Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Blaðsíða 5
|Dagur-‘5fenttm
Fimmtudagur 13. febrúar 1997 - 5
Heilbrigðiseftirlitið
í átak gegn hávaða
á skemmtistöðum
Friðrik Friðriksson, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að mikið hafi verið kvartað undan hávaða á skemmti-
stöðum.
Heilbrigðiseftirlit og
Vinnueftirlit undirbúa
átak gegn allt að
130 desibila hávaða
á skemmtistöðum.
að er ekki launungarmál
að það er víða allt of mik-
ill hávaði á skemmtistöð-
unum. hetta er hlutur sem
stendur til að taka á, bæði af
okkar hálfu og Vinnueftirlitsins.
Það er búið að setja upp verk-
efni til að mæla þetta nánar og
síðan verður farið í aðgerðir í
framhaldi af því,“ sagði Friðrik
Friðriksson hjá Heilbrigðiseftir-
liti Reykjavíkur. Hann segir
marga hafa kvartað yfir gríðar-
legum hávaða á skemmtistöð-
um borgarinnar og raunar
kvikmyndahúsum einnig. Marg-
ar kvartanir berist líka frá
svefnvana nágrönnum.
Þær takmörkuðu könnunar-
mælingar sem þegar hafi verið
gerðar á skemmtistöðum segir
Friðrik benda til þess að hávað-
inn sé þar víða allt of mikill.
Hæsta mælingin fór upp undir
130 desibil, sem er hættulegur
hávaði fyrir heyrn fólks. Frið-
rik segir líka töluvert kvartað
undan allt of miklum hávaða í
kvikmyndahúsum, sérstaklega
af fullorðnu fólki. „Um tíma var
ástandið slæmt í bíóunum en
við tókum svolitla rasíu og eftir
það virðast þeir ekki oft fara yf-
ir mörkin." Þau miðast við að
hávaðinn fari ekki yfir 110
desibil og að meðalgildi sé ekki
umfram 91 desibil á 2ja stunda
sýningu. Þarna sé stuðst við
reglur Vinnueftirlitsins um að
meðalgildi hávaða fari ekki yfir
85 desibil á 8 stunda vinnudegi,
en síðan mega bætast við 3
desibil fyrir hverja helmingun
þess tíma.
„Ég held að ástæðan fyrir
kvörtunum fólks sé m.a. sú að
maður finnur mjög mikið fyrir
liljóðinu, án þess að það sé
beinlínis skemmandi fyrir
heyrn. Með sínum gífurlega öfl-
uga tækjabúnaði miða kvik-
myndaframleiðendur væntan-
lega við að ná hámarksáhrifum
með lágtíðnihljóðum, sem fólk
finni mikið fyrir en skemmi ekki
heyrn. Þannig getur manni
fundist geysilegur hávaði án
þess að hann mæhst yfir hættu-
mörkum," sagði Friðrik Frið-
riksson.
Blönduós
Vélsmiðju
neitað um
bæjar-
ábyrgð
Vélsmiðja Húnvetninga hf.
á Blönduósi hefur verið í
greiðslustöðvun og
nauðasamingum að undan-
förnu. Hjá fyrirtækinu starfa
um 20 manns. Fyrirtækið sendi
nýlega beiðni til bæjarráðs
Blönduóss um einfalda bæjar-
ábyrgð á 9 milljón króna láni og
tryggingum því tengt. Á fund
bæjarráðs mættu Guðsteinn
Einarsson, kaupfélagsstjóri og
stjórnarmaður í Vélsmiðju Hún-
vetninga hf. og Tryggvi Gísla-
son, framkvæmdastjóri smiðj-
unnar. Bæjarráð mælti með því
við bæjarstjórn á grundvelli fyr-
irliggjandi gagna að erindi Vél-
smiðju Húnvetnings hf. yrði
hafnað þar sem nægar trygg-
ingar séu ekki fyrir hendi til að
hægt sé að veita í þessu tilfelli
einfalda bæjarábyrgð. Á fundi
bæjarstjórnar Blönduóss sl.
þriðjudag var ákvörðun bæjar-
ráðs svo staðfest. Neitun bæjar-
stjórnar var til umræðu á
stjórnarfundi Vélsmiðju Hún-
vetninga hf. í gærmorgun og
þar leitað leiða til lausnar, en
ljóst má vera að staða fyrirtæk-
isins er mjög alvarleg. Greiðslu-
stöðvunartímabilinu lýkur nk.
laugardag, 15. febrúar. GG
Akureyri
Tuttugu Pólverjar að
koma í næstu viku
Slippstöðin hf. á Akur-
eyri hefur ráðið um 20
pólska járniðnaðar-
menn til vinnu og koma þeir
til Akureyrar í næstu viku.
Enga járn-
iðnaðar-
menn er að
hafa hér-
lendis, m.a.
vegna sam-
dráttar í iðn-
greininni
undanfarin
ár og því er
gripið til þessa ráðs nú.
Áætlað er að þeir verði um
þrjá mánuði á Akureyri, eða
fram í miðjan maímánuð.
Ekki eru uppi áætlanir um
ráðningu á fleiri erlendum
járniðnaðarmönnum.
Ingi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvar-
innar hf., segir að ráðning
Pólverjanna nægi lil þess að
stöðin geti staðið við þau
verkefni sem hún hefur tek-
ið að sér til vors. Þar eru
stærst tvö stór verkefni við
togara frá
Murmansk,
sem nýlega
var gerður
samningur
um. Verk-
efnastaðan
er góð fram
á sumar en
ákveðinnar
bjartsýni gætir um framhald
þeirra góðu stöðu a.m.k. út
árið 1997.
Slippstöðin hf. hefur tek-
ið inn nema í járniðnaði að
undanförnu en það eru tak-
mörk fyrir því hversu hátt
hlutfall óþjálfaðra starfs-
manna getur verið.
GG
Slippstöðin hf. er
með 20 járniðnað-
arnema á samingi
og tekur inn um 6
til viðbótar til vors.
Heimilislæknar
Annars flokks hópur
í samfélagi lækna?
Læknafélagið og
Læknablaðið harð-
lega gagnrýnd af
heimilislækni sem vill
að þeir taki höndum
saman um myndun
eigin stéttarfélags.
s
Oánægjan er að mínu viti
mjög vaxandi, en ég veit
ekki hvar hún endar,“
sagði Gunnar Helgi Guðmunds-
son heimilislæknir, spurður
hvort hann héldi marga heimil-
islækna svipaðrar skoðunar og
hann lýsir í grein í Læknablað-
inu: „Eru heimilislæknar annars
flokks hópur í samfélagi
lækna?“ Segir hann lýðræðið
lengi hafa verið fótumtroðið í
Læknafélagi íslands (LÍ) og
minnihlutinn kúgaður. Um
nokkurt skeið hafi hann því ver-
ið þeirrar skoðunar að heimilis-
læknar hefðu lítið að gera í LÍ,
sem sé sérhagsmunafélag sér-
greinalækna þar sem heimilis-
læknar séu undirmálsfólk.
Tilefni greinarskrifanna
sagði Gunnar Helgi raunar það,
að þessi afstaða hafi enn einu
sinni komið í ljós á nýafstaðinni
fræðsluviku lækna, þar sem að-
eins einn heimilislæknir hafi
verið meðal rúmlega 80 fyrir-
lesara. Og jafnframt í Lækna-
blaðinu, sem hafi næstum alveg
sneitt hjá heimilislæknum við
val a u.þ.b. 200 ntrýnum blaðs-
ins á undanförnum tveim árum.
Sé þetta glöggt dæmi um stöðu
heimilislækna, langstærsta sér-
greinafélagsin, innan LÍ, með
um 160 félagsmenn.
„Við erum búnir að ræða það
í ein tvö ár hvað hægt sé að
gera. Lögfræðingur sem heimil-
islæknar fengu til að kanna
máhð komst að þeirri niður-
stöðu að við gætum ekki stofn-
að eigið stéttarfélag, að óbreytt-
um lögum. Ég tel hins vegar að
heimihslæknar eigi að taka
höndum saman og fá lögum
landsins breytt, þannig að við
getum myndað okkar eigið
stéttarfélag," sagði Gunnar
Helgi.
„Málið er að ég væri löngu
búinn að segja mig úr Læknafé-
lagi íslands ef ég gæti það,
þ.e.a.s. ef ég gæti fengi eitthvað
annað í staðinn. Og við erum
margir óánægðir." Hann minnti
á að á þriðja tug heimihs-
lækna sögðu sig úr Lækna-
félagi Reykjavíkur fyrir
nokkrum árum - og í raun-
inni þar með úr Læknafé-
lagi fslands, sem þá hafi
verið uppbyggt úr svæðafé-
lögum. Fáir þeirra ef nokk-
ur hafi sótt um einstak-
lingsbundna aðild að LÍ
sem síðar varð möguleg.
„En við erum nú samt
hafðir með í félaginu. Enda
eins gott að vera í því á meðan
okkur er skylt að borga félags-
gjöldin, um 46 þús. kr. á ári.“
Katrín Fjeldsted, formaður Fé-
lags heimilislækna og situr sem
slíkur í stjórn Læknafélags ís-
lands, sagðist ekki efast um að
þessi gagnrýni verði th umræðu
í stjórn félagsins. Svo sé að sjá
hvort Læknafélagið komi með
einhver viðbrögð við þessu.
Katrín segir myndun nýs félags
ekki kjarna málsins. Heldur
hver sé eðlileg staða heimilis-
lækna innan Ll.
„Já, ég held að við heimilis-
læknar hljótum að vera sam-
mála því að stærsta sérgreina-
félag lækna eigi að vera vel
sýnilegt innan Læknafélags ís-
lands,“ sagði Katrín Fjeldsted.