Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Page 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Page 11
®agur-'®tmmiT Föstudagur lO.janúar 1997 - 11 Umsjónarmaður RAGNAR LÁR fax: 557 6516 „SLOPE“ forgjafarkerfið Nýtt forgjafarkerfl tók gildi um síðastliðin áramót. Þetta er CR/Slope forgjaf- arkerfið sem samsvarar SSS og vægi vallar. Mikil vinna liggur að baki þess að koma kerfinu í gagnið, en góður undirbúning- ur er forsenda þess að kerfið vinni eins og til er ætlast. Búið er að meta að nýju alla golfvelli landsins og vinna í tölvutækt form. Frímann Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri GSÍ og Gunnar Þórðarson stjórnar- maður hafa unnið að endur- mati vallanna og var það mikil vinna eins og lög gera ráð fyrir. Búið er að senda öllum golf- klúbbum landsins tölur um þá forgjöf sem á við um þeirra velli. Þegar kylfingar koma til leiks í vor á þar að vera tafla sem segir þeim hver forgjöf þeirra er, en hún er mismun- andi frá einum velli til annars. Að sögn Frímanns Gunn- laugssonar tekur nýja kerfið sérstakt tillit til háforgjafar- manna í framtíðinni. Golftíminn mun gera betri grein fyrir þessu nýja forgjafar- kerfi á næstunni. Árni Halldórsson framkvæmdastjóri Nesklúbbsins er einn þeirra sem fá nóg að gera þegar nýja forgjafarkerfið hefur tekið gildi. Árni er lengst til vinstri á myndinni, en berlæraði maðurinn er Gunnar Kr. Gunnarsson. Lengst til hægri er Kristján Georgsson, formaður mótanefndar NK. Golftímamynd R. Lár. Úrval-Útsýn býður ferðir til Spánar Ferðaskrifstofan Úrval-Út- sýn býður kylfingum viku- ferðir til golfvallanna við Islantilla á Spáni á mjög góðu verði. Á svæðinu eru þrír níu hola golfvellir og gist er í fjög- urra stjörnu Confortel Islantilla Hotel, sem er í tveggja mínútna akstursijarlægð frá golfvöllun- um. Ferðadagar eru fimmtudag- ur til fimmtudags á tímabilinu 2. janúar til 13. marz. Áætlaður komutími til hótelsins er kl. 19.45 og gefst því nægur tími til að koma sér fyrir og snæða kvöldverð. Næstu sex daga get- ur fólk leikið svo mikið golf sem það lystir, an ótakmarkað golf er innifalið í verði sem er kr. 67.500 á mann í tvíbýli, kr. 73.500 í einbýli og kr. 59.500 án golfs. Innifalið í verðinu er semsagt flug, gisting í 7 nætur með morgunverðarhlaðborði, ótakmarkað golf í sex daga og skattar. Islantilla á Spáni er í Anda- lúsíu, skammt frá landamærum Portúgals. Gamla myndin Gamla myndin er tekin á Jaðarsvelli við Akureyri árið 1978. Kylfingurinn sem krýpur við vatnstorfæruna á fjórðu flöt er Björgvin Þor- steinsson Golfklúbbi Akureyrar, margfaldur íslandsmeistari í golfi. Björgvin er í þetta sinn að heyja einvígi um íslandsmeist- aratitilinn við Hannes Eyvinds- son Golfklúbbi Reykjavíkur, en mátti lúta í lægra haldi að þessu sinni. Fjórða holan á Jaðarsvelli er par þrír, en hefur gert mörgum skráveifuna um dagana. Við flötina eru tvær vatnstorfærur tilbúnar að gleypa bolta kylf- inga. Fjórða brautin á Jaðars- velli er með fallegri golfbraut- um, 156 metrar af gulum teig- um, en 141 meter af rauðum. Slegið er ofan af kletti og er talsverður hæðarmismunur á teigi og flöt. Ljósmyndina tók Þengill Valdemarsson. Greg Norman varð „alheimsmeistari“ Astralíumaðurinn Greg Norman sigraði í úrslit- um Andersens Consulting keppninnar sem fram fór í Bandaríkjunum um sl. helgi. Keppni þessi er óopinber heimsmeistarakeppni í golfi, en um holukeppni er að ræða og fer forkeppni fram í ýmsum þjóðlöndum og heimsálfum. Að lokum stóð keppnin milli þeirra Greg Norman og Scott Hoch frá Bandaríkjunum. Þeir léku 36 holur um titilinn og verðlaunaféð, sem var hvorki meira né minna en ein milljón dollara. Lengi vel hafði Greg Norman vinninginn og átti um tfma fjórar holur á Hoch. En Bandaríkjamaðurinn var ekki á því að láta sinn hlut og sótti fast að Ástralanum. Þeir félagar voru jafnir þegar þeir komu á 36. teig. Upphafshögg Hoch var rétt utan brautar en boltinn lá þó vel. Upphafshögg Normans lenti hinsvegar í glompu. Braut- in er par fimm og reyndi hvor- ugur að slá á flötina í öðru höggi, enda miklar hættur um- hverfis hana. Báðir léku á flöt- ina í þriðja höggi en hvorugur var mjög nærri holunni. Scott Hoch púttaði á undan og mun- aði hársbreidd að hann næði fuglinum. Norman setti hins- vegar boltann í holuna og titill- inn var hans sem og milljón dollararnir. Scott Hoch mátti þó vel við una þar sem önnur verðlaunin voru 500 þúsund dollarar. 55 Golfreglan Ef þú leikur bolta þínum úr vatnshindrun eða sand- gryQu (glompu) má kylfa þín ekki snerta sandinn eða vatnið fyrr en í sjálfu högginu. Geri hún það hinsvegar þýðir það holu- tap í holukeppni og tvö vít- ishögg í höggleik.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.