Dagur - Tíminn Akureyri - 18.03.1997, Blaðsíða 6
18 - Þriðjudagur 18. mars 1997
M E N N I N G
O G
1®agur-'2Iímimt
L I S T I R
Villa í völimdarhúsi
Leikfélag Reykjavíkur: VÖLUNDARHÚS eftir Sigurð Pálsson.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóllir.
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Lýsing: Lárus Björnsson.
Búningar: Þórunn Jónsdóttir.
Frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins 14. mars.
Gunnar
Stefánsson
skrifar
S
tilefni aldaraímælisins réði
Leikfélagið nokkra höfunda
til að skrifa leikrit. Það er
virðingarverð nýbreytni. Hins
vegar er þetta auðvitað áhætta
og ekki unnt að tryggja góðan
afrakstur fyrirfram. Því miður
hefur ekki tekist nógu vel til í
þetta sinn. Þrátt fyrir nokkra
glampa þótti mér Völundarhús
Sigurðar Pálssonar í meginat-
riðum misheppnað verk, lang-
dregið, óhnittið og sundurlaust.
Sigurður er auðvitað einkum
ljóðskáld sem alkunnugt er og í
einstökum atriðum leiksins má
sjá lýrískar svipmyndir ekki
ólaglegar. En dramatískur
þráður Völundarhúss er slakur
og slitróttur og persónugerð
næsta ófullburða. Nú má segja
sem svo að natúralísk persónu-
sköpun sé alls ekki markmið
höfundar í verki sem þessu. En
á móti kemur þá að orðlistin og
leikur hugmyndanna verður að
halda áhuganum vakandi, text-
inn verður alltént að hafa eitt-
hvert bragð, vera þéttur og lif-
ÞJÓÐLEIKHIÍSIÐ
Stóra sviðið kl. 20.00
KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI
eftir Tennessee Wiliams
4. sýn. fimmtud. 20. mars.
Uppselt.
5. sýn. föstud. 4. apríl.
Uppselt.
6. sýn. sunnud. 6. apríl
Nokkur sætl laus.
VILLIÖNDIN
eftir Henrik Ibsen
Laugard. 22. mars. Örfá sæti laus.
Laugard. 5. apríl.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Sunnud. 23. mars.
Síðasta sýning
Örfá sæti laus
KENNARAR ÓSKAST
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Föstud. 21. mars.
Síðasta sýning
LITLI KLÁUS OG
STÓRI KLÁUS
eftir H.C. Andersen
Laugard. 22. mars kl. 14.00.
Nokkur sæti laus.
Sunnud. 6. apríl kl. 14.00.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30
LEITT HÚN SKYLDI
VERA SKÆKJA
eftir John Ford
Föstud. 21. mars
Laus sæti.
Laugard. 22. mars
Uppselt.
Athygli er vakin á að sýningin
er ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn
í salinn eftir að sýning hefst.
Miðasalan er opin mánudaga og þriðju-
daga kl. 13-18, frá miövikudegi tíl sunnu-
dags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýning-
ar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti
símapöntunum frá kl. 10 virka daga.
r J
tŒ TSiTFfl WjRIRiSil
Uti’?*] S 5 ^ LsifijjsiLSfii
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Kór Leikfélags Akureyrar
Kossar
og kúlissur
Samkomuhúsið 90 ára
Söngur, gleði gaman
Laugard. 22. mars kl. 20.00.
Síðasta sýning
Athugið breyttan sýningartima.
Afmælistilboð
MiSaverS 1500 krónur.
Börn yngri en 14 ára 750 krónur.
MiSasalan er opin alla virka daga
nema mánud. kl. 13.00-17.00
og fram aS sýningu sýningardaga.
Simsvari allan sólarhringinn.
Sími í miSasölu: 462 1400.
^agur-Ctmtmt
- besti tími dagsins!
andi. Á það skorti allmikið. Síð-
ari hluti lotunnar fram að hléi
var beinlínis orðinn þungbær í
leikhúsinu þrátt fyrir góða við-
leitni leikaranna og mikla yiir-
ferð þeirra um sviðið.
Má kenna Jökul
Völundarhús leiksins er
smækkuð mynd af íslandi nú-
thnans. Það er í eigu manns
sem Völundur heitir (náttúr-
lega) og hann ætlar því stóra
hluti: „Þetta hús verður tileink-
að tuttugustu öldinni í þessari
borg. Miðstöð minninganna...
Þú kemur hingað og hverfur á
vit minninganna. Draumanna."
Hann ætlar að kalla fortíðina
inn í hús og gera hana lifandi
og tölvuvædda. En Völundur,
sem ólst upp í verkamannabú-
stöðunum við Hringbraut, er
fulltrúi hverfandi kynslóðar.
Nýja tímann varðar ekkert um
minningar og sögu. Fulltrúar
hans eru fjárhættuspilarar þrír
sem hafast við í kjallaranum,
furðulegar fígúrur, svokallað
Tríó, Leó, foringinn, áður mála-
liði í útlöndum, fíílið Barði og
svo Ylfa sem er alveg óskiljan-
leg. Til þeirra hefur komið ná-
ungi sem heitir Daníel Samúels-
son eða Jón Daníel Jónsson,
maður sem hefur spilað hátt og
tapað og skipt
um nafn og
kennitölu. Síð-
an er enn einn
hópur í húsinu:
Vala er lítið eitt
yngri en Völ-
undur. IJún á
ruglaða móður
sem liflr í for-
tíðinni og svo
dótturina Betu
leikkonu sem er
í slagtogi við fé-
laga sína, hús-
næðislausan leikhóp, að æfa
Ieikrit um fortíðina, byggt á
dagbók ömmunnar. Þar er sagt
frá því þegar Indriði Waage
æfði Sex persónur leita höfund-
ar eftir Pirandello árið 1926!
Þarna kemur fram viðkvæmnis-
leg nostalgía, dálítið í ætt við
verk Jökuls Jakobssonar. Sá er
þó munurinn að Jökull kunni
að spinna þennan þráð en hér
kubbast hann jafnharðan sund-
ur.
Hvers vegna gormælt-
ur?
Sumt í leiknum var býsna hag-
anlega gert, nefni ég þar eink-
um byrjun annars atriðis ann-
ars þáttar, þar sem beitt var
látbragðsleik svo að gaman er
að. Og yfirleitt ber sýningin vott
um góða fagmennsku í vinnu-
brögðum - sem sjálfsagt er - og
útsjónarsemi af hálfu leikstjór-
ans. Sú hugmynd að loka saln-
um við Stóra
sviðið og láta
áhorfendur sitja
þar en leikinn
fara fram á rými
baksviðs var
býsna vel út-
færð. Maður
fékk að vísu
nokkuð óljósar
hugmyndir um
stærð sviðsins,
en fyrir Völund-
arhús hentar
þetta leikrými
hreint ekki illa. Atriðið þar sem
Völundur leiðir Daníel í spegla-
salinn var skemmtilegt. í sviðs-
tæknilegu tilliti er með sýning-
unni fitjað upp á athyglisverðri
nýjung í Borgarleikhúsinu sem í
þessu gekk bærilega upp.
Um frammistöðu leikaranna
er fátt að segja. Þeir skiluðu
hlutverkunum
eftir hætti og
varla von að
mikið væri hægt
að smíða úr jafn
rýrum efnivið,
þar sem flestar
persónurnar
eru klisjur sem
maðm hefur
séð oft áður.
Dæmi um það
er amman rugl-
aða sem Guðrún
Ásmundsdóttir
átti auðvitað létt með að sýna.
Valgerður Dan (Vala), er eins
konar Marta í Völundarhúsinu
og mæðist í mörgu, en fátt um
hennar túlkun að segja enda
persónan flöt eins og flestar
aðrar. Helst var mergur í hlut-
verki Völundar og Pétur Einars-
son fór með það af íþrótt, gæddi
karlinn í raun meira lífi en
vænta mátti af textanum sem
honum er lagður í munn. En
hvers vegna er Völundur látinn
vera gormæltur?
Fjörutíu ára leikaf-
mæli
Þorsteinn Gunnarsson fór
skörulega með Leó; - hann var
raunar heiðraður á frumsýn-
ingu vegna fjörutíu ára leikaf-
mælis og veitir það tilefni til að
þakka honum margar góðar
stundir í leikhúsinu. - Sigurður
Karlsson virtist hafa gaman af
að fara með
hlutverk Barða
og sýndi á sér
óvænta hlið.
Hanna María
Karlsdóttir er
hin furðulega
kvenpersóna
Ylfa. - Af leik-
urunum í leikn-
um mæddi
mest á Betu,
Halldóru Geir-
harðsdóttur.
Þar er álitleg
leikkona á ferð sem leikhúsin
virðast samtaka um að veðja á.
Hún ræður yfir verulegri kunn-
áttu og hefur vald á líkamlegri
tjáningu, en að vísu fannst mér
nokkuð langt gengið í alls kon-
ar rokum, bæði raddlega og í
hreyfingum; þar er við leik-
stjórann að sakast. Og hvað átti
flengingin að þýða? Aðrir leik-
arar eru Guðlaug Elísabet Ól-
afsdóttir, Ari Matthíasson,
Björn Ingi Hilmarsson og Þór-
hallur Gunnarsson sem hér eru
í eins konar æfingabúðum því
varla verður neitt bitastætt
unnið úr hlutverkunum.
Það virðist vera markmið
þessa verks að bregða upp
myndum og vekja spurningar
um hvað satt er og hvað sjón-
hverfing í nútímanum. Hér er
því lagt upp af allmiklum metn-
aði og leikhúsið hefur að sínu
leyti tekið vel við. Það er því
leiðara að slíkt framtak skyldi
ekki skila sér í markvissari og
hugtækari sýningu.
„Þrátt fyrir nokkra
glampa þótti mér Völ-
undarhús Sigurðar Páls-
sonar í meginatriðum
misheppnað verk, lang-
dregið, óhnittið og sund-
urlaust. “
„Helst var mergur í hlut-
verki Völundar og Pétur
Einarssonfór með það af
íþrótt, gœddi karlinn í
raun meira lífi en vœnta
mátti af textanum sem
honum er lagður í
munn. “