Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Blaðsíða 2
II - Miðvikudagur 22. janúar 1997 Jkgur-(Eímírm íþróttafélagið Þór íþróttamaður félagins aðeins 17 ára gamaU Jóhann Þórhallsson, 17 ára gamall skíða- og knattspyrnu- maður, var valinn „íþróttamaður Þórs 1996“ í hófi sem haldið var í Hamri, félagsheimili Þórsara, sL fostudagskvöld. Þetta er í 7. sinn sem útnefningin fer fram og þeir sem áður hafa hlotið sœmdarheitið eru knattspymumaðurinn Guðmundur Benediktsson 1990, skíðamaðurinn Haukur Eiríksson 1991, Hlynur Birgisson 1992 og 1993, köruknattleiksmaðurinn Kon- ráð Óskarsson 1994 og körfuknattleiksmaðurinn Birgir Örn Birgis 1995. Það er Ragnar Sverrisson, kaupamaður í JMJ, semgafbikar- inn og gefur einnig þá eignarbikara og viðurkenningar sem afhentar eru hveiju sinni til bestu íþróttamanna félagsins í knattspymu, skíðum, handknattleik og körfuknattleik. GG Feðginin Þórhallur Bjarnason og Sigríður Þórhallsdóttir; faðir og systir íþróttamanns Þórs 1996. Ragnar Sverrisson afhendir Jóhanni Þórhallssyni bikar, sem hann varðveitir í eitt ár sem íþróttamaður Þórs. Ævar Jónsson og Björn Víkingsson hafa unnið félagi sínu vel gegnum tíðina. Edward van der Linden, Jón Brynjólfsson og markahrókurinn Hreinn Hringsson. Pétur Sigurðsson (Drési) lék lengi með Þórsurum í knattspyrnunni og Þóroddur Hjaltalín var lengi í svarta dómarabúningnum, síðustu árin dæmdi hann í 1. deild. Myndir: GG Hlaðinn tertudiskur mundi ekki líðast skömmu fyrir leik. Körfuboltamennirnir Konráð Ósk- arsson og Hafsteinn Lúðvíksson höfðu ekki áhyggjur af því enda hafði leiknum við ÍR verið frestað fram yfir helgina.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.