Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Side 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Side 3
|Dbtgur-'3lTOtmrt Föstudagur 7. febrúar 1997 - 3 F R É T T I R Áfengisvarnir íþróttafélögin án bama Þórarinn Tyrfingsson hefur byltingarkenndar hugmyndir um skipulag íþróttaskóla. Þórarinn lyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ á Vogi, segir íþróttahreyfing- una verða að taka hraustlega á vímu- efnavandanum. s g held því fram að banna eigi íþróttafélögunum að koma nálægt krökkum á grunnskólaaldri. Iþróttahreyf- ingin ætti að flytjast inn í skól- ana. íþróttafólögin geta þá tek- ið við eftir að grunnskóla lýkur. Það segir þó um leið að ég tel að íþróttastarf er mikilvægt. í því starfi lærir fólk samskipti og ákveðnar reglur sem gilda í líf- inu og eru af hinu góða,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson, yilrlækn- ir SÁÁ að Vogi í Reykjavík, en samtökin vinna nú ásamt íþróttafélögunum í Reykjavík forvarnastarf gegn vímuefnum. „íþróttahreyfingin þarf að vinna sér traust aftur og verða trúverðug hvað þetta varðar. Vissulega er víða pottur brotinn varðandi íþróttafólk, áfengis- vandamál hafa herjað á ein- staklingana og heilu liðin í heild sinni,“ sagði Þórarinn Tyrfings- son. Hann segist ekki í vafa að ungmenni sem hefur leiðst í óreglu eigi sér traustan bak- hjarl þar sem íþróttirnar séu. íþróttastarflð eigi hins vegar að virkja til forvarna í auknum mæli. Það sé hins vegar nötur- legt að úr forvarnasjóði sé veitt 3 milljónum til þessa starfs. Mætti hann ráða væru það 50 milljónir, enda hópur íþrótta- fólks stór og mikið í húfi. „Ef íþróttahreyfingunni tæk- ist þó ekki væri annað en að út- rýma áfengi úr keppnisferðum væri hreyfingin strax í góðum málum. Síðan þarf hún að greina vanda þeirra sem eru að flosna upp vegna vímuefna. Skilgreina þarf hvernig koma má til móts við slíka einstak- linga, en til þessarar vinnu þarf meira fé,“ sagði Þórarinn. „Það er mikið atriði að menn geri sér grein fyrir því að grunnskóli landsins, það sem við kölluðum áður gaggó, 8. 9. og 10. bekk, mistekst að greina grunnþarfir barnanna, skólinn skynjar ekki hvert áhugi barnanna beinist. Þetta skóla- stig virðist vera okkur erfitt þessa dagana. Skólinn er und- antekningarlítið óttalega leiðin- legur. Krökkunum eru falin verkefni sem hreint ekki eru við þeirra hæfi. Samt er þarna inni í skólunum fólk sem virkilega vill vel. En þarna er viðvera krakkanna stutt, og í skólanum fer að mínu viti ekki fram nægi- lega mikið uppörvandi starf að til dæmis tónlistarkennslu, leik- list og íþróttum," sagði Þórar- inn Tyrfingsson. Hann segir að grunnskólann eigi að nota sem tæki til að koma til móts við áhugamál og þarfir barnanna. -JBP Akureyri Grænlenski togarinn í slipp á Akureyri, þegar verið var að prufu- keyra vélar hans í gær skemmdist Slippkanturinn verulega. Mynd: GG Milljónatjón á Slippkantinum Milljónatjón varð á Slippkantinum, sem svo er kallaður, við höfnina á Akureyri fyrir há- degi í gær. Togari frá græn- lenska fyrirtækinu Royal Greenland sem legið hefur við kantinn frá því um ára- mót, eftir að hafa verið í slipp í bænum, var að prufu- keyra hjá sér vélina og sneri skrúfunni af miklu afli. Þrýstingur og sog frá skrúf- unni rótaði upp miklu magni af jarðvegi, aur og möl, af botninum og við kantinn þannig að grófst undir hann. Þegar undir- stöðunni hafði verið sópað burt seig bryggjudekkið sjálft og skemmdist. Rann- sóknardeild Lögreglunnar á Akureyri var kvödd á stað- inn eins og tíðkast í slíkum tilfellum og lá málið ljóst fyrir í gærkvöldi að öðru leyti en því hvernig tjónið yrði gert upp. Eins og áður segir er um umtalsvert tjón að ræða sem talið er að muni kosta millj- ónir. Verið var að klára að ganga frá skipinu til sölu til Dalvíkur þar sem það á að koma í staðinn fyrir Blika. Hafnarfjörður Endanlegur klofningur Menn Jóhanns Berg- þórssonar kjörnir í mikilvægar nefndir í stað manna Magnús- ar Gunnarssonar. Menn Jóhanns G. Berg- þórssonar og Ellerts Borgars Þorvaldssonar, úr þeim anga Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði sem situr í samstarfi við Alþýðuflokkinn, voru á þriðjudaginn kosnir listakosningu í hafnarstjórn og skólanefnd bæjarins í stað sjálf- stæðismanna úr hinum armin- um. Svo virðist sem klofningur Sjálfstæðisflokksins í Firðinum sé þar með endanlegur. Kosn- ingin verður kærð til félags- málaráðuneytis. Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í minnihlut- anum, sagði í gær að hann og félagar hans væru ósáttir við þessa kosn- ingu, sem engan veginn stæðist lög að þeirra mati. Félagsmála- ráðuneytið sem taldi bæjar- stjórn í Hafnarfirði geta skipt um menn í stjórnum líkt og Húsvíkingar hafa gert, hafi fellt rangan úrskurð gagnvart Hafn- arfirði. Þorgils Óttar Mathiesen var formaður skólanefndar og fékk aftur kosningu í nefndina, en Ragnheiður Kristjánsdóttir, varabæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna, vék úr nefndinni. í hafnarstjórn gerðist sama. Valgerður Sigurðardóttir, sjálf- stæðiskona, fór aftur inn, en hinn fulltrúi ílokksins, Sigurður Þorvarðarson, náði aðeins kjöri sem varafulltrúi. Inn í hafnar- stjórn fóru Jóhann G. Bergþórs- son og Trausti Lárusson, oft kenndur við Dverg. í skólanefnd fór Rúnar Brynjólfsson fyrir Jó- hann G. Bergþórsson. f báðum nefndum verða formannsskipti. Listakosning fór fram á bæj- arstjórnarfundinum, sem stóð fram á rauðanótt með viðeig- andi orðaskaki og lagatilvitnun- um. A-listinn var listi Alþýðu- flokks og hluta Sjálfstæðis- flokks, meirihlutamanna. „Meirihluti bæjarstjórnar spurði ráðuneytið ekki um úr- skurð um þessar tvær nefndir, sem sækja styrk sinn í íslensk lög. Ég tel að mér beri að óska eftir nýjum úrskurði varðandi þessar nefndir. Þetta hefur ákveðið fordæmisgildi og við viljum fá þetta á hreint. Málum var öðrum vísi háttað hjá tann- læknunum á Húsavík,“ sagði Magnús Gunnarsson í gær. -JBP Norðurland Hafís fjarlægist í austanátt Hættan á að hafís verði landfastur við norður- strönd landsins hefur ljarlægst í bili. Sterk austanátt hefur sveigt ísinn frá landi og eins er spáð hagstæðri vindátt næstu 8 til 10 daga. Sjávarhiti er þó mjög lágur úti fyrir Vest- ijörðum, og mun lægri en und- anfarin ár, samkvæmt upplýs- ingum frá togaraskipstjóra þar. Þar með eykst hættan á lag- skiptingu sjávar og að í kjölfar- ið myndist lagnaðarís ef vindar og hitastig mynda óhagstæð skilyrði en vindur hefur mikil áhrif á yfirborðssjóinn og strauma í honum. Sjávarhiti fyrir Norðurlandi er nokkuð hærri en fyrir Vestijöröum, sem er góðs viti. GG

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.