Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Blaðsíða 6
Laugardagur 1. mars 1997 - VI MINNINGARGREINAR |Dagmr-'ð5tnóm Albert Sölvi Karlsson Albert Sölvi Karlsson var fæddur á Akureyri þann 28. maí 1953. Hann lést að heimili sínu 17. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristín Al- bertsdóttir, fædd 5. ágúst 1930 á Akureyri og Karl Hólm Helgason fæddur 7. mars 1930 á Sauðár- króki Krístín og Karl bjuggu saman á Akureyri í þrjú ár en slitu síðan samvistum. Kristín og Albert Sölvi bjuggu hjá foreldrum hennar í Eiðsvallagölu 28 á Akureyri, þar sem Kristín var einstæð útivinn- andi móðir og má því segja að for- eldrar Kristínar hafi alið Albert Sölva upp. Foreldrar hennar voru þau Albert Guðmundur Sölvason, fæddur 11. júlí 1903 á Páfastöðum í Skagafirði, og Karólína Guð- mann, fædd 20. október 1902 á Sauðárkróki Karl Hólm Helgason, faðir Al- berts, giftist síðar Selmu Guð- mundsdóttir og búa þau að Stelks- hólum 6 í Reykjavík. Albert Sölvi átti 5 hálfsystkini; Hilmar Þór, fæddur 10. apríl 1951, maki Pramuan Choaphonkrang; Guðný Jóhanna, fædd 10. apríl 1956, makj Eyjólfur Ólafsson, fæddur 24. júní 1953; Pálmi, fæddur 24. maí 1959, maki Helga Jóhanna Hrafnkelsdóttir, fædd 16. mars 1960; Gígja, fædd 21. ágúst 1961, maki Anton Sigurðsson, fæddur 17. desember 1955, og Gylfi, fæddur 4. febrúar 1966, ókvæntur. Albert Sölvi lauk námi frá Menntaskólanum á Akureyri 1975. Fór hann síðan í Háskóla ís- lands 1976 og dvaldi þar eitt miss- eri en varð að hætta þar námi vegna veikinda. Albert hélt síðan til Bandaríkjanna haustið 1977 og fór í háskóla Siu-C Carbondale í 111. Lauk hann þar námi með B.A. í ensku og master gráðu í sögu. Þá snéri hann heim til íslands vorið 1983. Albert kenndi í Menntaskólan- um á Akureyri um tíma. En 1984 hóf hann að kenna hjá V.M.A og kenndi þar allt fram á síðasta dag og átti skólinn hug hans og hjarta. Á sumrin vann Albert sem nætur- vörður á Hótel Eddu á Akureyri í 22 ár því honum féll sjaldan verk úr hendi. Síðustu árin fór hann að skrifa og hafa verið gefnar út eftir hann nokkrar bækur erlendis. Albert Sölvi Karlsson lést. 17 febr- úar sl. Fregnin um andlát hans kom flestum á óvart. Albert vann fulla vinnu við kennslu í V.M.A, einnig þar að auki við ijarkennslu. Vinna hans krafðist mikillar yíir- setu og nákvæmni, það var ekki vani Alberts að senda frá sér illa unnin verkefni. Það er óhætt að fullyrða að hann átti sér fáa líka hvað það snerti, og bar hann ætið hag nemanda sinna sér fyrir brjósti. Albert var vinsæll kennari og dáður af flestum sem hann kenndi, hann gat verið strangur þegar á þurfti að halda en rétt- sýnn að eðlisfari og fengu þeir sem það áttu skilið að njóta þess. Þrátt fyrir að Albert Sölvi skilaði þessari miklu vinnu frá sér var hann sjúk- ur maður og barðist við sykursýki sem var honum ljötur um fót. Auk þess sem hann hafði fengið hjarta- áfall og misst sjón á öðru auga. Aldrei heyrði nokkur maður Albert Sölva kvarta hvað sem á gekk og var hann oftast brosandi. Ég dáðist að hugrekki hans og sálarstyrk yílr öllu þessu mótlæti sem hann barðist við og mættu flestir sem heilir eru heilsu taka hann sér til fyrirmyndar. Albert var trúarinnar maður og sótti hann styrk sinn í bænina sem aldrei honum brást. Albert Sölvi var mjög vel lesinn maður, hvar sem borið var niður kom enginn að tómum kofa hjá honum því hann kunni skil á ílestu. Ef hann vissi ekki það sem um var rætt, þá gat maður átt von á því að hann rifjaði upp efnið ein- hverja nóttina sem um var rætt og var síðar tilbúinn til að ræða efnið áný. Ég átti því láni að fagna að eignast Albert Sölva að vin, slíkri vináttu kynnist maður ekki nema einu sinni á ævinni. Við áttum margar góðar stundir saman sem ég minnist með gleði, en söknuður minn er mikill. Það að sjá á eftir honum svo ungum að árum aðeins 43 ára gömlum yfir móðuna miklu. Elsku Kristín, við vitum að sorg þín og þinna nánustu er mikil, við viljum senda ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur með von um að minningar um góðan dreng verði ykkur til huggunar. Guð blessi ykkur öll. Björn Kristjánsson og jjölskylda. Kveðja frá Verkmenntaskólanum á Akureyri “Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma.” Óvéfengjanlegur sannleikur sagður með nokkrum orðum. Við fæðumst, lifum og deyjum, þetta er hljómkviða lífsins, síðasti þáttur- inn vill gleymast, en þegar hann er leikinn, stundum alveg fyrirvara- laust, stöndum við ráðþrota, smæð okkar er mikil og vanmáttur alger. Seint að kvöldi sunnudagsins 16. febrúar kenndi vinur okkar og starfsbróðir sér þreytu. Dagurinn hafði verið annasamur, hvíldin hafði eins og svo oft þokað fyrir eljuseminni. Hann tók á sig náð- ir,en fyrst kraup liann við rúmið sitt og fór með bænirnar sínar eins og hans var vani. Þannig fannst hann morguninn eftir. Guð, sem hann hafði lotið höfði fyrir, hafði afmarkað honum stund, í innri friði hafði hann gengið á fund skapara síns. Albert Sölvi Karls- son var fæddur 28. maí 1953 og var því ekki fullra 44 ára þegar hann lést, sonur Karls Hólm Helgasonar og Kristínar Alberts- dóttur, tannsmiðs. Ilann ólst upp með móður sinni á heimili afa síns og ömmu, Alberts Sölvasonar og Karólínu Gísladóttur. Hann var þeim gleðigjafí, líf og yndi og bar líka nafn afa síns og langafa. Afi hans og amma voru bæði Skagfirð- ingar og þar áttu þau stóran frændgarð. Ég man hann fyrst lítinn og brosmildan strákling að leik með öðrum börnum á Eyrinni. Síðar var hann nemandi minn í Gagn- fræðaskóla Akureyrar, glaður og ljúfur í lund. Þaðan lá leið hans í Menntaskólann á Akureyri og sfð- an til háskólanáms í mannkyns- sögu og ensku, síðustu árin í Bandaríkjunum, en þar lauk hann BA prófi í ensku og magistersprófi í sögu. Þegar hann kom heim gerðist hann kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri, sem var stofnaður árið 1984 og þar var starfsvettvangur hans æ síðan. Kennslugreinar hans voru saga, enska og félagsfræði. í kennslunni naut mikil þekking hans og góð frásagnarlist sín vel. Hann hreif nemendur með sér, en hann var þeim ekki bara kennari, hann var líka og ekki síður hjálpfús vinur, sem hvers manns vanda vildi leysa. Albert Sölvi var stór maður, rúmir 2 metrar á hæð og mikill að vallarsýn. í brjósti þessa stóra manns, bærðist göfugt hjarta, vammlaust og vinalegt. Það rúm- aði í senn gleði, gáska og gaman sem og fórnfýsi og djúpan mann- skilning. Hagur annarra var hon- um hugðarefni, gæti hann hjálpað, sparaði hann ekki fyrirhöfn. Albert Sölvi bjó frá ungum aldri við skerta heilsu, duldi það sam- ferðafólki sínu um of og ætlaði sér ekki ætíð af sem skyldi. Mér finnst eftir á, að þetta hafi verið stærsti gallinn í fari hans, að ósérhlífnin og viljinn til að hjálpa hafi borið heilsu hans of- urliði. Hann bjó alla tíð með móður sinni, var henni bæði stoð og stytta, góður sonur og ljúfur vinur. Missir hennar er mikill og verður ekki sagður með orðum. Nú er hlátur hans hljóðnaður og hann segir okkur ekki fleiri skemmtisögur á kennarastofunni, eftir stendur ófyllt skarð, minning- in ein er eftir. Við sendum Kristínu móður hans og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að milda sorg þeirra. Við kveðjum Albert Sölva Karls- son, góðan félaga og vin. Bernharð Haraldsson skólameistari. Kæri bróðir, nú ert þú lagður af stað í ferðina löngu. Við hálfsystk- ini þfn viljum kveðja þig hinstu kveðju. Þó að við höfum ekki hist oft, þú fyrir norðan og við fyrir sunnan, þá fylgdumst við alltaf vel með þér þó úr fjarlægð væri. Við vorum ákáflega stolt af þér sem’ góðum dreng, miklu prúðmenni og í alla staði vel gerður. Við vottum móður þinni Kristínu okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan guð að veta henni styrk á þessari erfiðu stund. Hilmar Karlsson Guðný Karlsdóttir Pálmi Karlsson Gígja Karlsdóttir Gylfi Karlsson Elín Guðjónsdóttir Elín Guðjónsdóttir fæddist 2. apríl árið 1921 að Voga- tungu í Leirársveil, Borg- arfjarðarsýslu. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Elínar voru Guðjón Jónsson, bóndi í Vogatungu, og Halldóra Böðvarsdóttir, hús- freyja og símstöðvarstjóri. Systk- ini hennar voru sjö; Ólöf, Böðvar, Ólafur (látinn), Engilbert, Anna, Sigurður og Ásta . Einnig voru á heimilinu foreldrar Halldóru ásamt vinnufólki. Á bænum var símstöð sveitarinnar auk þess sem þar var endastöð mjólkur- bflsins. Elín ólst því upp á stóru heimili þar sem mikið var um að vera og mikill umgangur gesta. Þrátt fyrir það var hún strax í barnæsku hlédræg og hógvær og lét lítið fyrir sér fara. 22 ára gömul flutti Elín til Ak- ureyrar ásamt yngri bróður sín- um sem þar stundaði nám. í höf- uðstað Norðurlands kynntist hún síðan tilvonandi ciginmanni sín- um, Steinþóri Jensen f. 12. feb. 1919, og gengu þau í hjónaband þann 28. júlí 1945. Fyrstu árin bjuggu þau í sambyggingunni að Gránufélagsgötu 41 ásamt móð- ur Steinþórs og fósturíoður, en flutlu síðan með þeim í nýtt hús að Ránargötu 31 þar sem þau bjuggu Iengst af. Börn Elínar og Steinþórs eru tvö: Guðjón Birgir f. 6. sept. 1947, kvæntur Svövu Ástu Jóns- dóttur f. 8. aprfl 1949, og Þórey Edda f. 12. mars 1950, gift Jó- hannesi Bjarnasyni f. 5. mars 1949. Barnabörn þeirra eru sex og eitt barnabarnabarn. Ég var ekki nema þriggja mán- aða gömul þegar amma byrjaði að passa mig á meðan mamma var í vinnunni. Má því segja að fyrstu árin hafi ég að miklu leyti alist upp hjá henni og afa á Rán- argötunni. Þar átti ég mína vini og mitt dót og ekki spillti það að hafa langömmu til að heimsækja á neðri hæðinni. Það var alltaf friður og ró yfir lífinu þar. Ég minnist allra sunnudaganna þeg- ar við afi fórum í sund snemma um morguninn og komum sársvöng til baka í ilmandi sunnu- dagssteikina hjá ömmu. Mér var sagt það að á sunnudögum væri ekki við hæfi að fara í önnur hús til leikfélaganna, því þeim degi vildi fólk fá að eyða í rólegheitum heima hjá sér. Þannig liðu sunnu- dagarnir hjá okkur á Ránargöt- unni og alltaf var sérstakur hátíð- arblær yfir þeim. Amma var alltaf boðin og búin til að passa okkur barnabörnin og hjálpa til við hvaðeina sem á þurfti að halda. Hún hugsaði alltaf mikið um íjölskyldu sína og hafði áhyggjur af því ef eitthvað amaði að, en kvartaði aldrei sjálf eða vildi láta hafa neitt fyrir sér. Allt sem amma gerði, gerði hún vel. Ilvort sem það var matar- gerð, saumaskapur eða prjóna- skapur sem í hlut átti, þá var hún ákaflega vandvirk og kenndi okk- ur hinum að vera það líka. Afi og amma höfðu ákaflega gaman af því að ferðast, hvort sem það voru utanlandsferðir eða bara bíltúr í bænum. Ég man margan sunnudagsrúntinn út að Hlíðarbæ eða fram á Leiru, og þær voru þó nokkrar ferðirnar með þeim út á land og í berjamó á haustin. Sérstaklega minnisstæð er þó fyrsta utanlandsferðin mín, sem ég fór með þeim þegar ég var tólf ára gömul. Sjálf höfðu afi og amma ferðast mikið til útlanda og það brást ekki seinna meir, þegar ég var sjálf að hugsa um að Ieggja lönd undir fót, að amma gat sagt mér eitthvað um hvern stað og rifjað upp þegar hún hafði komið þangað sjálf. Þá dró hún upp póstkortin sem hún átti þaðan og síðan sátum við og skoðuðum saman. Amma var létt í skapi og hafði mikla kímnigáfu. Hún hló mikið og innilega þegar hún heyrði góða brandara eða gamansögur og henni tókst alltaf að sjá skoplegu hliðarnar á öllu. Einnig hafði hún ákaflega gaman af því að lesa kvæði og oft klippti hún út úr blöðum ljóð eða greinar sem vöktu athygli hennar. Stundum fengum við hin að sjá eina og eina úrklippu, en ílestar þeirra geymdi amma útaf fyrir sig og las öðru hverju sér til gamans. Ljóðið sem hór fer á eftir er ort um hana og segir í raun allt sem segja þarf um söknuð fjölskyld- unnar eftir góðri eiginkonu, móð- ur, ömmu og langömmu. Amma Nú er skarð því að skjólið er horf- ið er skýldi í bernskunnar tíð og margt er í minningu sorfið er markaði gleði og stríð. Þau gleymast ei gömlu sporin er gengum við þér við hlið, um nóttlausu veraldar vorin við hlýddum á fuglanna klið. Ég veit að Guð þig mun geyma þó glitrar mér tár á kinn, við elskum og virðum allt heima vökum og biðjum um sinn. Við kveðjumsl með klökkva í sinni er kallinu þú hefur hlýtt, en lífsstarf þitt lifir í minni þín leiðsögn og viðmótið blítt. (Reynir Hjartarson) Elsku amma, ég vona að þú hafir vitað hversu mikils virði þú varst okkur öllum. Þakka þér all- ar góðu minningarnar sem við eigum um þig. Ella Dísa

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.