Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Side 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Side 10
10- Föstudagur 10. janúar 1997 jDagur-'ÉHhmnn KFÍ áfrýjar til Dómstóls ÍSÍ KFÍ hefur áfrýjað úrskurði Dómstóls KKÍ vegna leiks liðsins í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik við Grindavík og mun málið verða tekið fyrir hjá Dómstóli ÍSÍ á mánudaginn. KFÍ kærði úrslit leiksins gegn Grindavík, þar sem þeir töldu að liðsstjóri Grindvíkinga væri ekki löglegur með liðinu. ísfirð- ingar höfðu sigur í héraðsdómi þar sem þeim var dæmdur sig- ur, en lyktir í Dómstóli KKÍ urðu þær að úrslit leiksins skyldu standa óbreytt og að Grindvík- ingar héldu stigum sínum. gþö Ólafur og Dagur fá sig ekki lausa * Islenska landsliðið leikur tvo vináttuleiki gegn Þýskalandi dagana 1. og 2. febrúar og fara leikirnir fram í Trier og Lud- vigshafen. Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson fást hins veg- ar ekki lausir þar sem ekki var hægt að hnika deildarleik hjá Wupperthal. Forbjörn Jensson mun lík- Iega tilkynna landsliðshóp sinn á mánudaginn, á sama tíma og dregið verður í 4-liða úrslit Bik- arkeppninnar. Alexander áfram Alexander Högnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild ÍA og þar með er ekki neinn með lausan samning hjá félag- inu. Alexander átti í viðræðum við Grindvíkinga, en hann valdi að vera áfram á Skipaskaga. Skagamenn hafa einnig gengið frá eins árs samningi við Ólaf Adolfsson. Patrekur og félagar mæta Grossvaldstadt Tusem Essen, lið Patreks Jó- hannessonar, tryggði sér fyrir skömmu sæti í 8-Iiða úr- slitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Dregið var í fyrrakvöld og mun Essen mæta Grossvaldstadt á útivelli. Dut- enhofen mætir Eisenach. Hinar viðureignirnar eru á milli Pful- lingen og Lemgo og Bad Schartzau og Meisungen. Bad Schwartzau komst í undanúr- slitin með sigri á liði Kristjáns Arasonar, Wallau Massenheim og aðeins þrjú 1. deildarlið eiga sæti í 8-liða úrslitunum. IJB/fe Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 M>HV Pétur Guðmundsson kúluvarpari og Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður voru þeir einu sem héldu fullum styrk allt árið hjá Afreksmannasjóði ÍSÍ, Pétur og JónAmar fengu mest úr Afreksmannasjóði Pétur Guðmundsson kúlu- varpari og Jón Arnar Magnússon tugþrautar- maður fengu hæstu styrkina úr Afreksmannasjóði ÍSÍ á nýliðnu ári. Þeir voru einu íþrótta- mennirnir sem voru á A-styrk alla tólf mánuði ársins og fengu í sinn hlut 80.000 krónur á mánuði, eða samtals 960 þús- und krónur á árinu. Styrkir afreksmannasjóðs námu rúmum 7,8 milljónum á nýyfirstöðnu ári og voru afhent- ir sérsamböndunum og voru flestir þeirra eyrnarmerktir einstökum íþróttamönnum. Styrkir til frjálsíþróttahreyfing- arinnar voru fyrirferðarmestir og numu rétt tæpum helmingi þeirrar Qárhæðar sem Afreks- mannasjóðurinn útdeildi. Níu frjálsíþróttamenn fengu styrki úr sjóðnum. Auk þeirra Péturs og Jóns Arnars, fékk Guðrún Arnardóttir A-styrk Ijóra síð- ustu mánuði ársins auk 200 þús. kr. eingreiðslu fyrr á árinu. Þá voru fjórir íþróttamenn á B- styrk að upphæð 40 þúsund krónur á mánuði. Þeir eru Vé- steinn Hafsteinsson kringlu- kastari, Sigurður Einarsson spjótkastari, júdómaðurinn Vernharð Þorleifsson og skíða- maðurinn Kristinn Björnsson. Annars er skiptingin þannig: Frjálsíþróttasambandið 3.520.000 Jón Arnar Magnússon 960.000 KARFA • Urvalsdeild Öruggur sigur Tinda- stólsmanna gegn Þór Tindastóll sigraði Þór með tuttugu stiga mun í slag norðanliðanna í úrvals- deildinni, sem fram fór á Sauð- árkróki í gærkvöldi. Lokatölur urðu 96:76. Tindastólsmenn höfðu yfir- höndina lengst af og náðu um tíma tólf stiga forskoti í fyrri hálfleiknum. Þórsurum tókst að minnka muninn niður í fimm stig í leikhléi, 46:41. Síðari hálfleikurinn var í járnum framan af, Þórsliðinu tókst aldrei að jafna leikinn. Tvívegis munaði þremur stigum á liðunum þegar um sex mínút- ur voru liðnar af hálíleiknum. Eftir það sigldu heimamenn framúr og tryggðu sér yfir- burðasigur og tvö dýrmæt stig í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni. „Það er aldrei að vita hvern- ig þessi leikur hefði farið ef við hefðum náð að jafna í byrjun síðari háltteiksins. Við fengum góð tækifæri til þess en vorum of bráðir á okkur og þegar það gekk ekki upp þá misstu leik- menn móðinn,“ sagði Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari Þórs. Nýr Kani til UBK Bandaríkjamaðurinn Clifton Bush mun verða eftirmaður Andre Bovain hjá Breiðabliks- liðinu. Bush er 1,95 m á hæð og getur leikið flestar stöður á vellinum. Hann er mikil skytta og sagan segir að hann hafi slegið mörg af þeim metum sem Scottie Pippen, stjarnan hjá Chicago Bulls, átti hjá Central Arkansas-háskólanum. Bush mun væntanlega leika fyrsta leik sinn á mánudaginn, gegn Njarðvík. UMFT-Þór 96:76 Stig Tindaslóls: Arnar Kárason 26, Pétur Guðmundsson 960.000 Sundsambandið 625.000 Guðrún Arnardóttir 520.000 Styrkur vegna Ólympíuhóps Vésteinn Hafsteinsson 240.000 (Eydís og Magnús Konráðsbörn, Sigurður Einarsson 240.000 Arnar Freyr Ólafsson og Einar Vilhjálmsson 200.000 Logi Jes Kristjánsson) 500.000 Martha Ernstdóttir 200.000 Elín Sigurðardóttir 125.000 Vala Flosadóttir 200.000 Styrkur vegna Ólympíu- Skíðasambandið 540.000 undirbúnings 1.000.000 Kristinn Björnsson 240.000 Styrkur til A-landsliðs SKÍ 300.000 fþróttasamband fatlaðra 676.000 Badmintonsambandið 500.000 Styrkur til afreksíþróttafólks Broddi Kristjánsson og b/b.UUU Árni Þór Hallgrímsson 300.000 Elsa Nielssen 200.000 Júdósambandið 640.000 Vernharð Þorleifsson 240.000 Fimleikasambandið 300.000 Bjarni Friðriksson 200.000 Rúnar Alexandersson 300.000 Styrkur vegna Ólympíu- undirbúnings 200.000 Arnar Kárason skoraði 26 af stigum Tindastóls gegn Þór í gærkvöld. Cesaro Pizzini 21, Wayne Buckinham 17, Lárus Dagur Pálsson 15, Skarp- héðinn Ingason 6, Stefán Guðmunds- son 6, Ómar Sigmarsson 3, Óli Barð- dal 2. Stig Þórs: Fred Williams 35, Konráð Óskarsson 16, Böðvar Kristjánsson 11, Ilafsteinn Lúðvíksson 5, Högni Gylfason 2, Einar Valbergsson 2, John Carraglia 2, Davíð Hreiðarsson 1. Önnur úrslit urðu þessi í úr- valsdeildinni í gærkvöldi: Grindavík-Haukar 107:84 ÍR-Keflavík 77:78 ÍA-KR 79:69 Um helgina KARFA Úrvalsdeild: Föstudagur KFÍ-Skallagrimur kl. 20 I.augardagur Stjörnuleikur KKÍ í meist- araílokki karla fer fram í Laug- ardalshöll á laugardaginn klukkan 15. BLAK 1. deild karla: Föstudagur Þróttur R.-Þróttur N. kl. 21:30 Laugardagur Stjarnan-Þróttur N. kl. 16:00 1. deiid kvenna: fSHOKKf Unglingamót á Akureyri íshokkimót Brynju og Skautafé- lags Akureyrar verður haldið á Skautasvellinu á Akureyri um helgina og verður þar keppt í öllum unglingaflokkum. Þetta er í ijórða sinn sem SA og Brynja halda þetta mót í sam- einingu. Þátttakendur á mótinu verða frá Skautafélagi Akureyr- ar og Reykjavíkur og Birninum og fjöldi þátttakenda verður um 140. Mótið hefst klukkan 7:40 í fyrramálið og leikið verður til kukkan 18. Á sunnudaginn hefst keppni klukkan 10:00 en úrslitaleikirnir hefjast klukkan 12:50 á sunnudaginn. Mótsslit verða um klukkan 16:30.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.