Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Side 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Side 9
Í0a9ur-Cmmm Laugardagur 22. febrúar 1997 - 21 daginn hvað var í leiðaranum og það man maður ekki, enda les maður ekki endilega til að fræðast heldur af þörf á sama hátt og amma hafði þörf fyrir að þylja bænirnar." Og þetta gildir líka fyrir þá sem eiga ekki sjónvarp eða horfa sjaldan á sjónvarp því samkvæmt kenningu Þorbjarn- ar sleppur enginn. „Þeir sem fóru ekki í kirkju hérna áður fyrr sluppu ekki við Guð. Öll viðmið eru viðmið sjónvarpsins og þú færð að vita það sem ger- ist þótt þú horfir ekki á sjón- varpið vegna þess að það er fólk í kringum þig sem horfir fyrir þig. Við lifum ekki án sjón- varps og ef við ætlum okkur að vera í samfélagi þjóðanna hljót- um við að tileinka okkur þær menningarlegu og tæknilegu nýjungar sem okkur standa til boða. - En hins vegar væri mér eftirsjá að sjá íslenska tungu fara forgörðum á næstu áratug- um og það er viss hætta á því á dögum sjónvarpssamfélags. Samspil Sjónvarps og blaða „Dagblöðum hefur þegar fækk- að mikið þótt ég heíði spáð því að það myndi gerast fyrr. Út- varpið gat aldrei haft eins mikil áhrif á þetta og sjónvarpið hef- ur haft því á ár- unum 1930- 1970 tók ríkis- útvarpið ekki þátt í opinberri umræðu, fréttir í ríkisútvarpinu af pólitískum átökum komu þegar allt var um garð gengið. Ef ríkisútvarpið ætlaði að segja frá átökum inn- anlands varð að bíða eftir að einhver læki því til NTB (Norsk Telegram Biro) sem sagði síðan frá því að þetta væri svona eða hinsegin á ís- landi. Bíkisút- varpið var stikkfrí en þeg- ar sjónvarpið kemur til sög- unnar með nýja og ferska menn, auðvitað ráðna pólitískt, breytt- ust forsendur blaðanna til þess að setja sviðið fyrir pól- itísku umræð- una. Að nokkru leyti hafði DV líka þessi áhrif og ég býst við að einhvern tímann verði skrifað um að þá ólgu alla megi rekja til sjónvarpsins." íslenskur fjölmiðill? En hvernig sér Þorbjörn ís- lenska íjöhniöla í dag, eru allir að eltast við það sama og ná illa að marka sér sérstöðu? „Fjölbreytnin er blekking, Qöldi miðlanna breytir litlu en samanburðurinn er engu að síður gífurlega mikilvægur. Miðlarnir taka líka á hlutunum á mismunandi hátt einfaldlega vegna tæknilegra forsenda. Sjónvarpið sér um yfirborðið en leggst ekki í djúpar hugleiðing- ar, í útvarpi er tíminn aðeins meiri og dagblöðin geta verið með greinarbetri umíjöllun. Meinið er bara það að sá vett- vangur er að dragast saman og ég er hræddur við samdráttinn í prentaða málinu, samdráttur- inn í útvarpi er ekki eins áber- andi vegna þess hve Ríkisút- varpið stendur fast í ístaðinu ennþá.“ Þorbirni mislíkar margt í ís- lenskum ijölmiðlum þótt ekki vilji hann að menn rjúki upp til handa og fóta með boðin og bönnin. „Á ís- landi þarf al- menningur að . beita jákvæðum aðgerðum, það gleymist stund- um að það er hægt að stjórna með hvatningu og uppörvun. Þetta þýðir í verunni pen- inga til að efla íslensk blöð og aðra fjölmiðla. T.d að veita dagblaði styrk til að vinna að rannsókn sem kostaði einn mann í hálft ár eða svo. Þá þyrftu að vera einhverj- ir sjóðir sem menn gætu sótt í, þessi svokallaði Menningarsjóð- ur útvarpsstöðva er bara eins og hver annar brandari en það væri hægt að gera hann að al- vöru sjóði þar sem markmiðið væri raunverulega að efla ís- ekki í sömu andrá og Sinfónu- hljómsveitina og Þjóleikhúsið. Hvað eru margir sem fara í Þjóðleikhúsið? Jú, það fara auðvitað svakalega margir í Þjóðleikhúsið eða um 100 þús- und yfir árið sem eru jafnmarg- ir og horfa á sjónvarpið á hverju kvöldi. Ég er ekki að Þjóðleikhúsinu, öðru nær, en við megum ekki gleyma því að 1% áhorf í sjón- varpi slær út fullan sal í Há- skólabíó.“ gera lítið úr „Fréttirnar eru m.ö.o. innan þess ramma sem við vitum að getur gerst og þetta var hlutverk kirkjunnar hér áður fgrr. “ „Þorbjöm Broddason, fjöimiðlafræðingur og kennari við H.Í., varði dokt- orstitgerð sína Television in Time í nóvember síðastliðnum, hún byggir á hart nær þriggja áratuga rannsóknum á sjónvarpssamfélaginu sem við lif- um og hrærumst í. lenska menningu." Menningarviðleitni er of lítil að mati Þorbjarnar og sérstak- lega er viðleitnin grátbrosleg hvað sjónvarpið varðar. „ís- lenska Ríkissjónvarpið, svo ég tali nú ekki um Stöð 2 eða hin- ar stöðvarnar, er ekki íslenskur miðill. Það sem er íslenskt eru stjórnendurnir sem raða dag- skránni upp, tal- eða textasetja, en það er hvergi í heiminum eins hátt hlutfall af erlendu efni og á íslandi, fyrir utan kannski Nýja Sjáland og Guatemala. Til þess að breyta þessu þarf að leggja fram íjármuni úr sam- eiginlegum sjóðum en einnig má hugsa sér nefskatt eða eitt- hvert gjald rétt eins og við rek- um skóla- og heilbrigðiskerfi. Af hverju skyldum við ekki taka slatta úr þessari heimilisbuddu okkar og setja í þessa menning- arviðleitni sem við nefnum bara Samvit- undin Þrátt fyrir örar tæknibreyting- ar sýnist Þor- birni að sjón- varpið muni halda sínum hlut og ástæðan er sú að fólk vill eiga eitthvað sameiginlegt. „Ég var að tala við mann um daginn sem er búinn að koma sér upp eigin fréttamiðli á Internetinu þar sem hann velur sér sínar fréttir. Þessi náungi heitir Peter og blaðið Peter’s Post og þetta blað les hann á skjánum hjá sér daglega. En ef ég spyr hann hvort hann sé þá hættur að horfa á sjón- varpið á kvöldin þá myndi hann auðvitað segja nei, fólk sem gerir svona ér fróttasjúkt. Ég er bjartsýnn fyrir hönd fyr- irbærisins sjónvarp vegna þess að menn vilja vita hvaða fréttir hinir fá til þess að geta talað saman og hreyft sig í sömu veröld. Það er þetta sem styður samlíkinguna við kirkjuna, hún veitti okk- ur öryggið og sagði okkur hver við vor- um. Fjölmiðlar og umfram allt sjónvarpið segja okkur núna hver við erum og hvernig heimurinn er útlits. Fólk grípur ekki Dag- Tímann til að sjá hvort heimur- inn hefur breyst heldur til að fullvissa sig um að hann sé eins og hann var í gær. Hið heilaga hlutverk fjölmiðlamanna er að segja fólkinu að allt sé með kyrrum kjörum. Þetta kann að virðast þversagnakennt, en þær æsingafréttir sem við fáum eru þess eðlis að það var flugslys af því að eitthvað klikkaði sem á að vera hægt að gera við, en ekki vegna einhverra óvæntra efnabreytinga í málmi. Fréttirn- ar eru m.ö.o. innan þess ramma sem við vitum að getur gerst og þetta var hlutverk kirkjunnar hér áður fyrr.“ Vidtal: Xlarín Guðrún Hrafnsdóttir AKUREYRARBÆR Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarkennarar Tónlistarskólann á Akureyri vantar kennara skólaárið 1997-1998 til að kenna eftirtaldar greinar: Kennsla á hljómborð í Alþýðutónlistardeild (djass, rokk). Fiðlukennsla. Söngkennsla. Laun skv. kjarasamningi STAK/Félags tónlistar- kennara og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 462 1788 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á Starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 10. mars. Starfsmannastjóri. AKUREYRARB/CR Hæfingarstöðin við Skógarlund Þroskaþjálfi óskast til starfa í Hæfingarstöðina við Skógarlund. Um er að ræða 100% starf deildarstjóra. Starfsmaður þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í ögr- andi og uppbyggjandi starfi Hæfingarstöðvarinnar. Laun skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar sveitarfélaga. Uppl. um starfið veitir forstöðumaður í síma 462 1754 og 462 1755. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar í Starfs- mannadeild Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í Starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar og er umsóknarfrestur til 5. mars nk. Starfsmannastjóri. AKUREYRARBÆR Rafveita Akureyrar Laust er til umsóknar starf við mæla- álestur, innheimtu og skrifstofustörf, hjá Rafveitu Akureyrar. Tölvukunnátta nauðsynleg, ásamt reynslu í skrif- stofustörfum. Umsækjandi þarf að hafa bílpróf og geta hafið störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið veita rafveitustjóri í síma 461 1300 og Starfsmannadeild í síma 462 1000. Um- sóknareyðublöð fást í Starfsmannadeild Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 5. mars. Starfsmannastjóri. RELTIN 'Við ■■ ™ ■ MUm mÉUMFERÐAR 1ÍRÁÐ

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.