Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Qupperneq 7
JDagur-Stnmm Föstudagur 14. febrúar 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Noregur Kína Vill sætta Kóreu Einn af ráðamönnum Norður-Kóreu segist hafa flúið til þess að reyna að bjarga þjóð sinni. Háttsetti embættismaður- inn frá Norður-Kóreu, Hwang Jang Yop, sem leitað hefur hælis í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing, sagðist í gær hafa leitað hælis til þess að hann geti aðstoðað við að koma á sáttum í samskiptum Suður- og Norður-Kóreu. Óvopnaðir kínverskir lög- reglumenn stóðu vörð um bygg- inguna í Beijing í gær þar sem Hwang dvelst, en Suður-Kórea krafðist þess að hert yrði á ör- yggismálum eftir að 10 Norður- Kóreubúar reyndu að komast inn í bygginguna í fyrrinótt, að því er virtist í því skyni að ná í Hwang, sem bar þó ekki árang- ur. Hwang er 72 ára og stjórn- völdum í Suður-Kóreu reiknast svo til að hann sé sá tuttugasti og fjórði í röðinni í valdapíram- ída Norður-Kóreu. í þriggja blaðsíðna yfirlýsingu sagðist Hwang hafa ákveðið að yfirgefa landið eftir „langt og erfitt hug- arstríð" tl þess að hann geti veitt aðstoð sína við að koma á sáttum milli ríkjanna og ræða við stjórnvöld í Suður-Kóreu um það hvernig hægt sé „að forða þjóð okkar frá eymdarástandi“. Hann viðurkenndi að sjálfsagt myndu fjölskylda sín og aðrir telja sig vitskertan, en spurði hvort eitthvert vit sé í því að segjast hafa byggt upp paradís fyrir verkamenn og bændur þegar verkamenn og bændur svelta heilu hungri. Kínversk stjórnvöld hvöttu til þess að allir aðilar haldi ró sinni, en þau eru í vanda stödd vegna málsins, þar sem þau eiga erfitt með að taka afstöðu til annars hvors aðilans. Annars vegar hafa þau átt náin tengsl við kommúnistaríkið í Norður- Kóreu um langa hríð og vilja ógjarnan að þar falli skuggi á, en hins vegar hafa þau á síð- ustu árum verið að auka við- skiptatengsl sín við Suður-Kór- eu til mikilla muna og eiga mik- ið undir þeim. Rússland Njósnamyndir á Netið Ljósmyndir sem teknar voru af jörðinni úr gervi- hnöttum rússneska hers- ins, og voru áður flokkaðar sem hernaðarleyndarmál, verða brátt aðgengilegar á Internet- inu endurgjaldslaust, og var undirritaður samningur þess efnis á miðvikudag við banda- ríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft. Rússnesku fréttastof- urnar ITAR-Tass og Interfax skýrðu frá þessu í gær. Myndirnar voru teknar á þessum áratug, og munu vera þær bestu sinnar tegundar sem almenningur hefur aðgang að. Á hverri mynd sést um 2ja milljón ferkflómetra svæði, eða um það bil eitt prósent af yfir- borði jarðarinnar, auk þess sem sér myndir eru af öllum borg- um þar sem íbúaijöldi er meiri en hálf milljón. Fyrstu myndirnar koma á Netið síðar á þessu ári, og eru þær af borgum víða um heim, m.a. London, Róm, Los Angeles, Washington og San Francisco. Auk Microsoft eiga bandaríska fyrirtækið Aerial Images og rússneska geimferðastofnunin Sovinformsputnik. Forsetanum vel tekið í Björgvin Rektor Björgvinjarháskóla í Noregi afhenti forseta íslands í gær gjöf að upp- hæð 100 þús. nkr. til uppbygg- ingar Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði. Sagðist rektorinn með þessu vilja leggja áherslu á náin tengsl íslendinga og Norð- manna. Þá tilkynnti deildarfor- seti stjórnmálafræðideildar skólans að veittur yrði þriggja mánaða rannsóknarstyrkur til íslendings til dvalar við deild- ina. Styrkur sá er 23 þúsund nkr. á mánuði - og ferðakostn- aður er greiddur að auki. f ávarpi sem herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fs- lands, flutti í Björgvinjarhá- skóla sagði hann að sér væri ánægja að taka á móti hinni höfðinglegu gjöf til Snorrastofu í Reykholti. „Við íslendingar metum mikils þann stórhug sem Norðmenn hafa sýnt við uppbyggingu Snorrastofu í Reykholti, allt frá því Ólafur krónprins heimsótti Reykholt í árdaga íslenska lýðveldisins .... Við Guðrún Katrín heimsóttinn Reykholt fyrir rúmri viku ... sóttum þar guðsþjónustu og ræddum við heimamenn um framtíðaráform um uppbygg- ingu staðarins og áform um að halda veglega á lofti verkum Snorra Sturlusonar,“ sagði for- seti íslands. Hann sagði ennfremur að mikilvægt væri að byggja upp í Reykholti aðstöðu til að kynna verk Snorra fyrir nýjum kyn- slóðum Norðmanna og öðrum þeim sem þangað koma í fróð- leiksferðir - og jafnvel það sem Forsetahjónin skoða rannsóknaaðstöðu í Björgvin. Mynd: GTK kalla má pílagrímsferðir. í stjórnmálafræðideild há- skólans í Björgvin var forseta íslands afhent gjöf í minningu stjórnmálafræðingsins Stein Rokkan. Hann starfaði við skól- ann og var einn helsti og fremsti stjórnmálafræðingur Norðurlanda á sinni tíð - sem og einn af helstu frumkvöðlum félagsvísinda á öldinni. Sagði forseti íslands að Stein, sem lést langt um aldur fram, hefði haft mikil áhrif á sig. - „Hag- fræðin hafði verið aðalgrein mín til BA prófs, en stjórnmála- fræðin aukagrein. Þessi stund með Stein réð hinsvegar þeim örlögum mínum að helga stjórnmálafræðinni stóran hluta af lífsstarfi mínu,“ sagði forseti fslands. -sbs. ÚTSALA! ÚTSALA! 20-70% afsláttur í sérvörudeild Hrísalundur sér um sína *

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.