Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Page 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Page 3
3Dagur-®ímtmr Laugardagur 22. febrúar 1997 - 15 Það erfleira en rykugar skrœður sem heilla háskólamenn. Mannfrœðingur nokkur hefur t.d. verið að pœla íPáli Óskari og myndband- inu „Making Love“... Sigurjón B. Hafsteinsson, mannfræðingur, hélt í gær erindi í HÍ um tónlistarmanninn Pál Óskar og ímynd hans. Kveikjan að pælingunni voru við- brögð áhorfenda Stöðvar 3 við myndbandinu „Making Love“ (þar sem Páll Óskar sést nudda og kyssa bak- hluta á öðrum karlmanni). Fjöldi manna hótaði upp- sögn og í kjölfarið fóru Stöð 2 og RÚV fram á að Páll klippti ákveðin atriði út úr myndinni. „Páll Óskar er að mörgu leyti öfugsnúningur á kvenlegum þáttum í íslenskri menningu. Á fslandi er lögð rík áhersla á móðurhlutverkið, móðurina sem nærir, veitir vernd, er falleg og sterk. Hún er jafn- framt uppfræðari og fóstrar m.a. íslenska tungumálið sem er hreint og fagurt. Móðurímyndin birtist líka mjög sterkt í allri orðræðu um íslenskt þjóðerni. Síðan kemur Páll Óskar fram á sjónarsviðið upp úr 1990 og allur hans frami hefur verið umpólun á þess- ari móðurmynd. Hann slær í gegn í kvenmanns- klæðnaði í uppfærslu á Rocky Horror, kemur fram sem dragdrottning, syngur með indversku prinsess- unni Leoncie, syngur suðræna tónlist með Milljóna- mæringunum, sem er tengd þessari ímynd af gulum söndum og heitum kroppum. Hann spilar diskótónlist sem þykir frekar lummó og óþjóðleg, gerir myndband þar sem hann kemur sjálfur fram og ástarviðfangið hans er ekki kona heldur karl. Það er svo íjölmargt sem hann tekur sér fyrir hendur sem er unpbrot á þessari móður,“ segir Sigurjón. En sem samkyn- hneigður karlmaður í öfugsnúnu móðurhlutverki þyki hann um leið „exótískur og spennandi." - En hvernig gengur ímynd Páls Óskars upp í okk- ar samfélagi? „Ég held að hann sé kannski tákn okkar tíma fyrir gagnrýni á þessar þjóðernishugmyndir íslendinga um Island sem eyland í landfræðilegum og menningar- legum skilningi. Að íslendingar séu kannski ekki jafn einsleitir og þeir gefa sig út fyrir að vera. Þetta er kannski mun margbrotnari menning heldur en hefur verið ætlað.“ lóa Eini strákurinn í danskeppninni Jóhannes Helgi Gíslason heitir sprækur 16 ára strákur á Selfossi sem var eini strákurinn, sem tók þátt í keppni í frjálsum dönsum, Freestyle, í Tónabæ um síðustu helgi. Jóhannesi Helga gekk mjög vel í keppninni og var með þeim efstu svo að Selfyssingar mega vel við una. Að þessu sinni keppti hann fyrir Selfoss en í fyrra bjó hann á Akureyri og lenti þá í þriðja sæti. Æfði listhlaup og fimleika „Árið 1994 sá ég Freestyle keppnina í sjónvarpi og sagðist þá ætla að prófa að taka þátt í keppninni árið eftir. Ég tók svo þátt í henni árið 1995 í fyrsta skipti,“ segir Jóhannes Helgi. Jóhannes Ilelgi hefur komið víða við í íþróttunum. Hann æfði fimleika til íjölda ára og var í listhlaupi á skautum. Þar náði hann þeim árangri að verða íslandsmeistari árið 1992 þegar íslandsmeistaramótið var haldið í fyrsta skipti. Jóhannes Ilelgi er hættur að æfa fimleika og listhlaup og er búinn að stunda í eróbikk í nokkur ár. í öllum þessum grein- um hefur hann verið eini strákurinn eða einn fárra stráka og mest keppt við stelp- ur. Á Selfossi er hann einn ljögurra stráka sem æfa eróbikk. Hefur aldrei lært að dansa í danskeppninni í Tónabæ sýndi Jó- hannes Helgi frum- saminn dans í ætt við eróbikk en hann fékk hjálp frá íþróttanema á Laugarvatni við að semja liann. Jóhann- es Helgi hefur aldrei lært dans. Hann er í 10. bekk og vinnur með skólanum þannig Selfyssingurinn Jóhannes Helgi Gíslason var eini strákurinn sem tók þátt ( keppni í frjálsum dönsum f Tónabæ um sfðustu helgl. að hann hefur alltaf yfrið nóg að gera. -GHS Flygill Tónlistarfélags Akureyrar er glæsilegur enda kostaði hann sitt. Foraileg vígsla flygilsins Hinn nýi flygill Tónlistarfélags Akureyrar verður formlega vígður í dag á tónleikum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Á tónleikunum verður einleikur á píanó, samleikur á selló og píanó og einsöngur og kórsöngur við píanóundirleik. Hinn nýi konsertflygill er af gerðinni Steinway D og kostaði 6,5 milljónir. Vel gekk að safna fyrir flyglinum og munaði þar mestu um 3 milljónir sem Akureyrarbær lagði fram og 2,4 milljónir sem söfnuðust á minningartónleikum um Ingimar Eydal, tónlistarmann, sem haldnir voru 20. október sl. Tónleikarnir heíjast klukkan 14 í dag og verða öllum opnir en sérstaklega eru þeir boðnir sem stóðu að minningartónleikunum. AI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.