Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Side 9
|Dagur-®tmóm
Fimmtudagur 20. mars 1997 - 9
PJÓÐMÁL
Vaxtabætur - enn aðför að
eigendum félagslegra íbúða
Unnar
Jónsson
skrifar
S
Aundanförnum mánuðum
og árum hefur mikið ver-
ið rætt og ritað um vanda
félagslega íbúðakerfisins. Sumt
af því sem þar hefur komið
fram á rétt á sér og annað er
byggt á vanþekkingu. Mest á
óánægjan þó rætur að rekja til
þess að stjórnvöld hafa sífellt
verið að breyta þeim forsendum
sem kerfið byggir á. Þar hefur
gerst það sama og víða annars
staðar t.d. í heilbrigðiskerfinu
og skólakerfmu, að framlög rík-
isins hafa minnkað og reikning-
urinn verið sendur þeim sem
þjónustunnar njóta, í þessu til-
felli eigendum félagslegra
íbúða. Afleiðingarnar eru eins
og áður sagði óánægja og sum-
staðar flótti úr félagslega kerf-
inu, bæði vegna þess að það er
ekki eins hagstætt og það var
áður fólki með meðaltekjur og
þar undir, og einnig vegna stöð-
ugs neikvæðs áróðurs, sem m.a.
félagsmálaráðherra hefur verið
óþreytandi að taka undir og
reyndar ala á.
Þær breytingar sem stjórn-
völd hafa gert og hafa mest
áhrif á kostnað og greiðslubyrði
eigenda félagslegra íbúða eru
þessar helstar: Fyrning hækk-
uð, vextir hækkaðir og nú síðast
skerðing vaxtabóta.
Fyrning hækkuð
Fyrning (afskriftir) hœkkuð úr
0,5% á ári og í 1%, um tíma var
fyrningin reyndar 1,5% en var
fljótlega breytt aftur í 1% eins
og hún er nú.
Afleiðingar þessarar breyt-
ingar fyrir eigendur félagslegra
íbúða eru þær að eignarmynd-
un verður mun hægari. M.ö.o.
eigendur íbúðanna fá minna til
baka við sölu íbúðanna. Þeir
sem voru svo óheppnir að selja
sínar íbúðir á meðan fyrningin
var 1,5% og höfðu átt þær í
nokkur ár, töpuðu tugum eða
hundruðum þúsunda.
Vextir hækkaðir ur
1% í 2,4%
Afleiðingar vaxtahækkunarinn-
ar eru þær að greiðslubyrði af
einni milljón á mánuði var um
kr. 2.400.- en hækkaði í um kr.
3.100,- M.ö.o. greiðslubyrði var
hækkuð um 30%
Önnur afleiðing vaxtahækk-
unarinnar er hægari eignar-
myndun.
Vaxtabætur skertar
Útspil ríkisstjórnarinnar í
skattamálum - til að greiða fyr-
ir kjarasamningum!
Eitt af því sem útspilið felur í
sér er lækkun á frádrætti tekna
frá vaxtabótum úr 6% í 3%, frá-
dráttur vegna eigna er afnum-
inn, en í hans stað tekin upp ný
viðmiðun við fasteignamat. Frá-
dráttur frá vaxtagjöldum nein-
ur nú 1,5% af fasteignamati
íbúðar.
Afleiðingar þessa útspils fyr-
ir flesta eigendur félagslegra
íbúða, og reyndar aðra tekju-
lága hópa einnig, eru þær að
vaxtabætur lækka verulega.
Afleiðingar þessa
utspils fyrir flesta
eigendur félags-
legra íbúða, og
reyndar aðra tekju-
lága hópa einnig,
eru þær að vaxta-
bætur lækka
verulega.
Ástæðan er sú að 1,5% af fast-
eignamati íbúðar er oftast mun
hærri upphæð en 3% af tekjum
þeirra sem búa í félagslegum
íbúðum. Því lægri sem tekjurn-
ar eru því meiri skerðing verð-
ur á vaxtabótunum.
Kemur verr við lands-
byggðina
Samanburður á kostnaði við fé-
Þjóðarkökunni skipt - aldrei aliir ánægðir.
lagslega íbúð og íbúð á frjálsum
markaði, sérstaklega á lands-
byggðinni verður enn óhag-
stæðari. Ástæðan er sú að á
undanförnum árum hafa fé-
lagslegar íbúðir víða um land
verið hátt hlutfall nýbygginga.
Fasteignamat nýrra íbúða er
hærra en á gömlum íbúðum, og
því verður frádráttur frá vaxta-
bótum hjá eigendum nýlegra
félagslegra ibúða meiri en
vegna eldri íbúða á frjálsum
markaði.
Ætla sveitarfélögin og
verkalýðshreyfingin
að þegja?
Öll þessi atriði hafa í för með
sér meiri kostnað við að eiga
félagslega íbúð og má ætla að
hið nýja útspil auki enn á vanda
sveitarfélaga sumstaðar á
landsbyggðinni, sem hafa átt í
vandræðum með að selja fé-
lagslegar íbúðir. Þó hefur ekki
verið annað að skilja á t.d. fé-
lagsmálaráðherra en vandinn
hafi verið ærinn fyrir. Þessi
hluti af útspilinu ætti reyndar,
ef allt væri með felldu, að sigla
samningum við mörg verka-
lýðsfélög algjörlega í strand,
sérstaklega þau sem hafa lág-
launahópa innan sinna vé-
banda. Það er því vel skiljanlegt
að ríkisstjórnin hafi ekki viljað
spila þessu út áður en búið var
að leggja iínurnar í kjarasamn-
ingunum.
Einstæðar mæður
tapa mestu
Áhrifin af breytingu vaxtabóta-
kerfisins koma líklega ekki eins
illa út fyrir neinn hóp en ein-
stæðar mæður. Margar þeirra
hafa litlar skattskyldar tekjur
og hafa fengið næstum alla
vexti endurgreidda, því verða
þær mjög illa leiknar af þessari
breytingu. Eftirfarandi tafla
sýnir áhrifin í krónum talið á
ársgrundvelli miðað við mis-
munandi forsendur um íbúðar-
verð og tekjur.
Náttúrulögmál
eða krukk
Af þessu má ljóst vera að það
er ekki náttúrulögmál að fé-
lagslega íbúðakerfið hefur orðið
óhagstæðara en það var fyrir
nokkrum árum. Ástæðan er
fyrst og fremst sú að stjórnvöld
hafa með sífelldu krukki gert
það óhagstæðara, og það hefur
komið verst við þá sem hafa
lægstar tekjur.
íbúðarverð 8.000.000 íbúðarverð 5.000.000
Lánsupphæð 7.200.000 Lánsupphæð 4.500.000
Fast. mat 5.500.000 Fasl. mat 4.000.000
Núv. keríi Nýtt kerfi Mism. Tekjur
0 172.800 90.300 82.500
500.000 142.800 75.300 67.500
1.000.000 112.800 60.300 52.500
1.500.000 82.800 45.300 37.500
2.000.000 52.800 30.300 22.500
3.000.000 0 300 -300
Núv. kerfi Nýtt kerfi Mism.
108.000 ' 48.000 60.000
78.000 33.000 45.000
48.000 18.000 3.000 15.000
Afkoma kúabænda
Sverrir Bjartmarz
skrifar
Um þessar mundir eru
kúabændur að átta sig á
að óbreytt ástand fram-
leiðslukerfisins þýðir aðeins
eitt, afkoman fer niður ár eftir
ár þar til menn gefast upp. Það
mun draga alla bændur niður í
svaðið og gera þá alla að
ómögum.
Hingað til hafa bændur
treyst því að Bændasamtök ís-
lands geri góða samninga við
ríkissjóð til þess að bjarga mál-
unum. Það er nú óðum að
breytast. Ýmsir aðilar hafa
skrifað greinar í Bændablaðið
og víðar og óskað eftir að
stjórn Bændasamtakanna komi
fram með sínar tillögur/hug-
myndir um framtíð íslensks
landbúnaðar. Lítið hefur verið
um svör hingað til og bændur
eru að vakna upp við vondan
draum. Búskapur á fslandi lýt-
ur sömu markaðslögmálum og
aðrar vörur og þjónusta. Því
verður ekki breytt, sama
hversu lengi forysta BÍ reynir
að láta sem ekkert sé og telji
bændum trú um að verlags-
grundvöllur, verðskerðing,
verðmiðlun, sjóðagjöld, flutn-
ingsjöfnun og sukk í þeim dúr
muni halda uppi búskap á ís-
landi um aldir.
Á aðalfundi Landssambands
kúabænda 1995 hélt ég erindi
sem hagfræðingur Bændasam-
taka íslands um stöðu kúa-
bænda. Þá var vel ljóst að af-
koma þeirra hafði verið á nið-
urleið og héldi því áfram ef að
ekkert yrði að gert. Þar setti ég
fram ýmsar hugmyndir til þess
að stoppa/hægja á þessari þró-
un sem var augljós öllum sem
vildu sjá. Á fundinum vildu
ýmsir afskrifa mig sem nýút-
skrifaðan frá Ameríku sem
skildi ekki sérstöðu íslensks
landbúnaðar. Af öðrum fundar-
gestum mátti heyra að gott væri
að ferskir vindar væru farnir
að blása úr Bændahöllinni. Þeir
vindar náðu ekki að blása mjög
lengi þar sem ég hætti störfum
hjá BÍ eftir tæplega tveggja ára
vinnu þar.
Stjórn Bændasamtakanna
hefur ekki treyst sér til þess að
auglýsa stöðu hagfræðings
lausa til umsóknar, þar sem
ólíklegt er að sá aðih fyndist
sem að væri tilbúinn að skrifa
nafn sitt undir þá samninga
sem þeir gera. Þó svo að það
heiti að auka eigi hagfræðileið-
beiningar til bænda þá er ekki
þorandi að ráða hagfræði-
menntaðan aðila sem að væri
svo ekki til friðs.
Hinn venjulegi bóndi skilur
alls ekki hvernig sukkað er með
peningana sem teknir eru af
honum í hin ýmsu sjóðagjöld.
Forysta bænda vill halda áfram
slíkri gjaldtöku í sjóði sem gef-
ur þeim tækifæri til að útdeila
peningum og kaupa sér völd.
Að einfalda og hagræða í land-
búnaðarkerfinu, eins og gera
átti með sameiningu Búnaðar-
félags íslands og Stéttasam-
bands bænda, er því í andstöðu
við hagsmuni forystunnar og
því er augljóst að árangurinn er
lítill sem enginn. Það er farinn
að styttast tíminn sem fyrsta
stjórn Bændasamtaka íslands
hefur til þess að efna öll þau
fyrirheit sem bændum var lof-
að með sameiningunni og
bændur orðnir óþreygjufullir
eftir árangri. Ég skora á bænd-
ur og aðra þá sem að tengjast
landbúnaði á einhvern hátt að
láta í sér heyra um afkomu og
framtíð bænda á íslandi.