Dagur - Tíminn Akureyri - 18.03.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.03.1997, Qupperneq 5
J!agur-®urrám Priðjudagur 18. febrúar 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Þó hér sé snjór og blindhríð núna, þá er hér fallegt á sumrin - enda er þetta eitt veðursælasta svæði landsins. Hér uppi við hálendisbrúnina hef ég fest rætur, því þegar ég tók við stjórn virkjunarinnar árið 1990 var skilyrt að hér yrðu ég og íjöidskyldan að hafa búsetu fyrstu þrjú árin. En við erum ekki farin enn. Reyndar eru börnin þrjú öll í framhalds- skóla suður í Reykjavík, en þar keyptum við íbúð - og konan heldur þeim þar heimili yfir veturinn. En eiginlegt heimili okkar er hérna,“ segir Guð- mundur Hagalín Guðmundsson, stöðvarstjóri í Blönduvirkjun. Orkuver á undan áætlun „Það er full þörf fyrir Blöndu- virkjun. Miklar viðgerðir hafa staðið yfir á Búrfellsvirkjun og ýmsar aðrar endurbætur á virkjunum landsins. Blanda hefur verið keyrð alveg einsog rokkur - og er full þörf á,“ segir Guðmundur Hagalín - og bætir við ...ef Blönduvirkjun hefði ekki verið byggð hefðu stjórn- málamenn fengið skammir fyrir að vera ekki búnir að virkja þegar hér kæmi stjóriðja. Nú er hún í sjónmáli og orkuverið til staðar, en engu að síður þörf á meiri orku. Með réttu þurfum við alltaf að vera einu orkuveri á undan áætlun." Stöðvarstjóranum í Blöndu er margt til lista lagt. Hann er Önfirðingur að upplagi og fer vestur á sumrin og stundar smábátaútgerð. „Ég fer vestur til að haida tengslum við æsku- byggðina," segir hann. En síð- ast en ekki síst er Guðmundur Hagalín lagtækur harmoniku- spilari. „Ég er nú í mörgu íleiru en harmonikuleik. Söng í nokk- „Höfum reynt að reka burt það slyðruorð að harmonikur séu ekki hljóðfæri, heldur einhver fylleríisverkfæri," segir Guðmundur Hagalín Guðmundsson, stöðvarstjóri í Blönduvirkjun. Mynd: gs ur ár með Samkórnum Björk á Blönduósi og var formaður hans í tvö ár. Síðustu árin hef ég síðan sungið með Karlakórn- um Ileimi í Skagafirði. Harmonikur eru burðug hljóðfæri Talandi um harmonikuspilið þá lærði ég á þetta hljóðfæri fyrir afar mörgum árum, þegar ég var við nám við Vélskólann. Þegar Guðrún Birna, dóttir mín, fór að læra á píaníó hjá Tómasi Higgersyni við Tónlistarskólann í Varmahlíð talaðist til með okkur Stefáni Gíslasyni að á meðan dóttirin væri í píanótím- um þá reyndi hann að kenna mér á harmoniku. Nú er ég á þriðja námsvetri og þetta hefur smitað út frá sér og nú eru ein- ir fimmtán harmonikunemar við skólann," segir Guðmundur Hagalín og bætir við: Virkjunarstjóri, smábátasjómaður og harmoniku- spilari. Fjölhœfur maður, ekki satt? „Á skemmtikvöldum hjá Heimi höfum við Stefán stund- um spilað saman. Harmonikur nútímans eru burðug hljóðfæri og með þeim margt hægt að gera. Þannig höfum við Stefán reynt að spila fagmannlega á harmonikurnar og reynt að reka burt það slyðruorð að harmonikur séu ekki hljóðfæri heldur einhver fylleríisverkfæri. Það er einfaldlega ekki rétt.“ -sbs Hagalín og harmomkan Menntun er verðmæti Góðir lesendur, komið þið blessuð og sæl. í blaðinu okkar, Degi-Tímanum, las ég um daginn viðtal við unga konu, sem getur ekki hætt námi að loknu kennaraprófi vegna þess að tekjur hennar lækkuðu svo mikið þegar hún fór að kenna að hún gat ekki séð fyrir sér og börnunum sínum tveim- ur af laununum. Því ætlar hún að fara aftur í Iláskólann og lifa á námslánum því það er miklu hagstæðara fyrir hana. Þetta fannst mér meira en lítið athugavert. Mín skoðun er sú að námsián eigi að vera til að gera fólki kleift að mennta sig til þeirra starfa sem það hefur löngun til að vinna. Og mér finnst það frábært og gleði- Iegt að einstæð tveggja barna móðir skuli eiga þess kost að fara í háskóla og bæta menntun sína. Sjálfsögð mannréttindi, segja eflaust margir. Rétt er það. En það eru ekki svo óskap- lega mörg ár síðan að svona var þetta nú ekki. En af þessu sjá- um við að ýmsu miðar í rétta átt þó hægt fari. En skuldir eru nú alltaf skuldir og enginn ætti að sækj- ast eftir að skulda meira en hann nauðsynlega þarf. Mennt- un er góð Qárfesting, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Og talsvert mikið á sig leggjandi til að afla sér hennar. En, að það sé betri kostur að lifa á námslánum en að ljúka prófi og fara út í atvinnulífið er eitthvað sem þarf að leiðrétta og það strax. Annars verðum við eftir ein 20-30 ár eða jafnvel fyrr komin með hóp af fólki sem fer beint af námslánum á ellilífeyri. Tæplega getur það orðið þjóðhagslega hagkvæmt. Eitt af því sem óg heyri og sé í Qölmiðlum þessa dagana er að menntun só slæm fjárfesting. Fólk beri alltof lítið úr býtum eftir að hafa eytt stórum hluta ævinnar í að mennta sig. Miklu fljótlegra sé að eignast hús og bíl ef farið sé beint út í atvinnu- lffið. Mér finnst þetta ábyrgðar- laust tal. Ég á erfitt með að trúa að nokkur geti komið með svona fullyrðingu að vel athug- uðu máli og af fullum heilind- um. Það ætti öllum að vera ljóst sem á annað borð vilja hugsa að menntun er einstök auðlegð. Því hafi maður einu sinni öðlast hana getur enginn tekið hana frá manni aftur, liún fylgir manni hvert sem maður fer og það kostar ekkert að taka hana með sór. Og ef maður þarf að grípa til hennar óvænt er hún Það œtti öllum að vera Ijóst sem á annað borð vilja hugsa að menntun er einstök auðlegð. alltaf við hendina. Svo er hægt að auka hana, efla og bæta endalaust þegar tækifæri gef- ast. Maður getur misst húsið sitt, bflinn, allar veraldlegar eigur á skammri stundu eða lent í slysi og orðið fatlaður. En svo framarlega sem ekki er um andlega örkumlun að ræða er menntunin til staðar og í hana er hægt að sækja hjálp til að byggja upp nýtt líf. Það er ólíkt auðveldara fyrir lögfræðing að stunda vinnu sína úr hjólastól en hafnarverkamann. Hvernig meta á svo menntun til launa getur verið álitamál eins og allt annað í þessu lífi. Og þó fólk hafi lokið margra ára námi sé ég ekki að það sé neitt sjálfsagt lögmál að það fái margföld verkamannalaun í umslagið sitt. Aftur á móti finnst mér að það eigi að gera meira af því að veita þeim styrki sem skara framúr í námi. Menntun getur verið svo misjafnlega mikils virði. Sumt hlýtur alltaf að vera dýrmætara en annað. Nútíma menntakerfið er orð- ið mjög ijölþætt og margbrotið og mér finnst kannske ekki allt svo óskaplega þarft sem lagt er fé í á þeim vígstöðvum. En ég viðurkenni það strax að svona hugsunarháttur kemur til af mínu eigin menntunarleysi. En að lokum, lesendur góðir. Ilöfum það í huga að hvort sem um er að ræða tölfræðing eða hafnarverkamann eru bæði þessi störf virðingarverð og þjóðfélaginu nauðsynleg.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.