Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 7
Jlagur-®ónirm
—■
ERLENDAR FRETTIR
Fimmtudagur 6. mars 1997 - 7
Þýskaland
Úrgangurinn á leiðarenda
Lestin með kjarnorkuúrganginum, sem fluttur var í sex gámum frá Frakklandi.
100 manns hlutu
meiðsli í átökum
við lögreglu út af
flutningi með
kjarnorkuúrgang.
Til átaka kom milli lögregl-
unnar og mörg þúsund
kjarnorkuandstæðinga í
gær meðan verið var að flytja
kjarnorkuúrgang lokaáfangann
til borgarinnar Gorleben í
Þýskalandi, þar sem hann verð-
ur settur í geymslu. M.a. særð-
ust um 100 manns í átökunum
þegar lestin kom á leiðarenda í
Gorleben, en þar biðu þúsundir
mótmælenda eftir henni og ætl-
uðu ekki að hleypa lestinni í
gegn. Lögreglan beitti m.a.
vatnsþrýstibyssum. Fjöldi mót-
mælenda var handtekinn.
Viðbúnaður lögreglunnar var
sá mesti sem þekkst hefur í
Þýskalandi frá lokum seinni
heimstyrjaldarinnar. Alls 30
þúsund lögreglumenn sáu um
að tryggja að lestin kæmist á
leiðarenda þrátt fyrir aðgerðir
mótmælenda. Myndaði lögregl-
an þétta keðju meðfram braut-
arteinunum. Mótmælendur not-
uðu m.a. teygjubyssur og eld-
sprengjur, og tókst hvað eftir
annað að brjótast í gegnum
varnir lögreglunnar og leggjast
á brautarteinana til að teija fyr-
ir lestinni.
Á leiðinni höfðu tveir menn
steypt sjálfa sig með stein-
steypu við brautar-
teinana, og þurfti
lögreglan að losa
þá frá með loftbor.
Fjórum mönnum
tókst einnig að teija
fyrir um stund á
allra síðasta spott-
anum með því að
sveifla sór í köðlum
fram og til baka yfir
lestarteinunum.
Kjarnorkuúr-
gangurinn, sem
þarna var verið að
flytja til geymslu í
Gorleben, kemur
upphaflega úr þýsk-
um kjarnorkuver-
um. Úrgangurinn
var á sfnum tíma
fluttur til Frakk-
lands, þar sem
hann átti að fara í
endurvinnslu, en samkomulag
var síðar gert þar sem ákveðið
var að hann yrði fluttur aftur til
geymslu í Þýskalandi.
Svíþjóð
Nemendur fái meiri völd
enntamálaráðherrann í
Svíþjóð, Ylva Johans-
son, lagði í gær fram
tillögur um að gerð verði til-
raun í sænskum menntaskólum
strax næsta haust sem felur
það í sér að nemendur taki þátt
í stjórn skólanna. Hugmyndin
er sú að heimilt verði að setja á
laggirnar skólastjórnir í
hverjum skóla þar sem fulltrúar
nemenda verði í meirihluta.
Þetta verði í framkvæmd hlið-
stætt svonefndum foreldrastjórn-
um sem þegar hefur verið komið
í framkvæmd í sænskum grunn-
skólum, en þar er heimilt að
setja á laggirnar skólastjórn þar
sem foreldrar eru í meirihluta.
Valdsvið hinna fyrirhuguðu
skólastjórna mun ná til íjár-
mála skólanna, forgangsröðun
verkefna og hvaða nám er í
boði, svo nokkuð sé nefnt. Hins
vegar skipta þær sér ekkert af
sjálfri kennslunni eða starfs-
mannastjórn.
Þessar tillögur eru all um-
deildar í Svíþjóð og samtök
kennara eru til að mynda ekki
par hrifln af þeim. Sænska
þingið á eftir að taka afstöðu til
þeirra á næstu vikum.
Bretland
Vilja einkavæða lífeyriskerfið
Breski íhaldsflokkur-
inn hefur í hyggju
að einkavæða elli-
lífeyriskerfi ríkisins.
Breski íhaldsflokkurinn
ætlar að reyna að hressa
upp á ímynd sína og afla
sér atkvæða í næstu kosningum
með því m.a. að leggja fram
róttækar hugmyndir um að
einkavæða lífeyriskerfi ríkisins,
þannig að hver einstaklingur
geti safnað sér lífeyrisréttindum
með því að greiða inn á skyldu-
reikning. Með því kerfi sem nú
er í gildi má búast við því að
ijölgun ellilífeyrisþega verði til
þess að sliga kerílð, en með
þessum áformum er hugmyndin
að komast út úr þeim ógöngum.
íhaldsflokkurinn segir að með
þessum hugmyndum sé enn-
fremur stefnt að því að bæta kjör
lífeyrisþega, sérstaklega þó
þeirra sem eru með tekjur yfir
meðallagi, og að þær sýni fram á
að flokkurinn sé hreint ekki
staðnaður þrátt fyrir langa setu í
stjórn, heldur þori hann að end-
urhugsa lífeyriskerfið frá grunni
- ólíkt Verkamannaflokknum.
Ekki er þó víst að almenn-
ingur verði hrifinn af tillögun-
um, þannig að þær gætu jafnvel
orðið til þess að auka enn á for-
skot Verkamannaflokksins fyrir
kosningarnar, sem að öllum lík-
indum fara fram í byrjun maí.
íhaldsflokkurinn er með
fleiri umdeild einkavæðingar-
áform á prjónunum, þvf nýlega
var skýrt frá hugmyndum hans
um að einkavæða neðanjarðar-
lestakerfið í London.
Ný frímerki
í dag koma út ný frímerki með
málverkum eftir Svavar Guðnason
og Þorvald Skúlason
Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land
allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frfmerkjasölunni.
FRIMERKJASALAN
PÓSTUR OG SÍMI HF Pósthólf 8445, 128 Reykjavík
1
Heimasíða Frímerkjasölunnar er: http://www.simi.is/postphil/
TILBOÐ A SMAAUGLYSINGUM
iDagur-SItmtnri:
- besti tími dagsins!
FYRSTA BIRTING 800 KR.
ENDURBIRTING 400 KR.
Ofangreind verð miðast við staðgreiðslu eða VISA / EURO
Sími auglýsingadeildar er 460 6100 - Fax auglýsingadeildar er 460 6161