Dagur - Tíminn Akureyri - 22.03.1997, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.03.1997, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 22. mars 1997 Prgur-mmttrat S IC Á K ær eru oft með ólíkindum krókaleiðirnar sem við förum til að taka ekki ábyrgð á eigin gjörðum, hvort sem er við skákborðið eða í líf- inu yfirleitt. Mér duttu í hug þessar krókaleiðir, sem oftar en ekki eru einfaldar afsakanir, þar sem ég rakst á þær nú fyrr í vikunni á skákæfingu í litlu tafl- félagi hér í austurhluta Berlín- ar. Æfingar þessa taflfélags eru mjög svo skemmtilegar og „af- slappaðar“. Þarna sitja allir með risastórar bjórkönnur, sem helst þurfa að tæmast og fyllast að minnsta kosti þrisvar áður en kvöldið er úti, og á meðan á skákunum stendur skipta sér allir af næsta ná- granna og segja honum til. Þegar nýr maður gengur í salinn skráir hann sig ekki til leiks, heldur gengur einfaldlega á röðina og heilsar viðstöddum með handa- bandi, jafnvel þótt allir séu í miðri skák og sumir í bullandi tímahraki. Hið sama gerist þeg- ar einhver yfirgefur staðinn, og þar sem stundum eru meira en 20 manns þarna samankomnir getur það tekið tímann sinn að heilsa og kveðja og segja nokk- ur vel valin orð við hvern og einn á milli leikja. Afleikirnir fljúga í allar áttir á meðan á þessum ósköpum stendur! Einhvern veginn myndi mað- ur halda að á æfingunum sem slíkum - þar sem skemmtan og gleði liggja í fyrirrúmi - væri minna um sár töp, og afsakanir sem þeim fylgja, heldur en gerist og gengur. En þrátt fyrir hinn létta anda sem þarna rikti virt- ist hver og einn líta á það sem heilaga skyldu sína að finna góða og gilda afsökun fyrir tapi. Einn and- stæðingur minn sagði mér meira að segja í fullri alvöru, eftir að við höfðum teflt nokkrar skákir, að það væri ótækt að ég sæti þarna með varalit og í svona fallegri blússu, hann gæti engan veginn einbeitt sér! Það var nefnilega það! Þarna sat ég í þykkum reykjarmekki með karlmenn á alla kanta kallandi á milli og enn aðra heilsandi mér í sí og æ, og Hann gat ekki einbeitt sér! Eg hló dátt... Vertu ekki að þessu væli í þeirri stemmningu sem þarna réði ríkjum voru þessar afsak- anir náttúrulega bara skondn- ar. Það er hins vegar meira þreytandi en skondið þegar „al- vöru“ skákmenn á „alvarleg- um“ mótum falla í þá gryfju að firra sjálfa sig ábyrgð. Hversu oft ætli maður hafi heyrt: „Ég átti nú að vinna þetta," „ég var nú með betra.“ Hvers vegna vannstu þá ekki, væni minn?! Vertu ekki að þessu væli og berðu þig eins og maður! Það er gott eitt að rannsaka hinar og þessar vinningsleiðir sem maður hefði átt að fara, en þeg- ar glötuð tækifæri verða stöðugt að klisjukenndum afsökunum er mál að hnni. Það sem er jafnvel enn verra er þegar þriðji aðili reynir að rýra sigur annars með því að kalla hann „bara heppinn" eða segja sem svo að andstæðingurinn hafi ekki verið í sínu besta formi. Ætli öfund liggi að baki í slíkum tilfellum? Auðvitað erum við stundum heppin og stundum óheppin, og auðvitað erum við stundum þreytt og með maga- verk, en einhvern veginn virð- umst við nota þessar afsakanir oftar en þær eiga við...og þá líklega hvort tveggja yfír skák- borðinu og í h'finu sjálfu. Við skulum heyra hvað Benj- amin Franklin hafði um málið að segja fyrir um það bil 200 árum. Hann skrifar: „Oft gerir sigraður skákmaður sig sekan um hálfan sannleika eða lygar til að breiða yfir ósigur sinn. „Ég hef ekki teflt svo lengi,“ segir hann, eða „byrjanaleik- irnir rugluðu mig,“ eða „tafl- mennirnir eru af undarlegri stærð,“ og svo framvegis. Slíkar afsakanir (svo vægt sé til orða tekið) hljóta að gera hann að minni manni, hvort tveggja í senn að minni skákmanni og minni manneskju, í augum þess sem hefur visku til að bera. Hljóta ekki að vakna grunsemd- ir um að sá sem verndar sjálfan sig með þessum hætti í svo smáu, sé einnig siðferðislega veikur á svellinu þegar til kast- anna kemur í stærri málum, málum þar sem mannorð hans og heiður eru í veði? Maður með sæmandi sjálfsvirðingu myndi hæðast að fullyrðingum um að hann hefði tapað út af einhverju því sem slíkar afsak- anir benda til, jafnvel þótt þær væru sannar, því að þær virðast allar ósannar þegar þær eru settar fram.“ Heppnissigur? Lítum á skák eins landa Frank- Uns, unga Bandaríkjamannsins Tal Shaked, sem náði stórmeist- araáfanga á alþjóðlega mótinu í Cannes á dögunum. Hvor Santo-Roman hafi verið þreytt- ur og Shaked „bara heppinn“ fylgir ekki sögunni. Hvítt: Santo-Roman (Frakk- landi) Svart: Shaked (Bandaríkj- unum) Frönsk vörn 1. e4 e6 2. c4 d5 3. exd5 exd5 4. d4 Bb4+ 5. Rc3 Re7 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 0-0 8. Rf3 Rbc6 9. Be2 dxc4 10. Bxc4 Rd5 11. Bd2 He8+ 12. Be2 De7 13. c4 Rb6 14. Be3 Bg4 15. 0-0 Had8 16. d5 Bxf3 17. gxf3 Re5 18. Db3 18...Rbxc4! 19. Bxc4 Rxf3+ 20. Kg2 De4 21. Kh3 He5 22. Be2 Hdxd5 23. Dc4 Hh5+ 24. Kg3 Hdg5+ 25. Bxg5 Hxg5+ 26. Kh3 Df5+ 0-1 Einn andstœðingur minn sagði mér meira að segja ífullri alvöru, eftir að við höfðum teflt nokkrar skákir, að það vœri ótœkt að ég sæti þarna með varalit og í svona fal- legri blússu, hann gœti engan veginn einbeitt sér! B R I D G E Þorláksson Þorsteinn Guðbjörnsson frá Dalvík sendí þættin- um eftirfarandi spil: Það kom upp í sveitakeppni í síðustu viku. Vínarkerfið: Suður Vestur Norður Austur lhjarta pass 3tíglar* pass 3spaðar pass 3grönd pass 4hjörtu allir pass •opnun og tígull Útspil laufdrottning. s 4 KT32 44 ÁGT87Ó5 ♦ 2 • * 3 Hvernig spilar lesandinn út eftir laufútspil? Þorsteinn var í vörninni en makker hans spilaði úr laufi. Fyrsti slagurinn var dúkkaður og þá kom meira lauf, kóngur, ás, tromp. Sagnhafi spilaði nú tígli á ás og hugðist trompsvína en kóngurinn var lagður á drottninguna. Nú hefði verið rétt að spila hjartagosa í þeirri von að vörnin legði kónginn á. Ef vestur sofnar og leggur kónginn á er spilið unnið en með því að dúkka á sagnhafi aldrei von. Ekki er alveg víst að sú vörn finnist í hita leiksins ef sagnhafi spilar hratt. Sagnhafi gerði vel að dúkka fyrsta slaginn, en austur stein- drepur spilið með því að drepa á ás í byijun og spila hjarta. Að fórna slögum (lauf og hjarta) er m.ö.o. leiðin til lífsins. Þetta er eitt af þeim spilum sem bjóða upp á marga möguleika bæði í sókn og vörn. 4 54 44 D3 ♦ ÁDG8743 * K2 4 G9 44 K4 ♦ 965 * DGT987 4 ÁD876 V92 ♦ KT * Á654 4 KT32 44 ÁGT8765 ♦ 2 * 3 Hvammstangi: Siglfirskur sigur Meistaramót Norðurlands vestra í tvímenningi var haldið laugardaginn 15. mars. 16 pör kepptu um svæðismeistaratitil- inn 1997, en efsta sætið gaf rétt til þess að fara beint í úrslit í haust. Keppnisstjóri var Björk Jónsdóttir frá Siglufirði og Magna Magnúsdóttir sá um veitingar og færa aðstandendur þeim bestu þakkir. Gefandi verðlauna var Saumastofan Drífa á Hvammstanga. Öruggir sigurvegarar urðu feðgarnir Jón Sigurbjörnsson og Ólafur Jónsson frá Siglufirði, en hörð barátta var um önnur verðlaunasæti milli þeirra sem enduðu í 6 næstu sætum. Keppnisformið var barómeter, 60 spil. Lokastaða efstu para: 1. Jón-Ólafur 76 2. Kristján Blöndal- Stefán Benediktsson 49 3. Viðar Jónsson- Unnar A. Guðmundsson 46 4. Erhngur Sverisson- Elías Ingimarsson 45 5. Aðalbjörn Benediktsson- Guðmundur II. Sigurðs. 42 6. Bogi Sigurbjörnsson- Birkir Jónsson 41 7. Eggert Karlsson- Eggert J. Levy 33 Maðkur í mysunni Umsjónarmaður var að glugga í gömlum árgöngum af því ágæta riti Bridgeblaðinu sem Guð- mundur Páll Arnarson gefur út og rakst þá á spil frá árinu 1987 sem vakti athygli hans. Er hér spilið birt og umfjöllun GPA: „Þú situr í suður með: 6 543 ÁK73 98653 Þú ert í fyrstu hendi, á hættu gegn utan. Þú passar að sjálf- sögðu í upphafi, en þarft að taka mikilvæga ákvörðun strax í næsta hring: Vestur Norður Austur Suður pass lspaði dobl redobl ? Það er upplýst að redoblið sýni að minnsta kosti 10 punkta og bjóði upp á refsingu á lágu sagnþrepi. Hvað viltu segja í stöðunni? AUt spiUð 4 7 44 ÁDG86 ♦ D942 * DT2 4 KG952 44 KT9 ♦ T5 * ÁG4 N V A S 4 ÁDT843 44 72 ♦ G86 ♦ K7 4 6 44 543 ♦ ÁK73 * 98653 Ef þú hugsar ekki lengra og segir tvö lauf í þeirri von að vera doblaður stefnirðu bein- ustu leið í botninn. Það sem gerist er þetta: vestur og norð- ur passa, en austur stekkur í flóra spaða! Hvort sem þú do- blar eða ekki, þá kemur ekkert í veg fyrir það að makker spih út laufi og gefi sagnhafa þar með tíunda slaginn. Hér er nauðsynlegt að hugsa um spilið í heild. Ef allt er með felldu á vestur í það minnsta 11 háspilapunkta fyrir opnun sinni. Austur hefur lofað 10 punktum og þú átt sjálfur 7. Makker getur því ekki átt meira en 12 punkta fyrir doblinu. Og hvenær leyfir hann sér að dobla á svo h'tið? Jú aðeins þegar hann er stuttur í spaða og tekur við sögn í hinum litunum! Svo hér er greinilega maðkur í mysunni einhvers staðar. Og líklegasta skýringin er sú að austur sé í pókerleik með bull- andi spaðaundirtekt. Sem þýðir að þegar sögnum lýkur þarf makker að spila út í spaða- samningi. Þú vilt endilega fá tígul út, og hefur tækifæri til að tryggja það með því að segja TVO TÍGLA við redoblinu. Og ef þú ert í stuði geturðu svo do- blað Qóra spaða. Enda fara þeir hratt og örugglega niður með tígli út og hjarta til baka.“ Ágæt pæling.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.