Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Page 1
iDagxir-ðltnrattt
Laugardagur 1. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 42. tölublað
ámXKMMMXM
tfixrrtctrtttiP
aanwieBMiM
sMKmsaneJðc. jsit
ÞESSU TÖLUBLAÐI lýkur
i greinaflokki séra Ágústs
I ■ Sigurðsonar um beinamál-
I ið, sem vakti mikla furðu
^ fyrir hálfri öld. Málið snérist
V—S um tilflutninga á líkamsleif-
um Jónasar Hallgrímssonar. Beinamál-
inu bregður víða fyrir, m.a. í Atómstöðinni
eftir Halldór Laxness og er gert nokkur
skil í samnefndri kvikmynd.
Séra Ágúst hefur rannsakað beinamál-
ið ítarlegar en áður hefur komið fram.
Niðurstaðan er sú að hrakfallasaga beina-
málsins hafi hafist í Kaupmannahöfn þeg-
ar grafið var eftir leifum þjóðskáldsins í
kirkjugarðinum þar sem hann var jarð-
settur. En tilgangurinn með flutningnum
var að grafa leifarnar í nýstofnuðum þjóð-
argrafreit á Þingvöllum.
Rök eru færð fyrir því að aðeins beina-
leifar af neðri hluta líkama skáldsins hafi
lent í kistunni sem flutt var til íslands.
Höfuð- og herðabein grotna enn í
Assistancekirkjugarði.
Eftir að beinin komu til íslands töldu
Norðlendingar eðlilegt að skáldið yrði
grafið þar en ekki í Árnesþingi. Hurfu
beinin úr vörslu útfararstjóra í Reykjavík
og spurðist til þeirra norður í Öxnadal.
Voru þau sótt þangað samkvæmt ráð-
herraskipun.
Alla þessa sögu rekur séra Ágúst af
nákvæmni og í síðustu greininni sem nú
birtist kemst hann að þeirri niðurstöðu að
líklegast séu líkamsleifar Jónasar Hall-
grímssonar á þrem stöðum. í Kauþ-
mannahöfn, í Öxnadal og á Þingvöllum. í
þjóðargrafreitnum mun þó tæpast vera
annað en brotinn lærleggur, ef á annað
borð er nokkurt tangur eða tetur af lík-
amsleifum Jónasar Hallgrímssonar þar.
Telja má nær öruggt að beinin hafi ver-
ið tekin úr kistunni fyrir norðan og hafi
lögreglan flutt hana tóma suður og biskup
messað yfir henni í Reykjavíkurdómkirkju
og ráðherrar ekki borið annað til grafar á
Þingvöllum en brotinn lærlegg, sem þó er
álitamál.
Eru bein Jonasar í
brem kirkjugörðum?