Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Síða 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Síða 9
ÍOagur-Œímmrt Föstudagur 10. janúar 1997 - 9 Umhverfi og byggð fórnað íV ri r stóriðju Hjörleifur Guttormsson alþingismaður skrifar að er mikið alvörumál hvernig ríkisstjórnin held- ur á málum sem varða at- vinnuþróun og umhverfi. Öll áhersla er nú lögð á stóriðju án tillits til afleiðinga fyrir þróun á öðrum sviðum. Þar eru áhrif á umhverfið og ímynd landsins stórt áhyggjuefni en einnig af- leiðingar fyrir þróun byggðar í landinu. Fjárfesting vegna ráð- gerðrar álbræðslu og stækkun- ar járnblendiverksmiðju á Grundartanga er ásamt orku- Með stóriðjustefnunni sendir ríkisstjórnin dapurleg skilaboð til landsbyggðarinnar. Á sama tíma og opinber- ar hagtölur sýna að fólki fcekkar í öllum kjördœmum landsins utan Reykjavíkur er lagt í hverja stórjjár- festinguna á fœtur annarri á höfuðborg- arsvœðinu. mannvirkjum talin nema 38 þúsund milljónum krónum og munar um minna. Með vísan til þessara stórframkvæmda skar ríkisstjórnin og meirihluti hennar við fjárlagagerð 1997 niður opinber framlög til bygg- ingar vega, hafna og skóla- mannvirkja víða um land. Með stóriðjustefnunni sendir ríkisstjórnin dapurleg skilaboð til landsbyggðarinnar. Á sama ti'ma og opinberar hagtölur sýna að fólki fækkar í öllum kjördæmum landsins utan Reykjavíkur er lagt í hverja stórfjárfestinguna á fætur ann- arri á höfuðborgarsvæðinu. Unnið er nú að jarðgangagerð undir Hvalijörð og stækkun ál- bræðslu í Straumsvík. f beinu framhaldi eiga svo að bætast við framkvæmdir fyrir millj- arðatugi á Grundartanga og margháttaðar orkuframkvæmd- ir sunnanlands. Þessar fram- kvæmdir munu setja svip sinn á athafnalíf í landinu næstu árin og verða óhjákvæmilega til þess að enn herðir á fólksflutningum suður nái stefna ríkisstjórnar- innar fram að ganga. Það er kaldhæðnislegt að Framsóknar- flokkurinn skuli öðrum flokkum fremur bera ábyrgð á þessari þróun með iðnaðarráðherra sinn í fararbroddi. Öll egg í sömu körfu Við endurskoðun raforkusamn- ings við ÍSAL 1984 var sú stefna upp tekin að tengja raf- orkuverð til stóriðju við verð á áli á heimsmarkaði. Þessu hef- ur verið fylgt síðan í samning- um við íslenska járnblendifé- lagið og við gerð rafmagns- samnings vegna stækkunar ál- bræðslu í Straumsvík 1995. Hið sama er uppi á tenginum í raf- magnssamningnum við Colum- bia álfyrirtækið. Slík stefna er hagstæð fyrir viðkomandi orku- kaupanda, en hún er að sama skapi tvísýn fyrir landsvirkjun og um leið þjóðarbúið sem verður háð gífurlegum sveiflum sem mega teljast regla í mark- aðsverði stóriðjuafurða. Eftir því sem álbræðslum fjölgar vega slík ákvæði þyngra og hætt er við að sveiflur í verði á öðr- um stóriðjuafurðum falli í svip- aðan farveg. Oft er mikið úr því gert að útflutningur okkar á sjávar- fangi sem um langt skeið hefur numið um 3/4 hlutum gjaldeyr- istekna sé einhæfur og áhættu- samur. í því sambandi er vert að minnast að útfluttar sjávar- afurðir eru mjög margbreyti- legar og sjaldan er verðfall á mörgum tegundum sjávaraf- urða samtímis. í afurðum orku- freks iðnaðar er einhæfnin langtum meiri eins og hér er staðið að málum. Minna má á að enn standa yfir á vegum ís- lenskra stjórnvalda samnin- gaumleitanir við Atlantal- sam- steypuna um risaálbræðslu á Keilisnesi eð allt að 330 þúsund tonna ársframleiðslu, þ.e. nær tvöfalt meira en ráðgert er að Með framgöngu sinni í stóriðjumálum er rík- isstjórnin að setja stefnu sína og skuld- bindingar í umhverfis- málum í uppnám, Þar ganga þeir saman og í takt, umhverfisráð- herrann og iðnaðar- ráðherrann. framleiða á grundartanga. Þegar samið var um ál- bræðsluna í Straumsvík á sjö- unda tug aldarinnar var mikið gert úr möguleikum á úrvinnslu úr áli hérlendis. Sáralítið hefur gengið eftir af þeim áformum í reynd. Samkvæmt áætlunum um álbræðslu á Grundartanga er slíkt ekki einu sinni á dag- skrá, heldur þar aðeins stefnt að einföldustu frumframleiðslu á áli. Menn spyrja að vonum hvort íslenskum stjórnvöldum sé fyr- irmunað að móta skynsamlega stefnu um þróun atvinnulífs hérlendis og að spyrja spurn- inga í því sambandi. Með ál- bræðslunni á Grundartanga er í fyrsta sinn verið að flytja hing- að gamalt stóriðjufyrirtæki að stofni til og flest áhuldu um hvernig slík verksmiðja muni standast kröfur um umhverfis- vernd og alþjóðlega samkeppni. Umhverfismál í uppnámi Með framgöngu sinni í stóriðju- málum er ríkisstjórnin að setja stefnu sína og skuldbindingar í umhverfismálum í uppnám. Þar ganga þeir saman í takt, um- hverfisráðherrann og iðnaðar- ráðherrann. Ekki er hikað við að gefa alþjóðlegum skuldbind- ingum í umhverfismálum langt nef eins og loftslagssáttmála Sameiðnu þjóðanna. Áður en framkvæmdir við álbræðslu á Grundartanga og stækkun járn- blendiverksmiðju komu á dag- skrá var ljóst að verulega vant- ar á að af íslands hálfu verði staðið við það markmið að losa ekki meira af „gróðurhúsaloft- tegundum" árið 2000 en reynd- in var 1990. Breytir þar htlu viðbótarijármagn til land- græðslu og skógræktar sem mjög hefur verið auglýst að undanförnu. Með þessum stór- iðjuframkvæmdum Qarlægj- umst við því enn meir en áður þjóðréttarlegar skuldbindingar. Það er nöturleg staðreynd að enn skuli eiga að reisa hér stór- iðjuver eins og álbræðslu á Grundartanga án þess að miðað sé við bestu fáanlegar mengun- arvarnir og slíkar kröfur séu bundnar í starfsleyfi. Þegar ákvarðanir og leyfi voru veitt fyrir stækkun ÍSAL á árinu 1995 skorti mikið á þetta og því var þá borið við að verið væri að prjóna við gamla verk- smiðju. Þeirri spurningu er ósvarað, hvers vegna íslensk stjórnvöld telja sig ekki geta gert hliðstæðar kröfur um mengunarvarnir og slíkar kröf- ur séu bundnar í starfsleyfi. Þegar ákvarðanir og leyfi voru veitt fyrir stækkun ÍSAL á árinu 1995 skorti mikið á þetta og því var þá borið við að verið væri að prjóna við gamla verk- smiðju. Þeirri spurningu er ósvarað, hvers vegna íslensk stjórnvöld telja sig ekki geta gert hliðstæðar kröfur um mengunarvarnir og Norðmenn. í drögum að starfsleyfi fyrir ál- bræðslu á Grundartanga er t.d. ekki gert ráð fyrir neinni hreinsun á brennisteinssam- böndum í útblæstri. Norðmenn setja mörkin um losun SO2 við 2 kg á hvert áltonn og ná þeim árangri með vothreinsun en hér að nafninu til að miða við 21 Til viðbótar við röskun af verksmiðjurekstri koma svo virkjunar- Jramkvœmdir, sem margar hverjar rista djúpt í ásýnd landsins. Mikið óheillaspor er t.d. stigið með því að heimila Hágöngumiðl- un sem troðið er inn á áður ósnortnar auðnir sunnan Vonarskarðs. kg! Með vothreinsun næst líka betri árangur við hreinsun á flúoríði. Þar setja Norðmenn mörkin við 0k4 kg per tonn af áli í nýjum starfsleyfum en í ál- bræðslu á Grundartanga er tal- að um 50% hærra mark eða 0,6 kg- Til viðbótar við röskun af verksmiðjurekstri koma svo virkjunarframkvœmdir, sem margar hverjar rista djúpt í ásýnd landsins. Mikið óheilla- spor er t.d. stigið með því að heimila Hágöngumiðlun sem troðið er inn á áður ósnortnar auðnir sunnan Vonarskarðs. Hér eru öfl fortíðarinnar að verki, sem reyna að draga hing- að íjárfesta á kostnað umhverf- isgæða. Það er mál til komið að shkri óhæfu linni.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.