Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Qupperneq 6
6 - Fimmtudagur 6. mars 1997
|DHgur-®tmmn
FRÉTTASKÝRING
Upplausn á öllum víg!
Guðmundur R.
Heiðarsson
skrifar
Alþýðusambandið, Verka-
mannasambandið og
Landssamband verslun-
armanna eru í tætlum. Sömu-
leiðis er samstaðan innbyrðis
hjá samtökum atvinnurekenda
líka í tætlum. Nýjungin í samn-
ingunum núna, þegar og ef þeir
takast, eru fyrirtækjasamning-
ar,“ segir áhrifamaður úr röð-
um atvinnurekenda.
Hann segir að það sé í sjálfu
sér ekkert mál að hækka lægstu
laun strax í 70 þúsund krónur á
mánuði. Það er þó háð því að
fundin verði formúla sem kem-
ur í veg fyrir að það leiði til frá-
hvarfseinkenna og þenslu.
Miðað við stöðu mála í kjara-
samningunum, þá séu það VR
og stórkaupmenn sem eiga
sviðið að ógleymdum „glóðar-
hausunum" í Dagsbrún sem
aldrei munu samþykkja neitt.
Hann segir að veik staða VSÍ sé
vegna stórkaupmanna sem
hreinlega stálu senunni í samn-
ingnum við VR, auk þess sem
aldrei hafi gróið heilt á mfili
þeirra og VSÍ eftir að stórkaup-
menn sögðu sig úr þeirra röð-
um fyrir þremur árum. f>á sé
Vinnumálasambandið alveg í
maski eftir að Árni Benedikts-
son hætti og tók pokann sinn.
Á eigin nótum
Þessi sami heimildarmaður seg-
ir að VMSÍ hangi einungis sam-
an á fiskvinnsludeildinni eftir
að Dagsbrún-Framsókn ákváðu
að vera sér á báti. Auk þess
bendir margt til að Verkalýðs-
og sjómannafélag Keflavíkur sé
á sömu leið svo ekki sé minnst
á þá óánægju sem ríkt hefur
innan Hlífar í Hafnarfirði með
samstöðuleysið innan VMSÍ.
Þar fyrir utan eru Vestfirðing-
arnir alveg sér á báti með sín
mál að viðbættum félögunum í
Eyjum og á Skagaströnd sem
ekki framseldu samningsmál
sín í hendur VMSÍ.
Þá hefði það orskað algjöra
sprengingu í röðum Landssam-
bands versiunarmanna þegar
VR samdi við VSÍ. Samkvæmt
heimildum blaðsins hefðu kon-
ur í LV litið á sig sem „smánað-
ar konur“ eftir þann samning
og gátu ekki tekið þátt í samn-
ingaviðræðum að neinu marki í
heila viku á eftir.
„Þessi aðferð að safna mönn-
um í víglínur eins og um borg-
arastyrjöld sé að ræða, sem var
nauðsynleg á tímum óðaverð-
bólgu, gengur ekki upp í stöð-
ugleikanum. Þá vill hver fara
sína leið. Það er heilbrigðis- og
styrkleikamerki og afleiðing
þjóðarsáttarinnar," segir heim-
ildamaður blaðsins.
Hann telur að veikleiki
verkalýðshreyfingarinnar í yfir-
standandi kjaraviðræðum stafi
einnig af því að hreyfingin hef-
ur engan leiðtoga á við Björn
Jónsson, Guðmund J. eða Ás-
mund Stefánsson. í hvert skipti
sem einhver tilboð séu í gangi á
milli manna þurfi að segja
sama hlutinn við tugi manns
vegna þess að enginn tekur
mark á milliliðum. Skiptir þá
engu hvort í hlut eiga forustu-
menn einstakra landssambanda
eða ASÍ. Þetta háir allri samn-
ingsgerðinni og þeirri vinnu
sem henni er samfara.
Miðlunartillaga
Eftir það sem á undan er geng-
ið er talið að ríkissáttasemjari
eigi varla um neitt annað að
ræða en setja fram miðlunartil-
lögu. Það er þó háð því að
gjörningur saminganefndar
D&F, þegar hún felldi samning-
inn í fyrrakvöld, standist lög
eins og þeir halda fram, önd-
vert við VSÍ. Sú tillaga mundi
væntanlega taka mið af gerðum
samningum og þeim sem hafa
verið í burðarliðnum. Hún yrði
þá borin upp í allsherjarat-
, - ’
\: \ í ■ ■ 1
1 £TT TgigB-«wyM Ik
Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð
s Verið velkomin
Urval fermingargiafa
Bakarí
Kr. Jónssonar og co
Gjafavara
Gjafabúðin
Framköllun
Ljósmyndabúðin
Banki
Búnaðarbanki
íslands
Handverk
Gallerý
Undirfatnaður
Ynja
Barnavöruverslun I Fatahreinsun
Vaggan Slétt og fellt
Hársnyrtistofa Kjörbúð
Samson KEA
Vefnaðarvara Víngerðarefni
Línhúsið Plútó
Bókabúð Möppudýrið Leikföng Dótabúðin
Hljóðfæri Tónabúðin Fatnaður og hannyrðavörur Saumavélaþjónustan
Veitingastaður Sunnukráin
Gleðilega páskahátíð
Allt undir einu þciki
Næg bílastæði • Öðruvísi miðbær • Engir stöðumælar
Verkalýðsforingjarnir Ragna Bergman, formaður Framsóknar, og Halidór Bjðmssi
nefnd félaganna hafði kolfellt samningin sem þau gerðu við atvinnurekendur.
kvæðagreiðslu hjá Dagsbrún-
Framsókn án þess að stóra
samninganefnd félaganna kæmi
þar að máli. Sáttasemjari
mundi að vísu taka mikla
áhættu með því vegna þess að
kjaradeilurnar færu í miklu
harðari hnút ef tillagan yrði
felld.
Framkvæmdastjóri VSÍ sagði
áður en hann hélt til samninga-
fundar í gær að reynt yrði að
taka upp þráðinn frá því sem
frá var horfið í fyrrakvöld þegar
samningur við Landssamband
verslunarmanna var nánast til-
búinn og langt komið með
samninga við VMSÍ. Það gekk
ekki eftir, heldur ákvað Verka-
mannasambandið og Landsam-
band verslunarmanna að end-
urmeta stöðuna í framhaldi af
niðurstöðu fundar D&V í fyrra-
kvöld og viðræðum því frestað.
Björn Grétar Sveinsson, for-
maður VMSÍ, sagði að svo virt-
ist sem mun erfiðara væri fyrir
verkafólk að fá réttmæta hlut-
deild sína í góðæri en annars.
Þórarinn Viðar segir að eftir úr-
slitin hjá D&F verði tæknilega
erfitt að semja við félögin. Sér-
staklega þegar haft er í huga að
60-70 manna samninganefnd
þeirra hefur orðið uppvís að því
að skrifa undir samning og
stuðlað síðan að því að fella
hann síðan nokkrum tímum
seinna. Hann viðurkennir að at-
vinnurekendur hefðu ekki haft
nægilega vara á sér þegar búið
var að slcrifa undir samninginn
við D&F með fyrirvara um sam-
þykki samninganefndar félag-
anna. Hann segir að enginn
hefði búist við öðru en að fxmd-
ur D&F í Kiwanishúsinu í fyrra-
kvöld hafi átt að vera kynning-
arfundur og ekkert annað.
Eins og málum var komið í
gær getur það komið til skoðun-
ar hjá VSÍ hvort skjóta eigi deil-
unni við D&F til úrskurðar hjá
Félagsdómi. Gallinn við það er
hinsvegar sá tími sem slík
málsmeðferð mundi taka. Aftur
á móti sé það borðliggjandi að
atvinnurekendur munu mæta
verkföllum stéttarfélaga með
verkbönnum ef allt fer á versta
veg og allir aðdrættir til og frá
fyrirtækjum stöðvast.
Bullandi óánægja
Ástæðan fyrir því hvernig kom-
ið er í kjaramálum má fyrst og
fremst rekja til þeirrar miklu
óánægju sem safnast hefur upp
hjá launafólki á liðnum misser-
um um kjör sín. í því sambandi
má benda á að samkvæmt opin-
berum tölum er um fimmtung-
ur verkakarla með dagvinnu-
laun undir 70 þúsund krónum
og þriðjungur verkakvenna.
Á sama tíma hafa fyrirtæki
og fjármagnseigendur orðið æ
ríkari, svo ekki sé minnst á
sjálftökulið þingmanna, ráð-
herra og embættismanna í eigin
kiörum. Undir bessa óánægiu