðunandi staða „Því miður er staða launa- manna hvergi nærri viðunandi á íslandi; hvað varðar launa- kjör, vinnutíma, menntun, fé- lagsþjónustu, lýðræði, völd og vegsemd." Ari Trausti Guðmundsson í Alþýðublaðinu í gær Hafsjór af kvóta „f hafsjó menningarinnar eru margir stofnar og sífelld nýlið- un, svo notað sé orðfæri fiski- fræðinga, og þangað er óhætt að róa. Kvótinn er ekki tak- markaður og við eigum hann öll.“ Björn G. Björnsson í Mbl. í gær Sameiningarhugsjónir Sameining er hagræðing og hag- ræðing er gróði og gróði er undir- staða heilbrigðs atvinnulífs. Þetta er hin postullega kveðja dagsins sem þulin er í öllum gáttum og á að vísa veginn til farsældar þjóðarinnar, byggðarlaga og einstaklinga. Og til sanns vegar má færa að vissulega er gróðinn farsæll - þeim sem hans njóta. Hvar öll sameiningarferlin enda skal engu spáð um, en áfram halda þau út í óendanleikann, eins og hjóna- böndin, sem heQast á því að kona og karl, eða tveir karlar og tvær konur, eins og nú er farið að' tíðkast, heita hvort öðru ævarandi tryggð. Eru svar- dagarnir innsiglaðir með því að það sem guð á himnum bindur saman megi mannlegur ófullkomleiki eigi sundur slíta. En það fer nú á ýmsa vegu, eins og margir kannast við. Einn flokkur, eitt kjördæmi Ekkert lát er á sameiningarbylgjunni sem yfir ríður og færast sameiningar- sinnar í aukana með hverjum sigri gegn sundrungunni. Er meira að segja farið að tala um í alvöru að sameina öll kjördæmi landsins í eitt í kjölfar þess að Alþingi var sameinað í eina deild. Þingflokkar eru sameinaðir og verið er að sameina sjórnmálaflokka og er mikill spenningur í sameignarsinnum að sameinast í einum öfiugum flokki, sem í fyllingu tímans mun sameinast Sj álfstæðisfiokknum, því toppurinn á sam- einingarhugsj óninni hlýtur að vera einn flokkur, ein þing- deild, eitt kjördæmi. Þegar að því kemur þarf maður ekki lengur að velkjast í vafa um hvar er vænlegast að hreiðra um sig í flokki, til að hafa eitthvert gagn af stjórnmálaáhuga sínum. Mikið er lagt upp úr að sameina sveitarfélög og er sagt að þar geri þau öflugri. En enn meira kapp er lagt á að sundra byggðarlögum og hafa þau sem dreifðust, minnst og vesælust. Finnist einhverjum þetta mótsagnakennt er rétt að fást ekki um það, því svoleiðis eru stjórnmálin og byggðastefnurnar. Það er ekki hollt fyrir heilasellurnar að reyna að finna rökin fyrir slíkum hug- sjónum. Stórt er fagurt Kvótaeigendur keppast hver um annan þveran við að sameina fyrirtæki sín og þar með kvótaeignina. Þetta gengur frábærlega vel og stefnir greinilega í sömu átt og stjórn- málin og kjördæmin. S ameiningar hug- sjónin er sterk í öll- um fyrirtækjarekstri og verslanir og verslanakeðjur sam- einast í gríð og ergi. Einstaklingsfram- takið er orðið álíka úrelt og sósíalism- inn og hlutabréfamarkaðir og óstöðv- andi sameinignarárátta taka við. At- hafnaskáldin og öreigaleiðtogar heyra sögunni til eins og þjóðerni og átthaga- tryggð. Hlutabréfamarkaðir teygja sig um víða veröld. Hipparnir sögðu að smátt væri fag- urt, en afkvæmi þeirra, upparnir, telja að stórt sé máttugt. Þess vegna er sameinað. Smáfyrirtæki eru óhag- kvæm, stórfyrirtæki arðsöm. Það er nefnilega betra að hafa ekki alltof mikla samkeppni milli óþarflega margra fyrirtækja. Þess vegna á að nýta hagkvæmi stærðarinnar. En það er ekki alltaf auðvelt í fámennu landi og strjálbyggðu. Sameiningarnar taka því oft á sig furðulega myndir, eins og þegar Akur- eyringar taka að sér að gera út fyrir Ilafnfirðinga og ísfirðinga, Þjóðverja og Rússa austur í Otkoskhafi. Eða eru það Reykvíkingar sem gera þar út, eins og frá Mexíkó? Sameiningar valda stundum deilum, en þær gleymast ljótt því kostir stórra eininga eru augljósir, þótt ekki sé nema til að koma í veg fyrir sam- keppni. Og svo eru allir sammála um að sameinast um að sameinast, þótt margir tapi miklu meira á sameining- um en þeir sem græða. En það góða við gróðann er, að hann kemur á færri hendur. OÓ Cddwí

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.