Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.01.1997, Blaðsíða 12
JDagur'®mram Guðmundur Hafsteinsson veðurfrœðingur Föstudagur lO.janúar 1997 Reykjavík 0- -5 Lau Sun £ -10- ASA 4 ANA 3 ANA 3 ANA 3 SA3 A4 A3 A2 A3 Stykkishólmur Lau Sun Mán Þrí m ■1: A 4 NA 4 ANA 3 NA 6 A 4 ANA 3 ANA 3 NA3 ANA 3 Bolungarvík ANA 3 NA3 NA4 NA 7 NA6 NA 2 NA 2 NNA 4 NA 4 Blönduós 9 Lau Sun Mán Þrí mm ASA 2 ANA 2 A1 NA4 ANA 3 ASA 2 A2 NNA 3 ANA 3 Akureyri Lau Sun Mán Þrí mm -----------------------------15 -5 -10- __ x / ' ''ILv ■ ■ SSA 3 ASA 3 SA3 NNA 4 A3 SA3 SA3 ANA 2 ANA 3 Egilsstaðir SA3 ASA2 A2 NV2 SA 2 SA4 ASA 3 S 2 NA3 Kirkjubæjarklaustur «n ASA 3 A3 ASA 2 SA 2 SA2 A5 ASA 4 S 3 SSA3 Stórhöfði la k ASA8 A7 A4 SSA4 SA 5 A9 ASA 5 S 5 SSA 6 Útscala á Candy heimilistækjum KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 ■ Fax 461 1829 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Um helgina lítur út fyrir aust- læga átt á landinu, rigning öðru hverju og allt að 5 stiga hiti sunnanlands en um landið norðanvert verður hiti nálægt frostmarki og úrkomulítið. Eftir helgina lítur út fyrir norð- austanátt með snjókomu og frosti á Vestijörðum en sunnan og austan til á landinu verður áfram austlæg átt og fremur milt veður. HANDBOLTI • Bikarkeppni HSÍ Þorbjöm spáir KA, Haukum, Val og ÍR-ingum i undanúrslit Um helgina ræðst það hvað fjögur félög tryggja sér sæti í undanúrslit- um í Bikarkeppni HSÍ og Odda. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, sagði skoðun sína á þeim liðum sem sæti eiga í keppninni, spáði í spilin fyrir umferðina og gerði að því skóna að KA, Haukar, Valur og ÍR næðu sæti í undanúrslitun- um á kostnað KR, Stjörnunn- ar, FH og Gróttu. Bikarmeistarar KA ekki í vandræðum „KA mun sigra í þessum leik og ég held að það hafl ekki skipt neinu, þó KR-ingar leiki heima- leikinn fyrir norðan. KA-menn ættu ekki að lenda í vandræð- um. Ég sá leik KA og Breiða- bliks í bikarnum, þar sem KA átti í virkilegum vandræðum framan af. Ég hafði það þó allt- af á tilfinningunni innst inni að þeir mundu vinna. Það gæti orð- ið það sama upp á teningnum, það er oft mikil barátta í byrjun hjá þeim liðum sem talin eru slakari, en þegar líða fer á leiki og þau komast undir, þá er eft- irleikurinn oftast auðveldur og þessi leikur gæti þróast þannig. KA-liðið hefur hins vegar valdið mér vonbrigðum í vetur. Það er eins og liðið taki sig ekki alvarlega og það býr mun meira í því, en það hefur verið að sýna í vetur. Hvort sem þeir eru að geyma eitthvað til vors- ins veit ég ekki, en þeir mega ekki sofa of lengi á því. Liðið er með meiri breidd í sóknarleikn- um, heldur en í fyrra. Það er hins vegar oftast þannig að frammistaða liða ræðst meira af varnarleiknum, heldur en flottum sóknarleik og varnar- leikur liðsins er ekki nærri því eins sterkur og í fyrra." Vörn Hauka gerir Stjörnunni erfitt fyrir „Haukar slá .Stjörnuna út úr keppninni. Mér fínnst að þó svo Haukar hafi hikstað í leikjunum á móti Gróttu og IIK fínnst mér samt að þeir hafi verið að spila mun betur heldur en Stjarnan. Haukar eru að spila 6-0 vörn og það gerir Stjörnunni erfitt fyrir, þar sem fáar skyttur eru í lið- inu og leikmenn þess eru frekar Leó Örn Þorleifsson, línumaðurinn í liði KA-manna, á hér í baráttu við FH-ingana Sigurjón Sigurðsson, Hálfdán Þórðarson og Sigurgeir Árna Ægisson. Landsliðsþjálfarinn spáir Akureyrarliðinu áfram, en að FH-ingar falli út fyrir Valsmönnum. My„d: Gs Þorbjörn Jensson landsliðs- þjálfari lágvaxnir. Hilmar Þórlindsson, sem er góð skytta, hefur til að mynda ekki náð sér á strik. Þá er lið Hauka mun jafnara og ég spái þeim sigri þó munurinn verði sjálfsagt ekki mikill á lið- unum í lokin.“ Valsmenn eru á upp- leið og komast áfram „Ég spái Val sigri og það gerir heimavöllurinn. Valsmenn eru ekki almennilega búnir eftir brotthvarf sterkra leikmanna fyrir tímabilið og hremmingar liðsins koma mér ekki á óvart. Liðið hefur hins vegar verið á uppleið eftir áramótin og þeir fara áfram í keppninni. FH-ingar fengu rassskell gegn Fram í deildinni, en hafa Bikarkeppni HSÍ - 8-liða úrslit Föstudagur Bikarkeppni kvenna, KR-KA kl. 20:00 8-liða úrslit: Leikið verður í KA-heimilinu. Laugardagur Laugardagur Stjarnan-FH kl. 14:00 Stjarnan-Haukar kl. 16:30 Sunnudagur Sunnudagur Haukar-Fram kl. 20:00 Valur-FH kl. 20:00 KR-ÍBV kl. 17:00 ÍR-Grótta kl. 20:00 Víkingur-Valur kl. 17:00 staðið sig ágætlega í síðustu leikjum. Mér skilst að þeir hafi staðið sig ágætlega gegn KA og svo unnu þeir Selfyssinga, sem reyndar eru mjög slakir um þessar mundir." ÍR-strákarnir líklegri sigurvegarar en Grótta „Grótta var mjög öflug í bikar- leiknum gegn Fram, en svo fengu þeir stóran skell í deild- arleiknum gegn þeim. Ég hall- ast að sigri ÍR og byggi það á því að staða Gróttu er þannig að slæm staða liðsins í deildinni hlýtur að vera forgangsverk- efni. Grótta kom sem nýliði í deildina í fyrra og kom að mörgu leyti á óvart. Liðið náði mörgum stigum í fyrra með mikilli baráttu, en jafnframt vegna vanmats hjá mótherjun- um. Mér finnst hins vegar sem nokkur værð hafi verið yfir lið- inu og mótherjarnir hafa komið betur undirbúnir til leiks gegn þeim. ÍR-liðið hefur verið að sigla uppávið í síðustu leikjum. Liðið er skipað piltum sem alist hafa upp hjá félaginu og fengið góð- an skóla. Þeir eru seigir, eins og sannaðist í leiknum gegn Fram í síðustu umferðinni."

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.