Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Blaðsíða 3
|DagurJ3ftttmm Miðvikudagur 22. janúar 1997 - III Akureyri Þjónusta Össurs/Hjálpartækjabankans norður Aukin og bætt þjónusta í stoð- og hjálpartækja- málum býðst nú Norð- lendingum. Sjúkraþjálfunin Efl- ing og Læknaverið, sem staðsett er í Krónunni við göngugötuna á Akureyri, hefur í samvinnu við Össur/Hjálpartækjabank- ann, sem er alhliða stoðtækja- og hjálptækjafyrirtæki, veitt Norðlendingum sem og öðrum nýja og bætta þjónustu á þessu sviði og er þar fagmennska höfð í fyrirrúmi. Tilgangur samstarfsins er fyrst og fremst sá að gera þjón- ustuna markvissa og sem besta og þannig að ekki þurfl að leita á marga staði heldur sé hægt að nálgast þjónustuna á sem auðveldastan og þægilegastan máta. Þannig er einnig hægt að spara fjölda manns að leita eftir úrlausn sinna mála fyrir sunn- Fyrirtækið hefur fest kaup á einu fulkomn- asta göngugreining- artæki sem vöi er á. Hægt er að fara með tækið milli staða en það veldur byltingu í greiningu göngu- vandamála. an, sem í flestum tilfellum spar- ar umtalsverða fjármuni. Stoðtækjafræðingar frá Öss- uri koma einu sinni í viku og aðstoða vegna gervilima, innleggja, spelkna, sjúkraþjálf- ari frá Hjálpartækjabankanum kemur einu sinni í mánuði og ortopediskur skósmiður kemur Slökkvilið Akureyrar Birgir Finnsson t.v. á brunaæfingu með Tómasi Búa Böðvarssyni slökkvi- liðsstjóra sl. sumar. Birgir aðstoðar- slökkviliðsstj óri Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að ráða Birgi Finnsson aðstoðarslökkvi- liðsstjóra á Akureyri. Breyting verður á starfinu, m.a. mim að- stoðarslökkviliðsstjórinn ekki ganga vaktir en mun fá ýmis verkefni, sem ekki hafa tilheyrt embættinu til þessa, m.a. hluti af endurskipulagningu slökkvi- liðsins. Birgir Finnsson er fæddur 1967, sonur Finns Birgissonar og Sigurbjargar Pálsdóttur á Akureyri. Hann útskrifaðist á sl. ári sem brunatæknifræðing- ur frá Tekniska högskolan í Lundi í Svíþjóð, og stundaði síð- an eins árs framhaldsnám við Ráddningsskolan í Revinge, sem gefur réttindi sem yfirmað- ur í slökkviliði. Hann hefur starfað við Slökkviliðið á ísa- firði og í sumarstarfi við Slökkviliðið á Akureyri við eld- varnaeftirlit, þjálfun og fræðslu. GG INNANHÚSKNATTSPYRNA Leiftur og Þór I1. deild Leiftur frá Ólafsfirði komst í 1. deild íslandsmótsins í innanhúsknattspyrnu á nýafstaðinni keppni í 2. deild sem fram fór í íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholtinu. Leiftur vann sigur á Borg- nesingum 4:3 og tryggði sér sig- ur í A-riðli og Þórsarar unnu sigur á ÍR-ingum 4:2 og komust einnig áfram. Kristinn hefur því væntanlega verið íbygginn í lok mótsins, hkt og á meðfylgjandi mynd. GG Gunnar Valdimarsson, stoðtækjasmiður, aðstoðar Pál Halldórsson, sem missti fót rétt um hné. Mynd: JHF einu sinni til tvisvar í mánuði. Fyrirhugað er að iðjuþjálfar frá Hjálpartækjabankanum bætist í hópinn. Fyrirtækið hefur fest kaup á einu fullkomnasta göngugreiningartæki sem völ er á. Þetta tæki er hægt að fara með á milli staða og mun verða algjör bylting í greiningu gönguvandamála og smíði og vali innleggja og spelkna, t.d. fyrir íþróttafólk. Verið er að leita eftir sam- vinnu við Gigtarfélag íslands um að iðjuþjálfi frá þeim komi norður einu sinni í mánuði og hafin er ráðgjöf við stofnanir og einstaklinga á Akureyri á veg- um Össurs/Hjálpartækjabank- ans. Fyrir dyrum stendur að vera með fræðslu fyrir fagfólk um ýmislegt sem tengist vali á hjálpartækjum og möguleikum í þeim efnum og m.a. stendur tfl að vera með svokallaða sessu- daga þar sem setvandamál verða tekin fyrir. Össur/Hjálpartækjabankinn hefur til sölu endurhæfingar og hjálpartæki. Þar má nefna ýmis tæki og áhöld fyrir gigtar- og bækltmarsjúklinga; hjálpartæki á bað, s.s. sturtustóla, bað- bretti, stoðir við handlaugar og salerni. Einnig mætti nefna vör- ur fyrir stomasjúklinga, vörur fyrir einstaklinga fyrir þvag- færavandamál og sérsmíðaðar spelkur fyrir íþróttafólk, bækl- unar og gigtsjúkhnga. Konur sem misst hafa brjóst geta notið aðstoðar fagfólks við val á ýms- um vörum sem þær þurfa á að halda. GG HANDBOLTI • Bikarkeppni HSI Kemst KA í úrslit Tjórða árið I röð? KA-menn mæta til leiks í undanúrslitum Bikar- keppninnar fimmta árið í röð annað kvöld, þegar liðið tekur á móti ÍR í KA-heimilinu klukkan 20. Þetta er einn af stórleikjum vetrarins í KA- heimilinu og það þyrfti ekki að koma neinum á óvart þó upp- selt verði á leikinn. KA-liðið hefur fengið á sig nokkra gagnrýni að undanförnu hjá stuðningsmönnum sínum, sem borið hafa núverandi lið saman við KA-liðið á síðasta tímabili. Aðrir stuðningsmenn liðsins eru hæstánægðir og benda á að í fyrra hafi liðið ekki leikið best þegar mest lá við. Liðið tapaði ekki leik framan af vetri, en gaf aðeins eftir þegar fór að vora. En hvað finnst Er- lingi Kristjánssyni, fyrirliða KA, um leik liðsins í vetur? „Það virkar kannski ekki eins gaman og í fyrra, en engu að síður erum við að ná næst besta árangrinum í sögu deild- arinnar. Það er vissulega ekki hægt að tala um slakan árang- ur, þó við vinnum ekki alla leik- ina, en ég er að vona að með hækkandi sól og fleiri úrslita- leikjum eins og þessum leik við ÍR, þá náist þessi stemmning upp sem var svo oft í fyrra.“ Erlingur sagði að leikurinn gegn ÍR legðist vel í sig. „Þetta verður barátta upp á líf og dauða eins og alltaf í bikarnum. Við vorum næstum því búnir að missa fyrri leikinn gegn þeim hér heima niður í jafntefli og við vorum heppnir að tapa ekki gegn þeim fyrir sunnan. Engu að síður er ég bjartsýnn og ef stemmningin verður góð í KA- heimilinu þá eigum við að fara með sigur af hólmi. Ég á ekki von á því að við förum að bregðast stuðningsmönnum okkar, með því að eiga slakan leik,“ segir Erlingur. Krónprinsinn! KA og IR eiga það sameiginlegt að félögin hafa lagt mikla rækt við unglingastarfið á undan- förnum árum og hægt er að sjá þess merki á ÍR-Iiðinu, sem skipað er mörgum stórefnileg- um leikmönnum, í bland við nokkra eldri máttarstólpa. Matthías Matthíasson, sem þjálfaði í Noregi í fyrra, hefur verið að gera góða liluti með liðið og það hefur vaxið með hverjum leik. Einn af ungu pilt- unum í liðinu er Ragnar Ósk- arsson, átján ára piltur sem stundum hefur verið nefndur krónprinsinn í íslenskum hand- knattleik. Ragnar hefur ótrú- lega góða tækni og KA-menn fengu reyndar að kenna á hon- um í leiknum í Seljaskólanum sl. sunnudagskvöld, þar sem Ragnar skoraði fimm mörk í síðari hálfleiknum. Annars felst helsti styrkur liðsins í því hve jafnt liðið er og baráttuþreki leikmanna. Nærtækasta dæmið um það er síðari hálfleikurinn í leiknum gegn KA og stórsigur liðsins gegn Fram í síðasta mánuði. Spennandi verkefni Það rekur hver stórleikurinn annan hjá KA-liðinu á næstu vikum. Eftir leikinn gegn ÍR, verður reyndar hálfs mánaðar hlé gert á deildinni vegna landsleikja, en næsta viðureign KA-manna verður gegn Aftur- eldingu og það er langt frá því að KA-menn hafi sleppt takinu af Deildarbikarnum þar sem þremur stigum munar á KA og efstu liðunum, Haukum og Aft- ureldingu. Eftir leikinn gegn Aftureldingu koma síðan Evr- ópuleikir KA-manna gegn ung- verska liðinu Fotex Vesprem. Það ætti því að vera hægt að lofa skemmtilegum kvöldstund- um í KA-heimilinu á næstunni.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.